Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.02.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987 Viðeyingafélagið Aðalfundur Viðeyingafélagsins veróur sunnudag- inn 15. þ.m. í Síðumúla 17 og hefst kl. 14.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffíveitingar. Fjölmennum á fundinn. Viðeyingafélagið KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS: Aðalfundur Kaupmannasamtaka íslands verður haldinn í Hótel Örk í Hveragerði 7. mars nk. og hefst hann kl. 10.00 f.h. Dagskrá: 1. Fundarsetning. 2. Ræða formanns. 3. Skýrsla framkvæmdastjóra. 4. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar. Umræða og atkvæðagreiðsla. 5. Greinargerð fulltrúa K.í. í bankaráði Verslun- arbanka íslands hf. 6. Greinargerð fulltrúa K.í. í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Hádegisverðarhlé. 7. Viðskiptaráðherra, Matthías Bjarnason, ávarpar fundinn og svarar fyrirspurnum. 8. Kosinn formaður og varaformaður K.í. til tveggja ára. 9. Kosnir tveir endurskoðendur og tveir til vara til tveggja ára. 10. Lagabreytingar. 11. Önnur mál. Tillögur og ályktanir. Framkvæmdastjóri Opið bréf til Heimis Pálssonar eftirJúlíus K. Björnsson Kæri Heimir. Það er leitt að hann Þorsteinn, fjármálaráðherra, skuli ekki hafa svarað bréfi þínu. Hins vegar sá ég í Morgunblaðinu í dag (10/2) að starfsmaður Þorsteins, Indriði H. Þorláksson, svarar bréfi þínu ótil- kvaddur. Þú beindir bréfi þínu alls ekki til hans heldur einmitt framhjá honum til ráðherra vegna fram- komu Indriða sjálfs sem formanns samninganefndar ríkisins. Ekki nóg með það. Indriði segir samninga- nefnd BHMR annaðhvort ljúga að þér eða ekki hafa skilið tilboð samn- inganefndar ríkisins (þrátt fyrir háskólamenntun). Af þessum sök- um verð ég sem formaður samn- inganefndar BHMR að senda þér þessar línur og benda þér á eftirfar- andi atriði. Helsti tilgangur Indriða er að firra Þorstein Pálsson skyldunni að svara bréfi þínu, enda mun Þor- steinn eiga erfitt með svör (en tilgangur þinn var einmitt sá að knýja Þorstein fram á sjónarsviðið til að taka ábyrgð á Indriða eða afneita honum). Annar helsti tilgangur Indriða er sá að ijúfa samstöðu félaga í BHMR og freista þess að lokka HÍK úr samstarfinu með því m.a. að kalla samningamenn BHMR í nær fullkveðnum vísum lygara. Þriðji helsti tilgangur Indriða er að rýra almennt málstað BHMR útá við með því að þyrla enn á ný upp moldviðri um efnisrök BHMR í þessari kjaradeilu með blandi af staðlausum fullyrðingum og rang- færðum tölum. Um einstök atriði í grein Indriða má segja ýmislegt. Hann er snilling- ur í að rangfæra hluti eins og þú veist best sjálfur. Eg ætla að nefna sumar af þessum rangfærslum. 1. Hann heldur því fram að samn- inganefnd BHMR hafi ekki skilið tillögur sínar sbr. 2.-5. málsgrein í grein IHÞ þrátt fyrir háskóla- menntun samninganna. Þetta telur hann sig sanna með fullyrðingunni um lágmarkslaun kennara og lýsir furðu sinni á tölunni 34 þúsund (sem á að vera 34.500). Liðir 1 og 2 í tilboði SNR eru alveg eins og ég lýsti þeim fyrir þér en liður 3 BÍLSKÚRSHURÐIR Við smíðum allar gerðir af bílskúrshurðum, þ. á m. hinar hentugu fleka hurðir. Þær henta sér- staklega vel þar sem nota á sjálfvirkan opnara og hætt er við að snjór setjist að hurðum. Sýningarhurð á staðnum. TRESMIDJA BJÖRNS ÓLAFSSONAR hf. V/REYKJANESBRAUT. HAFNARFIRÐI, SlMAR. 54444, 54495 Samninganef nd ríkis- ins var hins vegar alls ekki tilbúin að ræða kröfur BHMR um lág- markslaun, jafnvel þó öllum öðrum launþeg- um utan opinbera geirans haf i verið tryggð lágmarkslaun í nýgerðum samningrim. Þetta er staðreynd málsins sem ætti að blasa við samninga- mönnum ríkisins, hvort sem þeir hafa háskóla- menntun eða ekki. er breyttur hjá Indriða núna, þann- ig að auk niðurfellingar á starfsald- ursþrepum talar hann nú um flýtingu til að ná öðrum þrepum. Þetta er hvorki í samræmi við skrif- legt né munnlegt tilboð hans. Það breytir þó alls ekki aðalatriðinu sem er að núverandi lágmarkslaun innan BHMR, 30.900 (1. fl. 2. þrep), verða um 34.500, þegar felld hafa verið niður tvö fyrstu þrepin og bætt við áfangahækkunum samkvæmt til- boði samninganefndar ríkisins! Yfirskriftin á grein Indriða, „Um 40.000 kr. en ekki 34.000 kr.“, er því nákvæmru mælikvarði á sann- sögli hans. (Hins vegar má vel vera að tölur hans um lágmarkslaun kennara í lok samningatímabilsins séu réttar og má líta á það sem tilboð í rétta átt. Hingað til hefur þó HÍK ekki viljað fallast á breytt starfsaldurskerfi, enda mun það rýra rétt þeirra sem eiga betra í vændum.) 2. Hann heldur því fram að „hjal“ (þ.e. kröfur) BHMR um lágmarks- laun sé „uppgerðarumhyggja". Því fer víðs fjarri. Samninganefnd BHMR lagði megináherslu á að fá viðræður um lágmarkslaunakröf- una og var tilbúin til að gefa því máli algeran forgang, þ.e. að byij- unarlaun háskólamanna hjá ríkinu yrðu 45.500 strax 1. desember og féllist þá BHMR á að aðrar leiðrétt- ingar kæmu síðar og í áföngum. Samninganefnd ríkisins var hins vegar alls ekki tilbúin að ræða kröf- ur BHMR um lágmarkslaun, jafnvel þó öllum öðrum launþegum utan opinbera geirans hafi verið tryggð lágmarkslaun í nýgerðum samning- um. Þetta er staðreynd málsins sem ætti að blasa við samningamönnum ríkisins, hvort sem þeir hafa há- skólamenntun eða ekki. Indriði heldur því statt og stöð- ugt fram í grein sinni að stefna BHMR sé að hækka mest laun þeirra sem mest laun hafi fyrir en tillögur samninganefndar ríkisins hafi gengið í gagnstæða átt. Þetta er alls ekki rétt. Fyrsta og aðal- krafa BHMR var lágmarkslauna- krafan sem að öðru óbreyttu hefði þýtt að allmargir almennir háskóla- menn í starfi hjá ríkinu hefðu náð sambærilegum launum og yfirmenn þeirra sem nú hafa smánarleg laun. Auðvitað sýnir þetta hve laun allra BHMR manna eru lág. Þetta vanda- mál eygði samninganefnd BHMR og undirrót vandans er sú að dag- vinnulaun háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna í dag eru ekki aðeins mjög lág heldur er bilið milli undir- og yfirmanna afar lítið og hefði sem sagt minnkað og jafnvel þurrkast út. í þeirri stöðu myndu margir kjósa að axla litla eða enga ábyrgð og fá sömu laun. BHMR lagði þess vegna fram ramma að hugmynd hvemig mætti umbuna þeim sem bera faglega og stjórnunarlega ábyrgð sérstaklega. Það var skoðun samningamann BHMR að hér væri ekki unnt að vinna upp hugmyndina í samráði við samninganefnd ríkis- ins. En samninganefnd ríkisins vildi hvorki ræða um lágmarkslaun né hvernig ætti að tryggja að yfirmenn fengju umbun fyrir ábyrgð sína. Indriði heldur því fram að skiln- ingur samningamanna BHMR hafi verið lakari en skilningur samn- ingamanna BSRB á tillögum samninganefndar ríkisins. Samn- ingamenn BSRB byrjuðu viðræður við ríkið í byijun desember en BHMR í byijun janúar. Stjóm BHMR sleit viðræðum við samn- inganefnd ríkisins 28. janúar sl. en samninganefnd BSRB er í dag að gera slíkt hið saman. Það tók BSRB tvo mánuði að sjá í gegnum Ind- riða, sem stjóm BHMR gerði á tveimur vikum! Með bestu kveðjum og von um að þú fáir svör frá fjármálaráð- herra. Óskum eftir u.þ.b. þriggja herb. íbúð í vesturbænum til u.þ.b. tveggja ára. Upplýsingar hjá Brynju eða Joseph í síma 612303 eftir kl. 5. Þú svalar lestrarþörf dagsins á^um Moggans! ÁRATUCA REYNSLA í HURÐASMÍÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.