Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGNÝ ÓLAFSDÓTTIR, áður til heimilis á Hringbraut 74, andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 3. mars. Sigurbjörg Margrét Guðvaldsd., Guðmundur Sigfússon, Gunnar Sæmundsson, Ásta Halldóra Agústsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, GÍSLI ANDRÉSSON, Hálsi ÍKjós, lóst af slysförum sunnudaginn 1. mars. Jarðsungið veröur frá Hallgrímskirkju í Reykjavík mánudaginn 9. mars kl. 13.30. Ingibjörg Jónsdóttir og börn. t Eiginkona mín, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Bala, Miðnesi, andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur aðfaranótt föstudags 6. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Guðmundsson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG JÓN ASDÓTTIR Garðabraut 24, Akranesi lést í Vífilsstaðaspítala 5. mars. Helga Jóna Sveinsdóttir, Ásmundur Jónsson, Sigurgeir Sveinsson, Erla Karisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, BJARNI VILHJÁLMSSON, fyrrverandi þjóðskjalavörður, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriöjudaginn 10. mars kl. 13.30. Blóm eru afþökkuö með vinsemd en þeir sem vilja minnast hans láti Hjartavernd eða aðrar líknarstofnanir njóta þess. Kristin Eiriksdóttir, Kristín Bjarnadóttir, Elísabet Bjarnadóttir, Eirikur Bjarnason, Vilhjálmur Bjarnason. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu vegna andláts föður okkar, tengdaföður og afa, BERGSTEINS HJÖRLEIFSSONAR, Hjörleifur Bergsteinsson, Aðalheiður Bergsteinsdóttir, Guðný Bergsteinsdóttir, Bjarni Sigmundsson, ísleifur Bergsteinsson, Andrea Þórðardóttir og barnabörn. t Við þökkum öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Lyngheiði 13, Seifossi. Sigurgeir Gunnarsson, Marteinn Sigurgeirsson, Alda Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Sigurgeirsdóttir, Guömundur Lýösson, Gunnar Sigurgeirsson, Hörður Sigurgeirsson og barnabörn. Lokað Allar verslanir SS verða lokaðar á mánudag frá kl. 13.00- 16.00 vegna útfarar GÍSLA ANDRÉSSONAR, stjórnar- formanns Sláturfélags Suðurlands. SS-búðirnar. Kristinn Haraldsson Rifi — Kveðjuorð Fæddur 15. mars 1925 Dáinn 15. janúar 1987 Þann 15. janúar sl. lést í Land- spítalanum Kristinn Haraldsson. Hann var fæddur 15. mars 1925 á Hellissandi, sonur hjónanna Elínar Oddsdóttur og Haraldar Guð- mundssonar, sem bjuggu lengst af á Hellissandi. Kristinn gekk í bama- skólann á Hellissandi og fór svo á sjóinn eins og flestir ungir menn á þessum árum. Hann eignaðist ung- ur trillu og gerði hana út og vann auk þess við beitningar. Hann gift- ist eftirlifandi eiginkonu sinni, Ester Friðþjófsdóttur, 19. desember 1953. Þau keyptu lítið hús á Hellis- sandi og hófu þar búskap. Ég átti margar ánægjustundir hjá þeim í gegnum tíðina. Það var gott að koma á það heimili, enda bæði hjón- in gestrisin og einstaklega dagfars- prúðar manneskjur. Það var ekki hávaðinn á því heimili þó bömin væru mörg. Fjölskyldan stækkaði ört og húsið varð fljótlega of lítið. Þau réðust því í að byggja sér nýtt hús í Rifí ásamt Sævari bróður Esterar og Helgu konu hans. Þar bjuggu þau í áraraðir. Þetta var fyrsta húsið sem byggt var í Rifí eftir að byijað var að byggja höfn- ina. Þau urðu því frumbyggjar í hinni nýju byggð. Enn stækkaði fjölskyldan og urðu börnin alls níu. Þau eru: Baldur Freyr, skipstjóri, kvæntur Guðrúnu Elísabetu Jens- dóttur, Elvar Guðvin, pípulagning- armaður, kvæntur Þórdísi Bergmundsdóttur; Dóra Sólrún, lyfjafræðingur, gift Guðbrandi Jónssyni; Jóhann Rúnar, skipstjóri, kvæntur Katrínu Gísladóttur; Haf- alda Elín, skrifstofumaður, gift Gústaf Geir Egilssyni; Helena Sól- brá, sjúkraliði; Jófríður Soffía, gjaldkeri; Snædís Elísa, nemi og Guðbjörg Huldis, nemi. Bamaböm- in eru orðin ellefu talsins. Kristinn réðist í að kaupa vöru- bíl 1957 og stundaði akstur alla tíð síðan, einnig vann hann áfram við beitningar til að drýgja tekjumar því að það er sjálfgefið að þetta stóra heimili þurfti mikils með og í þá daga var bara ein fyrirvinna. Það tíðkaðist ekki á þeim árum að konur með smáböm væru við vinnu utan heimilis. En Kristinn var dugn- aðarmaður, útsjónarsamur og fylginn sér og það gekk ágætlega að koma upp þessum stóra b ama- hópi og aldrei kvartaði húsmóðirin þó að heimilið væri stórt og í mörg hom að líta. Enda glöddust þau yfír þessum stórmyndarlegu böm- um sem þau eignuðust. Og enn lögðu þau í húsakaup og keyptu nú einbýlishús í Rifí og bjuggu þar síðustu árin. Ester fór líka að vinna úti þegar bömin stálpuðust og gátu létt undir með að passa yngri systk- ini sín. Þau hjónin reyndu eftir megni að styðja bömin til náms og það tókst vel eins og allt sem þau tóku sér fýrir hendur. Þau voru ein- stakiega samhent hjón, gerðu allt saman og fóru allt saman og allt lánaðist þeim vel. Kristinn hafði mikið yndi af tón- list, átti alla tíð harmonikku og þegar TórJistarskólinn var stofnað- ur á Hellissandi keyptu þau orgel, því bömin fóru þá í tónlistamám hvert af öðru. Kristinn náði strax tökum á orgelinu og sat löngum, ef stund gafst og spilaði sér til ánægju. Kristinn var heilsutæpur síðari árin, hafði fengið vægt heila- blæði fyrir tólf árum en hresstist aftur og stundaði fulla vinnu til síðasta dags. Þau ákváðu hjónin að lyfta sér upp og fara með Jökla- kómum til Betlehem fyrir jólin, en Ester söng í kirkjukómum á Hellis- sandi frá unga aldri, en Kristinn veiktist þama úti á jóladag, þau komu heim og hann lést í Landspít- alanum eftir stutta legu. Það var mikið áfall og skarð fyr- ir skildi hjá fjölskyldunni að missa Kristinn á góðum aldri, aðeins sextíu og eins árs gamlan, yngstu bömin enn í foreldrahúsum, sú yngsta aðeins tólf ára, en Ester á sín góðu böm og tengdaböm til styrktar á komandi ámm og ég Minning’: Fæddur 2. nóvember 1891 Dáinn 21. febrúar 1987 Okkur systkinunum langar að minnast pabba okkar í örfáum orð- um nú þegar hans löngu og farsælu ævi er lokið. Finnur, eins og hann var oftast kallaður fæddist á Flögu í Vatnsdal 2. nóvember 1891, sonur Guðrúnar Gróu Jónasdóttur og Jakobs Guð- mundssonar. A Flögu var hann fyrstu árin, og eins og fólk af hans kynslóð varð hann að fara að vinna svo fljótt sem hann gat, og til dæmis var hann átta ára gamall látinn gæta kvíganna frá Flögu allt sum- arið, en þá var ennþá fært frá sem kallað var. Og eftir því sem hann eltist og þroskaðist fór hann að vinna hin ýmsu sveitastörf og var vinnumaður á nokkmm bæjum í Vatnsdal, en lengst var hann á Eyjólfsstöðum hjá Þorsteini Kon- ráðssyni. Þann 15. apríl 1928 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Björgu Erlendsdóttur, og bjuggu þau fyrst á Komsá í Vatnsdal, en 1933 fluttu þau að Hurðarbaki á Ásum og bjuggu þar, fyrst sem leigjendur en seinna eigendur jarðarinnar. En til Reykjavíkur fluttu þau 1965. Pabbi var mjög eftirsóttur vinnu- maður, því hann var ákaflega duglegur til allra verka og sérlega laginn við allar skepnur, og gat til dæmis fóðrað þær vel á litlum heyj- um, en það er ekki öllum gefið. veit að þau styðja hana með ráðum og dáð öll sem eitt. Kristinn var kvaddur í Ingjalds- hólskirkju að viðstöddu fjölmenni þann 24. janúar. Við hjónin biðjum allri fjölskyldunni blessunar og von- um að tíminn græði sárin og eftir standi bjartar minningar um góðan dreng. Hrefna Magnúsdóttir Oft kom þessi eiginleiki hans sér vel eftir að hann fór að búa sjálfur þvi hey vom oft af skomum skammti. Hann var mikið snyrtimenni og vandvirkur við það sem hann gerði. Við munum svo vel hvað okkur fundust fallegir torfveggimir sem hann hlóð í íjárhúsunum, það væri talin list í dag. Pabbi var okkur systkinunum ákaflega góður en jafnframt lét hann okkur skilja hvað mátti og hvað mátti ekki. Þau Bogga og Finnur eignuðust 5 böm og þau em; Sigurlaug, fædd 1929, Óskar, fæddur 1931, Bjöm, fæddur 1933, Jakob, fæddur 1935, en hann lést 1966, og Guðrún, fædd 1937. Bamabömin em 10 á lífl og bamabamabömin em 7. Fyrir tæpum tveimur ámm þurfti pabbi vegna lasleika og aukinna þarfa á ummönnun að fara á sjúkra- hús og fékk þá pláss á Héraðs- hælinu á Blönduósi og var þá aftur kominn í heimabyggð sína. Að lokum viljum við þakka öllu starfsfólkinu á Héraðshælinu sem annaðist pabba þar fyrir hlýju og nærgætni við gamla manninn. Útför hans fór fram frá Blöndu- óskirkju 5. mars. Systkinin frá Hurðarbaki, Guðrún, Björn, Óskar og Sig- urlaug. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför systur okkar og frænku, KRISTRÚNAR HJARTARDÓTTUR frá Grjóteyri. Óskar Hjartarson, Torfi Hjartarson og aðrir ættingjar. Lokað Skrifstofur, sölu- og framleiðsludeildir fyrirtækisins verða lokaðar á mánudag frá kl. 13.00 vegna útfarar GÍSLA ANDRÉSSONAR, stjórnarformanns Sláturfélags Suðurlands. Sláturfélag Suðurlands. Sigurfinnur Jakobs- son frá Hurðarbaki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.