Morgunblaðið - 04.01.1987, Page 56

Morgunblaðið - 04.01.1987, Page 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 Poindexter Ósýnilegi ráðgjafinn sem kom upp úr kafinu leagu ræðir við Poindexter, McFarlane og Reg- an í skrifstofu sinnl í nóvember 1985: Einn er hætt- nr, annar snerist gegn vopnasölunni ogstaðaþess þriðja er í bættu. setanum til ráðuneytis. Þetta var í samræmi við skoðanir Reagans og talin ein helzta ástæðan til þess að hann var valinn eftirmaður McFarlanes, sem hrósaði honum og kvað hann einn þeirra manna, sem reyndust bezt þegar mest á reyndi. Hann hafði litla reynslu, einkum í utanríkismálum. Sjóliðsforingi, sem' hefur þekkt hann lengi, segir: “Poindexter er afkvæmi stjómkerf- is heraflans. Hann hefur haft verkaskiptingu að leiðarljósi í 30 ár. Samkvæmt þessu kerfi verður að tilkynna yfirmönnum jafnt sem undirmönnum." Embættismaður sagði: „Hann hefur lært það í heraf- lanum að það borgar sig aldrei að bera af yfirmönnum sínum." McFarlane hafði stöðugt reynt að auka sjáifstæði sitt, en Poindext- er virtist telja mestu varða að þess yrði vandlega gætt að valdsvið sér- hvers embættismanns yrði virt og skipanir fæm rétta boðleið innan kerfísins. Hann fékk fljótt orð fyrir að vera dæmigerður “já-maður“ og það styður fullyrðingar um að hærra settir menn hafi heimilað vopnasöluna til írans. „Kúrekarnir“ Fljótlega kom í ljós að Poindexter var ekki eins vel lagið og fyrrennur- um hans að útskýra stjórnarstefn- una fyrir þingleiðtogum og fréttamönnum. í stað þess að leggja rækt við það hlutverk virtist hann einbeita sér að því að safna um sig hópi hermanna, sem fengu viðum- efnið “kúrekarnir" og höfðu mestan JOHN M. POINDEXTER, hæglátur flotafor- ingi sem varð að láta af embætti öryggisráð- gjafa Ronald Reagans forseta vegna vopnasölunnar til Irans, var kallaður „ósýnilegi maðurinn“ á bak við stefnumótun forsetans. Hann kunni bezt við að vinna að tjaldabaki og þoka málum fram með hægð, en komst ekki hjá því að vera í sviðsljósinu, þótt hann reyndi að halda fréttamönnum í hæfilegri fjar- lægð. Nú hefur ýmislegt sem Þjóðaröryggisráð forsetans aðhafðist undir hans stjórn komið fram í dagsljósið og ekkert mál hefur valdið Reagan eins miklum erfiðleikum. Polndexter ræðlr við Regan: Stóð ógn af honum. að honum fyrir ágæta skipulagn- ingu aðgerða Bandaríkjamanna eftir ránið á ítalska skemmtiferða- skipinu „Achille Lauro“, þegar egypzk farþegaflugvél var neydd til að íenda með fjóra palestínska hryðjuverkamenn, sem voru sakaðir um ránið. Þótt Poindexter væri staðgengill McFarlanes var hann alltaf talinn dyggur fylgismaður Donald Reg- ans, yfirmanns starfsliðs Hvíta hússins. Ein helzta ástæðan til þess að McFarlane ákvað skyndilega að hætta í desember 1985 var sú að honum og Regan hafði oft lent sam- an og Regan átti mikinn þátt í því að Poindexter tók við af honum. Poindexter er ekki eins mikill per- sónuleiki og McFarlane og gagn- stætt honum virtist hann óttast Regan, sem er ráðríkur. Vinur Reg- áns sagði: “Hann réð mann, sem hann taldi sig geta unnið með og jafnvel stjórnað." Sjálfur sagði Poindexter þegar hann tók við starfi öryggisráðgjafa að hann hygðist iáta lítið á sér bera og ekki og nota starfíð til að tryggja sér pólitísk völd, heldur verða for- Poindexter aðmíráll hafði sætt gagnrýni áður en í ljós kom að Þjóðaröryggisráðið hafði staðið fyrir vopna- sölu til írans og notað hagnaðinn til að kaupa hergögn handa Contra-skæruliðum í Nicaragua. Hann hafði stjórnað áróðursherferð gegn Gaddafy Líbýuleiðtoga, sem byggðist á villandi upplýsingum, og átt á annan hátt þátt í því að stjóm Reagans komst í vanda, einkum í sambandi við mál blaðamannsins Daniloffs, andstöðu forsetans gegn refsiaaðgerðum gegn Suður-Afríku og Reykjavíkjurfundinn. Margir drógu í efa að Poindexter væri rétti maðurinn til að gegna starfi öryggisráðgjafa þegar hann tók við því af Robert McFarlane í desember 1985. Að vísu var viður- kennt að hann hefði sannað hæfni sína og sýnt skipulags- og stjómun- arhæfileika þegar hann gegndi starfí staðgengils McFarlanes, en margir efuðust um að hann hefði nógu milil pólitísk áhrif og völd til að ná árangri. Starf öryggismála- ráðgjafa jafnast á við hlutverk helzta ráðgjafa konunga fyrri tíma og Poindexter var ekki talinn kom- ast í hálfkvisti við Henry Kissinger og Zbigniew Brzezinski, frægustu fyrirrennara hans. Þjóðaröryggisráðið var stofnað skömmu eftir síðari heimsstyijöld- ina til að gera viðamiklu skrifstofu- bákni Bandaríkjanna kleift að bregðast skjótt við í mikilvægum málum. James V. Forsetal, fyrsti landvarnaráðherra Bandaríkjanna, var eindregið fylgjandi stofnun ráðsins, því að hann taldi að það gæti haft hemil á Harry S. Tmman þáverandi forseta, sem hann áleit andvígan heraflanum. Seinna varð ráðið að stofnun Hvíta hússins og síðan 1960 hafa forsetar Banda- ríkjanna reynt að nota það til að hafa taumhald á utanríkisráðuneyt- inu, landvamaráðuneytinu, heraf- lanum og leyniþjónustunni (CIA). Richard Nixon leyfði Kissinger að hafa svo mikil áhrif á mótun stefnunnar að áhrif ríkisstjórnar- innar urðu hverfandi og Brzezinski fór að dæmi hans. Reagan vildi breyta þessu þegar hann tók við og var því mótfallinn að að utanrík- is- og landvarnaráðuneytið yrðu sniðgengin. Hann vildi að Þjóðarör- yggisráðið léti minna á sér bera og yfírmaður þess notaði ekki stöðu sína til þess að vekja á sér eins mikla athygli og Kissinger hafði gert. „Tæknikrati“ Poindexter, sem hefur verið kallaður dæmigerður “tæknikrati" og greindur skrif- stofuembættismaður, virtist hæfa vel í slíkt hlutverk. Hann er fímm- tugur, fæddur 12.ágúst 1936 í Washington, Indiana, kvæntur og á fímm syni. Þegar hann stundaði nám í foringjaskóla bandaríska sjó- hersins fékk hann hæstu einkunn og var gerður að yfírmanni for- ingjaefnaliðsins, þ.e. umsjónarmað- ur. Aðeins einn maður mun hafa unnið slikt afrek áður, Douglas MacArthur hershöfðingi þegar hann var í herskólanum í West Point. Poindexter famaðist vel í flotan- um. Hann kvæntist ofurstadóttur, Lindu Goodwin, sem hafði verið heitbundin honum, strax að loknu námi og varð doktor í kjamorkueðl- isfræði við Tæknistofnun Kalifomíu 1964. Hann vakti fyrst athygli þeg- ar hann varð aðstoðarmaður flota- málaráðherrans 1971 ogyfírmanns sjóhersins 1976, en þótt hann væri skipaður yfírmaður herskipsins „pólitískur aðmíráll," en fáir starfs- menn Hvíta hússins þóttu eins „ópólitískir". Áður en Poindexter tók við stöðu öryggisráðgjafa Reagans hafði hann verið varaöryggisráðgjafi síðan 1981. Þótt hann sé yfirleitt rólegur og varkár taldi hann eins og sumir aðrir ráðunautar forsetans að reyna mætti að leysa alvarlega erfíðleika í utanríkismálum með hernaðarlegum ráðum, ekki sízt þegar hryðjuverk ættu í hlut. Hann var einn þeirra sem hvöttu til þess að Bandaríkjamenn beittu hervaldi í Líbanon 1983, en sannfærðist um að sýna hefði átt enn meiri hörku. McFarlane hefur opinberlega hrós- Poindexter mætir fyrir þlng- nefnd: Neitar að tala.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.