Morgunblaðið - 07.03.1987, Side 2

Morgunblaðið - 07.03.1987, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 landi. Hann segir ennfremur í við- talinu að myndlistarmenn, sem ætli að sýna í Norræna húsinu, fái hvorki fyrirgreiðslu né greiddan ferðakostnað og uppihald eins og tónlistarmenn fá gjarnan. Knut sagði það rétt vera að Sig- urður hafi ekki fengið að vita um frestunina strax, enda hefði hann ekki verið boðinn til landsins á veg- um Norræna hússins og slík ferð ekki bundin í samningum við hann. „Það er rétt hjá Sigurði að við greið- um heldur ferðakostnað fyrir tón- listarmenn en fyrir myndlistarmenn því það eru tónlistarmennirnir, sem þurfa að vera á staðnum til að spila. Hinsvegar höfum við meiri áhuga á að fá verk myndlistar- mannanna til landsins en þá sjálfa og greiðum við þá gjarnan ferða- kostnaðinn undir verk þeirra," sagði Knut. Varðandi þá staðhæfingu Sigurð- ar, að á Islandi byggju aðeins viðvaningar á sviði lista, sagði Knut að það gæti vel verið. „Listráðu- nautur Norræna hússins, Ólafur Kvaran, er menntaður frá Svíþjóð og ég veit ekki til þess að hann sé neinn viðvaningur miðað við þá sem menntaðir eru í öðrum löndum, hvort sem það er í Bandaríkjunum eða Hollandi.“ INNLENT Greiðum fyrir tónlist- arfólk til landsins og verk myndlistarfólks - segir Knut Odegárd, forstjóri Norræna hússins, um gagnrýni Sig- urðar Guðmundssonar á bls. 31 Þyngsta stykki loftræstibúnaðarins hift niður um gatið á þakinu. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Flugstöðvarbyggingin; Urðu að rjúfa þekjuna Keflavík. STARFSMENN Hagvirkis urðu að rjúfa gat á þekju nýju flug- stöðvarbyggingarinnar á Keflavíkurflugvelli til að koma loftræstibúnaðinum, sem var að koma til landsins, fyrir. Við verkið var notaður stór krani og gekk mönnum vel að koma búnaði þessum, sem vegur um 8 tonn, fyrir á sinum endanlega stað. Gatið, sem rofið var á þakið, var 4x2,20 metrar og sagði Val- þór Sigurðsson, verkstjóri hjá Hagvirki, að þessi vinnubrögð hefðu ekki verið samkvæmt upp- haflegri áætlun. En það hefði tekið menn alltof langan tíma að ákveða hvaða loftræstibúnaður yrði keyptur. Þeir hefðu því orðið að ganga frá þakinu á sínum tíma. Loftræstisamstæðan saman- stóð af 6 stykkjum og vóg þyngsta stykkið hátt í 3 tonn. Tæplega 400 menn vinna nú af kappi í flug- stöðinni við hina ýmsu verkþætti sem þarf að ljúka áður en hægt verður að taka bygginguna í notk- un. Verkinu miðar vel og vonast menn til að sem flestar áætlanir standist. Á myndunum er verið að koma loftræstibúnaðinum fyrir og sýnt þegar þyngsta stykkið, sem vegur um 3 tonn, var híft inn í flugstöð- ina. BB „MÉR þykir mjög sorglegt að fresta hafi þurft um viku sam- sýningu á verkum þeirra Sigurð- ar Guðmundssonar, Olafs Strömme og Björns Tufta, en það var óhjákvæmilegt þar sem ekki tókst að koma verkunum um borð í skip i tæka tíð. Per Hov- denakk, listfræðingur Nýlista- safnsins í Osló, var ráðinn til þess að safna verkunum saman og koma þeim til íslands, en við komum þar hvergi nærri,“ sagði Knut Ödegárd, forstjóri Nor- ræna hússins, í samtali við Morgunblaðið. í viðtali við Sigurð Guðmundsson í Morgunblaðinu í dag sem birtist á bls. 31 kemur fram hörð gagn- rýni á forstöðumenn Norræna hússins fyrir að láta sig ekki vita um frestun sýningarinnar, en Sig- urður er búsettur í Hollandi og segist hann í viðtalinu hafa aðeins haft vikutíma til að dvelja hér á Mjólkurbú Flóamauna: 735.411 lítra sam- dráttur í mjólkur- framleiðslu frá í fyrra Selfossi. Drög að fiskeldisfrumvarpi; Allt fiskeldi verði sett undir eitt ráðuneyti INNVEGIN mjólk í Mjólkurbúi Flóamanna var 735.411 lítrum minni tvo fyrstu mánuði ársins en var í fyrra, sem er 11,44% sam- dráttur. Þessi litrafjöldi er að verðmæti 19,1 milljón króna miðað við fullt verð til bænda. Innvegin mjólk var í janúar 2.974,312 lítrar, í febrúar 2.717,327 lítrar sem gera samtals 5.691,639 lítra. Tvo fyrstu mánuði síðasta árs var innvegin mjólk 6.427.050 lítrar. Að undanfömu hafa um 500 bænd- ur á Suðurlandi sótt fræðslufundi sem haldnir eru vegna nýrrar reglugerðar um mjólk og mjólkurvörur. I þessari reglugerð eru breyttar flokkunarregl- ur sem tóku gildi 1. mars. Á fundun- um fluttu fyrirlestra um meðferð á mjólk menn frá Mjólkurbúi Flóa- manna, Rannsóknarstofnun mjólkur- iðnaðarins og dýralæknir. Sig.Jóns. í DRÖGUM að lögum um fisk- eldi, sem Össur Skarphéðinsson fiskeldisfræðingur og Árni Sv. Mathiesen dýralæknir, hafa sam- ið að beiðni Steingríms Her- mannssonar forsætisráðherra, er gert ráð fyrir að allt fiskeldi í landinu verði sett undir eitt ráðu- neyti. í drögunum er ekki gerð tillaga um hvaða ráðuneyti það ætti að vera. Fiskeldisfrumvarpið bíður um- fjöllunar í fískeldisnefnd forsætis- ráðherra. Össur sagði frá helstu atriðum fmmvarpsins á ráðstefnu Rannsóknaráðs ríkisins og Lands- sambands fiskeldis- og hafbeitar- stöðva á föstudag. Sagði Össur að fiskeldið væri „hálf munaðarlaust" í kerfinu og hefði það háð fram- þróun þess verulega. Sagði hann að fiskeldisfrum- varpið væri hugsað sem rammalög, og fengi viðkomandi ráðherra mikil völd. Gert er ráð fyrir að ráðherra til ráðgjafar verði þriggja manna fiskeldisráð, skipað fulltrúum land- búnaðar-, sjávarútvegs- og heil- brigðisráðuneyta. Ákvæði er um að fiskeldisfyrirtæki þurfi að sækja um leyfi til fiskeldisráðs, en það sagði Össur að væri aðeins hugsað sem skrásetningarleyfi. í frumvarps- drögunum eru ákvæði um 5 manna tilraunaráð, stofnun rannsóknar- stofu fiskeldis og um útgáfu reglugerða um mengunarvarnir, svo nokkur atriði séu nefnd. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins; Jón Baldvin á langt í land með að verða forsætisráðherra ÞORSTEINN Pálsson formað- ur Sjálfstæðisflokksins segir það ekki vera skilyrði af hálfu Sjálfstæðisflokksins að flokk- urinn fái forsætisráðuneytið í næstu ríkisstjórn. Hins vegar fari það ekkert á milli mála að í þeirri pólitísku stöðu, sem við búum við og í ljósi styrkleika- hlutfalla stjórnmálaflokkanna, sé eðlilegt ef Sjálfstæðisflokk- urinn á aðild að ríkisstjórn, að hann fari með forsætisráðu- neytið. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Þor- steinn hélt á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins í gær. Þorsteinn var á fundinum spurður um það hvort hann hafn- aði því fyrirfram, að Alþýðuflokk- urinn fengi forsætisráðuneytið, ef Sjálfstæðisflokkur myndaði ríkis- stjórn með Alþýðuflokki: „Við erum nú ekki komnir út í stjómar- myndunarviðræður," svaraði formaðurinn brosleitur og bætti við: „Ég hygg að Jón Baldvin eigi langt í land með það að eiga möguleika á því að verða forsætis- ráðherra." Þorsteinn var spurður um það hver væri höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins í dag. Hann sagði að Alþýðubandalagið hefði um áratugaskeið verið höfuðand- stæðingurinn, en það væri ekki þess verðugt lengur að hafa það sæmdarheiti, „þar sem það lifði í pólitísku tilgangsleysi". Á meðan Alþýðubandalagið er í þessari lægð eigum við enga alvöru and- stæðinga, en við eigum keppi- nauta,“ sagði Þorsteinn. Sjá myndir og frásagnir af landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins á bls. 22, 23, 24 og 25. Akureyri; 10af 11 raf- virkjum hættir störfum í Slipp- stöðinni TÍU AF ellefu rafvirkjum í Slipp- stöðinni hf. eru nú hættir störf- um vegna deilna um launakjör. Rafvirkjarnir mættu ekki til vinnu á fimmtudagsmorguninn. Sá ellefti, sem enn er við störf, er verk- stjórinn og hefur honum nú verið falið að ráða menn í stað þeirra sem hættu. Mennimir sögðu allir upp fyrir þremur mánuðum og hættu því á löglegan hátt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.