Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 Ný stefnumörkim í heilbrig’ðismálum eftir Jóhönnu Sigurðardóttur Ný viðhorf eru nauðsynleg í heil- brigðismálum. Þau markmið sem steffna ber að eru mótun nýrrar heilbrigðisstefnu sem hvort tveggja í senn fæli í sér leiðir til að bæta heilsufar þjóðarinnar og stuðli að meiri hagkvæmni í útgjöldum til heil- brigðismála. Stefna Alþýðuflokksins Á Alþingi hafa þingmenn Al- þýðuflokksins lagt fram tillögu til þingsályktunar sem felur í sér nýja stefnumörkun í heilbrigðismálum sem grundvallast á eftirfarandi: • stórauknum forvömum, heilsu- vernd og sjúkdómaleit þar sem meginmarkmiðið verði víðtækt forvarnarstarf til að stemma stigu við sjúkdómum og slysum, svo og fræðslustarf um ábyrgð einstaklinga á eigin heilsu, • aukinni áherslu á að nýta nýj- ustu tækni og framfarir í vísindum til að efla sérhæfðar lækningar, • víðtækum heilbrigðisþjónustu- rannsóknum til að bæta skipu- lag og rekstur heilsugæslu og sjúkrahúsaþjónstu, Forvarnir — Heiisu- vernd Þingmenn Alþýðuflokksins leggja til nýstefnumörkun í heil- brigðis- og heilsuverndarmálum í samræmi við ofangreind markmið sem nái til eftirfarandi þátta: 1. Lög verði sett um stefnu í heilsu- verndarmálum með forvarnar- starf að meginmarkmiði. 2. Rannsakað verði og skilgreint hvar grunnorsakir sjúkdóma liggja svo og orsakasamhengi milli sjúkdóma og þeirra þjóð- félagshátta, efnahagslegra og félagslegra, sem áhrif hafa á velferð og afkomu fólks. 3. Aukin verði heilbrigðis- og fé- lagsleg þjónusta utan stofnana, m.a. með öflugri heimilisþjónstu og bættri heimahjúkrun fyrir aldraða og öryrkja. 4. Skólakeifið verði sérstaklega nýtt til kennslu í heilsuverndar- málum og slysavömum, þannig að fólk sé hvatt til meiri ábyrgð- ar á eigin heilsufari. Skólastefn- an taki í auknum mæli mið af hlutverki skólanna í heilbrigðis- uppeldi ungu kynslóðarinnar, þannig að lykilhlutverk skóla- kerfisins í allri framþróun heilsu- farsmála sé viðurkennt. 5. Skipulögð verði fræðsla um for- vamir og heilsuverndarmál í fjölmiðlum. 6. Aukinn verði stuðningur við fé- lagasamtök, sem vinna að viðurkenndu forvarnarstarfi í heilbrigðismálum. 7. Endurskoðuð verði og betur skil- greind þjónustumarkmið heilsu- gæslustöðva og sjúkrahúsa í samræmi við nýja stefnumörkun í heilbrigðismálum. 8. Fjármögnunarleiðir heilbrigðis- mála með það að markmiði að saman fari ákvörðunarvald, stjórnun og fjárhagsleg ábyrgð. Einnig verði kannað hvemig unnt er að einfalda greiðsluleiðir í rekstri heilbrigðisþjónustunn- ar. Skipulögð verði rekstrarleg ábyrgð einstakra deilda innan sjúkrahúsa. 9. Heildaráætlun verði gerð um líklega þróun og framtíðarhorfur í heilbrigðis- og heilsufarsmál- um. Víðtækar rannsóknir Jafnframt er lagt til að hafnar verði víðtækar heilbrigðisþjónustu- rannsóknir til að stuðla að bættri ákvarðanatöku um skipulag og rekstur heilsugæslu- og sjúkrahúss- þjónustu. Rannsakað verði m.a.: • Tengsl þjónustu utan og innan sjúkrahúsa m.t.t. áhrifa á fram- gang heilsuverndarmála, • helstu tilefni innlagna í sjúkra- hús og hvernig draga megi úr innlögnum með bættri þjónustu utan sjúkrahúsa, • hvaða leiðir eru helst færar til að draga úr löngum biðlistum á ýmsar deildir sjúkrahúsanna, s.s. bæklunardeilir, • hvort draga megi úr kostnaði við ákveðna þætti heilbrigðis- þjónustu utan sjúkrahúsa með því að nýta betur forvarnir og heilsugæsluþjónustu, bæði á sviði sérfræðiþjónustu og al- mennra lækninga, þ.m.t. tann- lækninga, • fyrirkomulag og verðmyndun í lyfjasölu með það að markmiði að ná fram meiri hagkvæmni og draga úr lyfjakestnað og stemma stigu við lyfjanotkun, • samanburður á rekstrarþáttum sjúkrahúsa, þ.m.t. hvernig dreifing launakostnaðar er inn- byrðis milli heilbrigðisstétta m.t.t. hagkvæmni í rekstri, • hvernig samnýta megi sér- hæfðan tækjabúnað sjúkrahúsa, koma á bættri verkaskiptingu milli sjúkrahúsa og bættu skipu- lagi sjúkrahúsþjónustunnar í landinu almennt. Þróun heilbrigðismála Á undanfömum áratugum hafa útgjöld til heilbrigðismála vaxið hröðum skrefum. Um 10% af vergri þjóðarframleiðslu er nú varið til þeirra mála. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í sjúkrahúsaþjónustu og er fjöldi sjúkrarúma hér á landi á hvern íbúa með því hæsta sem ger- ist, ef treysta má tölfræðilegum upplýsingum og samanburðargildi þeirra við sams konar erlendar upp- lýsingar. Sama má segja um vist- rými fyrir aldraða, þrátt fyrir langa biðlista á stofnanir aldraðra eru vistrými hér hlutfallslega fleiri en gengur og gerist meðal nágranna- eftirJón Steinar Gunnlaugsson Seðlabanki íslands hefur undan- fama áratugi farið með ákvörðunar- vald um vexti í landinu. M.a. hefur bankanum verið falið að taka ákvarð- anir um dráttarvexti, þ.e. vexti sem skuldari þarf að greiða, eftir að skuld er komin í vanskil. Það er vægt til orða tekið að segja, að ákvarðanir bankans um þessi þýðingarmiklu efni hafa í gegn- um tíðina tekizt hörmulega illa. Lengst af voru þær þannig, að drátt- arvextir voru ákveðnir alltof lágir. Nægðu þeir þá hvergi nærri til þess að bæta kröfuhafa verðrýmun kröfu hans í verðbólgunni. Var áratugum saman það „réttar“ástand ríkjandi, að sá sem braut rétt á öðrum, með því að vanefna peningaskuld, hagn- aðist stórlega á vanefndinni. Nú er öldin önnur. Eftir að verð- bólga lækkaði og svonefndir raun- vextir tóku að ríkja á lánamarkaði, þjóða. Skýringa má m.a. leita í því að hjá nágrannaþjóðunum hefur meira verið lagt upp úr aðgerðum til að koma í veg fyrir stofnanavist svo sem með víðtækri heimilis- hjúkrun og heimaþjónustu fyrir aldraða. Hér vantar líka betra skipulag á öldmnarþjónstu og sam- ræmt mat á vistunarþörf á stofnun- um. Margt bendir einnig til þess að fjármögnunarleiðir heilbrigðismála stuðli ekki að hagkvæmni, en fjár- mögnun heilbrigðismála er marg- þætt og greiðsluleiðir fjölmargar. Mikið vantar á að saman fari ákvörðunarvald og stjórnunarleg og fjárhagsleg ábyrgð. Þá ber einnig að leggja áherslu á það í þessu sambandi, að það skipulag heilbrigðisþjónustu, sem er Qárhagslega hagkvæmast, — aukin heilsugæsla og forvarnir — gefur einnig mestan ávinning í heilsufarsefnum. Þótt heilsugæslustöðvum hafi víða verið komið á fót hefur vax- andi hluti fjármagns til heilbrigðis- mála eða um 75—80% mnnið í rekstur sjúkrahúsaþjónustu. Meiri áhersla hefur verið lögð á meðferð sjúkdóma fremur en forvarnarstarf. Á því sviði hefur ríkt hálfgert mátt- leysi. Auk þessa hefur kostnaður vegna sérfræðiþjónustu vaxið gífurlega þó talið sé að heimilislæknar geti sinnt 75—80% þeirra sem þurfa að leita sér læknisaðstoðar. Samkvæmt skýslu Þjóðhags- stofnunar hafa heildarútgjöld til heilbrigðismála tímabilið 1950—1980 rúmlega nífaldast mið- að við fast verð. Innlagnir í sjúkrahús hafa einnig margfaldast. Innlagnir í öll sjúkra- hús landsins höfðu fimmfaldast á árinu 1982 frá því sem var á árinu 1952. Á sama tíma fjölgaði íbúum hér á landi um 58%. Lyfjakostnaður hefur meira en tvöfaldast á sl. 10 ámm og nema útgjöld almanna- trygginga vegna lyfja yfir 1.000 milljónum króna. Þá er ótalinn hluti sjúklinga í lyfjakostnaði, lyfjakostn- aður sjúkrahúsa og lyf sem ekki em lyfseðlaskyld. Tannlæknakostn- aður hins opinbera hefur einnig hafa ákvarðanir bankans um dráttar- vextina hækkað upp úr öllu valdi. Vom þeir t.d. mest allt stíðasta ár 27% ársvextir, meðan verðbólga er talin hafa verið 12—14%. í þessu hafa falizt ósiðlegar álögur á skuld- ara þessara krafna. Dæmi má taka: Krafa að fjárhæð kr. 100.000 gjaldféll 1. apríl 1986 og var greidd 25. febrúar 1987. Þá þurfti skuldarinn að greiða kr. 124.375 skv. ákvörðunum Seðla- bankans um dráttarvexti. Ef sama fjárhæð hefði þennan tíma verið verðtryggð miðað við lánskjaravísi- tölu og borið í ofanálag t.d. 8% dráttarvexti, hefði skuldarinn þurft að greiða kr. 119.937 eða kr. 4.438 minna en skv. ákvörðunum bankans. Hér er um mikinn mismun að ræða af ekki hærri fjárhæð. Núna er verið að afgeiða á Al- þingi fmmvarp til vaxtalaga þar sem ríkjandi ástand á þessu sviði er sér- staklega löghelgað, þ.m.t. ákvörðun- arvald Seðlabankans eftir sömu útreikningsaðferð og bankinn hefur notað að undanfömu. Við meðferð á Jóhanna Sigurðardóttir „Árangursríkasta leið- in er tvímælalaust aukið forvarnarstarf og heilsuvernd, sem er hvorutveggja í senn eina raunhæfa leiðin til að tryggja betra heilsu- far og meiri hag- kvæmni í útgjöldum til heilbrigðismála. Ný heilbrigðisstefna felur í sér nýja sókn til betra mannlífs.“ aukist margfalt á undanförnum ámm. T.d. hefur þessi kostnaður vegna íbúa í Reykjavík fimm- til sexfaldast frá árinu 1974. Batnandi heilsufar? Samfara þeirri þróun sem hér hefur verið lýst hefur sú skoðun verið ríkjandi að heilsufar Islend- inga fari batnandi. Til gmndvallar því em aðallega lagðar vaxandi ævilíkur og minnkandi ungbarna- dauði. Uppbygging sjúkrahúsaþjón- ustunnar og aukin umsvif og útgjöld í heilbrigðisþjónustu þurfa ekki að jafngilda betra heilsufari þióðarinnar, þó nútíma læknavísindi hafi haft þau áhrif að lengja líf manna og lífslíkur þeirra sem haldnir em langvinnum sjúkdóm- um. Frekar má áætla að meiri þjónustuþörf og mikill vöxtur heil- brigðisþjónustunnar bendi til verra heilsufars. Það er mat margra að upplýsingar um heilsufarsmál séu alls ónógar og því byggist skoðun því framvarpi hafa verið kynntar fyrir þingmönnum tillögur þess efnis að í lögunum yrði efnislega kveðið á um, að kröfur í vanskilum skyldu annars vegar halda verðgildi sínu miðað við sérstaka vísitölu og hins vegar bera fasta vexti (t.d. 8%), sem yrðu lögákveðnir. Slíkur háttur í lög- um myndi á einfaldan hátt tryggja sómasamlegt og traust réttarástand á hvaða tíma sem er, þ.e. hvort sem verðbólga er mikil eða lítil, vaxandi eða minnkandi. Þessar tillögur hafa hlotið stuðning víða, m.a. hjá fulltrú- um Dómarafélags íslands, Lög- mannafélags íslands og Lögfræð- ingafélags íslands. Rennur flestum félagsmönnum þessara félaga til ri^a, hversu efnisréttur á þessu sviði hefur gersamlega mislukkast, ýmist þannig að sá hefur hagnazt sem brot- ið hefur rétt á öðmm, eða þannig að á hann em lagðar ósæmilegar álögur. En valdamenn í Seðlabanka vilja ekkert hlusta á þetta. Þeir hafa lagt ofurþunga á að knýja sitt mál í gegn, þannig að nú sýnist það ætla að tak- ast. Alþingismenn virðast ætla sér að viðhalda vitleysunni. Það mun þá a.m.k. á næstunni gerast á kostnað þeirra sem em svo ógæfusamir að Himdruð milljóna úr vasa skuldara skv. frumvarpi til vaxtalaga? um gott heilsufar íslendinga fremur á ágiskunum en á niðurstöðum beinna rannsókna um þau mál. Því er það nauðsyn að auka upplýsinga- söfnun varðandi alla þætti heil- brigðismála og efla rannsóknir. Með úrvinnslu skipulega safnaðra upp- lýsinga gefst kostur á að meta einstaka þætti og skipuleggja heil- brigðisþjónustuna. Því hefur verið haldið fram, m.a. af landlækni, að beinn kostnaður vegna heilsugæslu og sjúkrahús- þjónustu sé mun minni en óbeinn kostnaður. Er þar vitnað til niður- stöðu rannsókna á Norðurlöndum þar sem fram kemur að óbein út- gjöld, þ.e. kostnaður vegna sjúk- dóma og vanheilsu sem stafar af fjarvistum úr vinnu vegna sjúk- dóma, örorku og dauða fyrir aldur fram, sé mun meiri en beinn kostn- aður. Hið síðastnefnda hefur víðtæka þýðingu í almennum þjóð- félagsmálum. Á það ber einnig að líta að öldmð- um mun fara mjög fjölgandi á _ næstu áratugum jafnframt því sem allt bendir til að verulega muni draga úr fólksfjölgun. í þessu felst mikil fjölgun fólks á lífeyrisaldri í hlutfalli við starfandi fólk. Áætla má að nú séu 8,3 einstaklingar á aldrinum 20—69 ára á móti hverjum 70 ára og eldri, en spár benda til að eftir 50 ár verði aðeins 4,5 20—69 ára einstaklingar á móti hveijum 70 ára og eldri. Ljóst er því að hlutfallslega færri verða á vinnumarkaðinum til að standa undir auknum kröfum, þörf og út- gjöldum til heilbrigðismála. Sókn til betra mannlífs Alþýðuflokkurinn telur að heil- brigðisstefnu beri að marka í samræmi við Jiau sjónarmið sem áður var lýst. Árangursríkasta leið- in er tvímælalaust aukið forvamar- starf og heilsuvemd, sem er hvomtveggja í senn eina raunhæfa leiðin til að tryggja betra heilsufar og meiri hagkvæmni í útgjöldum til heilbrigðismála. Ný heilbrigðis- stefna felur í sér nýja sókn til betra mannlífs. Það vill oft gleymast, að mark- mið okkar er ekki einungis að veita sem mesta þjónustu heldur einnig og ekki síður að vinna að bættu heilsufari. Það er ótvírætt eitt af háleitustu markmiðum hvers þjóð- félags að vinna að bættu heilsufari þegna sinna í sem víðtækustum skilningi. Höfundur er einn af alþingis- mönnum Alþýðuflokksins fyrir Reykja víkurkjördæmi. Jón Steinar Gunnlaugsson geta ekki greitt skuldir sínar á rétt- um gjalddöum. Og bankamir verða sjálfsagt vel haldnir af dráttarvaxta- tekjum sínum. Ekki er gott að segja, hve miklir hagsmunir em hér í húfí. Á síðasta ári vom höfðuð rúmlega 17.000 skuldamál á bæjarþingi Reykjavíkur einu. Og flestar vanskilaskuldir em greiddar án málshöfðunar. Ætli vaxtafmmvarpið leiði ekki til álaga á vanskilaskuldara næsta árið, sem nema nokkmm hundruðum milljóna fram yfir það sem væri miðað við skaplegar reglur svo sem þær, sem um var getið? Kannski að þingmenn telji að þarna séu bökin breiðust? Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.