Morgunblaðið - 12.02.1987, Side 64

Morgunblaðið - 12.02.1987, Side 64
X-Xöföar til XX fólks í öllum starfsgreinum! Þjóðleikhúsið: Aðsóknin alveg með eindæmum „ÞAÐ er víst óhætt að segja að aðsóknin hefur verið alveg með eindæmum hjá okkur í vetur,“ sagði Gísli Alfreðsson, Þjóðleik- hússtjóri, aðspurður hvemig sýningar hefðu gengið í húsinu. „Við lendum jafnvel í erfíðleikum með að hætta við leikrit til að rýma fyrir nýjum," sagði Gísli ennfremur, „því auðvitað er ekki hægt að hætta sýningum fyrir fullu húsi. Við miðum ávallt við meðalaðsókn þegar við gerum áætlanir fyrir veturinn, en sýningar okkar nú hafa allar farið fram úr þeim áætlunum. Það er enn ekki útséð hvort við getum tekið öll leikritin á verkefnaskrá vetrarins til sýninga, en ennþá vonum við þó að ^-»3vo verði. Þótt framboð á leikhúsverkum sé mikið, miklu meira en í fyrra, virðist það ekkert hafa að segja. Það virðist heldur auka aðsóknina. Við enim, til dæmis, að taka Uppreisn á ísafirði aftur til sýninga, án þess að taka þau verkj sem fyrir eru, út af stóra sviðinu. A litla sviðinu úti við Lindar- götu er Smásjáin í fullum gangi og þar verða tveir einþáttungar frum- sýndir að líkindum 24. þessa mánaðar. Þetta eru verðlaunaleikrit r úr leikritasamkeppni Þjóðleikhússins í tilefni af lokum kvennaáratugar 1985 og við komum líklega til með að sýna þar öll kvöld vikunnar, því við munum halda áfram að sýna Smásjána." STERKT KDRT FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Nýja flugstöðvarbyggingin er glæsilegt hús, sérstaklega í ljósaskiptunum. Morgunblaðið/GuðmundurPétursson Keflavíkurflugvöllur: Nýja f lugstöðin að verða tilbúin NYJA flugstöðin við Keflavík- urflugvöll er nú óðum að taka á sig endanlega mynd, og að sögn Sverris Hauks Gunnlaugs- sonar, formanns byggingar- nefndar flugstöðvarinnar, bendir ekkert til annars en að áætlanir standist og flugstöðin verði formlega opnuð 14. apríl. Enn hefur ekki verið gengið frá því hvaða verslanir fá að selja varning sinn í flugstöðvar- byggingunni, en Sverrir sagði að margir hefðu sýnt því áhuga. Ymsar framkvæmdir eru í gangi samhliða húsbyggingunni. Verið er að ganga frá húsnæði fyrir Flugleiðir, og eldsneytis- birgðastöð sem olíufélögin eru að láta reisa, auk þess sem miklar lóðaframkvæmdir eru nú við bygginguna, og verið er að leggja þangað veg. Sverrir sagði að þótt ekki verði allt fullfrágengið við húsið 14. apríl verði örugglega hægt að taka þar á móti far- þegum. Kostnaðaráætlun við byggingu flugstöðvarinnar hljóðaði upp á 42 milljónir bandaríkjadala. Sverrir sagði að einhveijar verð- breytingar hefðu orðið síðan áætlunin var gerð, og einnig var stöðin stækkuð miðað við fyrstu áætlanir, þannig að kostnaður við bygginguna yrði eitthvað meiri en samt innan eðlilegra marka. Morgunblaðið/Einar Falur Ungar skríða úr eggjum í útungunarstöð Holtabúsins á Hellu. Framleiðslan samsvar- ar 100 sauðfjárbúum Á STÆRSTA búi landsins, Reykjagarði hf., eru 200.000 fuglar og framleiðsian er 750 tonn af kjúklingum á ári. Reykjagarður hefur rekið vax- andi alifuglabú í Mosfellssveit undanfarin ár og um áramótin keypti fyrirtækið kjúklinga- hluta Holtabúsins á Ásmundar- stöðum í Rangárvallasýslu og urðu eigendur fyrirtækisins þá umsvifamestu bændur Iandsins. Eigendur Reykjagarðs hf. eru feðgamir Jón V. Bjamason og Bjami Ásgeir Jónsson og fjöl- skyldur þeirra. Eftir kaupin á Holtabúinu er framleiðslugeta fyrirtækisins 1.200 tonn á ári en vegna offramleiðslu á kjúklingum er ætlunin að minnka framleiðsl- una á þessu ári niður í 750 tonn. Framleiðsla þessa eina bús sam- svarar kindakjötsframleiðslu 100 verðlagsgmndvallarbúa í sauð- fjárrækt og er talsvert meiri en öll kindakjötsframleiðsla í Aust- ur-Húnavatnssýslu svo dæmi sé tekið. Auk kjúklingaframleiðslunnar er fyrirtækið með töluverða eggjaframleiðslu. Þá á það ali- fuglasláturhúsið Dímon á Hellu og er stærsti innleggjandi í ali- fuglasláturhúsinu ísfugli í Mos- fellssveit. Sjá miðopnu: „Bústofninn 200.000 fuglar.“ Hjartaskurðaðgerðir á Landspítalanum mun fleiri en ráðgert var ÚTLIT er fyrir að fjöldi hjarta- skurðaðgerða hér á landi fari langt fram úr þeim áætlunum sem gerðar voru i upphafi, að sögn Davíðs Á. Gunnarssonar, forstjóra Ríkisspítalanna. Á þeim átta mánuðum sem liðnir eru síðan fyrsta aðgerðin var gerð á Landspítalanum hefur komið í ljós að flestir ef ekki allir sjúkl- ingar, sem þurfa að gangast undir hjartaaðgerð, viþ'a fremur gangast undir slíka aðgerð hér- lendis en erlendis. Einnig hefur komið f ljós að sá árangur sem hér næst er fyllilega sambærileg- ur við það besta sem gerist annars staðar í heiminum. Því er stefnt að því að innan tíðar verði einnig gerðar hér aðgerðir á hjartalokum, sem áður hafði verið reiknað með að þyrfti að gera erlendis. „Við áttum von á því að einhver hópur fólks færi áfram til útlanda, en reynslan er sú að nánast allir sjúklingar vilja fremur láta gera slíkar aðgerðir á sér hér heima og líklega verða 30-50% fleiri aðgerðir gerðar árlega en gert var ráð fyrir f upphaflegum áætlunum," sagði Davíð. „Þessu til viðbótar er stefnt að því að á allra næstu vikum hefj- ist hér jafnframt útvíkkanir á kransæðum hjartans. Allmargir sjúklingar hafa árlega gengist und- ir slíkar aðgerðir í Bretlandi og Bandaríkjunum. Forsenda þess að þessar aðgerðir flytjist hingað til landsins er vel útbúin deild fyrir hjartaskurðlækningar, en slík að- staða er nú fyrir hendi hér.“ Að sögn Davíðs mun þessi breyt- ing flytja til landsins starfsemi sem áður kostaði yfir 50 milljónir í er- NOKKUÐ hefur verið um það að loðnukvótar hafi verið seldir eða færðir milli skipa innan sömu útgerðar. Mestu munar þar um að þrjú skip, sem áttu kvóta, nýttu sér hann ekki sjálf. Verð á hverri lest af óveiddri loðnu hefur verið 300 til 400 krónur. Heimaey VE, Jöfur KE og Sjáv- arborg ÞH fengu öll úthlutað loðnukvóta fyrir þessa vertíð, en þau hafa stundað rækjuveiðar í stað loðnu og selt kvóta eða fært yfir á önnur skip. Þá hefur einnig verið' eitthvað um það að skipt hafi veriði á loðnu og bolfiski. Einnig hefur eitthvað af loðnu verið látið meðl þeim hætti að viðkomandi þiggjend- lendum gjaldeyri. Aðspurður sagði Davíð að búið væri að gera 41 hjartaaðgerð á Landspítalanum nú þegar, en ekki hefði verið hægt að mæta þörfinni að fullu. Úr því yrði hins vegar bætt alveg á næstunni og þegar væri farið að gera ráðstaf- anir í þá veru. ur landi rækju hjá gefendum að lokinni loðnuvertíðinni. Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að heimila loðnuskipunum að koma tvívegis að landi með full- fermi umfram úthlutaðan kvóta. Þetta er gert með hliðsjón af því, að veiðistofn loðnunnar mældist gjöfulli en áður hafði verið áætlað og einnig til að tryggja að úthlutað- ur afli náist. Ennfremur er þetta gert í því skyni að auðvelda fram- leiðendum að standa við gerða samninga um sölu á frystri loðnu og loðnuhrognum. Heimild þessi er háð því, að aflinn, sem veiddur verð- ur samkvæmt henni, dragist frá úthlutuðum kvóta á næsta ári. Nokkuð um sölu á loðnukvótum Loðna „á sporði“ kostar 3-400 kr. lestin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.