Morgunblaðið - 07.03.1987, Síða 28

Morgunblaðið - 07.03.1987, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 Kvæði Katúllusar frá Veróna eftir séra Kolbein Þorleifsson í tilefni af flutningi Söngsveit- arinnar Fílharmóníu á verki Carls Orff’s: CATULLI CARM- INA 15. mars 1987. Söngsveitin Fílharmónía er nú á sínu 27. aldursári. Hún hefur allan þennan tíma staðið dyggilega við hlið Sinfóníuhljómsveitar Islands við flutning sinfónískra kórverka. Þrátt fyrir þetta starf virðist hafa gleymst að gera ráð fyrir kórstarfi í lögum um sinfóníuhljómsveitina, sem samþykkt voru fyrir nokkrum árum, þannig að stjóm sinfóníunnar rauf á síðastliðnu ári samstarf hljómsveitar og kórs, þannig að nú er söngsveitin eins og útigangs- hross á fjárhagslegu harðfenni. Engu að síður hefur söngsveitin haldið starfi sínu áfram í vetur undir stjóm ágætis kórstjóra, sem heitir Smári Olason. Er það 'mál manna í kómum, að æfingar hafí ekki verið skemmtilegri síðastliðin 5 ár. Þar kemur til fjör söngstjór- ans og kennsluhæfíleikar. Ifyrsta verkefnið, sem Söngsveitin Fíl- harmónía syngur opinberlega í vetur, er verk eftir tónskáldið Carl Orff um ástarkvæði Katúllusar frá Veróna til kærustu sinnar, er skáld- ið kallar Lesbíu, og verður verkið flutt í Háskólabíói þann 15. mars næstkomandi (sunnudag) undir stjóm Smára Ólasonar, sem átti hugmyndina að því að verk þetta var tekið til æfinga. Ég vil skora á Frá Garda-vatni, sumardvalarstað Katúllusar. unnendur söngsveitarinnar gegnum árin að fylla Háskólabíó, þegar verk þetta verður flutt, því að kórinn verður nú að standa undir starfí sínu með eigin konserthaldi í stað þess að fá laun sín úr ríkiskassan- um, eins og tíðkaðist í aldarfyórð- ung. Mér hefur verið falið að kynna fólki skáldið, sem lagt hefur til tíu ljóð í þessa smáóperu Orffs, og verða þau sungin af Gunnari Guð- bjömssyni, tenór, og Elínu Ósk Óskarsdóttur, sópran, ásamt kóm- um. Auk þess syngur kórinn í upphafí latneskan skýringartexta eftir Orff sjálfan, þar sem ástalífi rómverskra ungmenna er lýst á mjög nákvæman hátt, svo úr verður klámkvæði undir sálmahætti. Orff er siðmenntaður borgarbúi á tutt- ugustu öld, og gerir sér ekki grein fyrir því, að þeir brúðkaupssiðir sem Katúllus lýsti í kvæðum sínum voru í fullu gildi meðal íslenskra höfð- ingja firam á 19. öld, svo sem lesa má í ferðabókum frá þeim tíma. Sumt af því sem borgarbúar tutt- ugustu aldar kölluðu léttúð og saurlifnað, af því að þeir höfðu fjar- lægst gamlan bændalifnað, var á dögum Katúllusar og austfírskra presta á 19. öid ekkert annað en góðir mannasiðir. Kvæðabók Katúllusar var í felum í nærfellt 1500 ár. Hún var lítil að vöxtum, því að maðurinn var rétt að byija opinberan skáldferil sinn, þegar hann lést þrítugur að aldri árið 50 f. Kr. Þess vegna varð hann aldrei hluti af námsefni skólasveina á keisaratímanum eða í kristinni kirkju. Sveitungi hans, Virgill, náði á hinn bóginn það háum aldri, að hann varð hirðskáld Ágústusar keisara, og hefur alla tíð síðan ver- ið hluti af skylduefni lærðra skóla. Þetta skiptir töluverðu máli, vegna þess að kennsluefni skólanna varð fyrir barðinu á skýringum kennar- anna, sem útskýrðu kvæðin á andlegan máta. Katúllus losnaði við þá meðferð að mestu. Þess vegna gat Carl Orff leikið sér að klámvís- unum hans af hjartans lyst, þegar fylling tímans kom. Katúllus var Norðlendingur, sem sendur var „suður" til Rómar til að leita sér fræðgar og frama. Hann var fæddur í borginni Ver- óna, sem var höfuðborg í Gallíu inni syðri, þ.e. í Pó-dalnum, og var að öllum líkindum borgarstjórason- ur. Menn hafa getið sér þess til að hann hafí verið af keltneskum ætt- um. í Veróna naut hann menntunar hjá grískum kennara, sem gerði hann að einlægum aðdáanda ljóða Saffóar frá Lesbos (Lesbíu) og Kallímakkusar frá Alexandríu. I ljóðum Katúllusar má fínna tilraun- ir hans við þýðingar á línum eftir þessi grísku skáld. Gunnar Guð- bjömsson mun á tónleikunum syngja frægasta ljóð Saffóar í þýð- ingu Katúllusar, en íslendingar eiga að þekkja það í þýðingum Bjama Thorarensen („Goða það líkast un- un er“) og Sveinbjamar Egilssonar („Sá gumi líkur guðum er“). AUa tíð var hgur Katúllusar bundinn heimabyggð sinni. Sælastur var hann, þegar hann komst í íjöl- skyldubústaðinn við sunnanvert Garda-vatn, þar sem nú heitir Sirmí- ÞINGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Fríiðnaðarsvæði við Keflavíkurflugvöll: „Iðngarðar með toll- vörugeymslurétti“ Skýrsla á Alþingi um fríiðnaðarsvæði „Alþingi ályktar að fela Framkvæmdastofnun ríkisins að gera athug- un á hvort hagkvæmt sé að koma á fót fríiðnaðarsvæði hér á landi, t.d. á Keflavíkurflugvelli eða annnars staðar þar sem henta þætti. Við gerð slíkrar athugunar verði haft samráð við samtök iðnaðarins“. Þannig hljóðar þingsályktun, sem gerð var 22. mai 1984. Forsæt- isráðherra, hefur nú lagt fam á Alþingi skýrslu um fríiðnaðarsvæði. Hér á eftir verður lítillega gluggað í þessu skýrslu. Hvað er frí- iðnaðarsvæði? Á fríiðnaðar- eða fríverzlunar- svæðum leyfist fyrirtækjum að flytja inn vörur frá útlöndum án þess að greiða tolla eða hlíta magn- takmörkunum á innflutningi, án gjaldeyriseftirlits eða ákvæða um meðhöndlun gjaldeyris og án þess að þurfa að sinna, nema að tak- mörkuðu leyti, skýrslugerð og upplýsingaskyldu til stjómvalda. Útflutningur á vörunum er jafti fijáls og innflutingurinn, en ef selt er út fyrir svæðið innanlands gilda oftast sömu reglur eins og um venjulegan innflutning væri að ræða. Skattlagning er alls staðar eftir sérstökum reglum. Starfsemi verkaiýðsfélaga er á stundum tak- mörkuð eða bönnuð á svæðunum. Oft er erlendum fyrirtækjum boðið verksmiðjuhúsnæði á hagstæðum kjörum. Sérréttindi fyrirtækja á þessum svæðum eru þó mjög mis- munandi og stundum mun tak- markaðri en að framan greinir. Nú munu starfandi nokkuð á annað hundrað allstór fríiðnaðar- svæði í heiminum og mörg sögð í undirbúningi. Ef minniháttar fríiðn- aðarsvæði er talin með eru 344 slík í 72 löndum. Fríiðnaðarsvæði með mikil útflutningsverðmæti eru t.d. í V-Þýzkalandi, írlandi, Taiwan og Panama. Fjölgun svæðanna hefur verið ör, sérstaklega í þróunarlönd- um. Árið 1980 var talið að um það bil 7-8% af heimsverzluninni færu um ýmis konar fríverzlunarsvæði. Spár stóðu til að hlutur þeirra yrði um 20% af heimsverzluninni um þessar mundir. Markmiðin með þessum svæðum eru einkum: 1) Bætt nýting inn- lendra framleiðsluþátta, einkum í þá veru að fjölga störfum. 2) Auk- inn útflutningur og bættur greiðslu- jöfnuður út á við. 3) Innflutningur á erlendri tækniþekkingu og verk- þjálfun. Samkvæmt skýrslum OECD eru 70% af vinnuafli á fríiðnaðarsvæð- um konur. Evrópubandalagið og f ríiðnaðarmöguleikar í skýrslu forsætisráðherra segir orðrétt: „Hér á landi er ekki um að ræða mikið framboð á ódýru vinnuafli, eins og í þróunarlöndunum. At- vinnuleysi hefur hingað til ekki verið talið vandamál, nema tíma- bundið. Að vísu má færa rök fyrir því að lágt tímakaup hér á landi hafí komið í veg fyrir atvinnuleysi í sama mæli og er í mörgum öðrum löndum“. Ónóg atvinna knýr því ekki á um fríiðnaðarsvæði, þó slíkt svæði gæti hugsanlega styrkt atvinnulíf, t.d. á Suðumesjum, ef slíkt svæði kæmi til á Keflavíkurflugvelli. En eftir hveiju sækjast erlend fyrirtæki þegar þau Qárfesta utan heimahaga á fríiðnaðarsvæðum? Samkvæmt skýrslu forsætisráð- herra sækjast þau eftir 1) sveigjan- legri staðsetningu, 2) lágum vinnuaflskostnaði, 3) fríðindum í aðstöðu og sköttum og 4) stöðug- leika á vinnumarkaði. Sá iðnaður, sem helzt er settur upp á fríiðnaðarsvæðum, byggir sjaldan á nýtingu náttúruauðlinda. Jarðhiti og rafmagn „virðist ekki styrkja samkeppnisstöðu okkar vemlega um fríiðnaðarsvæði". Helztu fríðindi sem laða erlend fyrirtæki á fríiðnaðarsvæði em sum sé: tollfrelsi á aðfögnum af afurðum fyrir útflutning, algert eða tíma- bundið skattfrelsi eða vemleg lækkun skatta, tvísköttunarsamn- ingar milli landa, fríðindi í rekstrar- aðstöðu og lágmarksafskiptum hins opinbera. Forsætisráðherra segir og í skýrslu sinni: „Viðskiptin við Evrópubandalag- ið em greinilega mjög mikilvægi fyrir íslendinga.... Evrópubanda- lagið gmndvallast á fijálsum flármagns- og vinnuaflsflutingi milli aðildarlandanna. Ef til þess kæmi að íslendingar teldu sér hag- kvæmt að leita eftir nánara samstarfí við Evrópubandalagið gæti stofnun fríiðnaðarsvæðis eða Skýringarmynd af hugsanlegri staðsetningu friiðnaðarsvæðis við Keflavikurflugvöll, sem fylgdi skýrslu forsætisráðherra til Alþingis. sérstakra svæða ætluðum erlendum fyrirtækjum verið góð leið til að uppfylla ákvæði um opnun hag- kerfísins og nýta kosti erlendrar Qárfestingar án þess að eiga á hættu of mikil erlend áhrif á þjóðlíf- ið“. Friðiðnarsvæði á Suðurnesjum í skýrslunni segir „Áðstæður hér á landi virðast ekki gefa tilefni til þess að reynt verði að stofna fríiðnaðarsvæði til þess að keppa beint um erlenda §ár- festingu við önnur slík í heiminum ... Aftur á móti er sjálfsagt að at- huga, hvort ekki megi nýta á eínhvem hátt þau svið þar sem samkeppnisstaða okkar er góð, auk þeirra sérstöku aðstæðna sem em fyrir hendi við Keflavíkurflugvöll. Þannig er hugsanlegt að mæta samtíms þörf fyrir fjölbreyttara at- vinnulíf á Suðumesjum og aukinn útflutning". f fyrirhuguðu svæðaskipulagi Suðumesja er gert ráð fyrir tveimur allstórum landskikum, skammt frá nýju flugstöðvarbyggingunni, sem hugmyndin er að nota fyrir fríiðn- að. „Á þessum svæðum er álitlegt að byggja einskonar iðngarða sem hefðu sömu stöðu og almennar toll- vömgeymslur", segir í skýrslunni. „Þessa hugmynd má útfæra nánar með því að stofna nú þegar hlutafé- lag um rekstur fríiðnaðarsvæðis við Keflavíkurflugvöll. Lagt yrði fé í að gera nokkrar lóðir byggingar-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.