Morgunblaðið - 04.01.1987, Side 5

Morgunblaðið - 04.01.1987, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 5 Hestar bön- uðu manni - óvenjuleg útgerð í burðarliðnum í Sandgerði Suðurnesjum. ÚTFLUTNINGUR á lifandi ígul- kerjum til Frakklands er nú í bígerð i Sandgerði og er gert ráð fyrir að fyrsta sending fari fljót- lega upp úr áramótum. Eins er verið að kanna möguleika á út- flutningi hrogna úr ígulkerjum til Japans og er beðið niðurstöðu tilraunasendingar sem þangað fór. Tveir Sandgerðingar standa að þessari óvenjulegu útgerð, Birgir Kristinsson húsasmiður og Steinþór Gunnarsson pípulagningamaður. Þeir hafa sagt skilið við iðnina að sinni og hafa að mestu unnið við undirbúning útgerðarinnar síðustu mánuði. Að sögn Birgis hafa þeir þó orðið að snúa sér stöku sinnum að faginu aftur til að eiga fyrir mjólk, eins og hann orðaði það. Hugmyndin kviknaði þegar þeir félagar voru að læra köfun. „Við erum í björgunarsveitinni hér á staðnum og fórum að læra köfun í því sambandi. I æfingaferðum tók- um við eftir miklu af ígulkeijum. Þau voru sumstaðar allt að 80 á hveijum fermetra og við fórum að kynna okkur hvort ekki mætti nýta þau á einhvem hátt“, sagði Birgir. „Síðan hefur þetta verið að þróast — og nú erum við komnir með nýjan vel búinn bát og markaður virðist vera fyrir hendi." Birgir bjóst við að 3 til 4 þúsund ígulker færu til Frakklands í fyrstu ferðunum, en síðan vonaðist hann til að geta sent allt að 2 tonn á viku. Verð fyrir hvert kg í Frakklandi er um 200 kr. Fyrir skömmu fór til- raunasending á söltuðum hrognum til Japans og bíða þeir niðurstöðu þeirrar sendingar. I Japan eru hrognin seld í gjafaöskjum og gefin við hátíðleg tækifæri, líkt og kon- fekt hér á landi. Þykja þau mikið lostæti auk þess að hafa þann góða eiginleika að vera sögð kynörvandi. - BB morgunblaðið/Bjöm Blöndal Steinþór Gunnarsson og Birgir Kristinsson um borð í báti sinum ígul GK 5 sem þeir hafa útbúið sérstaklega fyrir þetta verkefni. Hrognin sem send voru til Japans voru söltuð. —■— •mmvZ ■ Magnús Thoroddsen. Nýr forseti Hæstaréttar MAGNÚS Thoroddsen hæstaréttar- dómari hefur verið kjörinn forseti Hæstaréttar íslands frá 1. janúar 1987 til tveggja ára og Halldór Þorbjörnsson hæstaréttardómari varaforseti til sama tíma. FARSÆLT KOMANDIÁR með þökk fyrir það liðna Vð sendum viðskiptavinum okkar, samstarfsfólki og landsmönnum öllum bestu óskir um Hyggjast flytja lifandi ígulker til Frakklands RÚMLEGA sextugur maður, Ól- afur Sigurðsson, bóndi að Krossi í Austur-Landeyjum, lést skömmu fyrir jól af völdum áverka sem hann hlaut er hross hlupu hann niður. Ólafur heitinn var ásamt fleirum að reka hross í hús. Þijú hrossanna átti að flytja á brott með bifreið. Ólafur stóð upp við bifreiðina , en þegar hrossahópurinn kom þar að hljóp hann á Olaf, sem féll fram fyrir sig. Við höggið lamaðist hann og lést síðar á sjúkrahúsi í Reykjavík. Starfsfólk Samvinnuferda -Landsýnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.