Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 Glæsilegnr einleikur Tónlist Egill Friðleifsson Háskólabíó 5.3. ’87. Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit Islands. Stórnandi: Páll P. Pálsson. Einleikari: Oddur Björnsson. Efnisskrá: Franz Schubert, Sin- fónía nr. 2 í B-dúr, D. 125. Lars-Erik Larsson, Consertino fyrir básúnu og strengjasveit op. 45 nr. 7. Atli Heimir Sveinsson, „Júbíl- us“, konsert fyrir básúnu og blásarasveit. P.I. Tsjaikofskí, „Capriccio it- alien“, op. 45. Það fylgir því jafnan nokkur eftirvænting þegar íslenskt tón- verk er frumflutt og ánægjan verður tvöföld, þegar við bætist að nýr einleikari stígur fram á konsertpallinn. Þetta gerðist á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Islands í Háskólabíói sl. fimmtu- dagskvöld, er fluttur var „Júbíl- us“, konsert fyrir básúnu og blásarasveit eftir Atla Heimi Sveinsson, en einleikari var ungur básúnuleikari, Oddur Björnsson. Raunar hófust tónleikarnir með sinfóníu nr. 2 í B-dúr D.125 eftir Schubert. Verk þetta heyrist fremur sjaldan núorðið en ber þó mörg helstu einkenni höfundar síns, sem samdi það ungur að árum. Hvað varðar innihald og dýpt stenst þessi sinfónía varla, og þó heyra mætti dálitla óná- kvæmni á stöku stað brá víða fyrir góðum leik, ekki síst í við- kvæmum öðrum þættinum. Þá heyrðum við Consertino fyr- ir básúnu og strengiasveit op. 45 nr. 7 eftir Svíann Lars-Erik Lars- son, sem lést á síðasta ári. Hann var um langt skeið áberandi í sænsku tónlistarlífi og kom víða við sem tónskáld, gagnrýnandi, stjórnandi og kennari. Þegar litið er til tónbókmenntanna er þar fátt um básúnukonserta, nema frá síðustu áratugum. Lars-Erik Larsson samdi þennan konsert fýrir um þrjátíu árum. Verkið er í nýklassískum stíl og er hið áheyrilegasta. Það skiptist í þrjá stutta kafla þar sem einleikarinn fær gott tækifæri til að sýna hæfni sína og tækni. Ekki verður annað sagt en Oddur Björnsson hafi komist mjög vel frá frumraun sinni. Öruggur í fasi blés hann af þrótti og ákveðni. Hver hending var skýrt mótuð og leikur hans allur sannfærandi. Og þá var komið að aðalviðburði kvöldsins, Oddur Björnsson frumflutningi á „Júbílus“-konsert fyrir básúnu og blásarahljómsveit, en þar við bættist einnig viðamik- ið slagverk og tónband. „Júbílus” skiptist í þijá þætti með kadens- um. Yfirverkinu hvílirgáskafullur blær, enda hugsað sem diverti- mento, og hæfir vel t.d. sem öskudagsmúsík, þar sem við sögu koma m.a. fuglakvak, hrossa- brestir, byssuskot og aðrar uppákomur svo að úr varð ágætt eyrnagaman og var ekki að sökum að spyija að einleikarinn stóð sig með prýði, enda vel studdur af hljómsveit og stjórnandanum Páli P. Pálssyni. Oddur Björnsson fór glæsilega af stað og er ástæða til að óska honum til hamingju. Sannast á honum hið fornkveðna að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, því faðir hans er Björn R. Einarsson, sem „básúnað“ hef- ur yfir landslýð áratugum saman. Það var mikil sveifla að hverfa frá „Júbílus" Atla til „Capriccio italien“ op. 45 eftir Tsjaíkofskí, þó það sé einnig divertimento á sína vísu. Htjúfur Atli og sykur- sætur Tsjaíkofskí mynda vissu- lega skarpar andstæður. En það er nú eitt af því sem gerir tónlist- ina svo spennandi. Sjá ennfremur bóka- og kvik- myndadóma á bls. 20—21. Sæviðarsund — raðhús Mjög fallegt u.þ.b. 160 fm raðhús á einni hæð, með innbyggðum bílsk. Húsið er mjög vel skipulagt. 4 svefn- herb., arinstofa, ný eldhúsinnr. og tæki. Gróðurhús útaf stofu. Verð 6,4 millj. EIGNAMIDLHNIN 2 77 11 ÞINGHOLTSSTRÆTI 3 Sverrir Krisfinsson, sölustjóri - Þorlcifur Guðmundsson, sölum. Þórólfur Halldórsson, lögfr.—Unnsteinn Beck, hrl., sími 12320 SIMAR 21150-21370 S0LUSTJ LARUS Þ VALDIMARS L0GM J0H Þ0RÐARS0N HDL Til sölu voru aö koma m.a. þessar ibúöir: Rétt við Landspítalann 3ja herb. stór og góö íb. viö Freyjugötu 86,9 fm nettó í kj. Iftið niöur- grafin. Sérhiti, tvöfalt gler, trjágaröur. Nánari uppl. á skrifstofunni. í lyftuhúsi við Álftahóla 4ra herb. mjög stór suðuríbúð 110,1 fm nettó. Mjög góö innr. Ágæt sameign. Útsýni. Úrvalsíbúð við Vesturberg 4ra herb. á annarri hæö 89,2 fm nettó. Öll eins og ný. Ágæt sam- eign. Næstum skuldlaus. Vinsæll staöur. Ágæt einstakiíb. við Rofabæ á jaröhæö (ekki niöurgrafin) 46,2 fm nettó. Sólverönd. Góö sameign. Útborgun aðeins kr. 560 þús. Ennfremur endurbyggð 2ja herb. lítil íb. viö Vífilsgötu. Allt sór. Öll eins og ný. Ný glæsileg einbýlishús Höfum á skrá óvenju glæsileg einbýlishús i byggingu og aö mestu fullgerð á vinsælum stöðum í Breiöholti og Mosfellssveit. Teikningar og myndir á skrifstofunni. Fjöldi fjársterkra kaupenda Fjölmargir meö óvenjugóðar útborganir. Ýmiskonar eignask. mögul. Sérstaklega óskast 5-6 herb. eöa nýleg íb. miðsv. í borginni. Skipti möguleg á glæsilegu einbýli á elnum vinsælasta stað borgarinnar. Nánari uppl. trúnaðarmál. Opið í dag iaugardag kl. 10.00-12.00 og kl. 13.00-16.00. AIMENNA FASTEIGNASALAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Morgunblaðið/Diðrik Frá fundi atvinnumálanefndar. Hrossaræktin getur gefið meiri tekjur Hvannatúni í Andakíl. Atvinnumálanefnd Andakíls- hrepps boðaði til fundar í sl. viku. Það kom fram í einu framsögu- erindi, að hrossarækt og hesta- mennska gætu gefið bændum og landsbyggðarfólki mun meiri tekjur en hingað til. Oll framsöguerindin fluttu heimamenn. Ingimar Sveinsson kennari í Hvanneyri taldi hlut hrossaræktarinnar í skýrslum Framleiðsluráðs of lítinn, en hann er þar talinn 1% í stað 4-5%, sem ræðumaður reyndi að skýra. Að hans sögn eru m.a. verðmæti gæð- inga mun meiri en framtalið er. Með tamningum í heimahéruðum í stað þéttbýlis mætti auka tekjur strjálbýlis að mun. Hestaleigur eru í vaxandi mæli eftirsóttar af erlend- um ferðamönnum og ættu bændur að geta haft mun meiri tekjur af slíkri starfsemi. Ingimar taldi áhuga útlendinga á íslenska „smá- hestinum" vera allstaðar að aukast. I öðru erindi benti Ingimar á kosti angórukanínunnar. Angóru- búskapur ætti að henta eldra fólki og sem aukabúgrein, þar sem ónot- að húsnæði er fyrir hendi. Auðvelt er að koma sér upp litlu búi á nokkr- um árum og hirðing ullarkanína er ekki erfiðisvinna. Magnús B. Jónsson kennari á Hvanneyri og leiðbeinandi loðdýra- bænda á Vesturlandi tók í sínu erindi fram, að þróunin hafi orðið sú að loðdýrabú séu vænlegust sem aðalbúgrein. Hann taldi að búskap- ur bæði með mink og ref sé tryggari gegn áfalli vegna verðsveiflna á uppboðsmörkuðum. Stofnkostnaður 29555 Opið kl. 1-3 Brekkubyggð Vorum að fá í sölu 90 fm raðhús á einni hæð ásamt bílskúr. Verð 4,2 millj. <»5t»tgnasAUn EIGNANAUSTW^; Bólstaöarhlíö 6 — 105 Raykjavfk — Símar 29555 - 29558. Hrólfur Hjaltason, viðskiptafraaölngur. loðdýrabúa er sem stendur verulega styrktur. Sturla Guðbjarnarson bóndi í Fossatúni sagði frá reynslu sinni með seiðaeldi sem aukabúgreinar og benti á staði í hreppnum, sem að hans mati kæmu til greina sem eldistöðvar í smáum stíl. I umræðum eftir framsöguerind- in var bent á þróunina í fjölda lögbýla og bústofns í hreppnum. Á 33 lögbýlum voru áro’ 1965 naut- gripir á 27 þeirra en aðeins á 12 árið 1985, en mjólkurframleiðslan hafði á sama tíma aukist um 106.000 lítra. Á 21 býli er sauðfé, en innlagðir dilkar voru árið 1980 um 5.600 en aðeins um 4.600 árið 1985. Þessi mikla búskaparröskun kallar á aðrar tekjur fyrir íbúa í hreppnum. Atvinnumálanefnd var þökkuð framtaksemin með fundinn og framsögumönnum góð erindi. D.J. HRINGDU og fáöu áskriftargjöldin skuldfærð á greiðslukorta- !mi ’mrm ^nnfnrim.rnFnT SÍMINN ER 691140 691141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.