Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987 Yfirlýsing og athuga- semd vegna Staksteina eftirÁrna Gunnarsson í Staksteinum Morgunblaðsins laugardaginn 10. janúar eru birtar hugleiðingar um grein, sem var á baksíðu Alþýðublaðsins föstudag- inn 9. janúar. Fyrirsögn Staksteina er „Nýr kraftakarl". Þar er vegið ósæmilega að Jóni Sigurðssyni, fyrrum forstjóra Þjóðhagsstofnun- ar, sem nú skipar efsta sætið á framboðslista Alþýðuflokksins í Reylqavík vegna væntanlegra Al- þingiskosninga. Honum eru gerðar upp skoðanir og fullyrt að hann sé höfundur baksíðugreinar Alþýðu- blaðsins, sem var skrifuð undir dulnefninu „Steintak". Jón Sig- urðsson er ekki höfundur grein- arinnar. Þessa grein skrifaði Öm Bjamason, rithöfundur, sem verið hefur blaðamaður á Alþýðublaðinu um nokkurt skeið. Yfirlýsing frá honum fylgir hér með. Þetta er í annað skipti að Morg- unblaðið segir Jón Sigurðsson höfund nafnlausra greina í Al- þýðublaðinu. Þegar blaðið hefur slegið þessu föstu er fundið tilefni til árása á Jón Sigurðsson, sem eru óvenjulega rætnar. Þetta bendir til þess, að Morgunblaðið hafi nokkrar áhyggjur af framboði Jóns Sigurðs- sonar í Reykjavík og leiti allra leiða til að fínna á honum höggstað. En hér hefur blaðið gengið of langt. Það tekur nafnlausa grein og full- yrðir að höfundur hennar sé annar en greinina skrifaði. Til að bæta gráu ofan á svart birtir Morgun- blaðið mynd af fyrirsögn greinar- innar, haus Alþýðublaðsins og setur þar inn mynd af Jóni Sigurðssyni. Og ekkert skortir á fullyrðing- amar. í formála Staksteina segir: „Á Alþýðublaðsgreininni er nokkur viðvaningsbragur, en höfundarein- kenni leyna sér ekki; þama festir Jón Sigurðsson, efsti maður á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík, hugs- anir sínar á blað.“ Þá segir í greininni: „Og enn segir Jón Sig- Árni Gunnarsson urðsson eða Steintak:" Og aftur er fullyrt: „Steintak eða Jón Sigurðs- son segir einnig:" Þegar Morgunblaðið fullyrti í fyrra skiptið að Jón Sigurðsson V estmannaeyjar: Talsverð umsvif hjá frístundabændum. Vestmannaeyjum. VESTMANNAEYINGA er ekki oft getið þegar fjallað er um landbúnaðarmálin og þeir hafa svo sem ekki verið að barma sér yfir þeim hrellingum sem nú ganga yfir þar á bæjum. Sjávarútvegurinn hefur verið vettvangur Eyjamanna og þeir stundum barið lóminn þar með öðrum. Engu að síður er tals- verð búfjáreign í Eyjum og þar eru all margir fristundabændur sem lifa sig inn í rollustand, hestastúss og raunar ýmislegt annað. Á vegum bæjarins er starfandi svokölluð landnytjanefnd og auk þess að annast um gerð forða- gæsluskýrslna sér hún um „dýra- tal“. Dýrin em jú skráð og flokkuð rétt eins og mannfólkið. Sam- kvæmt nýjastu talningu voru um áramótin 510 ær búsettar í Eyj- um, 28 hrútar og sauðir og 107 gemlingar. Hestar reyndust vera 10 talsins, hryssur 2 ogfolöld 3. Fiðurfé á líka sína fulltrúa og voru varphænur 2.400 talsins í alifuglabúinu Sæfelli sem nýlega tók til starfa hér. Endur og gæsir töldust 35. Þá eru hér 40 angóru- kanínur sem Valgeir Jónasson hefur ræktað og annast um af mikilli umhyggju. Heyforði mæld- ist vera 550 hestburðir þurrheys og 6 hestburðir af votheyi -hlq. „Þrátt fyrir yfirlýsingn Jóns Signrðssonar um að hann haf i ekki ritað þá grein, sem hér er vitnað til, fullyrðir Staksteinahöfundur að hann hafi gert það. Þessi blaðamennska Morgunblaðsins er ekki bara óheiðarleg, hún brýtur í bága við þær siðareglur, sem blaða- menn hafa sett sér. Hér er blaðið að f inna sér tilefni til að koma höggi á pólitískan andstæðing á forsendum, sem eru rangar og ósannar.“ væri höfundur nafnlausrar greinar í Alþýðublaðinu svaraði Jón og lýsti yfir því, að þá grein hefði hann ekki skrifað. Hann kvaðst ekki hafa lagt það í vana sinn að skrifa nafn- lausar greinar og myndi ekki gera það. Þrátt fyrir þessa yfírlýsingu segja Staksteinar á laugardag: „í Staksteinum hefur áður verið vakið máls á því, að Jón Sigurðsson hafí birt nafnlausa grein í Alþýðublað- inu. Hann mótmælti því, að svo væri. í þeirri grein var ráðist harka- lega á Seðlabankann, sagt, að hann sé „orðinn áhrifalaus og gagnslaus" og þess vegna liggi beinast við „að leggja hann niður eða sameina Landsbanka", í gær ritar hann svo fyrmefnda árásargrein á Sjálf- stæðisflokkinn undir dulnefni." Þrátt fyrir yfírlýsingu Jóns Sig- urðssonar um að hann hafí ekki ritað þá grein, sem hér er vitnað til, fullyrðir Staksteinahöfundur að hann hafí gert það. Þessi blaða- mennska Morgunblaðsins er ekki bara óheiðarleg, hún brýtur í bága við þær siðareglur, sem blaðamenn hafa sett sér. Hér er blaðið að finna sér tilefni til að koma höggi á 15 pólitískan andstæðing á forsendum, sem eru rangar og ósannar. Það er rétt að benda á grein Víkverja, sem birtist í Morgun- blaðinu sama daginn og títtnefndir Staksteinar. Þar segir orðrétt: „I umræðum um alþjóðamál hefur at- hygli beinst mjög að því undanfarin misseri, sem kallað er disinformati- on á erlendum tungum. Það er vísvitandi lygum í því skyni að ná ákveðnum pólitískum markmiðum eða spilla fyrir því, sem andstæðing- urinn er að gera.“ — Varla verður skrifum Staksteina betur lýst. Þessi skrif eru langt fyrir neðan virðingu Morgunblaðsins, sem virð- ist hafa gert sér far um það á síðustu árum, að vanda til frétta- flutnings og greinaskrifa. Morgun- blaðið ætti að biðja Jón Sigurðsson afsökunar. Málflutningur Stak- steina á ekkert skylt við málefna- lega, pólitíska baráttu á ritvellinum. Þetta er fölsun, gerð í þeim til- gangi að koma höggi á pólitískan andstæðing, sém Morgunblaðið og sjálfstæðismenn óttast í þeim átök- um, sem framundan eru. En þessi andstæðingur er áreiðanlega tilbú- inn að takast á við hvem sem er undir fullu nafni. Til þess hefur hann alla burði. Að lokum þetta: Getur Morgun- blaðið greint frá því hver er höfundur Staksteina sl. laugardag? Því verður ekki trúað, að ritstjórar blaðsins hafí skrifað þennan pistil né vitað um efni hans. Þeir em þekktir að öðru vinnulagi. Höfuadur er rítstjórí Alþýðublaðsins Yfirlýsing Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að Jón Sigurðsson fyrr- um forstjóri Þjóðhagsstofnun- ar, skrifaði ekki svargrein undir dulnefninu Steintak. Það gerði ég, undirritaður Orn Bjarnason, blaðamaður á Alþýðublaðinu. LITGREINING MED CROSFIELD LASER LYKILUNN AO VANDADRI LITPRENTUN MYNDAMOTHF Hverfisgötu 33 - Sími 91 -20560 Helstu söluaðilar: Bókaversl. JónasarTómassonar (safirði • Bókaversl. Þórarins StefánssonarHúsavík • Bókval Akureyri • E.Th.Mathiesen Hafnarfirði • Fjölritun s.f. Egilsstöðum • Kaupfél. Árnesinga h.f. Selfossi • Kjarni Vestmannaeyjum • Penninn Hallarmúla MESSAGE C-11 MESSAGEC-12 ... KR. 39.800 MESSAGE-rafeindaritvélarnar eru góðar og nýtískulegar, hljóðlátar og skemmtilegar. Þær hafa sjálfvirkt leiðréttingarminni, þægilegt lyklaborð, snarpan vinnsluhraða og allt það annað sem prýðir fyrsta flokks rafeindaritvélar. MESSAGE-ritvélarnareru níðsterkar-og þjónustan ávallttil staðar. Þess vegna finnurðu MESSAGE-rafeindaritvélarnar ekki eingöngu í íslenskum bönkum og íslenskum fyrirtækjum - heldur líka í íslenskum skólum sem þurfa liprar og sterkar kennsluvélar fyrir nemendursína. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.