Morgunblaðið - 04.01.1987, Page 31

Morgunblaðið - 04.01.1987, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 31 bólgu. Gils vildi aldrei vera uppá aðra kominn. Margir kennarana voru þjóð- þekktir menn og mjög góðir kennarar. í þann tíma var deilt hart um það í fjölmiðlum hvor þeirra, Sigurður Einarsson í Holti eða Asmundur Einarsson. DlSKUp, fengi dósentstöðu við Há- skólann. Ef þessir ágætu menn mættust á ganginum í frímínútum í skólanum, þá gættu þeir þess vandlega að ganga þétt við sinn hvom vegginn þannig að sem lengst væri á milli þeirra, þetta sáum við nemendumir enda fylgdumst við vel með þeim þá. Ég fór ekki í Kennaraskólann af því ég ætlaði endilega að verða kennari, þó ég hafi alltaf haft ánægju af að umgangst böm og unglinga. Kennslan var ekki hug- sjón hjá mér. Kennaraskólinn var hins vegar góð leið til almennrar menntunar úr því ég fór ekki í menntaskóla. En svo gerðist það þegar ég útskrifaðist árið 1939 að ég fékk prófdómarastarf í Austur- bæjarskólanum. Þá fór ég fyrst að íhuga kennsluna sem starf. Sumarið 1939 var ég á síld, fór með Súgfirskum skipstjóra á Siglf- irskt skip sem kallað var Svartigeir. Okkur gekk allvel. Um haustið vor- um við í glaða tunglskini að kasta á síld út af Sléttu og reyndist það vera 900 tunna kast. Þá kom skip- stjórinn og tilkynnti okkur að skollin væri á heimsstyrjöld. Við litum hver á annan og einhver sagði sem svo að þetta gæti aldrei staðið lengi, en það vita allir hvernig fór. Guðmundur óðalsbóndi í Bæ. Arína Þórðardóttir og Guðmundur Sigurðsson í Bæ. þó ekki erfíðleikum í samskiptum við fólk hér og við Stefán höfum átt góð samskipti í fræðsluráði Hafnaify'arðar og í stjóm Amts- bókasafnsins sem við sátum saman í um skeið. Best að fólk dansi eftir eig-in trumbuslætti í samskiptum mínum við fólk, hef ég reynt að hafa hugfast að best gefst venjulega að leyfa mönn- um í lengstu lög að dansa eftir eigin trumbuslætti. Hver maður verður að finna sinn eigin áraburð, áralag- ið er ekki eins hjá öllum. Ég hef reynt að leyfa kennurum sem hjá mér hafa starfað að spila sem mest Foreldrar Þorgeirs, Ibsen Guðmundsson og Lóvísa Kristjánsdóttir. Þorgeir á skrifstofunni i Lækjarskóla. Kennsla og íþróttir Um haustið fór ég suður. Fyrir beiðni fræðslumálastjóra, Helga Elíassonar fór ég upp í Lundar- reykjadal og kenndi þar veturinn 1939 til 40. Þar var mikill menning- arstaður. Félagsandi var svo mikill meðal unga fólksins að það taldi ekki eftir sér að koma margra klukkutíma ferð að Lundi til að æfa leikrit. Ég kenndi á mörgum stöðum í sveitinni, m.a. á Iðunnarstöðum, en þá var þar torfbær og ég kenndi í baðstofunni, sat á rúminu með börnin í kringum mig. Kennsla var ekki ábatasöm á þessum árum og ég fór að halla mér að sjónum á nýjan leik. Ég var stuttan tíma á bát á Akranesi en dreif mig svo á íþróttaskólann á Laugarvatni og var þar fram á vo- rið. Um haustið árið 1941 gerðist ég kennari á Akranesi. Á Akranes- árunum, sem urðu sex, fór ég til náms til Bandaríkjanna í eitt ár, nam ensku og uppeldisfræði í há- skóla sem norska kirkjan rak í Minnesota. Á Akranesi stofnaði ég ásamt fleirum íþróttabandalag Ákraness en bandalagið varð til þess að knatt- spyrnufélögin tvö, Kári og KA, komu sameiginlega til keppni og til þess má rekja sigurgöngu ÍA. Ég átti hlut að því að ráða Albert Guð- mundsson til þess að þjálfa fót- boltamennina á Skaganum og hann reyndist afbragðsþjálfari. Árið 1951 urðu Akurnesingar fyrst ís- landsmeistarar, en þá var ég farinn frá Akranesi. í Stykkishólmi Að áliðnu vori árið 1947 átti ég erindi við Helga fræðslustjóra í Reykjavík. Er ég var að fara út úr skrifstofunni kom maður, Stefán Jónsson, námstjóri, og greip í öxlina á mér og teymdi mig aftur inn og segir við fræðslustjóra „Helgi, þetta er maðurinn sem okkur vantar í Stykkishólm.“ Þar átti þá að stofna unglinga eða miðskóla. Þeir báðu mig að sækja um skólastjórastöð- una, en ég vildi fara vestur í kynnisferð fyrst. Það er ekki að orðienga það að ég varð skólastjóri í Stykkishólmi. Það var strax myndaður fyrsti bekkur og fyrstu landsprófsnem- endur þriðja bekkjar útskrifuðust árið 1950. Það var ákaflega gaman að vinna að skólamálum í Stykkis- hólmi. Fólkið hafði svo mikinn áhuga á skólanum og Jóhann Rafnsson, formaður skólanefndar, bar hag skólans mjög fyrir bijósti. í Stykkishólmi var ég í átta ár og átti þá þátt í því á mínum síðustu árum að koma á fót Iðnskóla og var jafnframt skólastjóri hans. Þar áttu m.a. mikinn hlut að máli, Ólaf- ur Haukur Ámason kennari, Kristj- án heitinn Rögnvaldsson vélsmíða- meistari og Ágúst Bjarmtarz trésmíðameistari. Það fór ekki svo að ég vefðist ekki inní íþróttamálin í Stykkis- hólmi. Ég og Guðmundur Þórarins- son þjálfari fórum einn veturinn að leika saman badminton og fljótlega bættust í hópinn þeir Ólafur Guð- mundsson, seinna sveitarstjóri í Hólminum og Ágúst Bjartmarz. Þetta varð upphaf að miklu badmin- tontímabili í Hólminum. Hómarar stóðu sig afbragðsvel í badminton á mótum næstu árin á eftir. Skólastjóri í Hafnar- firði Árið 1955 urðu enn umskipti á starfsvettvanginum. Ég flutti til Hafnaifyarðar og hér hef ég starfað síðan. í rúmlega 31 ár hef ég verið skólastjóri hér í Firðinum við Lækj- arskóla sem áður hét Barnaskóli Hafnarfjarðar og var þá eini opin- beri bamaskólinn hér í bænum. Hér hef ég einnig gegnt ýmsum trúnað- arstörfum fyrir bæinn. Þegar ég Þorgeir Ibsen 17 ára. kom til Hafnarfjarðar voru hér um 5600 manns en nú eru hér 14 þús- und íbúar. Hér hafa orðið gífurlega breytingar á þessum tíma og allar til hins betra. Allt þetta tímabil hefur verið hér rnikil framfarasókn og í heild er bærinn allur annar en þegar ég kom hér fyrst. Þegar ég kom hér var það í kjöl- far nokkurra átaka um skólastjóra- stöðuna. Ég sótti um á móti ágætum skólamanni, Stefáni Jú- líussyni. Við hlutum jafna af- greiðslu í fræðsluráði en Bjami heitinn Benediktsson, þáverandi menntamálaráðherra, setti mig hins vegar í starfið. Þessi átök ullu mér frítt en ég skal játa að í pólitíkinni hef ég verið afskiptsamur. Ég get ekki neitað því. Ég hef gegnt ýms- um trúnaðarstörfum fyrir Sjáfl- stæðisflokkinn, en það hefur stundum slegið í brýnu milli mín og sumra ráðamanna í flokknum og á ég þá við landsmálin. Ég er að sjálfsögðu fylgjandi frelsi ein- staklingsins, en það hefur komið fyrir að mér hafa fundist fyrir borð borin einkunnarorð sjálfstæðis- manna frá fyrri tíð: Gjör rétt, þol ei órétt. Að mínu mati er það sam- viskan sem á að ráða gjörðum manna en ekki ströngustu flokks- sjónartnið. Sjálfstæðisflokkurinn er í mínum huga sá flokkur sem sýnir gleggstan þverskurð þjóðfélagsins og það er einmitt stærsti kostur flokksins að menn með ólíkar skoð- anir á einstökum málum finna sér þar stað. En einstaklingurinn þarf að láta til sín heyra og vera óhrædd- ur að gagnrýna og segja til synd- anna, sé honum misboðið. Á þessu þijátíu og eina ári, sem ég hef starfað í Hafnarfirði, hafa verið stofnaðir hér margir nýir skól- ar, þ.á.m. Öldutúnsskóli, Víðistaða- skóli og Engidalsskólinn. Flens- borgarskólinn hefur verið stórbættur með nýrri byggingu. Ég byggði mér nokkuð fljótlega íbúðar- hús uppá Öldutúni en seldi það fyrir þremur árum og byggði mér hús hér að Sævangi 31. Það gekk svo vel að þó ekki hafi verið hér spýta á lóðinni í september árið 1983 þá vorum við flutt inn í aprílbyijun árið 1984 og allt tilbúið utan sem innan." í frásögn Þorgeirs af lífshlaupi sínu kemur fram að hann er kvænt- ur Ebbu Lárusdóttur og eiga þau tvö börn en þijú born á Þorgeir af fyrra hjónabandi. Áður en ég kveð og fer sýnir Þorgeir mér hið glæsi- lega hús þeirra hjóna. Þar haldast nýi og gamli tíminn skemmtilega í hendur þó ívið meira halli á þann gamla. Það finnst mér líka vera í skemmtilegu samræmi við persónu- leika húsbóndans, sem er greinilega maður þess sem er að gerast á hveijum tíma, og á sér væntanlega enn„ langa, góða framtíð og bjarta", eins og segir í hendingum Harðar Zópaníassonar í upphafi þessa greinarkoms. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Austur-Þýzkaland: 20.000 menn fengu að flytja til V-Þyzkalands BerKn, AP. NÁLÆGA 20 þúsund Austur- Þjóðverjar fengu leyfi til að flytjast til Vestur-Þýzkalands í fyrra, eða um tvöþúsund fleiri en árið 1985, samkvæmt upplýs- ingum mannréttindasamtaka, sem kenna sig við 13. ágúst. Þann dag árið 1961 hófu Austur- Þjóðveijar smíði Berlínarmúrs- ins. Jafnframt tókst 4.400 Austur- Þjóðveijum að flýja heimaland sitt í fyrra. Þar af tókst 220 mönnum að flýja yfir múrinn, sem skiptir Berlín í tvennt. Talsmaður þess ráðuneytis í Bonn sem fjallar um samskipti þýzku ríkjanna var ekki tilbúinnn að staðfesta tölur samtakanna í gær, en Heinrich Windelen, ráð- herra, sagði blaðamönnum í Bonn 9. desember sl. að hann byggist við að tala þeirra, sem leyft yrði að flytjast frá Austur-Þýzkalandi til Vestur-Þýzkalands yrði í kringum 20.000 árið 1986. Aðeins einu sinni áður hefur jafnmörgum Þjóðyeijum verið leyft að flytjast vestur yfir Berlínarmúrinn frá því hann var reistur. Þessu til viðbótar fengu 200.000 Austur-Þjóðveijar að heimsækja fjölskyldur sínar og ættingja í Vest- ur-Þýzkalandi, miðað við 60.000 árið 1985. John Kenneth Galbraith: Varar við nýju kaup- haliarlinmi Boston, AP. SPÁKAUPMENNSKA á hluta- bréfamarkaðinum nú er ekki ólík því, sem átti sér stað á þriðja áratugnum. Því gæti aftur orðið kauphallarhrun á hlutabréfum eins og þá. Þetta kemur fram í grein, sem hinn kunni hagfræðingur John Kenneth Galbraith skrifar í janúar- blað mánaðarritsins „Atlantic Magazine." Langvarandi hækkun á hlutabréfum, eins og sú sem varð undanfari hrunsins 1929, og hækk- un hlutabréfa á undanförnum árum, höfði mjög til kaupenda, sem vilja hagnast á hækkandi verði en losna við hlutabréfin áður en þau taka að lækka, segir Galbraith. Slík spá- kaupmennska verður til þess að hækka verð á hlutabréfum enn meira. „Verð, sem verður til með þess- um hætti, er komið úr tengslum við þær aðstæður, sem liggja til giund- vallar efnahagslífmu,“ segir Gal- braith í grein sinni. „Það, sem við vitum, er að viðskiptum, sem byggj- ast á spákaupmennsku, lýkur alltaf harkalega. Viturlegt er því, að vera undir það versta búinn, þó að það sé það sem fæstir geri.“ Galbraith var einn helzti efna- hagsráðgjafi margra bandarískra forseta auk þess að vera prófessor í hagfræði við Harvardháskóla um langt skeið. Fróöleikur og skemmtun fyrirháasemlága!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.