Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987. 13 Nýir tímar í háskólaráði eftir Valborgu Þ. Snævarr Á næstunni verður gengið til kosninga meðal stúdenta í Há- skóla Islands til stúdentaráðs og háskólaráðs. Vaka, félag lýðræð- issinnaðra stúdenta, býður fram lista, þéttskipaðan fólki sem starf- að hefur innan deildarfélaga skólans. Fólki, sem hefur reynslu af hagsmunabaráttu stúdenta á öðrum vettvangi. Á því háskólaári sem í hönd fer verða liðin þrjátíu ár frá því að fyrsti fulltrúi stúd- enta tók sæti í háskólaráði og þar með þtjátíu ár frá því stúdentar fengu að taka þátt í æðstu stjórn háskólans. Var það Vökumaður- inn og laganeminn Bjarni Bein- teinsson sem var fyrstur til setu í ráðinu. Nú, þrjátíu árum síðar, skipar einnig laganemi fyrsta sæti Vökulistans, en mikið eru tímarnir breyttir! Nú eiga stúdent- ar fjóra fulltrúa í háskólaráði og á Vökulistanum skipa konur þtjú efstu sætin. Gott starf Vökumanna Störf og skipan háskólaráðs eru ákveðin í lögum 77/1979 og reglu- gerð 78/1979 og eru þar margvís- leg ákvæði um hin ýmsu störf þess. Meginhlutverk þess kemur fram í 2. mgr. 2. gr. en þar seg- ir: „Háskólaráð hefur, svo sem lög mæla og nánar segir í reglugerð- um, úrskurðarvald í málefnum háskólans og háskólastofnana og vinnur að þróun og eflingu þeirra." Þar eiga sæti auk rektors deildarforsetar, fulltrúar háskóla- kennara og stúdenta. Stúdentar. hafa þar fullt málfrelsi, tillögurétt og atkvæðisrétt. Eins og Ijóst er af framansögðu skiptir það venj- legu máli hveijir veljast inn í háskólaráð sem fulltrúar stúd- enta. Sem dæmi um starf stúdenta innan ráðsins vil ég nefna tvær tillögur sem bornar voru fram af fulltrúum Vöku sl. vetur og hlutu jákvæðar undirtektir háskólaráðs- manna. Ber þar fyrst að nefna tillögu um stofnun sáttadóms, en sáttadómur skal vera einhvers konar hlutlaus „dómstóll" sem stúdentar geta leitað til er upp kemur ágreiningur við kennara. Ljóst er að meðferð slíkra mála í deildarráðum er ákaflega við- kvæmt mál og erfitt fyrir þá er þar sitja að taka hlutlausa afstöðu í málum er varða starfsfélaga eða nemendur og fyrir fulltrúa stúd- enta, félaga. Þarna myndi sátta- dómur vera lausn sem allir aðilar ættu að geta sætt sig við. Annað mál sem nefna má er tillaga um aðgerðir gegn kennurum sem ekki skila prófum af sér innan tilskilins frests, sem er, skv. 49 gr. háskóla- laga, þijár vikur. Ljóst er að dráttur á vitneskju um gengi í prófum er óþolandi fyrir stúdenta, sem þurfa að geta skipulagt líf sitt rétt eins og annað fólk. Því miður eru þess dæmi að menn hafi þurft að bíða í fleiri mánuði eftir vitneskju um hvort þeir hafi staðist próf eða ekki, og þar með þurft að endurtaka próf á tíma sem hefur komið sér illa fyrir þá með tilliti til próftöku í öðrum greinum. Bæði þessi mál sem hér voru nefnd eru ákaflega mikilvæg og mikil rcttlætismál fyrir stúd- enta. Ábyrg- þátttaka í stjórn HÍ Athyglisvert er að fulltrúar Vöku og háskólarektor lögðu þessar tillögur fram í sameiningu. Sýnir það vel að fulltrúar Vöku hafa notið trausts innan háskóla- ráðs, verið ábyrgir þátttakendur í æðstu stjórn háskólans. Á sama tíma barðist meirihluti Vöku og Stíganda fyrir því í stúdentaráði að útiloka pólitíska umræðu frá stúdentaráði og að þar færi ein- ungis fram umræða sem beint snerti hagsmuni stúdenta. Eg held að stúdentar vilji almennt slíka markvissa hagsmunabaráttu og ábyrga forystu sem tekst á við þau mál sem stúdenta varða, í stað þess að eyða orkunni í pólitískt fjas sem engan árangur ber. Nái ég kjöri sem fulltrúi stúd- enta í háskólaráði vil ég beijast fyrir hagsmunum stúdenta á sama grundvelli og gert var í vetur. Það verður erfitt að taka sæti Eyjólfs Sveinssonar, fráfarandi fulltrúa, sem naut einstaks trausts jafnt stúdenta sem annarra. Frambjóð- andi til háskólaráðs getur í raun aðeins gefið eitt raunhæft kosn- ingaloforð: Að standa vörð um hagsmuni stúdenta í þeim málum er fyrir ráðið kemur og þá varða, að undirbúa sín mál af kostgæfni og vanda til kynningar þeirra fyr- ir ráðinu. Því ekki má gleyma að það eru margir sem þarf að sann- færa til að mál nái samþykki í háskólaráði, st.údentar eru þar í minnihluta. Heilsugæsla og bókaforlag Þau mál sem ég hef sérstakan áhuga á að vinna að eru t.d. stofn- un Heilsugæslustöðvar háskólans og stofnun Bókaforlags háskól- ans. Tillaga var lögð fram í háskólaráði um hið fyrrnefnda í vetur af fulltrúum stúdenta og hlaut hún góðar undirtektir þar. Kæmi þetta sérstaklega þeim sfudentum til góða sem koma utan af landi. Einnig ættu læknanemar að njóta góðs af starfsþjálfun Valborg Þ. Snævarr þeirri sem þeir gætu fengið á slíkri háskólastofnun. Tengt þessari til- lögu er sú hugmynd mín að stúdentar og starfsmenn háskól- ans nytu forgangs að tannlækna- þjónustu þeirri er tannlæknadeild stendur fyrir með verkþjálfun stúdenta þar. Þannig myndu þeir miklu fjármunir sem fara til tækjakaupa í þeirri deild einnig nýtast öðrum stúdentum, þótt á óbeinan hátt sé (eða einmitt bein- an??). Þessu máli vildi ég gjarnan fá tækifæri til að vinna að. Hitt málið sem ég nefndi, stofnun há- skólaforlags, er ekki nýtt af nálinni. Slíkar hugmyndir hafa oftlega borið á góma bæði meðal stúdenta og kennara. Ljóst er að ástand í námsbókamálum er alls ekki gott, og jafnvel afleitt í sum- um deildum. Erfitt er fyrir marga fræðimenn háskólans að fá útgef- in rit sín og takist það eru ritlaun oftlega lítil sem engin. Slíkt getur varla haft hvetjandi áhrif á menn til að skrifa kennslurit. Sú hlið er snýr að stúdentum er ekki betri. Erfitt er oft að ná í kennslubækur, þær eru uppseldar, úreltar eða í versta falli hafa aldr- ei verið skrifaðar. Þetta er alger- lega óviðunandi ástand. Tölvutæknin opnar nýjar leiðir í sambandi við bókaforlagið. Nú eru margir prófessorar „tölvuvæddir", háskólinn á laser-prentara sem hægt er að nýta í þessu skyni — nú er hægt að gefa út bækur með tiltölulega litlum tilkostnaði. Stofnun bókaforlags er því hug- mynd sem athuga þyrfti gaum- gæfílega aftur, í ljósi breyttra aðstæðna. Fleiri málum mætti hreyfa við en hér verður látið við sitja. Víðsýni og frjálslyndi Vaka er félag lýðræðisinnaðra stúdenta, félagsskapur sem stofn- aður var m.a. í þeim tilgangi að efla víðsýni og fijálslyndi í stjórn- málaskoðunum meðal stúdenta. Fulltrúi Vöku í háskólaráði hlýtur að starfa í samræmi við þetta. Hann hlýtur að starfa í þágu stúd- enta samkvæmt sinni bestu samvisku, með hagsmuni stúd- enta að leiðarljósi. Þar mega engin önnur sjónarmið, pólitísk eða eigin hagsmunir liggja að baki. Máli mínu til skýringar vil ég nefna nýlégt dæmi af vettvangi háskól- aráðs um fjökiatakmarkanir í tannlæknadeild. Nýlega kom til kasta háskólaráðs að ákveða hvort fjölga ætti þeim stúdentum sem fá að setjast á annað námsár í þeirri deild. Nú er það yfírlýst stefna Vöku að vera á móti íjölda- takmörkunum. Ég sem Vökumað- ur tek undir þá stefnu og myndi beijast grimmt gegn slíkum að- gerðum ef þær bæri á góma varðandi flestar deildir háskólans. En í tannlæknadeild eiga önnur sjónarmið við. Þar er kennsla að miklu leyti verkleg, kennslutæki stór og dýr og því takmarkaður fjöldi sem aðgang getur háft að þeim. Fjölgun umfram það sem deildin getur annað myndi því hafa neikvæð áhrif á aðbúnað stúdenta í deildinni og jafnvel á gæði náms þeirra. Þannig fjölgun þjónaði því varla hagsmunum þorra stúdenta deildarinnar og því hefði ég greitt atkvæði gegn fjölg- un í slíku tilviki í samræmi við það sem að framan sagði. Þetta er ábyrg og víðsýn afstaða og á þennan hátt teldi ég mig best vinna í anda þeirra hugsjóna sem vaka byggir á. Vaka er valið Að lokum vil ég hvetja stúdenta til að fjölmenna á kjörstað hinn 12. mars og greiða atkvæði um það hvernig standa eigi að þeirra eigin hagsmunabaráttu. Munið að hlutimir gerast ekki sjálfkrafa, það skiptir máli hveijir veljast til forystu í þessari baráttu. En hafíð í huga að þeir sem vilja framhald á þeirri málefnalegu hagsmuna- baráttu sem stúdentaráð stóð fyrir í vetur, velja Vöku. Þeir sem eru hlynntir ópólitískum 1. des.-há- tíðahöldum, velja Vöku. Þeir sem vilja sterka forystu manna sem reynslu hafa af störfum innan deildanna, velja Vöku. Þeir sem vilja ábyrga þátttöku stúdenta í háskólaráði, sjálfstæðan tillögu- flutning og sjálfstæða afstöðu stúdenta, velja Vöku. Höfundur er laganemi og skipar 1. sæti Vökulistans til háskólaráðs. NISSAN SUNNY SÝNING LAUGARDAG OG SUNNUDAG FRÁ KL. 14-17 54ra manna dómnefnd bílagagnrýnenda íJapan kaus einróma NISSAN SUNNY bíl ársins 1987 Hinn mikli tónsnillingur Jónas Þórir held- ur uppi stuðinu á Roland píanói frá Rín. M 1957-1987^1/ % 30 B |H INGVAR HELGASON HF. ■■■ Sýningarsalurinn Rauðagerði, simi 33560.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.