Morgunblaðið - 07.03.1987, Síða 3

Morgunblaðið - 07.03.1987, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 3 tilliti til þeirra breytinga sem eru að verða á búskapnum, og það væri einnig meginverkefni félagins nú. Hjörtur sagði að félagið hefði meira og meira beint leiðbeiningar- þjónustunni í nýbúgreinar og þannig reynt að vera í takt við tímann. Það væri ljóst að framund- an er samdráttur í sauðfjárrækt á sama hátt og verið hefur í mjólkur- framleiðslu, og félagið hefði sterkan vilja til að bæta bændum það upp með því að efla þessar nýju búgrein- ar, eins og fiskeldi og loðdýrarækt- ina sem hefur víða bætt upp amdrátt í hefðbundnum búgreinum. Hjörtur var þá spurður hvort hlutverk félagsins væri einnig að breytast þar sem fyrirsjánlegt væri að leiðbeiningar yrðu sífellt sér- hæfðari og myndu ef til vill færast meira á herðar búnaðarskólanna í framtíðinni. Hjörtur sagði að þótt stefnt væri að því að efla búnaðar- skólana svo þeir gætu tekið meiri þátt í leiðbeiningarþjónustu sæi hann ekki fram á að hlutverk Bún- aðarfélagsins minnki. Þörfin fyrir leiðbeiningaþjónustu hefði aukist um leið og hún hefði breyst. Búnað- arfélagið hefði unnið að því að færa hana meira út í búnaðarsamböndin og tengja hana saman við leiðbein- ingaþjónustu Búnaðarfélagsins. Þessi stefna hefði borið árangur og því væru engin teikn á lofti um að hlutur Búnaðarfélagsins fari minnkandi. Nýkjörin stjórn Búnaðarfélags íslands. Frá vinstri eru Magnús Sig- urðsson varformaður, Steinþór Gestsson ritari og Hjörtur E. Þórarinsson formaður. Morgunblaðið/Einar Falur. Guttormur V. Þormar afhendir Ásgeiri Bjarnasyni fráfarandi formanni Búnaðarfélags íslands, borð sett austfirskum steinum sem gjöf frá búnaðarþingsfulltrúum. Eiginkona Ásgeirs, Ingibjörg Sigurðar- dóttir, stendur hjá. Búnaðarþingi slitið í gær: Hjörtur E. Þórarinsson nýr formaður Búnaðarfélagsins HJÖRTUR E. Þórarinsson Tjörn i Svarfaðardal var kjörinn form- aður Búnaðarfélags íslands i stað Ásgeirs Bjarnasonar í Ás- garði í Dölum, sem gaf ekki lengur kost á sér eftir 16 ára formannsstarf. Magnús Sigurðs- son bóndi á Gilsbakka í Borgar- firði var kjörinn varaformaður og Steinþór Gestsson á Hæli í Hreppum var kjörinn ritari fé- lagsins. Kosningar í trúnaðarstöður Bún- aðarfélagsins fóru fram í lok búnaðarþings í gær. Ásgeir Bjarna- son sleit þinginu og í máli hans kom fram að 50 mál voru lögð fýrir þing- ið og voru þau öll afgreidd. Þar á meðal var tillaga um sérstakan hátíðarfund Búnaðarfélagsins, sem haldinn verður í sumar í tilefni af 150 ára afmæli félagsins. I samtali við Morgunblaðið sagði Ásgeir Bjamason að hann ætti sjálfsagt eftir að sakna ýmislegs frá starfi sínu sem formaður Búnaðrfé- lagsins, en það væri líka gott að hætta. Á þessum tíma hefði hann lifað mesta framfaraskeið hér á landi, ekki aðeins í landbúnaði held- ur á öllum sviðum og hann væri ekki í neinum vafa um að það ástand sem nú ríkti í landbúnaði ætti eftir að að ganga yfir og íslensk bændastétt ætti framundan blóm- lega tíma. Það sorglegasta væri síðan að horfa upp á að þrátt fyrir þessa framþróun hér og annars- staðar í veröldinni væri ekki hægt að bæta úr neyð þeirra milljóna manna sem deyja úr hungri árlega á meðan offramleiðsla er meiri hátt- ar vandamál í landbúnaði. Hjörtur Þórarinsson nýkjörinn formaður Búnaðarfélagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að stefnu- mótun í leiðbeiningarþjónustu félagins hefði verið eitt meginum- ræðuefni búnaðarþingsins með BÍLASALAIM OPIN I DAG KL. 13 — 17 S 85-86 'V f JftWNÍSE r> CAR OF THE VtAR 1987 Emn athyglisverðasti bíll síðaritíma, HondaAccord, fyririiggjandi. Verð frá INDA Verð frá INDA Verð frá INDA Verð frá INDA Verð frá Verð frá Treystið vaii hinna vandlátu, veljið Honda Accord Honda Accord hefur hlotið ein- róma lof bílasér- fræðinga um víða veröld. Honda Ac- cord varvalinn bíll ársins 1985 — 1986 íJapanog „Car and Driver" völdu Honda Accord og Honda Prelude meðal 10 bestu bíla ársins í Bandaríkjunum fimmta árið í röð. á Islandi, Vatnagörðum 24, sími 38772. Civic 3d 390.400..- Civic 3d Sport 464.100.- Civic 4d Sedan 458.900. - Civic Shuttle 4WD 557.500.- Prelude EXS 662.900. - Accord Sedan 669.000.-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.