Morgunblaðið - 04.01.1987, Page 29

Morgunblaðið - 04.01.1987, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 29 Ljóðatón- leikar í Gerðubergi MARGRÉT Bóasdóttir sópran og Margrét Gunnarsdóttir píanó- leikari halda ljóðatónleika þriðjudaginn 6. janúar kl. 20.30 í Gerðubergi í Reykjavík. Á efniskrá ljóðatónleikanna eru ljóð eftir Schubert, Grieg, Wolf, Jeppson, Fauré, Pál ísólfsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Samstarf þeirra hófst 1985 er Margrét Bóasdóttir flutti til ísa- ijarðar eftir 8 ára búsetu í Þýska- landi, en Margrét Gunnarsdóttir er píanókennari við Tónlistarskólann á Isafirði. Hafa þær haldið tónleika á Vest- fjörðum og Norðurlandi og í október sl. fóru þær í tónleikaferð til Dan- merkur og Svíðþjóðar. Höföar til .fólks í öllum starfsgreinum! Hressingarleikfimi kvenna og karla Vetrarnámskeið hefjast fimmtudaginn 8. janúar. ★ Kennslustaðir: Leikfimisalur Laugarnesskólans, íþróttahús Seltjarnarness. ★ Get bætt við mig konum í byrj- endaflokk í Laugamesskóla. ★ Fjölbreyttar æfingar — músik — dansspuni — þrekæfingar — slökun. Upplýsingar í síma 33290. Ástbjörg S. Gunnarsdóttir, íþróttakennari. hefst mánudaginn 5. janúar v/Laugalæk, s. 33755. Kjarabót fyrir einstaklinga Launareikningur-nýrtékkareikningur með hærri vöxtum. Við bjóðum þeim fjölda einstaklinga sem leggja reglulega inn fé, nýjan tékkareikning sem sameinar kosti veltureiknings og sparireiknings. Launareikningur er með 4% lágmarksvöxtum, en fari innstæðan yfir 12.000 krónur reiknast 9% vextir af því sem umfram er. Aðalkjarabótin felst í því að af Launareikningi reiknast dagvextir. Handhafar tékkareiknings geta breytt honum í Launareikning án þess að skipta um reikningsnúmer. Umsóknareyðublöð liggja frammi í öllum afgreiðslum bankans. Innlánsviðskipti - leið til lánsviðskipta. bínáðmíbanki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.