Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 ÍA tekur við rekstri íþróttavallarins Knattspyrnufélag ÍA hefur tek- ið við rekstri íþróttavallarins á Akranesi og var gerður samning- ur til næstu áramóta við Bæjar- sjóð Akraness um reksturinn. Með þessum samningi er brotið blað i samskiptum íþróttamanna á Akranesi og Akraneskaupstaðar. Bæjarsjóður leggur félaginu til rekstrarstyrk, sem standa á undir kostnaði við rekstur íþróttavallar- ISLENSKA landsliðið í körfu- knattleik, skipað leikmönnum 21 ** ' árs og yngri, heldur í dag til Lux- emborgar þar sem liðið leikur þrjá leiki. Fyrsti leikurinn verður strax í dag og leika strákarnir þá við jafn- aldra sína þarlenda. Á morgun leikur liðið síðan við A-landslið Luxemborgar og á mánudaginn leika þeir þriðja leikinn en ekki er enn ákveðið við hverja það verður. ins. Þá mun félagið yfirtaka allar fasteignir svo og tæki og áhöld vallarins. Að sögn Jóns Gunnlaugssonar, formanns knattspyrnufélagsins, er félagið að stíga stórt skref með þessari nýbreytni. „Við stöndum í dag á vissum tímamótum í starf- inu. Starfsmannahald okkar hefur aukist mikið á undanförnum árum og á vissan hátt getum við sam- leikmönnum: Guðjón Skúlason, ÍBK Sigurður Ingimundarson, IBK Hreiðar Hreiðarsson, UMFN TeiturÖrlygsson, UMFN Kristinn Einarsson, UMFN Jóhannes Kristbjörnsson, UMFN Guðmundur Bragason, UMFG Konráð Ólafsson, Þór ívarÁsgrímsson, Haukum Henning Henningsson, Haukum Guðni Guðnason, KR nýtt það betur með því að setja íþróttavöllinn i rekstrardæmiö og spinna saman störf við völlinn og fyrir félagið. Ráðgert er að ráða þrjá starfsmenn í fast starf og munu tveir þeirra einnig þjálfa yngri flokka hjá fólaginu. Þá er ráð- gert að nota húsakynnin við völlinn sem vísi að félagsmiðstöð og er í ráði að setja þar upp ýmsa starf- semi. Það sem vakir fyrir okkur er að gera félagið okkar félagslega sterkt og feta í fótspor þeirra fé- laga, sem reka sín mannvirki sjálf. Það eru þau félög sem eru sterk og öflug í dag," sagði Jón. Það er fleira, sem vakir fyrir knattspyrnufélagi ÍA, því á næstu dögum mun það hefja gerð gras- vallar á æfingasvæðinu innan við malarvöllinn og er ráðgert að sá völlur verði jafnvel tilbúinn til notk- unar síðari hluta sumars. „Akraneskaupstaður stendur í ströngu við byggingu íþróttamann- virkja og ekki líklegt að gerðir yrðu æfingavellir á næstu árum. Þess vegna verðum við bara að gera þetta sjálfir og um það höfum við gert samkomulag við bæjarsjóð. Við stöndum illa að vígi með æf- ingavelli, enda það svæði sem við höfum bæði lítið og slæmt ef sum- arveðráttan er ekki með allra besta móti. Við erum með tíu keppnis- flokka svo ef vel á að vera þurfum við mun meira svæði og við stefn- um að þvi að fyrsti hluti þess verði tekinn í notkun í sumar," sagði Jón að lokum. Körfubolti: Landsleikir íLuxemborg Landsliðið er skipað eftirfarandi íþróttir helgarinnar: íslandsmeistara mótið íiúdó FREKAR lítið mun fara fyrir boltaí- þróttum um helgina en þeim mun meira verður að gera hjá þeim sem stunda annars konar iþrótt- ir. Handknattleikurinn liggur alveg niðri nema hvað mót verða hjá yngri flokkunum eins og við skýrðum frá í gær. íslandsmeist- aramótið í júdó verður stærsti viðburðurinn hér heima um helg- - ina en það hefst í íþróttahúsi Kennaraháskólans i dag. Júdómenn byrja strax klukkan 10 í dag og þeir verða að fram til klukkan 18. Undanrásir verða fram undir klukkan 16 en þá hefst úr- slitakeppnin. Blakarar verða eitthvað á ferð- inni og á morgun leika Fram og Þróttur fyrsta leik sinn í úrslitum um íslandsmeistaratitilinn og Víkingur leikur fyrsta leikinn við ÍS um þriðja sætið. Einnig munu UBK og Víkingur leika þriðja leik sinn í kvennablakinu um réttinn til að leika við ÍS til úrslita. Kvenna leik- urinn hefst klukkan 13.30 og síðan koma hinir í kjölfarið. Unglingameistarmót íslands í badminton verður haldið um helg- ina á Selfossi og verður keppt þar í dag og á morgun. Yngstu keppendurnir í hand- boltanum verða á fullu eins og við sögðum frá í gær. Þá gleymdist að skýra frá einum flokki en það er 4. flokkur karla 3. deild. Strák- arnir keppa í Grindavík og þar taka þátt auk heimamanna lið frá ÍA, Haukum, UBK, FH og HK. Keppnin verður í dag frá 13 til 17 og á morgun frá 9 til 15. Sundmót Ármanns verður hald- ið t Sundhöllinni á morgun og hefst klukkan 14 en upphitun hefst klukkustund fyrr. Keilarar verða í vonandi í miklum ham á morgun þegar þeir mæta úrvalsliði af Keflavíkurflugvelli í Keilusalnum í Öskjuhlíð. Keppnin hefst klukkan 15. Morgunblaðið/Árni Johnsen • Frá einni viðureigninni í Bændaglimu Suðurlands. Bændaglíma Suðurlands: Árnesingar unnu Rangæinga ÞAÐ voru Árnesingar sem sigr- uðu í Bændaglfmu Suðurlands sem haldin var siðastliðinn laug- ardag i nýju fþróttahúsi á Laugal- andi f Holtum. Bændaglíman var á milli Árnes- inga og Rangæinga og voru 7 í hvoru liði. Eftir fyrstu fjórar glímurnar var staðan 4-0 fyrir Rangæinga. Þá tókst Árnesingum að snúa dæminu við og lokastaðan var 7-5 fyrir Árnesinga. Sérstaka athygli vakti frammistaða Jóhann- esar Sveinbjörnsonar í liði Árnes- inga. Glímukeppni þessi er liður glímuáhugamanna innan Héraðs- sambandsins Skarphéðins að endurvekja glímuna og skapa glímumönnum verkefni. Glíman var haldin í minningu Sigurðar Greipssonar, fyrrum formanns HSK og glímukappa. Vel var van- dað til keppninnar og vegleg verðlaun veitt. Þorsteinn Einars- son minntist Sigurðar Greipssonar áður en keppnin hófst. Glíman fór fram á kvöldvöku, sem 250 manns sóttu, í tengslum við héraðsþing HSK. Sig.Jóns. England: l\lær Arsenal þrennunni? ARSENAL er eina knattspyrnulið- ið í Englandi, sem á möguleika á þrennu f ár, þ. e. að sigra f deild- inni, enska bikarnum og deildar- bikarnum. „Ég ætlaði að nota þetta ár til að þétta grunninn, en árangurinn er fyrr á ferðinni en ég gerði ráð fyrir,“ sagði George Graham, fram- kvæmdastjóri Arsenal, eftir sigur- inn gegn Tottenham í undanúrslit- um deildarbikarkeppninnar á sunnudaginn. „Leikmennirnir hafa staðið sig mjög vel og gert allt, sem ég hef fyrir fyrir þá lagt, en við verðum að halda okkur við jörð- ina, því enn höfum við engan titil unnið." „Derbyleikur“ Arsenal er í 3. sæti í deildinni, einu stigi á eftir Liverpoolrisunum, en á leik til góða. í dag keppir lið- ið á Stamford Bridge og þó Chelsea sé í 14. sæti, má gera ráð fyrir jöfnum baráttuleik. Chelsea hefur gengið illa í vetur bæði innan vallar sem utan. Margir leikmann- anna eru óánægðir og vilja fara frá félaginu og þar á meðal eru bestu menn liðsins, Mike Hazard, Kerry Dixon og David Speedie. En Chelsea gerði góða ferð til Nott- ingham um síðustu helgi, fjarlægð- ist hættusvæðið á botninum og er til alls líklegt í dag. Liverpool leikur á Anfield gegn Luton, sem hefur sigrað meistar- ana tvisvar í vetur. Þetta er fimmta viðureign liðanna á tímabilinu, en tveimur leikjum hefur endað með markalausu jafntefli. Luton er í 4. sæti, fimm stigum á eftir Liverpool og Everton, og hefur ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum. Everton fer til London og leikur gegn Watford á morgun og Charl- ton fær West Ham í heimsókn í dag. Þá leikur Phil Parkes, mark- vörður, sinn sjö hundraðasta leik fyrir West Ham og Tony Cottee ætlar að reyna að skora sitt hundr- aðasta mark síðan hann byrjaði 1983. Hann hefur skorað 25 mörk í vetur, en alls hefur hann leikið 158 deildarleiki og skorað í þeim 75 mörk og 24 mörk í 40 bikarleikj- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.