Morgunblaðið - 11.02.1987, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987
Búnaðarfélag íslands 150 ára
Landbúnaðar-
sýningin
hápunktur
afmælishaldsins
Á ÞESSU ári eru 150 ár liðin frá upphafi búnaðarfé-
lagsskaparins á íslandi. Á árinu 1837 var stofnað í
Reykjavík Suðuramtsins húss- og bústjórnarfélag, sem
er forveri Búnaðarfélags íslands, og minnist Búnaðar-
félag Islands því 150 ára afmælis síns á árinu.
Afmælisins verður minnst á ýmsan hátt. Aðalatriðið verður
landbúnaðarsýningin BÚ ’87 sem haldin verður í Reiðhöllinni í
Víðidal í Reykjavík og svæðinu þar í kring dagana 14,—23. ágúst
í sumar. Saga Búnaðarfélagsins kemur út á bók á árinu. Efnt
verður til hugmyndasamkeppni um nýjungar í atvinnulífí í dreif-
býli og ritgerðasamkeppni. I athugun er að gera heimildamynd
um félagið. Afmælisins verður minnst á búnaðarþingi sem kemur
saman í þessum mánuði og hugmyndir eru um að búnaðarþing
komi saman til sérstaks hátíðarfundir síðar á árinu.
Kjörorð landbúnaðarsýningarinnar verður: „Máttur lífs og
moldar“. Landbúnaðarsýningar hafa verið haldnar, 1921, 1947
og 1968 og búvörusýningar á Selfossi 1974 og í Reykjavík 1984.
Sýningin BÚ ’87 verður stærsta landbúnaðarsýningin. Sýningar-
deildir verða 15, bæði úti og inni. Sýndar verða allar nýjungar í
búgreinum, bútækni, kynbótum, tölvutækni og vöruþróun. Ahersla
verður lögð á að böm og unglingar komist í snertingu við dýr
og gróður. Forráðamenn sýningarinnar gera sér vonir um að
helmingur þjóðannnar sæki hana, eða 120 þúsund manns. Fram-
kvæmdastjóri BÚ ’87 er Magnús Sigsteinsson ráðunautur.
Texti: Helgi Bjarnason
Morgunblaðið/Ól.K.M.
Búnaðarfélagshúsið við Lækjargötu þar sem Búnaðarfélag íslands hafði aðsetur árin 1906—1964.
Leiðbemingaþjónustan er
meginverkefni félagsins
Er landsamband búnaðarfélaganna í landinu
STARFSEMI Búnaðarfélags íá-
lands er allumfangsmikil nú á 150
ára afmæli félagsins. Jónas Jóns-
son búnaðarmálastjóri hefur
tekið saman yfirlit um uppbygg-
ingu þess og starfsemi og er
eftirfarandi byggt á upplýsingum
hans:
Hreppabúnaðarfélög
Búnaðarfélög eru starfandi í öll-
um sveitum (hreppum) landsins og
víða í kauptúnum og bæjum. Allir
bændur eru í búnaðarfélögum og
eiga makar þeirra einnig rétt til að
vera það með fullum réttindum.
Búnaðarfélögin vinna að ýmsum
framfaramálum á starfssvæði sínu.
Víða eiga þau ýmis tæki sem hentar
að hafa í sameign, útvega lyf og
fleiri rekstrarvörur og víða annast
þau áburðarkaup félagsmanna. Þá
taka þau þátt í kynbótastarfseminni
þar sem ekki starfa sérstök sauð-
fjárræktar-, nautgriparæktar- eða
hrossaræktarfélög. Búnaðarfélög
hreppanna eru einnig grunneiningar
í Stéttarsambandi bænda.
Búnaðarsambönd
Búnaðarfélög hreppanna mynda
með sér búnaðarsambönd. Búnað-
arsamböndin eru 15 og eru starfs-
svæði misstór. Stærst er Búnaðar-
samband Suðurlands sem nær yfír
þijár sýslur og eru um 1400 bændur
á félagssvæði þess. Þá nær Búnaðar-
samband Vestfjarða yfir flórar
sýslur en bændur eru þar miklu
færri. Búnaðarsamband Austurlands
hefur mjög stórt starfssvæði og nær
yfír allt Austurland (Norður- og
Suður-Múlasýslur). Þar eru um 500
bændur. Búnaðarsamband Borgar-
fjarðar nær yfir Borgarfjarðar- og
Mýrasýslur og Búnaðarsamband
Kjalarnesþings nær yfir Gullbringu-
og Kjósarsýslur. Önnur búnaðar-
sambönd sem ná yfir eina sýslu eru:
Bsb. Snæfellinga, Bsb. Dalamanna,
Bsb. Strandamanna, Bsb. Vestur-
Húnavatnssýslu, Bsb. Austur-Húna-
vatnssýslu, Bsb. Skagfírðinga, Bsb.
Eyjafjarðar (sem auk Eyjafjarðar-
sýslu tekur til tveggja vestustu
hreppa Suður-Þingeyjarsýslu), Bsb.
Suður-Þingeyinga, Bsb. Norður-
Þingeyinga og Bsb. Austur-Skaft-
fellinga.
Sljórnir
Fulltrúar búnaðarfélaganna, að
jafnaði 2—3 frá hveiju félagi sitja
aðalfund búnaðarsambanda og kjósa
stjórnir þeirra. Þeir eru einnig
kvaddir til aukafunda þegar þurfa
þykir. Héraðsráðunautar eru í flest-
um- tilvikum framkvæmdastjorar
búnaðarsambandanna.
Starfsemi
Búnaðarsamböndin hafa fjölþætta
starfsemi bæði í fagmálum og fé-
A ve
lagsmálum bænda. Á vegum þeirra
starfa héraðsráðunautamir, 38—40
talsins. Flestir eru þeir hjá Bsb.
Suðurlands eða 8, hjá Bsb. Austur-
lands starfa 4 og hjá Bsb. Eyjafjarð-
ar 4 en hjá öðmm færri og aðeins
1 hjá hveiju hinna smærri. Þar sem
tveir eða fleiri ráðunautar starfa
skipta með sér verkum ýmist eftir
fagsviði eða landsvæðum.
Helstu fagsviðin em jarðrækt og
búfjárrækt, sem aftur skiptist eftir
búíjárgreinum.
Við búfjárræktina vinna héraðs-
ráðunautar mjög mikilvæg störf í
sambandi við afurðaskýrsluhald og
allar kynbætur. Þeir halda búfjár-
sýningar eða aðstoða við þær þegar
um lögboðnar sýningar er að ræða,
auk þess leiðbeina þeir um fóðmn
og hirðingu búQárins.
Á sviði jarðræktar ráðleggja hér-
aðsráðunautar um undirbúning og
framkvæmd nýræktar og veita
áburðarleiðbeiningar. Þeir mæla fyr-
ir skurðum og skipuleggja aðra
framræslu. Þá taka þeir út og skrá
alla ræktun og aðrar framkvæmdir
svo sem byggingar á heygeymslum
og peningshúsum.
Taka jarðvegs- og heysýna til
efnagreininga og síðan leiðbeiningar
í samræmi við fengnar niðurstöður
era snar þáttur í starfí héraðsráðu-
nauta. Margháttuð störf era lögð á
herðar héraðsráðunauta af stjóm-
völdum með lögum eða reglum, svo
sem að færa ýmsar skýrslur eða sjá
um skil á þeim, gefa umsagnir í
sambandi við lán eða leyfi til bú-
stofnunar og mætti svo lengur telja.
störf í þágu bænda og sveitanna.
Þau beita sér fyrir fundum um fag-
mál og hagsmunamál og frá þeim
fundum koma oft ályktanir og
ábendingar um það sem til úrbóta
og framfara horfir.
Mörg búnaðarsambandanna ann-
ast rekstur ræktunarsambanda er
sjá um framræslu og framvinnslu
lands til ræktunar og nokkur hafa
byggingarflokka í samræmi við
húsagerðarsamþykktir.
Fjölþætt félags-
málastörf
Búnaðarsamböndin vinna fjölþætt
fjölmargar ályktanir frá búnaðarfé-
lögum og búnaðarsamböndum,
búnaðarþingsfulltrúar leggja þar
fram mál og mál koma oft frá stjóm
og starfsmönnum félagsins. Öll mál
fara til nefnda sem starfa á þinginu
og fá þar rækilega umfjöllun. Nefnd-
ir Búnaðarþings afla oft mikilvægra
upplýsinga og skila ítarlegum grein-
argerðum. Búnaðarþing kýs oft
milliþinganefndir til að vinna að
meiriháttar málum svo sem endur-
skoðun á lögum eða nýjum laga-
framvörpum.
Rekja má upphaf fjölmargra
framfaramála landbúnaðarins til
Búnaðarþings og velflest hafa þau
hlotið þar einhveija umíjöllun.
Samband búnaðar-
sambandanna
Búnaðarþing og stjórn
Á vegum búnaðarsambandanna
er kosið til Búnaðarþings, beinni
almennri kosningu. Þar eiga sæti
25 fulltrúar. Búnaðarþing kemur
saman í febrúar ár hvert og situr í
um það bil tvær vikur. Það er æðsta
vald í máleftium Búnaðarfélags Ís-
lands og kýs því þriggja manna
stjóm til fjögurra ára, á fyrsta þingi
eftir búnaðarþingskosningar.
Þingið gerir ijárhagsáætlun fyrir
starfsemi Búnaðarfélagsins og fjall-
ar um ársreikninga þess.
Stjóm Búnaðarfélags íslands
ræður búnaðarmálastjóra, sem er
framkvæmdastjóri félagsins. Hún
ræður einnig ráðunauta féiagsins og
annað fast starfsfólk.
Eins og áður hefur komið fram
era allir bændur landsins aðilar að
Búnaðarfélagi íslands í gegnum
búnaðarfélög sem félagsmenn í bún-
aðarfélögum hreppanna og búnað-
arsamböndum. - Búnaðarfélag
íslands er því ekki ríkisstofnun þó
að það sinni Qölmörgum verkefnum
fyrir ríkisvaldið. Það er sjálfstætt
félag bænda og má líta á það sem
landssamband búnaðarsamband-
anna, enda er því stjómað af fulltrú-
um þeirra.
Störf Búnaðarþings
Auk þess að vera æðsta vald í
málefnum Búnaðarfélags íslands er
Búnaðarþing ráðgjafarþing um mál-
efni landbúnaðarins, einkum þau er
varða landbúnaðarlöggjöf og falla
ekki undir verksvið Stéttarsambands
bænda.
Til búnaðarþings berast jafnan
Leiðbeiningaþjónustan
meginverkefnið
Búnaðarfélag íslands hefur yfir-
umsjón með þeirri leiðbeiningaþjón-
ustu sem veitt er í landbúnaði
hérlendis, þó með nokkrum undan-
tekningum (veiðimál og skógrækt
era t.d. undanskilin).
Búnaðarfélag íslands leitast við
að hafa í þjónustu sinni sérfróða
ráðunauta í sem flestum greinum
íslensks landbúnaðar. Héraðsráðu-
nautar búnaðarsambandanna hafa
mikla samvinnu við ráðunauta BÍ í
viðkomandi grein. í nokkram bú-
greinum og á allmörgum sérsviðum