Morgunblaðið - 07.03.1987, Page 26

Morgunblaðið - 07.03.1987, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 Samdráttur og treg húsasala Um búskap og atvinnuhorfur í Rangárvallasýslu Fyrir skömmu brá blaðamaður Morgunblaðsins sér austur í Rangárvallasýslu til að spjalla þar við bændur og búalið um horfur í búskap og atvinnulífi þar eystra. Rætt var við bændurna Magnús Finnbogason á Lágafelli og Eggert Pálsson á Kirkjulæk. Einnig var rætt við sveitarstjóra á Hellu og Hvolsvelli og við kaupfélagsstjór- ann á Hellu um atvinnuhorfur í þoipunum. Magnús Finnbogason bóndi á Lágafelli Fyrst vai- okið í hlað hjá Magn- úsi Finnbogasyni bónda á Lágafelli. Hann sagði í samtali við blaðamann að nú væri verið að reyna að laga landbúnaðarframleiðsluna að mark- aðinum því ekki þýddi að framleiða án þess að geta selt. „Það hlýtur óhjákvæmilega að koma við ein- hvern þegar draga þaif stórktost- lega úr framleiðslu", sagði Magnús. Það gengur að mínu mati furðu vel hér í nági-enninu. Það er hins vegar ekki hægt að loka augunum fyrir því að skefjalaus innflutningur hlýt- ur að koma við landbúnaðinn t.d. innfutningur á niðursuðuvörum o. þ.h., með slíkum innflutningi töpuðum við Isiendingar óskaplega mikilli vinnu út úr landinu." Magnús sagði ennfremur að á árunum 1980 til 1984 hafi verið auðvelt að fá aukið búmark þó búið væri þá að setja kvóta á framleiðsl- una í landbúnaði. Búmark jókst því á þessum árum og það væri hluti af vanda manna núna. „ Kvótakerf- ið hefur komið misjafnlega illa við menn. Verst hafa þeir farið út úr því sem fullir af samviskusemi voru búnir að minnka við sig. Hinir sem héldu fullri framleiðslu áfram með- an hægt var eru nú betur settir því framleiðsluréttur í dag er miðaður við framleiðsluna árið áður hvað mjólkina snertir en næstu tvö ár á undan hvað sauðféð snertir, og er þá valið það árið sem betra er.“ Magnús sagði að flestir bændur í Austur-Landeyjum byggju með kýr kindur og hross, þ.e. við hinar hefðbundnu búgreinar. Svín væru þar á þremur bæjum og töluvert væri um að menn ræktuðu korn. „Ég hef merkt að mun erfiðara er nú að selja jarðir en áður var“, sagði Magnús ennfremur. „Það er enda ekki mikið um að menn hér í nágrenni hugsi sér til hreyfings. Ég sé ekki aðra leið færa í land- búnaðarmálunum en halda áfram kvótastarfsemi og reyna jafnframt að leita nýrra markaða. Aukabú- greinar eru nauðsynlegar en tómt mál að tala um að þær geti tekið við af þeim hefðbundnu í dag. Ég teldi koma til greina að ríkið setti skatt á innflutt fóður og notaði hann til að greiða niður sauðfjár- ræktina sem heldur uppi byggð í mjög mörgum sveitum. A lands- byggðinni blasir við hrikalegt hrun víða og aukabúgreinar geta ekki hjálpað þeim bændum sem eru með lítil sauðfjárbú. Menn eru nú að vakna til vitund- ar um að mörg þorp lifa mest megnis á iandbúnaði og Reykjavík að hluta til líka. Reykjavík er eins og höfuð og menn ættu að minnast þess að ef ekki bærist nægileg næring til höfuðsins þá deyr líkam- inn. Ég vil halda byggðastefnunni til streitu", sagði Magnús á Lága- fclli að lokum, „hún er forsenda þess að hægt sé að lifa í þessu landi." Eggert Pálsson bóndi á Kirkjulæk II Eggeit Pálsson hefui- átt sæti í nefnd sem úthlutar fullvirðisrétti til bænda. Hann sagði í samtali við blaðamann:„Ég hef ekki verið alls- kostar ánægður með þær reglur sem við höfum unnið eftir. Sérstak- lega finnst mér hafa verið farið illa með þá sem höfðu dregið úr fram- leiðslu að óskum stjórnvalda áður en fullvirðisréttur var settur á. Þeir fá miklu minni rétt en hinir sem þráuðust við að draga úr framleiðsl- unni. Samdráttur er gífurlegur hjá bændum og verst kemur hann niður á þeim sem fjárfest hafa og steypt sér í mikiar skuldir. Búmarkstjórnunin hefur virkað þannig að dregið hefur verulega úr framleiðslu. Arið 1985 var mikið góðæri á Suðurlandi og þá jókst framleiðsla langt umfram það sem gert hafði verið ráð fyrir. Hefði slík góðæri verið þijú árin þar á undan hefðum við á Suðurlandi fengið stærri hluta af heildarframleiðsl- unni í landbúnaði. Nú er ótti í mönnum um að þeir tapi fullvirðisrétti ef þeir framleiði ekki að fullu upp í sinn rétt. Fram- kvæmdin á reglum um fullvirðisrétt virkar því hvetjandi á framleiðsluna að því marki. Mér finnst að setja þurfi reglur um búmark sem veitt er mönnum og tekið hefur verið af öðrum. Reglur sem knýji menn til að skila slíku búmarki aftur þegar þeir þurfa ekki á því að halda en leyfí þeim ekki að selja það.“ Eggert sagðist vita til þess að margir yngri bændur hefðu fengið greiðslufrest hjá Stofnlánadeild vegna erfiðrar skuldastöðu. Hann lét þess getið að hann teldi mjólkur- framleiðsluna vera komna í það horf að jæfnvægi væri á markaðin- um en menn dreymdi um að flytja út kindakjöt og þá sem lúksusvöru, tækist það ekki væri fyrirsjáanlegt að vandræði myndu skapast, því ekki mætti að hans mati draga meira úr sauðljárframleiðslu en þegar hefur verið gert, ættu þétt- býliskjarnar, sem stundað hafa þjónustustörf við bændur, ekki að stórlíða fyrir það. Eggert kvað farið að bera á sam- drætti í byggingariðnaði hjá byggi ngarfy ri rtæ kj u m og einnig væri samdráttur í verslun og ann- arri þjónustu. Áburðarnotkun kvað hann hafa minnkað og einnig kjarn- fóðurnotkun. Þá gat Eggert þess að graskögglaverksmiðjur ættu í miklum erfiðleikum vegna sam- dráttar hjá bændum. „Sveitarfélögin eiga líka eftir að bíða stórtjón af þessari þróun í land- búnaðarmálum" sagði Eggert einnig. „Tekjur sveitarfélaganna dragast stöðugt saman en mega þó ekki dragast meira saman en orðið er. Þetta veldur svo því að þjónustan við fólk í sveitum verður minni. Þá er hætt við að dugleg- asta fólkið færi en hinir sæti eftir sem minni framkvæmdamenn eru. Eggert sagði ennfremur að á Hvolsvelli stæðu auð hús, fólkið farið en hefði ekki losnað við húsin. Þess bæri þó að geta að þessu ylli ekki bara samdrátturinn í sveitun- um heldur líka samdráttur sem orðið hefur í virkjunarframkvæmd- um. Loks lagði Eggert áherslu á að það yrði að reyna til þrautar að finna nýja markaði fyrir kindakjöt. „Annars er hætt við að ungt fólk sem margra kosta á völ sætti sig ekki við það sultarlíf sem skapast kynni." Olafur Sig'fússon sveit- arstjóri á Hvolsvelli „Hér á Hvolsvelli verðum við Magnús Finnbogason bóndi á Lágafelli : / _________________________ Olafur Sigfússon sveitarstjóri á Hvolsvelli varir við merkjanlegan samdrátt", sagði OLafur Sigfússon sveitar- stjóri „Fyrirtæki hafa hætt starf- semi t.d., kvótakerfið hefur mjög mikil óbein áhrif á okkur því atvinn- ulifið hér er mikið byggt upp á þjónustu við sveitirnar. Það hafa dregist mjög mikið saman störf í byggingariðnaði, eins hefur veru- lega dregist saman verslun og flutningar í Kaupfélaginu í kringum landbúnaðinn. Ég held samt að ekki sé hægt að segja að fólk hafi fluttst burtu vegna atvinnuleysis yfirleitt, fremur að fólk hafi ekki getað sætt sig við þau störf sem bjóðast. Hér hefur alltaf verið treg sala á húsum og ekki hefur það lagast við þennan samdrátt. Við í sveitar- stjórnum finnum ekki enn fyrir minnkandi tekjum fólks en við sjáum fram á það að með minnk- andi umsvifum þá borgi fyrirtæki minna til sveitarsjóðs. Við erum þó ekki svartsýn hér, við höldum að þessi samdráttur sé ekki varanlegt ástand. Ég held að landbúnaðurinn komi til með að jafna sig þegar frá líður og fólk nær tökum á kvóta- kerfinu." Jón Þorgilsson sveitar- stjóri Rangárvalla- hrepps, Hellu Jón sagði í samtali við blaðamann að fólki hafi á sl. ári fækkað og dregist hefði saman byggingar- vinna. „Mjög lítið er byggt af íbúðarhúsnæði bæði í þéttbýli og sveitum, eru þetta líklega fyrstu merki um samdrátt", sagði Jón. „Atvinnuástand var allgott fram á haust en í vetur hefur vantað vinnu, einkum fyrir kvenfólk, Um tuttugu manns eru nú á atvinnuleysisskrá. Á Hellu búa um 600 manns, undan- farin ár hafa um 50 til 60 manns flutt frá Hellu en álíka margir yfir- leitt komið aftur. Nú er hins vegar mjög erfitt að selja húsnæði hér en aftur töluverð ásókn í leiguhús- næði, sem mjög lítið er um.“ En þó ýmsar blikur séu á lofti kom fram hjá Jóni að eitt og annað Jón Þorgilsson sveitarstjóri á Hellu Eggert Pálsson bóndi á Kirkju- læk II Emil Gíslason Kaupfélsgsstjóri á Hellu jákvætt er á döfinni í atvinnumálun- um þar eystra. Nýtt fyrirtæki, Kaffco, er að fara í gang um þess- ar mundir. Það er Oli Kr. Sigurðs- son sem ætlar að hefja þarna pökkun á matvörum og einnig ér talið að Oli sé að velta fyrir sér möguleikum á að koma upp kaffi- brennslu á Hellu. Byggt hefur verið um 300 fermetra húsnæði fyrir pökkunarfyrírtækið og áformað er að byggja annað eins undir kaffi- brennsluna. Um tíu manns fá vinnu við pökkunina. Kjötvinnsla var á Heilu hér áður en hún hefur ekki verið starfrækt undanfarin ár. Nú hafa orðið eig- endaskipti og Kötvinnslan á að fara í gang á næstu vikum. Það er Kjöt- vinnsla Jónasar Þórs í Reykjavík sem keypt hefur Kjötvinnsluna á Hellu. Kaupfélagið Þór á Hellu Emil Gíslason kaupfélagsstjóri á Hellu sagði að það væri varla farið að gæta samdráttar í starfsemi Kaupfélagsins nema þá hjá pakk- húsinu, þar varð rúmlega 5 prósent minnkun sem sýnir samdráttinn í sölu á byggingarvörum. Um 50 prósent aukning varð á slátrun nautgripa á síðasta ári miðað við árið áður. Aukningin varð einkum í slátrun kúa. Þessi mikla slátrun bendir til þess að bændur hafi verið að skerða bústofn sinn verulega. Hann kvaðst ekki reikna með að slátra nándar nærri eins miklu í ár. Enn á þó víst eftir að slátra miklu af nautgripum til að menn geti minnkað bústofn sinn niður í þá stærð sem kvótakerfið segir til um. Emil kvaðst telja að atvinnuástand væri miklu betra á Hellu en á Hvol- svelli. Hann kvaðst telja að það sé rétt aðeins farið að gæt þess sam- dráttar sem að líkindum eigi eftir að koma mjög hart niður á bændum í Rangárvallasýslu og víðar á landinu. Emil gat þess að lokum að velta Kaupfélagsins Þórs hafi á síðasta verið um 20 prósent umfram verðbólgu en stór hluti af þeirri aukningu er slátrunin sem fyrr var greint frá. „„„

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.