Morgunblaðið - 12.02.1987, Page 4

Morgunblaðið - 12.02.1987, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987 Matthías Á. Mathiesen og Sverrir Haukur Gunnlaugsson á fundi með sveitarstjórn og sveitarstjóra Miðneshrepps. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal VEÐUR IDAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Yfir Grænlandi er 1020 millibara hæð en 987 millibara lægð er austur við Noreg. 400 kílómetra norður af Nýfundnalandi er 960 millibara lægð sem hreyfist hægt norður. Heldur kólnar í veðri. SPÁ: Austan- og norðaustanátt, víðast 3 til 5 vindstig. Dálítil él við norður- og austurströndina en annars víðast þurrt. Heldur kóln- andi veður og hiti líklega á bilinu -1 til -7 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FÖSTUDAGUR OG LAUGARDAGUR: Norðaustanátt og fremur kalt í veðri. Éi víða um noröan- og austanvert landið en bjart veð- ur sunnan- og vestanlands. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýiað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V B = Þoka = Þokumöða ’ , ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður f r VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti vafiur Akureyri -3 úrk. ígr. Reykjavlk -1 skýjaft Bergen 1 skýjaft Helsinki -11 snjókoma Jan Mayen -2 léttskýjað Kaupmannah. 2 þokumófta Narssarssuaq -1 skafrenn. Nuuk -11 skafrenn. Osló -1 snjókoma Stokkhólmur -1 slydda Þórshöfn 3 léttskýjað Algarve 13 skúr Amsterdam 6 mlstur Aþena 16 skýjað Barcelona 11 þokumóða Berlín 5 mistur Chicago -2 þokumóða Glasgow 5 skýjað Feneyjar 8 rigning Frankfurt 5 skýjað Hamborg Las Palmas 6 skýjað vantar London 7 rigning LosAngeles 16 skúr Lúxemborg 0 slydda Madrld 6 súld Malaga 16 skýjað Mallorca 13 rigning Miami 16 skýjað Montreal -16 heiðskírt NewYork -1 skýjaft Paris 4 rlgning Róm 16 þokumóða Vfn 1 þoka Washington -2 alskýjaft Wlnnipeg -6 þoka Suðurnes; Utanríkisráð- herra fundar með s veitar slj órnum UTANRÍKISRÁÐHERRA, Matthías Á Mathiesen, hélt í vikunni fundi með stjórnar- mönnum sveitarfélaga á Suðurnesjum um skipulagsmál ásamt Sverri Hauki Gunnlaugs- syni skrifstofustjóra varnar- málaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins. Þetta er í fyrsta skipti sem utanríkisráðherra boðar til slíkra funda, og er tilgangurinn að auka á sam- starf og skilning milli utanríkis- ráðuneytisins og sveitarstjórn- anna. í samtali við Morgunblaðið sagði Matthías Á Mathiesen að þessir fundir væru meðal annars haldnir til að ræða deiliskipulag innan hvers sveitarfélags fyrir sig, og þá sértaklega vegna hagsmuna sem sveitarfélögin hafa í sam- bandi við nýju flugstöðvarbygg- inguna sem nú er að komast á lokastig við Keflavíkurflugvöll. Utanríkisráðherra fundaði með stjórnum fjögurra sveitarfélaga á mánudaginn var og fyrirhugar að funda með stjórnum þeirra sem eftir eru næsta mánudag. Mj ólkurfélagið kaupir Guðbjöm Guðjónsson hf. MJÓLKURFÉLAG Reykjavíkur hefur keypt fóðurinnflutnings- fyrirtækið Guðbjörn Guðjónsson hf. Formlega var gengið frá kaupunum á þriðjudag en MR tekur við fyrirtækinu í næsta mánuði. Fyrirtækið verður fyrst um sinn rekið með sama sniði og verið hefur. Sigurður Eyjólfsson fram- kvæmdastjóri Mjólkurfélagsins staðfesti það í gær að búið væri að ganga frá kaupunum, en sagði að samkomulag hefði orðið um það á milli aðila að gefa kaupverðið ekki upp. Guðbjörn Guðjónsson hf. starfar einkum að innflutningi og sölu á danska KFK fóðrinu, en er einnig með innflutning og sölu á ýmsum öðrum rekstrarvörum fyrir bændur. Meðal eigna fyrirtækisins INNLENT er hluti af vörugeymslu og skrif- stofubyggingu að Korngarði 5 í Reykjavík. Mjólkurfélagið rekur fóðurblönd- unarstöð á Komgarði og er að öðru leyti með svipaða starfsemi og Guð- bjöm Guðjónsson hf. Við yfirtöku Mjólkurfélagsins á Guðbimi Guð- jónssyni hf. er talið að velta MR aukist um 50%. Tvö fiskiskip seldu eriendis TVÖ íslenzk fiskiskip seldu bol- fiskafla erlendis siðustu daga. Þau fengu heldur lægra verð en verið hefur undanfarið. Karlsefni RE seldi 227 lestir, mest karfa á þriðjudag og mikviku- dag í Cuxhaven. Heildarverð var 11,2 milljónir króna, meðalverð 49,08. Már SH seldi 178 lestir, mest þorsk í Grimsby á miðviku- dag. Heildarverð var 9,4 milljónir króna, meðalverð 52,55. Már átti þá óseldar 10 til 15 lestir, sem seld- ar verða daginn eftir. Hermans Hermits og Pap- er Lace til Islands VEITINGAHÚSIÐ Glaumberg í Keflavík hefur gert samning við hljómsveitirnar Hermans Herm- its og Paper Lace um að koma til íslands. Hljómsveitin Paper Lace er vænt- anleg í bytjun apríl og heldur tvær skemmtanir í Glaumbergi 3. og 4. apríl. Hljómsveitin er þekktust fyrir lög sín „When Chicago died" og „Billy don’t be a Hero“. Hermans Hermits naut mikilla vinsælda á sjöunda áratugnum og átti flölmörg lög í efstu sætum vin- sældarlista víða um heim. Hljóm- sveitin kom hingað til lands fyrir um það bil tuttugu árum og hélt þá tónleika í Austurbæjarbíói við góðar undirtektir. Af þeim úórurn sem nú skipa hljómsveitina eru tveii sem verið hafa frá upphafi. Hljóm- sveitin skemmtir í Glaumbergi 8. og 9. maí næstkomandi. Hellissandur; Tveir bátar sviptir leyfi „Breyttu“ þorski í steinbít og ýsu TVEIR bátar frá Hellissandi hafa nú verið sviptir veiðileyfi um tíma vegna brota á fiskveiði- löggjöfinni. Eigendur þeirra urðu uppvísir að því að koma þorski undan með því að kalla hann ýsu eða steinbít á löndunar- skýrslum. Þetta voru bátamir Stapavík SH og Þorsteinn SH. Hjá öðrum þeirra varð undirmáls þorskur að steinbít, en hjá hinum breyttist sá guli í ýsu. Það, sem af er þessu ári, hafa fleiri skip ekki verið svipt leyfi, en nokkuð mun um brot á fiskveiðilög- gjöfinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.