Morgunblaðið - 06.12.1986, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986
Húsmæður A thugið
FRAMLAG OKKAR TIL JÓLABAKSTURSINS í ÁR,
KÓKOSBOLLUKREM OG TERTUKREM
Áður kr. 75.-
Hú kr. 59,50.
Fæst i næstu matvöru-
verslun
V A L A
/ tilefni jólanna gef-
um við nú 20%
afslátt af kókos-
bollukremi og tertu-
kremi.
Morgunblaðið/RAX
Á nýju röntgendeildinni i St. Jósefsspítala. Frá vinstri Jósef Sigut-ðs-
son yfirlæknir lyflæknisdeildar, Jónas Bjarnason yfirlæknir, Arni
Sverrisson framkvæmdastjóri spítalans, Gunnhildur Sigurðardóttir
hjúkrunarforstjóri og Sigurður Kristinsson aðstoðarlæknir.
St. Jósefsspítali 60 ára:
Ný röntgendeild tekin í notkun
NÝ og fullkomin röntgendeild
hefur veríð tekin í notkun á St.
Jósefsspitala í Hafnarfirði, en
þéss er nú minnst að sextíu ár
eru liðin frá stofnun spítalans.
Að sögn Jónasar Bjamasonar,
yfírlæknis á St. Jósefsspítala, naut
spítalinn velvildar bæjarbúa í Hafn-
arfírði, sem með fíjálsum fjárfram-
lögum lögðu sitt af mörkum til til
að takast mætti að endumýja rönt-
gendeildina, en þau tæki sem fyrir
vom, vom tekin í notkun á 40 ára
afmæli spítalans, eða fyrir 20 áram.
Jónas sagði að með hinum nýju
tækjum yrði spítalinn nú búinn til
að sinna flestum þeim röntgenrann-
sóknum sem fram fara innan
spítalans auk þess sem deildin gæti
tekið við og bætt við sig fjölda rann-
sókna fyrir bæjarfélagið og ná-
grannabæina.
Yfírlæknir á röntgendeild St.
Jósefsspítala er Ásmundur Brekk-
an, prófessor. Á morgun, sunnudag,
verður hin nýja röntgendeild opin
til sýnis fyrir almenning frá klukkan
14.00 til 18.00.
Kirkjudagur
Seljasóknar
KIRKJUDAGUR í Seljasókn mun
verða haldinn sunnudaginn 7. des-
ember, annan sunnudag í aðventu,
svo sem verið hefur undanfarin ár.
Kirkjudagurinn fellur saman við
aðventuhátiðina eins og vel á við.
í Seljasókn, sem er yngsta sókn
landsins, heftir kirkjudagurinn verið
til að hvetja til dáða í safnaðarstarf-
inu. Það er líka þörf á því þrátt fyrir
öfluga starfsemi. Svo er háttað í safn-
aðarstarfinu, að ekkert fast húsnæði
hefur verið til að hýsa guðsþjónustu-
hald og þá ftölmörgu þætti safnaðar-
starfsins, sem i gangi em. Að vísu
hefur safnaðarsalurinn í Tindaseli 3
hjálpað nokkuð, en hvergi nærri til
samræmis við þörfína.
Þó sjáum við fram á, að í byijun
næsta árs verði hægt að taka í notk-
un hluta af kirkjumiðstöðinni. Þar
verða salir, sem munu hýsa starfsemi
safnaðarfélaganna, þótt enn um sinn
verði að hafa guðsþjónustur í skólun-
um.
Á kirkjudaginn verða bamaguðs-
þjónustur í Olduselsskólanum og í
Seljaskólanum og hefjast þær kl.
10.30. Kl. 14 verður guðsþjónusta í
Ölduselsskólanum. Strax' að lokinni
guðsþjónustunni mun Kvenfélag
Seljasóknar hafa basar í skólanum.
Þar verður á boðstólum ýmiss konar
vamingur, kökur og laufabrauð.
Kvenfélagið hefur á undanfömum
ámm stutt að byggingu kirkjunnar
og svo mun verða enn.
Um kvöldið verður aðventukvöld í
Ölduselsskólanum og hefst það kl.
20.30. Aðalræðumaður kvöldsins
verður Vilhjálmur Hjálmarsson fyrr-
um ráðherra. Kirkjukórinn mun
syngja. Dúfa Einarsdóttir syngur ein-
söng við óbóundirleik Daða Kolbeins-
sonar. Básúnukvartett leikur
aðventulög undir stjóm Odds Bjöms-
sonar. Þá mun Filippía Kristjánsdótt-
ir, Hugrún, flytja hugleiðingu. Þegar
dagskrá lykur munu kvenfélaskonur
vera með kaffísopa í skólanum, þar
sem fólk getur setið og rætt saman
að kvöldi kirkjudagsins.
Við hvetjum safnaðarfólk og aðra
góða gesti til að taka þátt i kirkjudeg-
inum og vinna þannig að uppbyggingu
safnaðarins og að byggja sjálfa sig
upp við undirbúning jóla.
Valgeir Ástráðsson