Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 Kjötfjallið á eyðimörkinni „Landið mitt liggur í sárum.“ En má ekki blæða út eftir Herdísi Þorvaldsdóttur Landið okkar er aðeins skuggi af því sem áður var og mest vegna gengdarlausrar ofbeitar. Gróður- lendi landsins hefur aldrei verið minna að flatarmáli en nú og þó er fleira búfé í sumarhögum og vetrarhögum en nokkru sinni fyrr. Sauðfé hefur fækkað nokkuð en hrossum fj'iilgað í staðinn. (Heim- ild: Ingvi Þorsteinsson. Rit Námsgagnastofnunnar.) Island er svo illa farið eftir 1100 ára bú- setu að fá lönd hafa goldið jafn mikið afhroð, hvað eyðingu jarð- vegs og gróður snertir. Frumor- sökin er búsetan og óskynsamleg nýting lands, segir Hákon Bjarna- son í ritgerð um gróðureyðingu og jarðvegsskemmdii-. Þetta getur ekki gengið lengur Af 65.000 km2 af gróðurlendi sem talið er að hafi verið á þessu landi við upphaf landnáms eru aðeins eftir 24.000 km2 . Áður þakti birkiskógur 30.000 km 2 en nú eru aðeins eftir 1.500 km 2og 'A af þeim, sem eftir eru, eni í afturför. 1000 km2 af gróðurlendi eyðist á árí hveiju. Landgræðsian hefur unnið mik- ið og gott starf og víða stöðvað t.d. eyðileggingu af völdum sand- foks, með friðun og sáningu melgresis, einnig með því að girða og friða stór svæði, bera á og sá með ærnum tilkostnaði. Ennþá vantar mikið á að öll uppblásturs- svæðin hafi verið friðuð. Milli 1974-1980 var árlega sáð í 200 ha lands, þjóðargjiifin svokallaða, en hún er sögð hafa verið upp étin á fáum árum, því að fénu var fjölgað jafnóðum og eitthvað fór að gróa. Landgræðslan er stiiðugt að veijast uppblæstri og ofbeit. Skógi-ækt ríkisins hefur girt svæði og gróðursett tré. Landsvirkjun og Vegagerð ríkisins o.fl. sá og græða. • • # Ortröðin á landinu nægja, „lífsmarkaði" innan- lands og utan. Öll þessi ósköp af óþarfa búfénaði er miklu meira en landið þolir og ofbcit á flestum svæðum og eyðilegging blasir næstum alls staðar við. Látum við skyn- semina ráða? Á öldum áður var það lífsnauð- syn fyrir forfeður okkar að nýta landið, sumar sem vetur. Þá var ekkert annað til lífsviðurværis en búskapui'. Auk þess varð að nýta skóginn til eldiviðar, kolagerðar og smíða og jafnvel brenna til þess að afla slægju- og beitilanda og við skógareyðinguna byijaði eyðileggingin fyrir alvöru. For- feðrum okkar má virða til vor- kunnar að þeir sáu ekki afleiðing- arnar fyrir og áttu ekki annarra kosta völ. I dag með menntun okkar og tækni sjáum við hvað er að gerast. Við þurfum ekki að ganga svo hart að landinu að það bókstaflega eyðist upp undan fót- unum á okkur. Hveiju ætlum við stöðum hann komst, þó vonandi sé hann of svartsýnn. Hann segir að sauðkindin sé að breyta landinu í eyðimörk. Hann ályktar að ofbeit sé orsök gróðureyðingarinnar, þar sem á 1100 árum hafi haglendi minnkað Herdís Þorvaldsdóttir í Mýrdal nær gróður hátt til fjalla, en hann er eins og götótt flík, allur í henglum. í stað þess að láta þau spretta úr sér en afréttir í kring nagaðir til skaða? Nú er sem ég heyri sagt að bragðið verði ekki það sama af kjötinu. En það er allt of dýru verði keypt og í dag má fá hvaða bragð sem óskað er með kryddi og „marineringu". Forréttindi sauðkindarinnar Ekki einu sinni svokölluðu frið- lönd eða vernduð svæði eru laus við fjárbeit nema nokkur ramm- girt svæði og jafnvel þau eiga í vök að veijast. Til dæmis í Þórsmörk og jafn- vel í Heiðmörkinni kvörtuðu verðirnir yfir því að það væri stundum klippt á girðingu til þess að koma skepnunum inn fyrir. I riti landbúnaðarráðuneytisins segir að það sé ekki svigrúm við núverandi markaðsaðstæður nema fyrir 1.000 til 1.500 bændur í sauðfjárrækt, miðað við að þeir hafi fulla atvinnu og tekjur af henni. í dag eru þeir 2.200 sem hafa verulegan hluta tekna sinna af sauðfjárbúskap. Það þarf með öllum ráðum að hjálpa sauðfjár- bændum til þess að finna aðra möguleika til framleiðslu, því að hvorki þeir eða við hin getum lif- að góðu lífi í eyddu landi. Feimnismál Auðvitað koma fleiri þættir landvernd við, svo sem mengun og of mikill átroðningur og keyrsla í vegleysum. Um þessa þætti hefur oft og mikið verið rætt sem betur fer. Það hefur oft vakið undrun mína og annarra að ofbeitin sem er lang alvarleg- í Fnjóskadal. Margir halda að landið eigi að vera svona. að skila okkar? hendur afkomendum Suður af Mývatnssveit bera fáein rofabörð í eyðimörkinni vott um þann gróður sem eitt sinn var. Við höfum hvergi undan. Enn- þá gengur á gróðurlendið. Tapið er gífurlegt og þar að auki hefur orðið mikil gróðurfarsbreyting og rýrnun á því gróðurlendi sem eft- ir stendur. (Rit Landbúnaðarráðu- neytisins 1986.) Þegar jarðvegur- inn er horfinn blasa við hraungijót og berir melar. Þrátt fyrir þessar staðreyndir voru á beit í sumar rúmlega 2000.000 grasbíta. Hvert hross étur á við 7 til 8 lambær. Auk þess eru flest hross á vetrar- beit, sem er mjög skaðlegt gróðri og það hefur átt mikinn þátt í gróðurskemmdum áður fyrr, að fé var líka beitt á landið á vetrum. Nú þurfum við ekki nema 400 til 470 þúsund fjár til þess að full- nægja innanlandsneyslu. Fram- leiðslan á síðasta ári var 12.200 tonn og bændur fengu fullt verð fyrir 12.150 tonn, þó að við þyrftum ekki nema rúmlega helming af öllu þessu kjöti. Umframframleiðslu er mjög erfitt að losna við. Aðeins 35% af heildsöluverði fæst fyrir út- flutt kjöt. Og nú er verið að tala um að fleygja 500 tonnum, því sem eftir er af l'A árs. gömlu kjöti sem er búið að borga fyrir en er óhæft til manneldis. Til dæmis mundu 40.000 í stað 80.000 hrossa Ekki svipur hjá sjón Horfið í kringum ykkur þegar þið farið um landið og sjáið öll sárin. Landið okkar er ekki nema svipur hjá sjón frá því sem það áður var. Það er hægt að fá hug- boð um þau stakkaskipti sem iandið hefur tekið með því að skoða þau fáu svæði sem hafa verið friðuð um fáa áratugi. Með því að bera saman fijósemina og gróskuna innan girðina og örtröð- ina fyrir utan. Gróðurinn tekur strax stakkaskiptum þar sem hon- um er hlíft fyrir beit. Þar sem sauðfé kemst ekki að, t.d. í ár- gljúfrum og klettaskorum og einnig í hólmum úti í ám er oft skógur eða kjarr. En þar sem hægt hefur verið að flytja fé út í hólma eru þeir gjöreyddir af skógi og kjarri. Hlutlaust mat? Þjóðveiji frá háskóla í Þýska- landi skrifaði doktorsritgerð um gróðurinn á Islandi 1983. Hann ferðaðist hér um í 3 sumur og gerði könnun á gróðurfarinu. Þar sem hann hafði hvorki neinna hagsmuna að gæta né tilfinninga- semi gagnvart vandamálinu er fróðlegt að vita að hvaða niður- um rúmlega helming og eins og nú stefni og með sama áfram- haldi verði 50% af núverandi gróðurlendi á mörkum eyðilegg- ingar kringum árið 2000. Eftir aðeins 13 ár. Auðvitað hafa eld- gos og öskufall og veðurfars- breytingar átt einhverja sök á gróðureyðingunni, en fyrir land- nám virðist gróðurinn alltaf hafa getað náð jafnvægi aftur. Er botninn suður í Borgarfirði? Það hlýtur að vera megin verk- efni okkar, sem þolir enga bið, að friða og rækta landið. Róttæk- ar aðgerðir þola enga bið, eins og ástandið er orðið á stórum svæðum. Það er auðsjáanlega óvinnandi verk að hafa undan meðan 2000.000 grasbíta eru að naga viðkvæman gróðurinn (og þá ekki talinn nautpeningur með). Það er eins og að hella vatni í leka tunnu að sóa fé í upp- græðslu, nema á rammgirtum svæðum, helst með rafmagns- girðingum. „Rányrkja lands er í raun alvarlegri misgerð en ofveiði á sjó. Ofveiddir fiskistofnar ná sér oft á nokkrum árum, en áratugir og jafnvel aldir geta liðið áður en örfoka land grær aftur," segir í riti landbúnaðarráðuneytisins 1986. Af öllum þessum niðurstöð- um sérfræðinga í jarðfræði, skógrækt og gróðurfræðum sjáum við að það er friðun fyrst og fremst sem er nauðsyn. * Oskadraumurinn I framtíðardraumi sé ég fyrir mér landið að gróa upp í friði, með kjarrivöxnum fjallahlíðum. Birkiskógur á láglendi með blá- gresi hrútabeija- og blábeijalyngi og brennisóley og ótal blómplönt- um í skógarbotnum, grónar heiðar með víðikjarri og lyngi. Mildara og lygnara veður fylgdi gróðrin- um. Sá búfénaður sem við þurfum á að halda til innanlandsneyslu væri á afmörkuðum girtum svæð- um, sem væru nýtt af skynsemi og þekkingu, því að auðvitað nær engri átt að ala skepnur á okkar viðkvæma gróðri handa útlend- ingum í dýrafóður. Nú þegar er til meira af ræktuðu landi en nýtt er. Tún voru sum staðar ekki sleg- in í sumar því að heyfengur hefur verið meiri undanfarið ár en hægt er að nýta. Hvers vegna ekki að hafa skepnumar á þessum túnum asti þátturinn er ekki nefnd á nafn. Það er næstum því eins og feimnismál 'öllum umræðum. Því er eins farið þegar rætt er um kjötijöllin, þá er næstum grátið yfir því að ekki fáist markaður í útlöndum fyrir kjötið, sem er þó selt þar langt undir framleiðslu- verði, en það er aldrei spurt að því hvort landið þoli skepnurnar. Einu svæðin sem eru í framför fyrir utan girtu blettina eru þar sem byggð hefur lagst niður eða dregist mikið saman. Kæru samlandar, eigum við ekki að horfast í augu við vand- ann og viðurkenna staðreyndir? Eg skora á stjómmálamenn allra flokka að taka höndum saman og vinna að því að leysa vandann og snúa vörn í sókn og byrja á al- vöm uppgræðslu, eins fljott og auðið er, það þolir enga bið. Flest vandamál sem við emm að glíma við í dag, a.m.k. í efnahagskerf- inu, verða að smámálum við hliðina á neyðarástandi landsins sjálfs, gróðursins. P.s. Allar tölur og heimildir um ástandið á landinu, gróðureyðingu og ofbeit em úr ritums sérfræð- inga um þessi mál, flestar úr riti landbúnaðarráðuneytisins um landnýtingu 1986.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.