Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 35 Hungur- vakaí Jerúsaiem Jerúsalem, Reuter. ELLEFU mæður sem eiga börn er synjað hefur verið um brottfararleyfi frá Sovétríkj- unum, hófu hungurvöku fyrir framan þinghúsið í Jerúsalem í Israel á miðvikudag, til þess að reyna að þrýsta á að sovésk stjórnvöld veittu slík leyfi. Konurnar, sem eru meðlimir samtaka gyðinga er kalla sig „Mæður er berjast fyrir frelsi“, héldu á stórum myndum af börnum sínum og sögðust hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með nýjar reglur um brott- fararleyfi í Sovétríkjunum. Þessar nýju reglur hefðu ekki leitt til þess að fleiri gyðingum væri leyft að flytjast úr landi, þrátt fyrir ákvæði um það, að þeir sem eigi nána ættingja erlendis, eigi að fá að slíkt leyfi. + Arlegt alnæm- ispróf fyrir erlenda nema Brilssel, AP. WILFRIED Martens, for- sætisráðhcrra Belgíu, hefur tilkynnt að ákveðið hafi verið að allir erlendir námsmenn í Belgíu, er stunda þar háskóla- nám á kostnað belgíska ríkis- ins, svo og sambýlisfólk þeirra skuldi gangast undir alnæmis- próf. Verður styrkveitingum ríkisins til þeirra þegar í stað hætt ef þeir reynast hafa smit- ast af hinum banvæna sjúk- dómi alnæmi. í síðustu viku var tilkynnt að námsmenn frá þriðja heiminum, aðallega Afríkuríkjum, ættu að gangast undir árlegt alnæmispróf. 207 alnæmistilfelli hafa verið greind í Belgíu og hafa 118 þeirra verið frá Afríkuríkjum. Olvmpíuleikarnir 1988; EBU greiðir 1120 millj, fyr- ir sjónvarpsrétt Seoul, Reuter. SAMTÖK evrópskra sjón- varpsstöðva, EBU, sem eru samtök vestur-evrópskra sjón- varpsstöðva, hafa skrifað undir samning er veitir því einkarétt til að sjónvarpa í Evrópu frá Olympíuleikunum í Seoul í Kóreu árið 1988. Mun EBU gi-eiða 28 milljónir doll- ai-a (um 1120 milljónir ísl.kr.) fyrir. OPEC: Mikilvægum fundi frestað Abu Dhabi, Reuter. OPEC, Samtök olíuútflutn- ingsríkja, hafa í annað sinn á stuttum tíma frestað fundi nefndar er ræða átti ágreining um verðlagningu á olíu. Telja sérfræðingar að frestun þessi muni enn auka á óvissu þá er nú ríkir á olíumörkuðum. Nefnd þessi á að skila greinar- gerð fyrir fund OPEC ríkjanna sem halda á 25. júní nk. Sovétríkin: Ljóð eftir Pushkin Moskva, AP. ÁÐUR óþekkt ljóð eftir Ijóð- skáldið Alexander Pushkin, fannst nýverið í geymslu Sögusafns Moskvuborgar, að því er Tass fréttastofa sovéska tilkynnti á miðvikudag. Ekki var sagt frá efni ljóðsins. Walter Hibbs stendur stoltur við nýjustu uppfyndingu sína, sjálfvirka klósettsetu. Hann segist vona að setan verði til að brúa bilið, sem er á umgengisvenjum kynjanna. Karlmönnum sé í blóð borið að skilja setuna eftir uppi en konur komist ekki hjá því að setja hana niður. Var gengið út frá þessu við hönnun setunnar. Vökvadæla sér um að setan fer sjálfkrafa niður. Sjálfvirk seta Malaysía: Breti dæmdur til dauða fyrir eiturlyfjasmygl Penang, Malaysíu, London, Reuter, AP. DERRICK Gregory, sem er breskur ríkisborgari, var í gær dæmdur til hengingar í Penang i Malaysíu, fyrir að reyna að smygla 576 grömmum af heróíni úr landi í október 1982. Hann hefur verið þar í fangelsi síðan. Gregory, sem er 37 ára gamall málari frá Richmond í Surrey á Englandi, stóð hljóður og starði á gólfið í dómsalnum er dómurinn var kveðinn upp. Hann var handtekinn á flugvellinum í Penang með her- óínið falið innan klæða og segir að eiturlyfjasmyglarar hafi hótað að drepa sig, ef hann flytti eitrið ekki fyrir þá. Lögmaður hans heldur því einnig fram að Gregory hafi átt við andlega vanheilsu að stríða. Þegar Gregory var ákærður giltu önnur og mildari lög en nú eru við lýði í Malaysíu og hefði dómarinn getað dæmt hann til ævilangs fang- elsis, en hann sagðist ekki sjá neina ástæðu til þess. Lögmaður Gregory sagði að málinu yrði áfiýjað til hæstaréttar landsins. 47 menn hafa verið hengdir í Malaysíu síðan árið 1975 fyrir afbrot tengd eiturlyfjum, þ.á m. vom tveir Ástralímenn, sex frá Singapore, einn Thailendingur og einn Indónesi. Paul Gregory, bróðir hins sak- fellda, sagði í gær að fjölskyldan væri harmi slegin, en myndi ekki gefast upp við að leita leiða til að fá Derrick leystan úr haldi. Nú þyrftu þau að verða sér úti um peninga til að fara til Malaysíu. Þingmaður kjördæmisins sem Gregory-fjölskyldan býr í, sir Bar- ney Hayhoe, úr íhaldsflokknum sagðist vera hryggur og undrandi vegna dómsins. Eiturlyfjasmygl væri vissulega versti glæpur, en mál Derrick Gregory hefði verið þess eðlis að dómurinn væri óeðli- lega þungur. Fleiri hafa tekið í sama streng, en skoðanir eru þó skiptar. Tveir þingmenn íhaldsflokksins, þeir Terry Dicks og Peter Bruinvels fögnuðu því að svo hart væri tekið á eiturlyfjasmyglurum. ÖLLUM ÁGÓÐA VERÐUR VARIÐ TIL BARÁTTU GEGN EITURLYFJUM. r h i Robert De Niro SN Ste \A.w oo \IV.00 v\ Vca 00 V\as MISSION TRÚBOÐSSTÖÐESI j Jeremy Irons Bjöm KHstjánsson heildversl. Tudor rafgeymar hf. Fasteignamarkaðurinn Úlfarsfell v/Hagamel Sól hf. Festi hf. Reykjalundur Veral. Mosraf Tannlœknast. Þórarins Jónss. Bflaverkst. Gunnars Sigurgfslasonar Hjólbarðastöðln sf. Bfllinn af. Armur hf. Bifrverkstmði N.K. Svane. Háberg hf. Rafgeymaverksm. Pólar hf. Veltir hf. Gunnar Asgeirsson hf. Einar Farestvelt & co. hf. Sfldarróttir sf. Kjötmiðstöðin Afurðasala Sambandsins Ós hf. steypuverksmiðja Beyki sf. trósmfðastofa Brunabótafólag fslands Stefánsblóm Asbjörn Ólafsson hf. Hljómbœr SlBS Veral. Brynja Elding Trading Company hf. Lögreglustjóraembœttið f Rvfk Búnaðarbankl fslands Pfaff hf. Álfmingar fsól hf. Búsáhöld og gjafavörur g::ði Lionessuklúbburinn Eir, Reykjavík [gðjBri HáSKÚLABÍÚ HllMMiiiiiifnma sÍMI 2 21 40 MSYNING Lionessuklúbburinn Eir FRUMSÝNING í DAG KL. 17.00 Myndin hefur verið tilnefnd til 7 Óskarsverðlauna 1987.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.