Morgunblaðið - 12.02.1987, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.02.1987, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987 Matthías Á. Mathiesen og Sverrir Haukur Gunnlaugsson á fundi með sveitarstjórn og sveitarstjóra Miðneshrepps. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal VEÐUR IDAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Yfir Grænlandi er 1020 millibara hæð en 987 millibara lægð er austur við Noreg. 400 kílómetra norður af Nýfundnalandi er 960 millibara lægð sem hreyfist hægt norður. Heldur kólnar í veðri. SPÁ: Austan- og norðaustanátt, víðast 3 til 5 vindstig. Dálítil él við norður- og austurströndina en annars víðast þurrt. Heldur kóln- andi veður og hiti líklega á bilinu -1 til -7 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FÖSTUDAGUR OG LAUGARDAGUR: Norðaustanátt og fremur kalt í veðri. Éi víða um noröan- og austanvert landið en bjart veð- ur sunnan- og vestanlands. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýiað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V B = Þoka = Þokumöða ’ , ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður f r VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti vafiur Akureyri -3 úrk. ígr. Reykjavlk -1 skýjaft Bergen 1 skýjaft Helsinki -11 snjókoma Jan Mayen -2 léttskýjað Kaupmannah. 2 þokumófta Narssarssuaq -1 skafrenn. Nuuk -11 skafrenn. Osló -1 snjókoma Stokkhólmur -1 slydda Þórshöfn 3 léttskýjað Algarve 13 skúr Amsterdam 6 mlstur Aþena 16 skýjað Barcelona 11 þokumóða Berlín 5 mistur Chicago -2 þokumóða Glasgow 5 skýjað Feneyjar 8 rigning Frankfurt 5 skýjað Hamborg Las Palmas 6 skýjað vantar London 7 rigning LosAngeles 16 skúr Lúxemborg 0 slydda Madrld 6 súld Malaga 16 skýjað Mallorca 13 rigning Miami 16 skýjað Montreal -16 heiðskírt NewYork -1 skýjaft Paris 4 rlgning Róm 16 þokumóða Vfn 1 þoka Washington -2 alskýjaft Wlnnipeg -6 þoka Suðurnes; Utanríkisráð- herra fundar með s veitar slj órnum UTANRÍKISRÁÐHERRA, Matthías Á Mathiesen, hélt í vikunni fundi með stjórnar- mönnum sveitarfélaga á Suðurnesjum um skipulagsmál ásamt Sverri Hauki Gunnlaugs- syni skrifstofustjóra varnar- málaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins. Þetta er í fyrsta skipti sem utanríkisráðherra boðar til slíkra funda, og er tilgangurinn að auka á sam- starf og skilning milli utanríkis- ráðuneytisins og sveitarstjórn- anna. í samtali við Morgunblaðið sagði Matthías Á Mathiesen að þessir fundir væru meðal annars haldnir til að ræða deiliskipulag innan hvers sveitarfélags fyrir sig, og þá sértaklega vegna hagsmuna sem sveitarfélögin hafa í sam- bandi við nýju flugstöðvarbygg- inguna sem nú er að komast á lokastig við Keflavíkurflugvöll. Utanríkisráðherra fundaði með stjórnum fjögurra sveitarfélaga á mánudaginn var og fyrirhugar að funda með stjórnum þeirra sem eftir eru næsta mánudag. Mj ólkurfélagið kaupir Guðbjöm Guðjónsson hf. MJÓLKURFÉLAG Reykjavíkur hefur keypt fóðurinnflutnings- fyrirtækið Guðbjörn Guðjónsson hf. Formlega var gengið frá kaupunum á þriðjudag en MR tekur við fyrirtækinu í næsta mánuði. Fyrirtækið verður fyrst um sinn rekið með sama sniði og verið hefur. Sigurður Eyjólfsson fram- kvæmdastjóri Mjólkurfélagsins staðfesti það í gær að búið væri að ganga frá kaupunum, en sagði að samkomulag hefði orðið um það á milli aðila að gefa kaupverðið ekki upp. Guðbjörn Guðjónsson hf. starfar einkum að innflutningi og sölu á danska KFK fóðrinu, en er einnig með innflutning og sölu á ýmsum öðrum rekstrarvörum fyrir bændur. Meðal eigna fyrirtækisins INNLENT er hluti af vörugeymslu og skrif- stofubyggingu að Korngarði 5 í Reykjavík. Mjólkurfélagið rekur fóðurblönd- unarstöð á Komgarði og er að öðru leyti með svipaða starfsemi og Guð- bjöm Guðjónsson hf. Við yfirtöku Mjólkurfélagsins á Guðbimi Guð- jónssyni hf. er talið að velta MR aukist um 50%. Tvö fiskiskip seldu eriendis TVÖ íslenzk fiskiskip seldu bol- fiskafla erlendis siðustu daga. Þau fengu heldur lægra verð en verið hefur undanfarið. Karlsefni RE seldi 227 lestir, mest karfa á þriðjudag og mikviku- dag í Cuxhaven. Heildarverð var 11,2 milljónir króna, meðalverð 49,08. Már SH seldi 178 lestir, mest þorsk í Grimsby á miðviku- dag. Heildarverð var 9,4 milljónir króna, meðalverð 52,55. Már átti þá óseldar 10 til 15 lestir, sem seld- ar verða daginn eftir. Hermans Hermits og Pap- er Lace til Islands VEITINGAHÚSIÐ Glaumberg í Keflavík hefur gert samning við hljómsveitirnar Hermans Herm- its og Paper Lace um að koma til íslands. Hljómsveitin Paper Lace er vænt- anleg í bytjun apríl og heldur tvær skemmtanir í Glaumbergi 3. og 4. apríl. Hljómsveitin er þekktust fyrir lög sín „When Chicago died" og „Billy don’t be a Hero“. Hermans Hermits naut mikilla vinsælda á sjöunda áratugnum og átti flölmörg lög í efstu sætum vin- sældarlista víða um heim. Hljóm- sveitin kom hingað til lands fyrir um það bil tuttugu árum og hélt þá tónleika í Austurbæjarbíói við góðar undirtektir. Af þeim úórurn sem nú skipa hljómsveitina eru tveii sem verið hafa frá upphafi. Hljóm- sveitin skemmtir í Glaumbergi 8. og 9. maí næstkomandi. Hellissandur; Tveir bátar sviptir leyfi „Breyttu“ þorski í steinbít og ýsu TVEIR bátar frá Hellissandi hafa nú verið sviptir veiðileyfi um tíma vegna brota á fiskveiði- löggjöfinni. Eigendur þeirra urðu uppvísir að því að koma þorski undan með því að kalla hann ýsu eða steinbít á löndunar- skýrslum. Þetta voru bátamir Stapavík SH og Þorsteinn SH. Hjá öðrum þeirra varð undirmáls þorskur að steinbít, en hjá hinum breyttist sá guli í ýsu. Það, sem af er þessu ári, hafa fleiri skip ekki verið svipt leyfi, en nokkuð mun um brot á fiskveiðilög- gjöfinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.