Morgunblaðið - 11.02.1987, Page 29

Morgunblaðið - 11.02.1987, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987 29 Chad: Frönskum hermönnum fjölgað París, Damaskus. AP, Reuter. FRAKKAR hafa ákveðið að efla herstyrk sinn í Chad og verða fluttir þangað 1000 hermenn frá herstöðvum í öðrum Afríkuríkj- um. Fyrir viku ráðlagði Khadafy, Líbýuleiðtogi, Frökkum að „læðast“ út úr landinu og hafa þeir nú brugðist við með þessum hætti. Franska varnarmálaráðuneytið skýrði frá því á mánudag, að frönskum hermönnum í Chad yrði fjölgað um 1000, upp í 2400, og aðallega fluttir þangað frá Miðafrí- kulýðveldinu. Var lögð áhersla á, að eftir sem áður væri franski her- aflinn aðeins til varnar. Stjórnin í N’djamena, höfuðborg Chad, heldur því fram, að Líbýu- menn hafi tvöfaldað herafla sinn í Chad, úr 10.000 í 20.000, en á Vesturlöndum er það talið heldur ólíklegt þótt vitað sé, að líbýsku hermennirnir eru komnir vel yfir 10.000. Abdel-Salam Jalloud, sem næst- ur gengur Khadafy að völdum í Líbýu, sagði í Damaskus í gær, að í Chad yrði engin lausn fundin fyrr en Frakkar færu þaðan. Sagði hann, að áður en Frakkar skárust í leikinn „vorum við í þann veginn að finna afríska lausn á Chadmálinu en Frakkamir eyðilögðu það allt saman". Murdoch kaupir stærstu blaðasamsteypu Astralíu Sydney, Ástralíu. Reuter. BLAÐAKÓNGURINN Rupert Murdoch seldi á mánudag tvær stórar sjónvarpsstöðvar í Melbo- urne og Sydney og ruddi þar með úr vegi síðustu hindruninni fyrir kaupum sínum á stærstu blaðasamsteypu Ástralíu. Sala sjónvarpsstöðvanna gerði honum kleift að eignast Herald and Weekly Times (HWT) eftir tveggja mánaða stríð við keppinauta, stjóm- sýslustofnanir, stjómmálamenn og samtök blaðamanna. Með kaupunum á HWT hefur Murdoch undir sinni stjóm tíu stór- blöð í fímm helstu borgum Ástralíu og þar með yfír helming allrar blaðaútgáfu í landinu. Samkvæmt áströlskum útvaips- réttarlögum eru útlendingum óheimil yfírráð yfír útvarpi og sjón- varpi, en engin slík lagaákvæði taka til eignarhalds á blöðum eða ann- arri útgáfustarfsemi. Lög banna aftur á móti, að útvarps- og sjón- varpsstöðvar annars vegar og blaðaútgáfa hins vegar séu í eigu sömu aðila. ítalski leikritahöfundurinn Dario Fo: Um háloftin í orrustuþotu Carol Wallis er hætt að líma saman módel af flugvélum og tek- in til við að fljúga sjálf. Fyrir viku festi hún kaup á Saab J29 Lansen orrustuþotu, sem eitt sín var eigu sænska flughersins. Carol Wallis er dóttir flugmanns og þegar jafnöldrur hennar voru í dúkkuleik sat Carol heima og setti saman flugvélalíkön. Hún sagði að draumur sinn hefði ræst þegar hún keypti þot- una, sem fljúga má á 1300 km hraða á klukkustund. Ekki var gefið upp hvað þotan kostaði. Á myndinni stendur Carol stolt við þotu sína. Murdoch, sem er fæddur í Ástral- íu, er nú bandarískur ríkisborgari og rekur umfangsmikil viðskipti í Bandaríkjunum og Bretlandi. Áhugi Murdochs á HWT er ekki eingöngu viðskiptalegs eðlis. Faðir hans, sir Keith Murdoch, stjómaði fyrirtækinu til dauðadags 1952 og er enn talinn upphafsmaður þess. Murdoch sagði fréttamönnum, að ástæðan fyrir þeirri ákvörðun sinni að kaupa HWT hefði byggst á hörðum viðskiptalegum forsend- um þrátt fyrir þessi fjölskyldu- tengsl. Hann fór a.m.k. tvívegis frá New York til Ástralíu til að stjóma hinu tvísýna kapphlaupi við aðalkeppi- nauta sína, þ. á m. auðjöfurinn Robert Holmes á Court. Áströlsku blaðamannasamtökin beittu sér af hörku á móti Murdoch og lýstu yfír, að með kaupunum safnaðist víðtækt fjölmiðlavald á hendur eins manns. Undir þessa skoðun blaðmanna- samtakanna tóku ýmsir stjóm- málamenn, bæði í stjóm og stjómarandstöðu, en Bob Hawke forsætisráðherra hélt sig utan við bardagann. Eigínkonan ákveð- ur skilnað í beinni sjónvarpsútsendingu Torino, frá Bryiyu Tomer, fréttaritara Morgunblaðsins. ÍTALSKI leikritahöfundurinn Dario Fo, sem er heimsþekktur fyrir gamanleiki sína, fékk fyrir skömmu heldur óskemmtilegar fréttir í sjónvarpsþætti í beinni útsendingu. Eiginkona hans, leikkonan Franca Rame, til- kynnti þar, að hún hefði í hyggju að skilja við eiginmann sinn. Franca Rame var gestur Raffa- ellu Carrá, þekktrar, ítalskrar söngkonu, sem stjómar vinsælum skemmtiþætti í ítalska ríkissjón- varpinu. Hefur Rame verið gift Dario Fo síðan 1954. Tilkynningin um skilnaðinn kom öllum í opna skjöldu. Var Franca Rame spurð hvort þau hjónin væru sammála um þessa niðurstöðu. Leikkonan svar- aði á þá leið, að maður hennar væri í Amsterdam um þessar mundir. Hún hefði því ekki getað ráðfært sig við hann. „Annars hlýtur hann að frétta af þessu fljótlega, fyrst ég er búin að segja 10 milljónum manna frá því í beinni útsendingu," sagði hún. Dario Fo. Sérstakt tækifæri! Skrifstofuhúsnæði Til sölu er skrifstofuhúsnæði í nýju vönduðu húsi í Skipholti. Er hér um að ræða skrifstofuhúsnæði í eftirfarandi stærðum: ★ 2. h»6 275 fm. Seid. ★ 3. hæð 325 fm + 325 fm = 650 fm. ★ 4r"hæð froenthouso-V -533~fm. Seld. Húsnæði þetta er nú í smíðum og verður fokhelt 30. apríl 1987, en verður afhent 31. október 1987 í eftirfarandi ástandi: ★ Tilbúið að innan til innréttinga og málningar. ★ Með fullfrágenginni sameign og vönduðum frágangi eftir hönnun Sturlu Más Jónssonar innanhússarkitekts. ★ Húsið verður fullfrágengið að utan með vönduðum frágangi á lóð eftir hönn- un Guðmundar Sigurðssonar landslagsarkitekts. Verð og greiðsluskilmálar: ★ Verð pr. fm er kr. 32.950 miðað við staðgreiðslu og byggingavísitölu 1. jan- úar 1987, 293 stig. ★ Gert er ráð fyrir ýmsum möguleikum á greiðsluskilmálum, sem allir verða reiknaðir til núvirðis miðað við ofangreint verð. Hér er um sérstakt tækifæri að ræða m.a. vegna þess, hve stað- ur er góður og allur frágangur sérlega vandaður. Nánari upplýsingar verða veittar alla virka daga milli kl. 9 og 14 í símum 31965 og 82659.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.