Morgunblaðið - 13.01.1987, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987
Fiskmörkuðum okk-
ar var stefnt í voða
- segir Matthías Á. Mathiesen
„VIÐ VONUMST auðvitað eftir því, að deiiuaðilar nái samkomu-
lagi sín á milli áður en Alþingi þarf að grípa í taumana, en eins
og staðan var í sjómannaverkfallinu, þótti ekki annað fært en að
kalla Alþingi saman og binda enda á verkfallið með Iögum,“ sagði
Matthias A. Mathisen, utanrikisráðherra, i samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Matthías sagði, að síðdegis í gær
hefðu hann, forsætisráðherra og
sjávarútvegsráðherra boðað for-
menn þingflokkanna á sinn fund
og kynnt þeim stöðu sjó.nannadeil-
unnar og hugmyndir ríkisstjómar-
innar um lausn málsins með
gerðardómi. Þingflokkamir mjmdu
^ræða málin fyrir hádegi í dag.
„Staðan í þessari deilu var slík,
að samkomulag virtist eiga langt
í land og fískmörkuðum okkar er
þegar stefnt í voða. Þess vegna
ákvað ríkisstjómin að grípa inn í
og vonast til þess að Alþingi vinni
hratt í þessu rnáli," sagði Matthías
A. Mathiesen.
Óeðlilegt að grípa
inn í samningana
- segir Ragnar Arnalds
„ÞAD virðist vera ljóst, að
báðir deiluaðilar eru jafn lítið
hrifnir af þvi að ríkisstjórn
og Alþingi fari að skipta sér
af málinu. Sjómenn halda þvi
"beinlínis fram, að þá fyrst
hafi málið strandað, þegar
farið var að hvíslast á um
það, að til stæði að gripa inn
í með bráðabirgðalögum. Út-
gerðarmenn hafa gefið það í
skyn, að þetta sé þeim líka
mjög á móti skapi. Ég held
að það sé mjög óeðlilegt af
rikisstjórninni, að eyðileggja
möguleika samningsaðila til
að komast að sameiginlegri
^niðurstöðu á endasprettinum
með þvi að fara að grípa inn
í málið,“ sagði Ragnar Arn-
alds, formaður þingflokks
Alþýðubandalagsins.
Ragnar Arnalds sagði, að þing-
menn Alþýðubandalagsins hefðu
ekki haft tækifæri til að íjalla um
stöðuna í sjómannadeilunni og því
vildi hann ekki vera með neinar
yfírlýsingar að svo stöddu um
málsatvik að öðru leyti. Hann
sagði, að enginn gæti hins vegar
verið á móti því, að Alþingi kæmi
saman fyrr en ætlað var, enda
hefði það nóg verk að vinna og
hefði þess vegna eins getað komið
saman fyrir viku.
Forystumenn þingflokkanna voru síðdegis í gær
kvaddir á fund forsætisráðherra, sjvarútvegs-
ráðherra og utanrikisráðherra, þar sem þeim
var skýrt frá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að
boða Alþingi til fundar í dag vegna sjómanna-
verkfallsins. Að óbreyttu hefði Alþingi ekki
komið saman fyrr en 19. janúar. A myndinni eru
f.v. Ingvar Gíslason, varaformaður þingflokks
framsóknarmanna, Svavar Gestsson, formaður
Morgunblaðið/Þorkell
Alþýðubandalagsins, Ólafur G. Einarsson, for-
maður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, Matthías
Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, Steingrímur
Hermannsson, forsætisráðherra, Halldór Ás-
grímsson, sjávarútvegsráðherra, Eiður Guðna-
son, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, og
Guðrún Agnarsdóttir, formaður þingf lokks Sam-
taka um kvennalista.
Þingstörf hefjast í dag
Alþingi Islendinga, 109. lög-
gjafarþing, kemur saman til
framhaldsstarfa í dag, 13. jan-
úar, tæpri viku fyrr en áform
stóðu til. Ríkisstjórnin tók
ákvörðun um þetta á fundi í
gærmorgun.
Þingstörf hefjast með fundi í
Sameinuðu þingi. Því næst hefst
fundur í þingdeild, væntanlega
neðri deild, þar sem lagt verður
fram stjórnarfrumvarp til lausnar á
vinnudeilu sjómanna og útvegs-
menna. Frumvarpið fjallar væntan-
lega um gjörðadóm, er fái
ákvörðunarvald um þetta efni.
Ekki munu dæmi þess síðustu
áratugi að starfshlé Alþingis yfir
jól og áramót hafi verið stytt af
hliðstæðu né öðru tilefni.
Lýðræðislegra en að
setja bráðabirgðalög
- segir Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra
„ÁSTÆÐAN fyrir þvi, að Al- að það er mat þeirra manna
þingi er kallað saman er sú, er best þekkja, sáttasemjara
Ekki talinn grundvöllur
fyrir bráðabirgðalögum
-segir Friðrik Sophusson
„í VIÐRÆÐUM forystumanna
Sjálfstæðisflokksins um þessi
mál kom fram, að það væri
ekki efni til þess að setja
bráðabirgðalög til lausnar sjó-
mannadeilunni," sagði Friðrik
Sophusson, varaformaður
flokksins, í samtali við Morg-
unblaðið.
Friðrik sagði, að sjálfstæðis-
menn væri ekki spenntir fyrir
því, að grípa inn í kjarasamninga
með löggjöf. Sú hefði hins vegar
orðið niðurstaða viðræðna for-
Munum ekki tefja
framgang málsins
- segir Eiður Guðnason
ystumanna flokksins um sjó-
mannadeiluna, að ef grípa þyrfti
inn í hana með slíkum hætti,
skyldi það gert með venjulegri
löggjöf. Alþingi yrði þá kallað
sérstaklega saman í þessu skyni
eða beðið til mánudagsins 19. jan-
úar. „Þetta sýnir líka, að menn
vilja síður ganga of langt í beit-
ingu bráðabirgðalöggjafarvalds-
ins,“ sagði hann.
Friðrik Sophusson sagðist ekki
hafa séð frumvarp ríkisstjórnar-
innar um stöðvun sjómannaverk-
fallsins, en hann kvaðst eiga von
á þvi að stjórnarflokkarnir báðir
myndu styðja framgang þess á
Alþingi.
og þeirra tveggja ráðherra
sem falið var að fylgjast með
málinu, að sjómannadeilan sé
komin í mjög mikinn hnút. Eg
taldi réttara, að kveðja saman
þing heldur en að selja bráða-
birgðalög," sagði Steingrímur
Hermannsson, forsætisráð-
herra, í samtali við Morgun-
blaðið.
Á aukafundi ríkisstjórnar-
innar í gærmorgun var
samþykkt, að kveðja Alþingi
saman til fundar í dag, þriðju-
dag 13. janúar, vegna þeirrar
stöðu, sem upp er komin í sjó-
mannadeilunni. Að óbreyttu
hefði Alþingi ekki komið sam-
an fyrr en mánudaginn 19.
janúar.
Forsætisráðherra sagði, að
það væri að ýmsu leyti lýðræð-
islegra að fara þessa leið,
þegar svo skammt væri til
þess að þing ætti að koma
saman, heldur en að selja
bráðabirgðalög. Hann sagði,
að þetta gæfi líka deiluaðilum
tækifæri til þess að gera grein
fyrir sínu máli fyrir þing-
Steingrímur Hermannsson
nefndum. „Þó að það sé orðið
gífurlega aðkallandi, að leysa
þetta mál vegna þess að mark-
aður okkar fyrir vestan er i
stórkostlegri hættu, þá töldum
við að það væri rétt, að taka
þetta lengri tíma í málið,“
sagði forsætisráðherra.
Steingrímur Hermannsson
sagði, að ríkisstjórnin myndi
strax í dag leggja fyrir Al-
þingi frumvarp um stöðvun
sjómannaverkfallsins. Sam-
kvæmt frumvarpinu væri
Hæstarétti falið, að skipa sér-
stakan kjaradóm til að leysa
sjómannadeiluna og gefið það
að forskrift, að taka tillit til
þeirra atriða, sem þegar
hefðu unnist og orðið sam-
komulag um, og.þeirra sjónar-
miða, sem fram hefðu komið
við meðferð málsins hjá sátta-
semjara.
„VIÐ TÖKUM ágætlega í það,
að Alþingi sé kvatt saman. Það
stendur ekkert á okkur að
koma til fundar," sagði Eiður
Guðnason, formaður þing-
'flokks Alþýðuflokksins, í
samtali við Morgunblaðið i
gær, þegar Ieitað var álits hans
á samþykkt rikisstjórnarinnar.
Eiður sagði, að þingflokkur Al-
þýðuflokksins hefði verið boðaður
uaman til fundar snemma í fyrra-
málið og þar yrði rætt um
frumvarp ríkisstjómarinnar um
stöðvun sjómannaverkfallsins. Að
svo stöddu vildi hann því ekki láta
í ljós skoðun á efnisatriðum frum-
varpsins.
„Ég skýrði hins vegar frá því á
fundi með forsætisráðherra, sjáv-
arútvegsráðherra og utanríkisráð-
herra í dag, að óháð því, hver yrði
afstaða þingflokksins til frum-
varpsins sjálfs, myndum við ekki
tefja framgar.g málsins á Al-
þingi," sagði Eiður.
Betra en að setja bráðabirgðalög
segir Guðrún Agnarsdóttir
„MÉR FINNST það vera gott,
að þingmenn skuli fái að fjalla
um þær aðgerðir, sem
ríksstjórnin hyggst beita í
þessum efnum. Mér finnst það
miklu betra, heldur en að ríkis-
stjórn hefði sett bráðabirgða-
lög,“ sagði Guðrún Agnars-
dóttir, formaður þingflokks
Samtáka um kvennalista, þeg-
ar leitað var álits hennar á
samþykkt ríkisstjórnarinnar í
gær.
„Eg fagna því, að okkur skuli
gefið tækifæri til að fjalla um
þetta mál,“ sagði Guðrún. Hins
vegar kvaðst hún vilja bíða með,
að taka afstöðu til efnisatriða í
væntanlegu frumvarpi ríkisstjórn-
arinnar. „Ég hef ekki séð, hvað
ríkisstjórnin hefur fram að færa
og vil ekki taka afstöðu til þess
fyrr en ég hef kynnt mér málið,"
sagði hún.