Morgunblaðið - 13.01.1987, Side 27

Morgunblaðið - 13.01.1987, Side 27
Tser íiAimAi ,ei HUOAauaanw .aiOAiaviaoHo?,-; MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987 Samkomulag á fundi EMS um helgina: Markið hækkar um 3% en frankinn helzt óbreyttur Briissel, Reuter, AP. ^ FJÁRMÁLARÁÐHERRAR aðildarlanda EMS (Evrópska peninga- kerfisins) akváðu í gærmorgnn að hækka gengi fjögurra sterkustu gjaldmiðlanna þar gagnvart öðrum gjaldmiðlum EMS og binda með því enda á þann glundroða, sem kominn var upp í gjaldeyrissvið- ■ skiptum milli landanna. I síðustu viku snarféll franski frankinn gagnvart vestur-þýzka markinu. Urðu vinnudeilumar í Frakklandi mjög til þess að rýra traust manna á frankanum, en markið hækkaði aftur á móti dag frá degi vegna vaxandi eftirspum- ar, ekki sízt sökum veikrar stöðu Bandaríkjadollars. Samkvæmt því samkomulagi, sem gert var í gær, var gengi vest- ur-þýzka marksins og hollenzka gyllinisins hækkað um 3% og belgíska- og lúxemborgarfrankans hækkað um 2%. Gengi franska frankans, ítölsku límnnar, dönsku krónunnar og írska pundsins var hins vegar látið halda sér eins og það hafði verið. Það er fyrst og fremst franska stjórnin, sem hefur fagnað þessa samkomulagi, því að með því hefur gengisfellingu franska frankans verið afstýrt. Það er einnig talið vera stjórn Belgíu mjög að skapi, þar sem hækkun belgíska frankans gerir henni auðveldara um vik um að framfylgja aðhaldssamri stefnu sinni í efnahags- og ríkisfjármálum. Evrópska peningakerfmu var komið á fót 1979 og var því ætlað að treysta stöðu gjaldmiðla aðild- arríkjanna, sem em átta. Það setur ákveðin takmörk við því, hve mikið gengi gjaldmiðla þeirra má hækka sín í milli og gerir þá kröfu, að seðlabankar aðildarlandanna grípi til ráðstafana til þess að halda gjaldmiðlum þeirra innan þessara marka, ef nauðsyn krefur. Mark Eyskens, fjármálaráðherra Belgíu, sem var í forsæti á fundi EMS í gærmorgun, sagði að viðræð- umar hefðu bæði verið langar og erfiðar. Hann kvaðst hins vegar vera þess fullviss, að það samkomu- lag, sem náðist á fundinum, yrði til þess að koma á jafnvægi á ný í gjaldeyrisviðskiptum í Vestur- Evrópu. Filippseyjar: Ovægin gagnrýni á ekki heima í ríkisfj ölmiðlum - segir talsmaður Aquino forseta Manila, AP. HIN opinbera fréttastofa á Filippseyjum sakaði í gær uppreisnar- menn kommúnista um að hafa drepið tvo menn á eyjunni Mindanao á sunnudag. Þykja þetta slæm tiðindi í Ijósi þess, að i dag eiga samn- ingamenn stjórnvalda og kommúnista að taka upp aftur viðræður í Manila. Miklar umræður hafa orðið að undanfömu um drög þau að stjóm- arskrá sem kosið verður um 2. febrúar nk. Hefur Corason Aquino, forseti, hvatt til þess að drögin verði samþykkt, en stjórnarandstæðingar til þess að þau verði felld. Sl. sunnu- dag efndu um 30.000 vinstrisinnar og um 3.000 stuðningsmenn Marc- osar, fyrrverandi forseta, til mótmælaaðgerða sitt í hvoru lagi, þar sem fólk var hvatt til að fella drögin. Juan Enrile, fyrmm varnarmála- ráðherra Filippseyja, var gestur á vikulegum fundi fréttamanna í gærmorgun og var hann þar harð- orður í garð stjómarinnar og sagðist vilja láta fella stjómarskrár- drögin. Fundi þessum er venjulega sjónvarpað í ríkissjónvarpinu, en svo var ekki í þetta sinn. Virðast stjómvöld vera að herða tök sín á fjölmiðlum og sagði Teodoro Ben- igno, talsmaður forsetans, í gær að eðlilegt væri að koma í veg fyrir óvægna gagnrýni á stjóm landsins, slíkt væri gert í ýmsum Evrópulönd- um, s.s. Frakklandi. Tilkynnt var í gær að dagblaði sem stutt hefur Marcos fyrrum for- seta, yrði lokað um næstu mánaða- mót. Yfírvöld yfirtóku blaðið á síðasta ári og bera því nú við að mikið tap sé á rekstrinum og ekki borgi sig að gefa blaðið út. Corason Aquino, forseti, veifar til mannfjölda, áður en hún held- ur ræðu til stuðnings drögunum að stjórnarskrá sem kjósa á um 2. febrúar. Farymann Smádíselvélar 5.4 hö við 3000 SN. 8.5 hö við 3000 SN. Dísel-rafstöðvar 3.5 KVA irfir N ©QyirÐmDgjyir Vesturgötu 16, sími 14680. HITAMÆLAR sm Vesturgötu 16, sími 13280. VERZLUNARSKÓLA ÍSLANDS ÖLDUNGADEILD Kennsla hefst 19. janúar. Eftirtaldar námsgreinar verða kenndar: Bókfærsla, enska, hagfræði, íslenska, efnafræði, stærðfræði, stjórnun, vélritun, þýska. STARFSNÁM Kennsla hefst 26. janúar. BÓKHALDSBRAUT: Verslunarreikningur, bókfærsla I, rekstrarhag- fræði, tölvunotkun, bókfærsla II, bókfærsla III, tölvubókhald, kostnaðarbókhald. SKRIFSTOFUBRAUT: Vélritun I, bókfærsla I, verslunarreikningur, íslenska, vélritun II, ritvinnsla, lögfræði, skjala- varsla og stjórnun, enska. Innritun er hafin. Ekki komast fleiri en 25 á hvert námskeið. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Verzlunarskól- ans að Ofanleiti 1, 108 Reykjavík. AÐEINS ÞESSA VIKU marimekko iittala 30 % AFSLÁ TTUR AF FATNAÐI OG TÖSKUM Eldri gerðir af glösum og ská/um Hálsfestar frá AAR/KKA KRISTJAN SIGGEÍRSSON GJAFAVÖRUDEILD Laugavegi 13 Reykjavík Sími 25870

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.