Morgunblaðið - 04.01.1987, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 04.01.1987, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 27 Macmillan og Ólafur Thora i Keflavík 1960. Samkvæmt frásögn Morgunblaðs- ins sagði Macmillan Ólafi að hann væri Skoti og teldi margt sameiginlegt með Skotum og íslendingum. Ólafur Thors sagði Macmillan að íslendingar væru komnir af Norðmönnum og írum. Mac- millan sagði: „Já, írum, þá skil ég ykkur betur.“ Macmillan við bál sem hann tendraði á Dover-klettum þegar Bretar gengu í Efnahagsbandalag Evrópu 1971. Macmillan varð einhver mesti ræðuskör- ungur íhaldsmanna og fáir hafa náð eins góðum tökum á Neðri málstofunni. í fyrstu þótti hann of napur og seinna fulltilgerðar- legur, en ræður hans urðu slípaðri og skýrari. Hann var alltaf mikill bókaunn- andi, hafði sérstakt dálæti á pólitískum skáldsögum Anthony Trollopes og las mikið á grísku og latínu (t.d. las hann „Prómóþe- us“ á grísku þegar hann særðist í skotgröf- unum). Frí sín notaði hann oft til að skoða griska sögustaði. Um helgar dvaldist hann oftast á sveitasetri sínu i Sussex ásamt §öl- skyldu sinni og fór þá á veiðar. Einkasonur hans, Maurice Macmillan, var kosinn á þing, en er nú látinn. Ein þriggja dætra hans giftist íhaldsþingmanninum Julian Amery. Dorothy, kona Macmillans, lézt 1966. V elmegimartími Heilsa Ekiens bilaði eftir Súez-ævintýrið, sem olli mikilli ólgu og beiskju í Bretlandi og spillti sambúðinni við Bandaríkin, og Macmillan tók við stjómartaumunum í jan- Með Kennedy forseta. Ásamt Krúsjeff í Moskvu. ! burðarstól i Ghana. Macmillan 1920. loforð um byggingu 300,000 íbúðahúsa á ári þrátt fyrir hrakspár pólitískra andstæð- inga. Þremur árum síðar var hann skipaður landvamaráðherra og hófst handa um end- urskipulagningu á heraflanum. Þegar Eden tók við af Churchill 1955 varð Macmillan utanríkisráðherra, en skömmu síðar var hann gerður að fjármálaráðherra. Hann háði árangursríka baráttu gegn verðbólgu og stóð fyrir niðurskurði á ríkisútgjöldum , sem varð til þess að hann var kallaður “Mac the Knife". Merkasta framlag hans á þessum árum var stuðningur hans við stofn- un efnahagsbandalags Evrópu. Margir vinir hans höfðu fallið á vígvöllunum í fyrra stríði og sár reynsla hafði sannfært hann um að eina von Evrópu væri eining. úar 1957. Vinátta Macmillans og Eisen- howers átti mikinn þátt í því að sambúð Breta og Bandaríkjamanna færðist aftur í eðlilegt horf og Macmillan skrifaði síðar: “Ég var eins konar sonur Ikes, en þegar Kennedy varð forseti snerist þetta við.“ Hann var við völd þar til í október 1963, eða í sex ár og níu mánuði, lengur en allir fyrir- rennarar hans síðan 1832 nema Asquith. Fáir brezkir forsætisráðherrar hafa verið eins valdamiklir og Macmillan. Völdum hans var ekki ógnað í flokknum, hann tryggði íhaldsflokknum 100 þingsæta meirihluta 1959 og stjómarandstaðan var sundruð. Fáir stjómmálamenn aðrir en Churchill höfðu haft eins mikil áhrif á almenning. Stjómarár hans vom tími framfara og breyt- inga í Bretlandi. Kjör almennings bötnuðu, bjartsýni jókst og síðustu leifar vömskorts og skömmtunar áranna eftir stríðið hurfu. Atvinnuleysi var aðeins um 1.7% að meðal- tali. Bretar réttu úr kútnum á þessum uppgangsámm, en síðan hefur stöðugt hall- að undan fæti hjá þeim. Andstæðingar hans segja að með stefnu sinni hafí hann átt nokkra sök á verðbólgu, atvinnuleysi og óréttlæti síðari ára, en hann var alltaf sannfærður um hann hefði útrýmt þjóðfélagslegu óréttlæti og bægt frá hættu á upplausn með framsýni og velvild. Fyrir þremur ámm sagði hann í viðtali: „Alþýðan vill ekki að hún sé kölluð fátæk og hún er það ekki. Sérhver fjölskylda á tvo bfla, býr í eigin húsi og er nýkomin úr hálfsmánaðar fríi á Spáni. Þetta hefur okkur tekizt. Við höfum gert þetta fólk að góðborgumm." Undir forystu Macmillans tókst Bretum að laga sig að breyttum aðstæðum í heimin- um eftir ófarimar við Súez. Upplausn brezka heimsveldisins fór fram undir hans stjóm, þótt hann virtist fulltrúi alls þess sem það stóð fyrir. Tólf brezkar nýlendur fengu sjálf- stæði, þeirra á meðal Ghana, Nígería, Uganda, Kenya, Malaya, Singapore og Kýp- ur, í samræmi við yfirlýsingu hans um „vind breytinganna." Skömmu eftir þá ræðu sagði Dean Ascheson að Bretar hefðu „misst heimsveldi og ekki fundið hlutverk", en Macmillan beindi sjónum þeirra að Evrópu og reyndi að viðhalda áhrifum Bretlands í heiminum. De Gaulle gerði draum hans um aðild að Efnahagsbandalaginu að engu og þegar Bretar fengu loks inngöngu 1973 var mesta uppgangstíma Evrópu lokið. Heimsleiðtogi Macmillan varð áhrífamikill heimsleiðtogi og var síðasti fulltrúi Breta á leiðtogafund- um austurs og vesturs. Hann reyndi stöðugt að miðla málum milli Bandaríkjamanna og Rússa til að draga úr spennu í heiminum. í febrúar 1959 fór hann til Moskvu og reyndi að fá Nikita Krúsjeff til að sýna sanngimi, en fékk dræmar undirtektir. Hann lét þó engan bilbug á sér finna, því að hann taldi mikilvægt að tryggja samning um stöðvun kjamorkutilrauna, og náði tak- marki sínu þegar tilraunabannssamningsur- inn var undirritaður f Moskvu 25.júlí 1963. Kennedy Bandaríkjaforseti viðurkenndi að barátta Macmillans fyrir tilraunabanns- samningi hefði verið „lífsnauðsynleg" og náið samstarf tókst með þeim. Þegar Kennedy var myrtur í nóvember 1963 kall- aði Macmillan hann „hinn nána vin minn og samstarfsmann." Þeir hittust oft og í Kúbudeilunni 1962 hringdi Kennedy í Macmillan allt að þrisvar sinnum á dag til að leita ráða. „Eini gallinn var sá að hann hringdi alltaf á miðnætti, þegar klukkan er 5 að morgni að okkar tíma,“ sagði Macmill- an seinna. Macmillan stóð af sér marga storma. Hann lét sér aldrei bregða og var kallaður „hinn óhagganlegi", en var í rauninni taugaóstyrkur. „Það er skylda ríkisstjómar- innar að láta engan bilbug á sér finna,“ sagði hann eitt sinn.“ Eftirmönnum sínum gaf hann þetta ráð: „Vinnið ekki of mikið, lesið ekki blöðin, takið ykkur ekki of hátíð- lega, lesið eins mikið eftir Jane Austin og þið getið." Þegar pundið komst í hættu 1957 og þrír æðstu menn fjármálaráðuneytisins sögðu af sér kallaði hann það „smávægileg staðbundin vandræði." Þegar honum heyrð- ist fólk safnast saman fyrir utan Downing- stræti 10 sagði hann við konu sína: „Dorothy, viltu athuga hvort þetta fólk er með okkur eða á móti.“ Eitt sinn fannst hann hvergi þegar alvarlegt mál bar að höndum fyrr en ritari hans rakst á hann sofandi í sófa með „Gulliver í putalandi,“ sem hann hafði verið að lesa. Seinna, þegar „Daily Telegraph“ til- kynnti að hann væri látinn, skrifaði hann ritstjóranum kurteislegt bréf, þar sem hann vitnaði í Mark Twain og sagði að fréttin væri „stórlega ýkt.“ Þegar hann var kominn yfir nírætt, sem hann kallaði „fáránlega háan aldur", kvaðst hann svara boðum í opinberar veizlur með því að segja: „Ég vil gjaman koma, en verð sennilega dauður." Hann talaði sjaldan illa um aðra stjóm- málamenn, en sagði einu sinni: „Ég hef aldrei orðið var við það á löngum stjóm- málaferli að fáfræði komi í veg fyrir gagnrýni." Þegar hann safnaði ljósmyndum í bók um sig í ellinni ætlaði hann að skrifa undir mynd af virðulegum stjómmála- manni: „Heimskasti maður, sem hefur gegnt embætti forseta lávarðadcildarinnar." Þegar honum var bent á að það væri ekki hyggi- legt sagði hann: „Jæja, þá skulum við segja „traustur flokksmaður. „ Allir munu skilja hvað átt er við með því.“ Sjá næstu síðu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.