Morgunblaðið - 12.02.1987, Síða 62

Morgunblaðið - 12.02.1987, Síða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987 Mikil- vægir leikir fyrir NM „LEIKiRNIR gegn Þjóðverjun- um um helgina eru gífurlega mikilvægir í undirbúningnum fyrir Norðurlandamótið, sem verður hér á landi í lok apríl,“ sagði Geir Hallsteinsson. „Þetta er þriðja árið mitt með flesta þessa stráka og kjarninn er mjög sterkur, reyndar sá sami og í unglinga- landsliðinu skipað leikmönn- um yngri en tuttugu og eins árs. Liðið hefur meiri reynslu en nokkurt annað íslenskt piltalandslið og ég er sann- færður um að uppistaða A-landsliðsins verður úr þess- um hópi innan sex ára. Þýska liðið er mjög gott og gera má ráð fyrir hörkuleikjum, en þetta verða síðustu leikir okkar fyrir Norðurlandamót- ið." Geir Hallsteinsson: Morgunblaöið/Bjarni • Sigurpáll Aðalsteinsson. Morgunblaðiö/Bjarni • íslenska piltalandsliðið ásamt Geir Hallsteinssyni, þjálfara, Karli Rafnssyni, liðsstjóra, og Friðrik Guðmundssyni, formanni unglingalands- liðsnefndar HSÍ. Á myndina vantar Bergsvein Bergsveinsson, FH. Þrír landsleikir um helgina Vestur-Þjóðverjar eiga eitt sterkasta unglingalið Evrópu Sigurpáll Aðalsteinsson: Kom mér skemmti- lega á óvart „ÉG hef oft hugsað um að reyna að komast í landslið, en satt best að segja hólt óg að óg væri of gamall fyrir piltaliðið og því kom mór skemmtilega á óvart, þegar ég var valinn í hópinn," sagði Sig- urpáll Aðaisteinsson við Morgun- blaðið. „Ég var ofboðslega tauga- óstyrkur þegar ég kom á fyrstu æfinguna, þekkti fáa og vissi ekki hvernig þetta gekk fyrir sig. En það er ánægjulegt að fá tækifærið og ég vona að ég faili inn í hópinn. Leikirnir gegn þjóðverjunum verða erfiðir, en það eru allir leik- ir. Við erum með sterkan kjarna og gerum allt sem við getum til að standa okkur." ÍSLENSKA piltalandsliðið í hand- bolta leikur þrjá landsleiki við jafnaldra sfna frá Vestur-Þýska- >landi um helgina. Fyrsti leikurinn verður f fþróttahúsinu f Hafnar- firði á morgun og hefst klukkan 20, en á laugardag og sunnudag verður leikið í fþróttahúsinu Digranesi og byrja þeir leikir klukkan 15. Strákarnir eru fæddir 1968 og síðar og hefur kjarni íslenska hóps- ins æft saman í tæp tvö ár. í hópnum eru 18 leikmenn, sem um helgarinnar, en íslenska liðið tapaði með einu marki fyrir þýska liðinu á móti í Noregi í vetur. Vestur-Þjóðverjar eiga eitt sterkasta unglingalið í Evrópu og með því leika fjórir leikmenn, sem eru í liðum í Bundersligunni. Georg Eggs leikur með Hofweier, Micha- el Hein með Dusseldorf, Volker Zerbe við hlið Sigurðar Sveinsson- ar hjá Lemco og Thomas Brandes -er hjá Hameln, þar sem Kristján Arason var áður. hafa þegar mikla reynslu með sínum félagsliðum. Héðinn Gils- son, Árni Friðleifsson, Konráð Ólavsson, Óskar Helgason, Berg- sveinn Bergsveinsson, Páll Ólafs- son og Sigtryggur Albertsson hafa einnig leikið með U-21 árs liðinu og auk þess hafa Héðinn og Árni • Teygjuæfingar skipta miklu máli í allri þjálfun. Strákarnir í piitalandsliðinu vita það og gera það sem fyrir þá er lagt. Morgunblaðia/Bjarni leikið með A-liðinu og Konráð er ásamt þeim í hópnum, sem æfir fyrir ÓL í Seoul á næsta ári. (liðinu eru fjórir nýliðar og einn þeirra, Sigurpáll Aðalsteinsson, Þór, bættist í hópinn um síðustu helgi. Liðið hefur undirbúið sig vel fyr- ir leikina um helgina, en að sögn Friðriks Guðmundssonar, form- anns unglingalandsliðsnefndar HSÍ, hafa leikir í vikunni í bikar- keppninni og í 2. flokki spillt fyrir. En reynslan vegur þungt og verður allt lagt í sölurnar til að sigra í leikj- xámKmM /ILPISIE Toppurinn í bíltækjum UMBOÐSMENN UMLANDALLT Flestir LAMBORGHINI bílar hafa Alpine hljómtæki. Skipholti 7 símar 20080 —26800

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.