Morgunblaðið - 13.01.1987, Síða 56

Morgunblaðið - 13.01.1987, Síða 56
STERKTKÐRT ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. LANDLÆKNIR hefur sent öllum læknum landsins bréf þar sem mælst er til þess að þeir láti mæla hvort mótefni gegn alnæmisveir- unni finnist í blóði þungaðra kvenna sem koma í fyrsta skipti til mæðraskoðunar og einnig kvenna sem gangast undir fóstureyðingu. í samtali við Morgunblaðið sagði Ólafur Ólafsson landlæknir að þama væri aðeins um tilmæli að ræða, en það væri ljóst að ef móðir hefði alnæmisveiruna í sér hefði fóstrið hana einnig og sagði Ólafur að slíkt væri að sínu mati ástæða til fóstureyðingar. Ólafur sagðist gera ráð fyrir að um 4000 konur á ári kæmu til mæðraskoðunar og um 700 konur gangast undir fóstureyðingu að meðaltali á ári. Áður hefur land- læknisembættið mælt fyrir um að allir blóðgjafar í blóðbankanum, fíkniefnasjúklingar sem leggjast inn á sjúkrastofnanir, og fangar gang- ist undir mótefnamælingu vegna alnæmis. 3-5% umfram ASI samningimi - segir Þröstur Ólafsson, ramkvæmdastj óri Dagsbrúnar ALMENNUR félagsfundur verkamannafélagsins Dagsbrún- ar samþykkti í gær nýgerðan aðalkjarasamning og níu sér- kjarasamninga félagsins við VSÍ og VMS með þorra greiddra at- kvæða. 34 greiddu atkvæði á móti. Þröstur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Dagsbrúnar, segir að samn- ingurinn með sérkjarasamningum feli í sér 3-5% hækkun á launa- taxta umfram það sem samið var um milli ASÍ, VSÍ og VMS í des- ember. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, segir að samningurinn þýði sömu útgjöld Rauðmagi snemma á ferðinni í ár Sigiufiröi. Trillubáturinn Jökull II hefur undanfarna daga verið á rauð- magaveiðum og kom hann inn með 400 í fyrradag og 150 í gær. Eigandi Jökuls II er Gunnar Jó- hannsson. Það er óvenjulegt að rauðmagi veiðist á þessum árstíma en aðalvertíðin er á vorin. Matthías fyrir vinnuveitendur og samningur VSÍ við ASÍ í desember. Sjá frásögn á bls. 30. Morgunblaðið/Bjami Á myndinni afhendir þjóðleikhússtjóri, Gísli Alfreðsson, Stefáni Baldurssyni, leikhússtjóra LR, gjöf Þjóðleikhússins. Leikfélag Reykjavíkur 90 ára LEIKFÉLAG Reykjavíkur hélt upp á 90 ára af- mæli sitt á Hótel Sögu í gærkvöldi að viðstöddu miklu fjölmenni. Félaginu bárust margar gjafir, blóm og heillaóskaskeyti. Gísli Alfreðsson, leik- hússtjóri Þjóðleikhússins færði „afmælisbarn- inu“ að gjöf gyllta klukku. Davíð Oddsson, borgarstjóri tilkynnti um þá ákvörðun borgar- yfirvalda að greiða laun fjögurra starfsmanna til viðbótar launum þeirra 38, sem þegar eru á launaskrá borgarinnar. Sveinn Einarsson, fyrr- um leikhússtjóri, afhenti verðlaun úr verðlauna- sjóði LR, sem hefur það að markmiði að styrkja unga leikara fyrir framlag þeirra. Verðlaunin að þessu sinni hlaut Þröstur Leó Gunnarsson. Erfingjar Vilhelms Norðfjörð færðu félaginu af gjöf leikritasafn hans, alls 206 bindi, en safnið verður áfram í vörslu erfingjanna þar til bóka- safn Borgarleikhússins tekur til starfa. Fram- kvæmdastjórn Listahátíðar 1986 færði félaginu að gjöf grafíkmyndir eftir Ragnheiði Jónsdótt- ur. Þar að auki barst leikfélaginu mikið af blómum og heillaóskaskeytum. Kjaradeilur farmanna og fiskimanna: Frumvörp til laga um tvo kjaradóma tilbúin RÍKISSTJÓRNIN hefur nú ákveðið að kalla Alþingi saman, tæpri viku fyrr en áætlað var, til að binda enda á kjaradeilu sjómanna og útvegs- manna. í dag verður lagt fram stjórnarfrumvarp þess efnis að deilunni verði visað til sérstaks kjaradóms skipuðum af hæstarétti og verk- falli verði jafnframt aflétt. Ennfremur hefur ríkisstjómin til- búið frumvarp um svipaða lausn kjaradeilu farmanna og útgerða kaupskipa og sagði forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi, að ákvörðun um að leggja síðamefna framvarpið fram í dag verði tekin árdegis, en litlum til- gangi þjóni að leysa sjómannaverk- fallið, ef ekki sé unnt að koma fiskinum á erlenda markaði, sem sé mjög brýnt. Síðdegis á sunnudag voru útgerð- armenn og fiskimenn kallaðir á fund stjómvalda og þeim gert Ijóst, að þau hygðust grípa inn í deiluna með lagasetningu, ef þeir næðu ekki að semja. Á sunnudagskvöldið komu menn til fundar hjá sáttasemjara til að ræða tillögu hans um skipan sér- staks gerðardóms skipuðum af deiluaðilum, sem hefði úrskurðar- vald í þeim málum, sem þá vora óútkljáð, meðal annars um hluta- skipti við löndun heima og sölu erlendis úr gámum. Um þá hugmynd náðist ekki samstaða og sleit sátta- semjari þá viðræðunum í fyrrinótt. Ríkisstjómin kom saman til sér- staks fundar í gærmorgun, þar sem tekin var ákvörðun um að kveðja Alþingi til fundar í dag og ennfrem- ur átti ríkisstjómin fund með fulltrú- um þingflokkanna síðdegis. Sjá fréttir og samtöl á bls. 4, 22 og 33. Leitað að alnæm- ismótefni í verð- -andi mæðrum Dómsmálaráðherra: ■Foi-svarsmenn SVFI og Landhelgisgæslu kvaddir til viðræðna JÓN Helgason dómsmálaráðherra kallaði í gær Harald Henrýs- son formann Slysavarnafélags íslands og Gunnar Bergsteins- forstjóra Landhelgisgæslunnar á sinn fund í framhaldi af bréfi sem læknar á Borgarspítalanum sendu til stjórnvalda til að vekja athygli á „stjórnleysi sem einkennir skipulag björgun- armála hér á landi“ eins og segir í bréfinu, Viðræður milli Slysavamafé- lagsins og Landhelgisgæslunnar um samvinnu sín á milli um stjóm og skipulag björgunaraðgerða á -t^nu við Island, strönduðu fyrir rúmu ári á því atriði hver ætti að sjá um stjómstöð slíkra aðgerða. „Það hafa komið fram ábend- ingar um að þama þurfi að vera nánari tengsl á milli og því kall- aði ég þessa aðila til viðræðna," sagði Jón Helgason í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég ræddi nauðsyn þess að gera það sem hægt er til að skipulagning á þess- um málum verði sem best og að viðræður milli þessara aðila haldi áfram með fulltrúa frá ráðuneyt- inu,“ sagði Jón Helgason. Sjá nánar blaðsíðu 2. Frá slökkvistarfinu við veiðihúsið. Morgunblaðið/Júiius Brennuvargar í Reykjavík BRENNUVARGAR virtust vera á ferð austast í Reykjavík skömmu eftir miðnættið í nótt því með skömmu millibili kviknaði í veiði- húsi við Elliðaár, og vinnuskúr við Sævarhöfða, Slökkvilið Reykjavíkur slökkti eldinn í báðum húsunum en ekki var ljóst þegar Morgunblaðið fór í prentun í nótt hvort skemmdir voru miklar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.