Morgunblaðið - 13.01.1987, Qupperneq 30
raer haúmai. sr íirroArnHöifltí .öiga.;h'/i;;)íiom
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987
Almennur félagsfundur Dagsbrúnar:
Nýir kjarasamningar sam-
þykktir með þorra atkvæða
Frá félagsfundi Dagsbrúnar
í gær. Á neðri myndinni er
Þröstur Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Dagsbrúnar,
í ræðustól og við borðið sitja
Guðmundur J Guðmunds-
son, formaðurDagsbrúnar
og Halldór Björnsson vara-
formaður.
NYGERÐIR kjarasamningar verkamannafélagsins Dagsbrúnar við
Vinnuveitendasamband íslands og Vinnumálasamband samvinnufé-
lagana voru samþykktir á almennum félagsfundi í Dagsbrún í gær
með atkvæðum þorra fundarmanna. 34 greiddu atkvæðiu á móti
samningunum á fundinum, sem var nokkuð vel sóttur.
I upphafí fundar gerði Þröstur
Ólafsson, framkvæmdastjóri Dags-
brúnar, grein fyrir efni samning-
ana, en um var að ræða aðalkjara-
samning og níu sérkjarasamninga.
Sagði hann að Dagsbrún hefði náð
fram 3-5% meiri kauphækkunum á
launatöxtum sérkjarasamninga, en
kjarasamningur ASÍ og VSÍ frá því
í desember kveður á um og vakta-
vinna hækkaði um meira en þetta.
Þröstur sagði að sá hópur sem færi
verst út úr þessum samningum,
væru þeir sem hefðu 26.500-28.000
krónur í laun á mánuði og ynnu
ekki samkvæmt sérkjarasamningi.
Þá náðist einnig fram 3% hækkun
fyrir þá sem hafa unnið 15 ár eða
lengur í fískvinnu, en sama ákvæði
hefur náðst fram í kjarasamningum
félaga á nokkrum stöðum á landinu.
Þröstur sagði að aðalkjarasamn-
ingurinn væri í öllum meginatriðum
samhljóða samningi ASÍ og VSÍ
hvað varðaði lágmarkslaun og
áfangahækkanir á þessu ári, að
öðru leyti en því að 15 ára ungling-
ar í fískvinnu fengju 85% af
lágmarkslaunum. Aðalkjarasamn-
ingurinn er afturvirkur frá 1.
desember, en sérkjarasamningamir
frá 1. janúar. Gert er ráð fyrir að
Dagsbrún geri í samvinnu við
Verkamannasambandið þrjá nýja
^érkjarasamninga á samningstíma-
bilinu, fyrir byggingarverkamenn,
bifreiðastjóra og fólk sem vinnur í
matvælaiðnaði. Auk þess gerir
Dagsbrún þrjá sérkjarasamninga,
fyrir vaktmenn, fyrir starfsmenn á
bifreiðaverkstæðum og þá sem
vinna í sfldar- og fískimjölsverk-
smiðjum.
í aðalkjarasamningi er bókun um
að yfirvinna verði 1% af mánaðar-
launum. Þröstur sagði að það þýddi
að 73,3% álag kæmi á alla yfirvinnu
í stað 40% álags á eftirvinnu og
80% álags á næturvinnu. Það þýðir
að verkamenn þurfa að vinna meira
en 18 tíma í yfirvinnu í viku til
þess að bytja að tapa á þessu
ákvæði. Þá er ákvæði um það að
verkamenn fái greidda 4 tíma, í
stað 3 áður séu þeir kallaðir út til
vinnu. Þá er einnig í aðalkjarasamn-
ingnum skýrari ákvæði um laun í
veikindum hvað yfirvinnu snertir.
Þröstur sagði að sérkjarasamn-
ingur um hafnarvinnu hefði tekið
hlutfallslega mestan tíma í samn-
ingaviðræðunum. í honum væri
ákveðið að taka upp ábataskipta-
kerfi hjá Eimskip og skipadeild
Sambandsins svipað því og verið
hefur í gildi hjá Skipaútgerð ríkis-
ins. Taldi hann að hægt yrði að
taka upp þetta kerfi fyrir haustið
og að það myndi ekki þýða minna
en 20% kauphækkun fyrir hlutað-
eigandi. Sagði hann að hjá Skipaút-
gerð ríkisins hefði slíkt bónuskerfi
ekki þýtt aukið álag á mannskap-
inn, heldur fyrst og fremst orðið til
þess að vinnan væri betur skipu-
lögð. Þá hækkar vaktaálag við
höfnina úr liðlega 20% í 33%.
Vaktavinnan hækkar við þetta um
20-22%. Þá samþykkir Eimskip að
greiða 10 þúsund króna ársuppbót
fyrir vinnu á síðasta ári.
Þröstur sagði að bensínaf-
greiðslumenn hækkuðu um 23% að
meðaltali með nýjum aðal- og sér-
kjarasamningi og starfsmenn
Mjólkurstöðvarinnar um 0,5-3,0%,
en yfirvinna um 24%, þar sem auka-
greiðslur hefðu verið færðar inn í
taxta. Stjómendur vinnuvéla
hækka um 7,5-9,5% á samningstí-
manum og hlaðmenn Flugleiða um
7-9%. Starfsmenn Securitas hækka
um 8,5%. Eftir er að semja um
sérkjarasamning við ríkið,
Reykjavíkurborg og önnur sveitar-
félög.
Þröstur sagði að Dagsbrúnar-
menn gætu vel unað við þessa
samninga, samanborið við það sem
náðst hefði fram í samningi ASI
og VSÍ í desember, en Dagsbrún
dró sig úr samningaviðræðum þá.
Skoraði Þröstur á fundarmenn að
samþykkja samninginn, það væri
ljóst að ekki væri hægt að ná fram
fleiri kröfum öðru vísi en með verk-
föllum. Sagði hann að Dagsbrún
Þórarinn V. Þórarinsson, f ramkvæmdastj óri VSI,
um samningana við Dagsbrún:
Svipuð aukiiiug launa-
kostnaðar og vegara
sa.mninga.niia. við ASI
„Meginatriðið er það að launakostnaðarauki vinnuveitenda
vegna samninga við Dagsbrún er mjög svipaður og samkvæmt
samningunum við Alþýðusambandið. Við metum það svo að
launakostnaðaraukinn út úr samningunum öllum sé nálega 3%,“
sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveit-
endasambands íslands, aðspurður um nýgerða kjarasamninga
við Dagsbrún.
Þórarinn sagði að samningam-
ir við Dagsbrún skiptust í tvo
þætti. Að stofni til væri um
samning Alþýðusambandsins að
ræða með tveimur breytingum,
annars vegar um 3% álag fyrir
fastráðið starfsfólk í fískiðnaði,
sem hefði starfað í 15 ár hjá
sama vinnuveitenda. Þetta
ákvæði væri hliðstætt þeim sem
samþykkt hefðu verið á nokkrum
öðrum stöðum. Hins vegar væri
breytt ákvæðum um útköll og
væru greiddar 4 stundir fyrir
þau, í stað 3 stunda sem hefðu
verið greiddar fyrir útkall að
kvöldi til áður.
Þórarinn sagði að hinn þáttur
samningana væri endurskoðun á
níu sérsamningum félagsins.
Kjarasamningur fyrir bensínaf-
greiðslumenn væri nánast bein
afleiðing a* samningi Alþýðu-
sambandsins um 26.500 króna
lágmarkslaun. Bensínafgreiðslu-
menn fengju nokkra hækkun og
stafaði það einfaldlega af því að
þessir starfshópar hefðu verið
lágt flokkaðir áður og flyttust
upp í 26.500 króna lágmarks-
laun. Breytingar á launatöxtum
fyrir hafnarvinnu, stjórnendur
þungavinnuvéla, starfsfólk hjá
steypustöðvunum og starfsmenn
olíufélagana hvað starfsaldurs-
þrep snerti, væru á bilinu 1,8-5%
og að meðaltali um 3%, en þessir
launataxtar hefðu allir verið tals-
vert hærri en lágmarkslaunin og
þurft að endurraða þeim í sam-
ræmi við þau. Launagreiðslukerf-
ið hjá Mjólkurstöðinni væri
stokkað upp frá grunni og yfír-
vinna hækkaði allverulega við
það, en föst mánaðarlaun breytt-
ust ekki.
Um ábataskiptakerfið sem fyr-
irhugað er að taka upp í hafnar-
vinnu hjá Eimskip og skipadeild
SÍS, sagði Þórarinn, að menn
væru sammála um það hjá Ríkis-
skip að þar hefði það verið báðum
aðilum í hag. „Ef það er hægt
að ná fram meiri framleiðni, þá
erum við sannarlega til viðræðna
um að skipta þeim ábata og um
það var samið," sagði Þórarinn.
Hann sagði að vaktavinna á höfn-
inni hækkaði einnig talsvert.
„Það er okkar mat að launa-
kostnaðaraukinn sé hliðstæður
því sem annars staðar gerist, til
dæmis því sem iðnaðarmenn
fengu að meðaltali út úr hækkun
lágmarkslaunanna. Við teljum
því að við höfum náð samningi
sem er á sama kostnaðarstigi og
samningamir í desember. Það
varð hins vegar ekki hjá því kom-
ist að endurskoða þessa sérsamn-
inga og þar komu til bæði
hagsmunir okkar og Dagsbrúnar,
vegna þess að til þess að taka
upp 26.500 króna lágmarkslaun-
in á félagssvæði Dagsbrúnar, þá
varð víða að fella inn sérstaka
Morgunblaðið/Bjami
kaupliði, sem hafa verið samn-
ingsbundnir," sagði Þórarinn.
Hann sagði að sérsamningarnir,
en hinn elsti er um 20 ára, hefðu
bæði orðið atvinnurekendum og
verkafólki til hagsbóta.
„Ég er mjög ánægður yfir að
þessir samningar hafa tekist og
tel að það skipti miklu máli að
okkur tókst að ná saman, þannig
að báðir voru sáttir. Ég skil þá
afstöðu þeirra Dagsbrúnar-
manna, að hafa ekki getað
gengið að Alþýðusambands-
samningnum óbreyttum. Það var
augljóst að það þurfti að aðlaga
hann ýmsum sérsamningum fé-
lagsins og fyrir okkar part er ég
ánægður yfir að hafa náð samn-
ingum án átaka, sem fela í sér
svipaða launaaukningu og al-
mennt hefur orðið vegna desem-
bersamninganna," sagði
Þórarinn V. Þórarinsson að lok-
um.
tók Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður Dagsbrúnar, til máls og
fjallaði nokkrum orðum um and-
mæli, sem fram höfðu komið við
samningunum. Benti hann á að
aðstaða til verkfalla væri erfíð með-
al annars vegna verkfalla sjómanna
og ef ekki hefði verið samið nú,
hefði ekki náðst fram sú aftur-
virkni, sem ákvæði væru um í
samningunum. Skoraði hann á fé-
lagsmenn að vera virkari og sækja
félagsfundi betur og sagði síðan:
„Við skulum gera þetta félag sterkt.
Það er mikið í húfi fyrir Reyk-
víkinga og verkafólk á allri lands-
byggðinni. Við höfum sýnt svart á
hvítu að það var hægt að komast
lengra en í samningi ASÍ og VSÍ
og það er mikilvægt".
Þórarinn V. Þórarinsson.
hefði með þessum samningi sýnt
ábyrgð gagnvart þjóðfélaginu, jafn-
framt því að nýta til fulls það
svigrúm sem væri til launahækk-
ana. Ef Dagsbrún færi í verkfall
myndu margir atvinnurekendur
grípa tækifærið og hækka verðlag
og Dagsbrún yrði kennt um að
hafa ónýtt það átak, sem get hefði
verið í desember samningunum í
þágu láglaunafólks, og væri alla
góðra gjalda vert.
Fundurinn gerði góðan róm að
máli Þrastar. Tveir fundarmenn
tóku til máls og skoruðu á fundinn
að fella samningana. í lok fundarins
GENGIS-
SKRANING
Nr.6 - 12. janúar 1987
Kr. Kr. Toll-
Ein.Ki. 09.15 Kaup Sala gengi
Dollari 40,000 40,120 40,580
St.pund 59,392 59,570 59,145
Kan.dollari 29,213 29,301 29,400
Dönskkr. 5,5230 5,5395 5,4561
Norskkr. 5,4723 5,4887 5,4364
Sænsk kr. 5,9466 5,9645 5,9280
Fi. mark 8,4818 8,5072 8,3860
Fr.franki 6,3042 6,3231 6,2648
Belg. franki 1,0095 1,0125 0,9917
Sv.franki 25,1296 25,2050 24,7326
Holl. gyllini 18,5856 18,6414 18,2772
V-þ. mark 21,0001 21,0631 20,6672
ít. líra 0,02972 0,02981 0,02976
Austurr. sch. 2,9801 2,9890 2,9416
Port.escudo 0,2740 0,2748 0,2742
Sp.peseti 0,3055 0,3064 0,3052
Jap. ven 0,25405 0,25481 0,25424
Irsktpund 56,650 56,820 56,123
SDRiSérst.) 49,2932 49,4407 49,2392
ECU,Evrópum.43,4180 43,5483 42,92%