Morgunblaðið - 07.03.1987, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 07.03.1987, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 45 Höfundur Precision- kerfisins er allur Eric Rodwell og Jeff Meckstroth núverandi heimsmeistarar í tvímenning, nota Precisionsagnkerfið hans C.C. Weis. Brlds GuðmundurSv. Hermannsson CHUNG Ching Wei lést fyrir skömmu í New York City, 72 ára að aldri. C.C. Wei þessi var miljónamæringur sem auðgaðist á olíuskipabraski en í brids- heiminum þekktu hann flestir af því að hafa búið til Precision Club eða Nákvæmnislaufið. Það eru sjálfsagt fáir keppnis- spilarar hér á íslandi sem ekki hafa einhvemtímann haft Precisi- onkerfið í vopnabúri sínu. Precision hefur nær algerlega velt Vínar- kerfmu úr sessi á íslandi en það kerfí var nánast einrátt hér allt fram undir 1980. Það er því tilefni til að riíja hér upp sögu þessa merka sagnkerfís og þess sem bjó það til. C.C. Wei fluttist frá Hangchow í Kína til Bandaríkjanna 28 ára gamall. Hann var stærðfræðingur en snéri sér að kaupsýslu og rak- aði snemma saman fé. Hann hafði kynnst brids í Kína en árið 1962 vaknaði áhugi hans á spilinu fyrir alvöru þegar hann sá Itali rúlla Bandaríkjamönnum upp í Heims- meistaramótinu. Hann spurði sérfræðinga að því í hveiju yfír- burðir Italanna væru fólgnir og fékk þau svör að það væri sagn- kerfunum þeirra að þakka; þau væru mikið nákvæmari. Wei ákvað þá með sjálfum sér að búa til enn betra sagnkerfí en ítalimir, og hann eyddi ótöldum stundum í að rannsaka ítölsku kerfín og búa til betri aðferðir við að ná réttum samningum og gat þá notað þekkingu sína á stærð- fræði. Árangurinn var Precision Club. Sagnkerfíð vakti fyrst vemlega athygli árið 1969 þegar sveit frá Taiwan, undir stjóm C.C. Weis, komst á heimsmeistaramótið eftir að hafa unnið meistarakeppni Austurlanda fjær. Tvö paranna spiluðu Precisionkerfið eftir for- skrift Weis, og öllum á óvænt komst sveitin alla leið í úrslitaleik- inn, þar sem hún tapaði raunar fyrir Bláu sveitinni ítölsku. Árið eftir lék Taiwan sama leik- inn og komst í úrslitin en tapaði þá fyrir bandarísku Ásunum. Tai- wan spilaði síðan þriðja árið í röð í heimsmeistaramótinu, sem þá var haldið í Taiwan, en stóð sig þá ekki eins vel. En skriðan var farin af stað. Á heimaslóðunum í Banda- ríkjunum hafði Wei ráðið nokkra unga og efnilega spilara til að mynda sveit og spila kerfíð hans, og sú sveit, Precisionsveitin, vann nánast öll helstu mót þar innan: lands á ámnum 1970-1972. í þessari sveit vom spilarar eins og Alan Sontag, Peter Weichsel, Tom Smith og Steve Altman svo nokkr- ir séu nefndir. Wei fangaði þó stærstu fískana árið 1972 þegar hann réði Bláu sveitina ítölsku til að spila kerfíð hans. ítalimir höfðu tilkynnt árið 1969 að þeir væm hættir að spila keppnisbrids, en þá var farið að klæja verulega í spilaputtann, og sjálfsagt hefur ekki þurft mikilla fortalna við. Belladonna og Gar- ozzo heimtuðu samt að fá að gera breytingar á kerfínu og árangurinn varð Super-Precision, sem margir spiluðu hér á landi næsta áratug- inn. ítalimir unnu Olympíumótið þetta ár og Precisionkerfíð var þar með endanlega búið að tryggja sér efsta sætið sem vinsælasta sagn- kerfíð og búið að sanna að það væri betra en ítölsku kerfín fyrst ítalarnir sjálfír spiluðu það. Það má segja að nær allir sem eitthvað vildu Iáta til sín taka á þessum ámm í brids spiluðu Pre- cision. Kerfíð gekk á þessum ámm í gegnum margvíslegar breytingar, enda verður að segjast eins og er að upphaflega kerfíð hans Weis var nokkuð stirt í vöfum og því urðu nokkrir til að sníða af því helstu vankantana.. Það hefur sjálfsagt verið breski bridshöfund- urinn Terence Reese sem mddi kerfínu greiðasta braut fyrir al- menna spilara, í alveg sérstaklega aðgengilegri bók sem gefín hefur verið út aftur og aftur og heitir Precision Bidding and Precision Play. Mér er til efs að skrifuð hafí verið betri bók um sagnkerfí fyrir meðalspilara; þegar ég las þessa bók fyrst 17 ára gamall og nýbú- inn að læra brids að einhveju gagni, fannst mér eins og það opnaðist fyrir mér nýr heimur. Það þarf sjálfsagt félagsfræði- lega rannsókn til að útskýra vinsældir Precisionkerfisins til fulls, en þar hefur vafalaust hald- ist í hendur sniðug auglýsinga- mennska, góður árangur þeirra sem notuðu kerfíð, og tiltölulega einföld en rökrétt uppbygging kerfísins sem gerði það að verkum að engum óx það í augum að læra það. I rauninni er Precision eðlilegt kerfí, þar sem flestar opnunar- sagnir þýða það sem þær segja, og flest svör einnig. Undantekn- ingin er sterka laufíð. Á þeirri miklu kerfaöld sem gekk í garð á 8. áratugnum þótti mörgum að Nákvæmnislaufið væri ekki nógu nákvæmt og því litu margar útgáfur dagsins ljós: Sup- er-Precision, Relay-Precision, Power-Precision, Sænska-Precisi- on og svo framvegis. Það sýnir kannski styrk kerfísins að hægt var að aðlaga það öllum þessum breytingum og þótt vinsældir þess séu nú eitthvað að dvína er það samt eitt útbreiddasta sagnkerfí í heimi. Það er enn notað af þeim bestu, og nægir þar að nefna heimsmeistarana í tvímenning, Rodwell og Meckstroth. Eiginkona C.C. Weis, Kathy, hefur síðan hjálpað til við að auglýsa kerfið, með því að vinna heimsmeistaratit- il kvenna, bæði í tvímenningi og sveitakeppni og að sjálfsögðu spil- ar hún Precision við spilafélaga sinn, Judy Radin. C.C. Wei sjálfur lét sér þó nægja að fylgjast með; velgengni kerfisins nægði honum. Þeir sem þekktu C.C. Wei lýstu honum sem manni sem hefði ákveðnar reglur f heiðri, fylgdi þeim í hvfvetna og ætlaðist til þess að aðrir færu eftir þeim einnig. Alan Sontag segir frá því að Wei rétti Precisionsveitinni þijú þétt- skrifuð blöð með reglum sem meðlimirnir áttu að fylgja. Þeir máttu ekki smakka áfengi meðan á móti stóð, kynmök og sólböð voru bönnuð í mótum og spilaram- ir áttu að halda sér í góðri líkam- legri þjálfun. Læknisrannsóknir hafa síðan sýnt að allar þessar reglur áttu rétt á sér. Alan Truscott hefur sagt litla sögu um reglufestu Weis. Wei var einusinni að spila tvímenning og hann var vanur að brýna fyrir fé- lögum sínum að beijast um sagnimar á lágum sagnstigum, sérstaklega í tvímenningum. í einu spili fengu andstæðingamir að spila 2 spaða, meðan Wei og félagi hans gátu barist í 3 hjörtu og unnuð þau. Eftir góða vöm fóm 2 spaðar þó tvo niður og Wei og spilafélaginn fengu hreinan topp. Eftir spilið skammaði Wei makker sinn fyrir að hafa ekki barist yfír 2 spöðum. „En við fengum toppinn og unnum mótið," sagði félagi hans undrandi. „Toppurinn og mótið skiptu engu rnáli," svaraði Wei þá. „Það á að fara eftir gmnd- vallarreglum!" Utrechtsveitin vann í Danmörku Utrechtsveitin vann Danmerk- urmeistaratitilinn í sveitakeppni um síðustu helgi þar með vann Stig Werdelin sinn 22. Danmerkur- meistaratitil. Hann hefur 15 sinnum orðið Danmerkurmeistari í sveitakeppni og 7 sinnum í tvímenning. Steen Möller vann þama sinn 19. titil. Aðrir í sveit- inni vom Jens Auken og Denis Koch. Utrechtsveitin spilaði úrslita- leikinn við sveit Unisys eftir að hafa unnið sveit Axel Voigt í æsi- spennandi leik í undanúrslitunum. Utrecht byijaði úrslitaleikinn 28 impum undir, sem fluttust frá und- ankeppninni, en vann fyrstu lotu leiksins með 50 impa mun. Síðustu lotumar vom síðan jafnar. í Uni- sys sveitinni spiluðu Villy Dam, Ame Mohr, Lars og Knud Blakset og Hans Werge. Utrechtsveitin, ásamt Steen Schou og Johannes Hulgaard, hef- ur síðan verið valin til að spila á Efnahagsbandalagsmótinu í vor, og til farar á Evrópumótið hafa verið valdir þeir Schou og Hul- gaard og Schaltz og Boesgaard, kannski eftir góða frammistöðu hér á bridshátíð, og Steen Möller og Denis Koch verða þeim síðan til halds og trausts. Þetta er hörku- lið og Danir gera sér talsverðar vonir um verðlaunasæti á Evrópu- mótinu. CITROÉN BX BEINTÁ GÖTUNÁ FYRIR KR. 529.500,-* G/obus? Lágmúla 5, sími 681555 Umboðið á Akureyri: Gunnar Jóhannsson, sími 96-25684. *Með ryðvörn, skráningu og fullum bensíntanki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.