Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 21 Nútíðin er okkar eina tíð Bókmenntir Vigdís Grímsdóttir Höf. Jórunn Sörensen. Janus2 Höfundur gefur bókina út. Fyrsta bók Jórunnar Sörensen ber heiti guðsins Janusar sem var guð stærri og smærri hliða og dyra og varla hefur margt kvikt læðst framhjá þessum guði sem í listinni birtist okkur sem tvíhöfða kvikindi, stundum fjórhöfða og skimuðu hausarnir allir hver í sína háttina. Hausamir hafa þá án efa horft á misjafnt landslagið og misjöfn vandræði manneskjunnar og svo kann að vera að á stundum hafí einu höfðinu ekki orðið um þá er öðru fannst það sjá fagrar sveitir og tún. Nafnið Janus á reyndar vel við um lífíð sjálft og þess ólíku stundir þar sem skipt- ast á skin og skúrir og höfundur sýnir okkur með skemmtilegri uppbyggingu hvernig lífið talar í það minnsta tungum tveim og sitt með hvorri. Jórunn segir okkur oft á sannfærandi hátt að sú rödd sem hæst heyrist sé sú röddin sem við sjálf kjósum að hlusta eftir hveiju sinni og það læðist að manni sá grunur að höfundi þyki oftar en ekki að á aðrar raddir sé hlustað en þær sem hafa mikils- verð tíðindi að flytja. Mikilsverð tíðindi sem kunna að felast í jafn einföldum boðskap og þeim að ganga veg kærleikans og bjart- sýninnar og rækta hann um leið. Slíkur einfaldleiki er oft sýo aug- ljós og auðskilinn að við sjáum hann ekki, engu að síður er hann kannski sú ótroðr.a slóð sem okk- ur gagnar best í baráttu fyrir bættara lífi. Ljóð bókarinnar leggja þeirri baráttu lið og hvetja okkur til umhugsunar um mann- leg samskipti, ást og einangrum fólks í nútímasamfélagi og þetta gerir Jórunn á einfaldan látlausan hátt með skýrum ljósmyndum stundum og oft án þeirra. Jórunn skiptir bók sinni í fimm hluta en milli þeirra liggur óslitirín þráður ofinn af ofangreindri lílfssýn. Heiti kaflanna segja okk- ur heilmikið um efni ljóðanna og lífsskoðun Ijóðmælandans. Kafl- ana kallar Jórunn: lífið er þitt, ein með sjálfri mér, en svo komst þú, þú sem stjórnar, á mannamótum. Flest ljóð bók- arinnar eru stutt, stundum eru þau heilræði, stundum spytja þau stórra spurninga, stundum hvetja þau okkur til dáða en ævinlega benda þau okkur á að okkur ber að njóta haustsins af því að óvíst er hvort við lifum næsta vor. Nútíðin er okkar eina tíð og það er í dag sem lífið er okkar. Og á ironískan hátt sýnir Jórunn okkur hvað neikvæð lífsafstaða er oft fáránleg: 5. ég kvíði svo fyrir snjónum sagðir þú og horfðir með áhyggjusvip út i sólglitrandi sumarið I jákvæðri lífsafstöðu býr afturá- móti lykillinn að fyrirheitna landinu og þangað ná kannski fuglarnir sem opineygir fljúga rétta lcið. Frelsi þeirra er öfundsvert: 25. óg horfi á markvisst flug’ Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! álftanna inn yfir heiðamar sumir rata alltaf rétta leið Þriðji hluti bókarinnar og sá myndrænasti er fullur ástúðar og það er freistandi að sjá hér vel- þekkta sögpi þeirrar konu sem í fyrstu lifir venjulegu annasömu lífi sem breytist þegar hún kýs að vefja ást sinni inn í líf hans en við það hættir annað fólk að skipta hana máli: 32. í ómælisvíðaítu blika stjömur plánetur tungl skyldi vera þama fólk? ekki gott að segja það skiptir mig engu - þú ert hér En það er varla endalaust hægt að gefa án þess að fá nokkuð í stað- inn og því tekur tómið og þögnin völdin þangað til annar hann kveð- ur dyra og sá getur hvort tveggja gefið og þegið og um leið kviknar von um betra líf. í fólki og vin- áttunni felast nefnilega sterkustu lyklarnir. í fjórða hluta bókarinnar er önnur saga sögð og hún á raun- sæislegan máta en einhverra hluta vegna fer þeim fækkandi sem halda tryggð við þennan tón í ljóðum. Aðeins hér gætir ískaldrar beiskju blandinni hæðni sem hentar vel heildarþræði bókarinnar. Jórunn Sörensen Jórunn byijar bókina á svipaðan hátt og hún endar hana, byggir í hring þessa bók sem bendir á að lykill hamingjunnar sé fólginn innra með hveijum manni, að vináttan sé lífsnauðsyn, að stundin sé full af möguleikum, að ástin sé nauð- synleg í mannlegu félagi jafn nauðsynleg og tómið og kuldinn eru eyðileggjandi, að hverskyns kúgun og valdbeiting sé afsprengi myrkrar hugsunar. Og síðasta ljóð bókarinn- ar segir okkur margt um listina sem engin ein lína getur markað sem betur fer. 64. þegar líkaminn er ein tindrandi tilfinning er þú lest ljóðið hlustar á lagið horfir á myndina þá lifir þú **WDAGSÍatfl vwsmi ÞYSKUR FRAMHALDSMYNDAFLOKKUR. Kir Royal, bráðskemmtilegur og vandaður, nýrframhaldsmyndaflokkur í 6 þáttum. Þessi flokkur er orðinn eitt al-vinsælasta sjónvarpsefni Þýskalands. Hann fjallar á grátbroslegan hátt um heim hástéttanna og „hinna ríku og fallegu". Margir vilja tilheyra þeim hópi, en fáir eru útvaldir. Heimilistæki hf Sætúni8 Sími621215 Við erum sveigjanlegir í samningum. Myndlyklar eru seldir hjá Heimilistækjum hf. Upplýsingar í síma 621215. STÖD2 LAUGARDAG KL 20:45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.