Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 GM ií OPEL ISUZU Ágætu viðskiptavinir! Við verðum með námskeið fyrir starfsfólk okkar á verkstæði dagana 9. til 14. mars. Verkstæðið verður því lokað þessa daga, en neyðarþjónusta veitt. BÍLVANGUR st= Bifreiðaverkstæði HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300 Minning: * Jóhann A. Sigur- geirsson - ísafirði Jóhann Ámi Sigurgeirsson, starfsmaður verzlunarinnar Vinnu- yers, lézt í Pjórðungssjúkrahúsinu, ísafirði, 2. marz síðastliðinn, á sjö- tugusta og sjötta aldursári. Hann hafði um langt árabil glímt við hjarta- og kransæðasjúkdóm, sem hann bar með karlmennsku. Við, vinir og vandamenn Jóhanns, ólum í bijósti vonir um að hann myndi halda velli mörg ár enn, þótt lyktir átakanna við sjúkdóminn væru fýr- irséðar. Þær bar hinsvegar að garði fyrr en okkur grunaði. Græskulaus kímni hans og næmt skopskyn, sem svo oft létti lund, hljómar aldrei framar í eyrum, en lifír áfram í minningunni, ásamt ijölmörgum eðliskostum þessa góða drengs. Jóhann Ámi fæddist á ísafírði 16. dag ágústmánaðar árið 1911, sjö árum eftir að fyrsta heimastjórn landsins var sett á laggir og sjö árum fyrir endurreisn fullveldis þess. Hann lifði því þá tima í þjóð- sögunni er íslenzkt þjóðfélag tók „stökkbreytingu" frá fátækt og ein- hæfni frumstæðs bændasamfélags til fjölbreytni og nýskipunar líðandi stundar. Foreldrar Jóhanns heitins voru Ingibjörg Þórunn Jóhannsdóttir, Ámasonar, skósmiðs á ísafírði, Jó- hannssonar, bónda í Hvammi í Langadal í A-Húnavatnssýslu, og Sigurgeir Sigurðsson, sjómaður á ísafírði, Sumarliðasonar, leiðsögu- manns á Akureyri, Guðmundssonar Iandpósts á sama stað. Jóhann vann flest þau störf um dagana er til falla í fískveiði- og físvinnslustað, eins og ísafjarðar- kaupstaður, helzti þéttbýliskjami VestQarða, hefur lengi verið. Þijú störf ber þó hæst á starfsferli hans: sjómennsku, einkum á djúpbátnum, svokallaða, en þar vann hann bæði sem vélamaður og stýrimaður, starf kolsíu. Fáanlegir í 5 litum. Tveggja ára ábyrgö. Kr. 9.078,- LÆKJARGÖTU 22 HAFNARFIRÐI SÍMI: 50022 Bladburöarfólk óskast! AUSTURBÆR Þingholtsstræti o.fl. Miðbær II Lindargata 40-63a o.fl. Sóleyjargata Laufásvegur 2-57 Fullvaxinn Chevrolet Blazer Silverado árg. 1983, 4x4, með 6,2 dieselvél, sjálfskiptur. Mikið af aukahlutum. Verð kr. 900.000,- Cherokee Pioneer 1986, 4x4, 4ra dyra, sjálfskiptur. Verð kr. 1.000.000,- Minni Chevrolet Blazer 1983, 4x4, V-6, beinskiptur. Verð aðeins kr. 690.000,- — Skipti möguleg — Útvegum bifreiðirfrá USA. Aðstoðum þá sem vilja kaupa bifreið sjálfir í USA. Fyrirhuguð ferð í mars. INNFLUTMINGSÞJÓNUSTAN, sími 985-20066 eftir kl. 19 og um helgar í síma 92-6644. Ertu að leita að húsgögnum? Stardust tveggja manna svefnsófinn kominn aftur. Einnig raðsett og margt fleira. Klæðum allar gerðir húsgagna. Úrval af áklæðum. Bólstrun Sveins Halldórssonar, Laufbrekku 26, Dalbrekkumegin, Kópavogi, sím i 641622. Ath. Opið laugardag frá kl. 13.00-16.00. hans hjá íshúsfélagi ísfirðinga og svo í verzluninni Vinnuveri, en verzlunarstörfum sinnti hann mörg næstliðin ár. Jóhann Ámi var meðlimur Odd- fellów-stúkunar Gests á Isafirði og mat Oddfellow-regluna og vináttu félaga sinna þar mjög mikils. Jóhann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sigríður Sophus- dóttir, ættuð frá Akureyri. Hún lézt ung að aldri, aðeins 24 ára. Missir hennar var Jóhanni mikið áfall. Dóttir þeirra er Ingibjörg Þómnn, gift Jóni Þórðarsyni frá Isafírði, en þau hjón búa nú í Kópavogi. Börn þeirra urðu sjö. Langafabörn Jó- hanns heitins eru tíu talsins. Síðari kona Jóhanns, sem lifir mann sinn, er Una Ó. Thoroddsen, hjúkmnarkona, frá Vatnsdal við Patreksfjörð. Þeirra dóttir er Kol- brún Sigríður, gift Poul Vestereng. Þau em búsett í Tarm á Jótlandi. Dætur þeirra em tvær. Það duldist engum, sem til þekkti, að Una, kona Jóhanns, var honum stoð og stytta í hvívetna, enda þeim kostum búin, sem bezt piýða hjartahlýja kvenskömnga. Dætur Jóhanns, Ingibjörg Þómnn og Koibrún Sigríður, tengdasynir hans og bamaböm lögðu sig og fram um að gera honum efri árin sem ljúfust og léttbæmst. Veit ég að hann var þeim öllum hjartanlega og einlæglega þakklátur fyrir alla þeirra umhyggju og ástúð. Góður drengur en genginn. Megi hann hafa góða heimkomu. Ég og fjölskylda mín vottum ást- vinum hans öllum hlýja hluttekn- ingu. Stefán Friðbjarnarson Alþjóðlegur bar- áttudagur kvenna: „Rísum upp heima og heiman“ KVENNASAMTÖK gangast fyrir baráttufundi í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, Reykjavík, sunnu- daginn 8. mars sem er alþjóðlegur baráttudagur kvSKSa. Fu'náurinn hefst ki. 14.00 og er yfirskrift dags- ins „Rísum upp heima og heiman“. I fréttatilkynningu segir að einkum verði fjallað um efnahagslega stöðu kvenna, hvemig láglaunastefna síðustu ára hafi bitnað á konum og gert mörgum hveijum ókleift að sjá sér og sínum farborðá. Afleiðingar láglaunastefnunnar endurspeglist í stöðu kvenna inni á heimilunum og birtist í versta falli í líkamlegu of- beldi. Börnin fari ekki varhluta af þeim kjörum sem mæðrum þeirra eru sköpuð og mættu samningamenn verkalýðshreyfingarinnar huga að því hvaða framtíð þeir eru að bjóða börn- um láglaunakvenna þegar skrifað er upp á 26.500 króna lágmarkslaun. Ávörp um þessi efnisatriði flytja Bjarnfríður Leósdóttir, Hjördís Hjart- ardóttir og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Að auki verða flutt skemmtiatriði í tali og tónum. Að fundinum standa Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna, Samtök kvenna á vinnumarkaði, Al- þýðubandalagskonur, Kvennalistinn, Islensk-lesbíska og kvenfélag Alþýðu- flokks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.