Morgunblaðið - 13.01.1987, Page 25

Morgunblaðið - 13.01.1987, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987 25 Steinn Lárusson í Ósló: Weinberger: Vopnasöluhugmyndir út í hött Washington, New York, Reuter, AP. Engin vand- ræði vegna kuldanna „ÞAÐ er ekkert annað að segja um veðrið en það, að frá áramót- um hefur frostið verið þetta frá 15 upp í 25 gráður. Það er að- eins mildara í dag, ekki nema 17-18 gráða frost, sól á lofti og stillilogn. Astandið er því kannski ekki eins alvarlegt og ætla mætti af heimspressunni," sagði Steinn Lárusson, svæðis- stjóri Flugleiða í Ósló, i viðtali við Morgunblaðið. „Það hafa ekki orðið nein vand- ræði vegna rafmagnstruflana, ekki enn a.m.k. og sem betur fer því hér í Ósló eru mörg hús kynt með raf- magni. Margir hafa þó aðra kynd- ingu einnig, t.d. kamínur og annars konar ofna. Þessir kuldar hér eru í sjálfu sér ekkert óvenjulegir nema fyrir það hvað þeir hafa staðið lengi og það sér ekki fyrir endann á þeim. Veðurfræðingar segja, að ekki sé útlit fyrir neinar breytingar fram á föstudag a.m.k. en lengra fram í tímann treysta þeir sér ekki til að spá,“ sagði Steinn. Steinn sagði, að kuldarnir væru meiri norðar í landinu og austur við sænsku landamærin þar sem frostið hefði mælst allt að 48 gráð- ur. Ef vind hreyfði væri að sjálf- sögðu óbærilegt að vera úti við. „Norðmenn gera ekki mikið af því að brosa til nágrannanna, Svía, en það gera þeir þó þegar þeir heyra kuldatölurnar þaðan,“ sagði Steinn og bætti því við, að um helgina hefðu verið sýndar í sjónvarpi myndir, sem voru teknar á Karli Jóhann klukkan átta á laugardags- kvöldi og hefði þar ekki verið sálu að sjá. Fólk færi helst ekki út úr húsi að nauðsynjalausu. Sviss: Of kalt til að njóta frábærs skíðafæris ZUrich, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Vetrarkuldinn, sem hefur ríkt í norðurhluta Evrópu undan- farna daga, teygði sig suður eftir álfunni yfir helgina. Bílar fóru ekki í gang, lestum seinkaði og fólk fór helst ekki út fyrir húss- ins dyr í Sviss á mánudagsmorg- un þegar meðalhiti á láglendi var um *r20 stig. Kaldast varð í norð- austurhluta landsins en þar mældist +41 stig aðfaranótt mánudags. Lausamjöllin liggur yfir öllu, veðrið er bjart og fallegt og skíða- færið sagt frábært. En kuldinn er of mikill fyrir aðra en hraustustu menn. Loftið er þurrt og vindar hafa blásið snjónum burtu í suður- hluta Sviss svo að þar er nú mikil hætta á skógareldum. Mikil snjókoma í Austur-Evrópu olli víða glundroða á mánudags- morgun. Umferðaröngþveiti ríkti í Vínarborg og skólahaldi á lands- byggðinni var aflýst. Snjókomu er spáð í Sviss í dag, en snjórinn um helgina koma lögreglunni í Winter- thur vel. Þjófur einn gáði ekki að sér og skildi eftir spor í snjónum alla leið frá innbrotsstaðnum og heim til sín. Þar hafði lögreglan hendur í hári hans. RONALD Reagan, Bandaríkja- forseti, hélt áfram að senda írönum vopn þrátt fyrir and- stöðu nokkurra helstu ráðgjafa sinna og eftir að ljóst var að gíslar voru ekki látnir lausir í Líbanon, eins og lofað hafði ver- ið, að því er William Cohen, öldungadeildarþingmaður segir. Cohen á sæti í rannsóknarnefnd þeirri er öldungadeildin hefur skip- að til að rannsaka íransmálið og segir hann að forsetinn eigi hrós skilið fyrir að vilja fá gísla látna lausa í Líbanon og að vilja ná sam- bandi við íranska stjórnmálamenn, London, AP. BANDARÍKJADOLLAR lækkaði í gær gagnvart flestum helztu gjaldmiðlum heims. Síðdegis í gær kostaði brezka pundið 1,4895 dollara (1,4755), en ann- ars var gengi dollarans þannig, að fyrir hann fengust 1,89925 vestur-þýzk mörk (1,9180), en því miður hafi hann haft að engu orð Shultz utanríkisráðherra, Weinbergers varnarmálaráðherra o.fl., en stuðst við ráðleggingar „leikmanna". Fram hefur komið að í september 1985 hafi bandarísk stjórnvöld átt von á að 5 banda- rískir gíslar yrðu látnir lausir í Líbanon, en aðeins einum var sleppt. Caspar Weinberger varnar- málaráðherra staðfesti í sjónvarps- þætti sl. sunnudagskvöld, að hann hefði álitið vopnasöluhugmyndirnar út í hött og ekki haft trú á að hóp- arnir er hafa hefði átt samband við í íran væru til. 1,58825 svissneskir' frankar (1,6037), 6,3200 franskir frankar (6,3825), 2,1430 hollenzk gyllini (2,1630), 1.344,75 lírur (1.358,50), 1,3682 kanadískir dollarar (1,3698) og 157,05 jen (158,35). Gullverð hækkaði og var 410,50 dollarar únsan (404,00). Bandarískir fjölmiðlar halda því nú fram, að mun fleiri menn séu flæktir í málið er varðar vopnasöl- una til írans, en áður hefði verið vitað og að milljónir dollara virðist hreinlega hafa gufað upp. Samkvæmt skoðanakönnun er vikuritið Time birti sl. sunnudag hefur dregið úr vinsældum Reagans forseta og sögðust 60% aðspurðra vilja að næsti forseti landsins hefði önnur mál á stefnuskrá sinni og 41% áleit að demókrati ætti að gegna embættinu. Svíþjóð: Fjárlagahalli 221 milljarður RÍKISSTJÓRN jafnaðarmanna i Svíþjóð lagði í gær fram fjár- lagafrumvarp sitt fyrir árið 1987 og hljóðar það upp á rúmlega 2.000 milljarða isl.kr. og er halli á þvi talinn verða um 221 millj- arður ísl.kr. Fjármálaráðherrann, Kjell-Olof Feldt, sagði að mikils aðhalds væri gætt í þessu frumvarpi. Verðfall varð á verðbréfamarkaði er fregnir bárust af fjárlagafrumvarpinu og vextir hækkuðu annan daginn í röð. Gengi gjaldmiðla ^ Sýning - Sýning Sýnum í þessari viku allar gerðir símkerfa Kanda EK-516 Kanda EK-616 Kanda EK-1232 Kanda EK-2064 SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 Fyrir stóru fyrirtækin. 20 línur og 64 símtæki. Fullkomið kerfi með mikla möguleika. Fyrir miðlungsstór fyrirtæki. 5 bæjarlínur og 16 símtæki. Nýjasta kerfið sem sameinar kosti stóru símkerfanna og verð litlu kerfanna. 12 bæjarlínur og 32 símtæki. Eitt fullkomnasta símkerfið með fjölda möguleika. Við önnumst uppsetningar, breytingar og viðgerðarþjónustu. Komum á staðinn, ráðleggjum og gerum tilboð. Eurokredit - Kaupleigusamningar. VIÐ TOKUM VEL Á MÓTIÞÉR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.