Morgunblaðið - 13.02.1987, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1987
5
Vestmannaeyjar:
Svartfuglinn sestur
upp óvenju snemma
Fug-Iaáhugamenn S Vest- lega væri svartfuglinn nú fyrr á
mannaeyjum hafa veitt því ferðinni en áður, eða um mánuði
athygli að svartfuglinn er fyrir fyrr en venjulega. Þá sagði Óskar
nokkru sestur upp, eins og þeir að mikill fyll hefði verið kominn í
segja, mun fyrr en vant er. Ritan janúar sem væri óvenjulegt og ritan
og fýllinn hafa einnig setið uppi væri einnig snemma á ferðinni.
meira og minna í janúar sem er „Ég held að fuglinn sæki þangað
harla óvenjulegt. sem björgin er best og nóg er að
Óskar J. Sigurðsson, vitavörður éta. Það að góð skilyrði eru í sjónum
og veðurathugunarmaður í Stór- og veðurfar hefur verið gott hefur
höfða, sem er mikill fuglaáhuga- haft sitt að segja með það hvað
maður og hefur merkt þúsundir fuglinn er snemma á ferðinni í ár,“
fugla á undanfömum árum, sagði sagði Óskar J. Sigurðsson.
í samtali við Morgunblaðið að vissu- — hkj.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Það er orðið líflegt í fuglabjörgum Vestmannaeyja. Svartfuglinn
sestur upp mánuði fyrr en vanalega.
Lágt
fiskverð
erlendis
VERÐ á ferskfiskmörkuðunum í
Þýzkalandi hefur að undanförnu
farið lækkandi. Stafar það aðal-
lega af miklu framboði nú í
kjölfar hás verðs í síðustu viku.
Engey RE seldi á fimmtudag 247
lestir, merst karfa, í Bremerhaven.
Heildarverð var 12 milljónir króna,
meðalverð 48,40. Már SH lauk við
sölu sína í Grimsby á fimmtudag.
Alls seldi hann 192,6 lestir að verð-
mæti 10 milljónir króna. Meðalverð
var 52,27 krónur.
Hátt í tíu þús-
und afruglar-
ar nú seldir
HÁTT í tíuþúsund lyklar eða
afruglarar til að ná útsendingum
Stövar 2 hafa verið seldir hjá
Heimilistækjum hf. að sögn Jóns
Björgvinssonar aðstoðarverslun-
arstjóra, og standa nú vonir til
að hægt verði að afgreiða þesi
tæki af lager í náinni framtíð.
Hingað til hafa viðskiptavinir
þurft að skrá sig á biðlista eða
leggja það á sig að bíða í biðröð-
um eftir að fá keypta afruglara.
Afgreiðslufrestur á afruglurum
hefur verið talsverður, frá því Stöð
2 hóf útsendingar, en að sögn Jóns
Björgvinssonar er vonast til að fljót-
lega verði hægt að afgreiða þá af
lager. Samt væri enn töluverður
fyöldi fólks sem bíður eftir slíku
tæki, enda setti farmannaverkfallið
nokkuð strik í reikninginn. Jón
sagði að verslunin væri hætt að
skrá fólk á biðlista eftir afruglurum.
Heimilistæki hafa undanfarið
selt nokkuð aðra gerð af afruglur-
um en þá sem fyrst stóð til boða
og eru þeir að sögn Jóns Björgvins-
sonar fyrirferðarminni en um leið
fullkomnari og gefa meiri mögu-
leika á tengingu við aðrar sjón-
varpsstöðvar sem hugsanlega verða
settar upp í framtíðinni. Jafnframt
eru þessir afruglarar aðeins dýrari
en þeir sem fyrst voru seldir.
Blöðru komið fyrir í
maga til að minnka
matarlystina
TILRAUNIR til að lækna offitu
með gúmmíblöðru, sem komið
er fyrir í maga sjúklinga í ákveð-
inn tíma, hafa lofað góðu í
Danmörku undanfarið og nú at-
hugar Ásgeir Theódórs melt-
ingasjúkdómafræðingur
möguleika á að reyna þessa
megrunaraðferð hér á landi.
Aðferðin byggist á að egglaga
blaðra úr nægilega sterku efni til
að þola meltingarvökva, er sett í
magann til uppfyllingar svo fólk
hefur ekki mikla matarlyst og getur
ekki borðað eins mikið og venju-
lega. Blaðran er höfð í maganum í
3-4 mánuði og á meðan er tíminn
nýttur til að breyta mataræði og
hegðunarmynstri fólks.
Asgeir Theódórs hefur kynnt sér
ísetningu slíkra blaðra í Danmörku
en í samtali við Morgunblaðið sagði
hann að tveir ungir Danir hefðu
nýlega dottið niður á mjög gott
plastefni fyrir blöðrurnar. Þangað
til hafði gengið illa að finna heppi-
legt efni og lögun á blöðrunni þótt
tilraunir með aðferðina hefðu hafist
fyrir nokkrum árum. Danimir hafa
nú komið blöðrum fyrir í um 1000
sjúklingum og að sögn Ásgeirs tók-
ust þær aðgerðir mjög vel og
aukaverkanir voru fáar.
Blaðran ein og sér er ekki nein
allshetjarlausn, að sögn Ásgeirs,
heldur þarf ýmislegt að fylgja með,
þar á meðal eins konar sálræn end-
uruppbygging. Ásgeir sagði að
blaðran væri þó örugglega mun
betri en margt annað sem notað
er til megrunar, eins og kjálka-
vírun, gamastytting og minnkun
maga, þar sem þetta væru talsverð-
ar aðgerðir sem hefða miklar
aukaverkanir.
Ásgeir sagði að erfítt væri að
meta á þessari stundu hveijum þessi
meðferð hentar best, og örugglega
þurfí að velja það fólk mjög vand-
lega sem fær þessa meðferð. Til
að byrja með yrði sjálfsagt valið
fólk sem er komið í áhættuflokk
vegna offítu, hefur fengið fylgi-
kvilla og fólk sem reynt hefur verið
árangurslaust að megra fyrir skurð-
aðgerðir.
Verið er að athuga möguleika á
að mynda hérlendis einskonar með-
ferðarhóp með lækni, sem kæmi
blöðrunni fyrir og væri þá melting-
arsérfræðingur, hjúkrunarfræðingi,
matvælasérfræðingi og hugsanlega
sálfræðingi eða geðlækni. Einnig
hafa farið fram viðræður við sjúkra-
hús um að setja upp aðstöðu til að
framkvæma ísetningu blöðrunnar.
LYKILLINN AÐ VANDAÐRI LITPRENTUN MYNDAMOT HF.
m m m
Held nú síður
— ekki með allar
■
Vertu bara velkominn
@ KARNABÆR
™ barnadeild. Austurstræti 22