Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 59 Kveðjuorð: Tómas Sigurgeirs- son á Reykhólum Fæddur 18. apríl 1902 Dáinn 17. febrúar 1987 Það er blandið þungum trega, að sjá hópinn gisna og strjálast með hverju árinu sem líður. Sjá fram á að innan fárra ára stendur enginn okkar uppi, sem byrjuðum að búa í Reykhólasveit fyrir 1940. En þannig er og verður gangur lífs- ins. Tómas á Reykhólum var elstur karla og næstelstur bænda í Reyk- hólasveit þegar hann féll frá eftir tveggja mánaða legu á Sjúkrahúsi Akraness. Það er efni í þykka bók, ef rekja ætti þá þróun, þær breyt- ingar allar sem við höfum lifað og hann tók meiri og minni virkan þátt í um 60 ára skeið, frá því hann fluttist í sveitina 1926. Sumar og margar hveijar í framfaraátt, en aðrar til auðnar og hnignunar, sem ekki sést enn hvort tekst að sporna gegn. Ætti ég að lýsa Tómasi með einni setningu, gefa honum ævieinkunn, yrði hún á þá leið, að hann vék aldrei af verðinum, ekki frekar en Sveinn Dúfa. Stóð ávallt bjargfast- ur í stöðu sinni. Tómas var fyrr á árum virkur í Ungmennafélaginu Aftureldingu, var í stjórn, lék á leiksýningum þar og seinna oft í leikfélaginu Ulfi skjálga. Var í stjórn Ræktunarsam- bandsins, lengi í stjórn Búnaðarfé- lags Reykhólahrepps og virkur og virtur félagi alla tíð. Var á þriðja kjörtímabil í hreppsnefnd, eða til 1942 að hún var öll endumýjuð. Var í nokkrum nefndum öðrum og langalengi í kjörstjórnum í sveitinni. Oðrum ævistörfum gegndi hann hveiju einu uns hann þraut krafta. Var kjöthöggsmaður og saltari hjá Kaupfélagi Króksfjarðar svo af bar og víða var til vitnað. Einnig ullar- mats- og ullarmóttökumaður kaupfélagsins. Forstöðumaður úti- bús K.K. á Reykhólum frá önd- Fæddur 6. maí 1942 Dáinn 5. febrúar 1987 Mig langar að minnast vinar og mágs, Guðmundar Guðmundssonar bifreiðastjóra, með nokkrum orðum. Þegar sest er niður og hugleitt hvað segja skal hrannast upp minn- ingar svo manni verður orða vant. Gummi átti margar tilfínningar í bijósti mínu og barna minna. Meðan ég bjó fyrir austan fjall þurfti ég að ferðast mikið á milli á bílum í misgóðu ástandi. Hversu oft skreið ekki Gummi undir bíl fyrir mig eða þá var á kafi ofan í vél og skipti um platínur og kerti og lagfærði annað sem ég kann ekki að nefna. Ég átti þarna góðan að og alltaf var hann boðinn og búinn að hjálpa mér þegar svona stóð á. Hann var mikill hagleiks- maður á vélar og meðhöndlaði þær með varfæmi líkt og lifandi verur með sál. Eftir að við Óli fluttum í bæinn myndaðist gott samband milli hans og barna minna og þá sérstaklega milli hans og yngstu dóttur minnar. Þeir eru ófáir bíltúr- arnir sem þau tvö fóru og var ekinn sérstakur Tobbuhringur sem þau áttu tvö fyrir sig. Að lokum votta ég sonum hans, Súsönnu, Fanneyju og bræðrum hans, svo og öllum öðrum ástvinum, samúð mína. Eyba Það er eKkert svo illt af sköpun- arverki Drottins að ei sé ástæða fyrir öllu því sem hann lætur frá verðu. Forðagæslumaður í Reykhólahreppi í marga áratugi, uns sjóndepran hindraði. Sama gegndi um kirkjukórinn. Og eigin búi bjó hann lengur en skikkanleg geta leyfði. Það fór ekki fram hjá neinum sem til þekkti. Þar voru hjónin samtaka til hins ýtrasta, eins og við hvaðeina annað. Þremur störfum stóð Tómas í uns yfir lauk. Hann var meðhjálpari við Reykhólakirkju seinustu 20 árin, póstafgreiðslumaður og formaður stjórnar Sparisjóðs Reykhóla- hrepps. Fyrir nokkrum árum var sjónin næstum þorrin. Ekkert nema ódrepandi seiglan og skylduræknin hélt honum við efnið. Þá var ráðist í endurtekna augnaðgerð og hann fékk verulega sjón aftur og fögnuðu því allir sem þekktu til. Tómas var orðinn lúinn og gigt- veikur eftir þrotlaust erfiði langrar ævi. Þar við bættist sú hjartaveikl- un, sem reyndist honum þyngst í skauti að lokum. Næstum beygður í vínkil þegar fastast svarf að, áður líka næstum blindur. Samt stóð hann óhikað í stöðu sinni í sérhvert sinn sem hringt var til kirkju á Reykhólum, í sérhvert sinn sem bæn var lesin við kórdyr. Tómas var sonur bændahjóna í Stafni í Reykjadal í Suður-Þingeyj- arsýslu, Sigurgeirs Tómassonar og Kristínar Ingibjargar Pétursdóttur, einn af stórum hópi manntaksmik- illa bræðra. Hann nam við Bænda- skólann á Hólum. 24 ára fluttist hann vinnumaður að Miðhúsum í Reykhólasveit. Fjórum árum seinna kvæntist hann ekkju Þórarins bónda á Miðhúsum Arnasonar, 5 barna móður, Steinunni Hjálmars- dóttur, skagfirskri atgerviskonu, sem upprunnin er á Þorgautsstöð- um, afdalabýlinu forna sem Kristján Eldjárn gerði frægt í einni af sínum ágætu bókum. Þau bjuggu á Miðhúsum til 1939, sér fara, en vegir Drottins eru órannsakanlegir og oft er betra að sætta sig við gjörðir hans en reyna að skilja því hans er mátturinn og dýrðin. Guðmundur Guðmundsson bróðir minn hefur verið tekinn frá okkur og þó söknuðurinn sé mikill við frá- fall ættingja og vinar þá get ég glaðst yfir því að í konungsríki Drottins fær hann að njóta alls þess sem jarðneskt líf gat ekki veitt honum. Allt sitt líf vann Guðmundur við stjórn á vinnuvélum og leigubíla- akstur en auk þess að vera mjög fær stjórnandi véla og bíla var hann hagleiksmaður í viðgerðum bifreiða og þó hann hefði það ekki sem at- vinnu þá voru þær ófaar stundirnar sem maður sá hann bogra yfir biluð- um vélarhlutum í bifreiðum vina sinna og vandamanna. Maður kom aldrei að tómum kofunum hjá hon- um ef þörf var á hjálp eða leiðsögn við hinum og þessum gangtruflun- um bifreiðar sinnar. Vélar voru hans sérsvið og á því var hann eft- irsóttur af mörgum. Ég kynntist Guðmundi ekki eins náið og ég vildi hafa, til þess var of mikill aldursmunur á milli okk- ar, en þrátt fyrir það minnist ég þess með gleði er hann tók mig upp á arma sína, sautján ára gamlan nýkominn með bílpróf, og fór með mig í marga bíltúra til að æfa öku- leikni mína. Þar í innviðum bílsins kynntist ég persónunni Guðmundi eins og ég mun ávallt minnast hans; hjálplegur, kátur og fórnfús, og hann veigraði sér ekki við að lána mér bílinn sinn, óvönum bílstjóran- um. Við ræddum margt og mikið á að þeim var byggt út og þau fluttu að næsta bæ, Reykhólum. Þar fengu þau hálfa jörðina í fyrstu. Ábúðin var ótrygg. Ríkið átti jörð- ina, lagði langt til helming heima- landsins til tilraunastöðvar. Hitt til Landnáms ríkisins. Fljótlega byggði Tómas íbúðarhús og óumflýjanleg peningshús og hélt búi sínu. Éinnig hafði hann eyjagagn og hlunnindi Reykhóla á leigu sum árin, beit, selveiði og æðarvarp, en þeim gæð- um öllum var hann vanur frá Miðhúsum og kunni vel með að fara. Snillingur að verka selskinn. í fyllingu tímans átti hann kost á nýbýli (Mávavatni) frá Landnámi ríkisins. Afsalaði því til sonar síns, en fékk sjálfur túnskák á erfðafestu og hélt nokkru túni í lausri leigu. Þetta var hvorki heilt né hálft, en vandist og varð að duga. Þeir feðg- ar höfðu löngum samvinnu um margt við búskapinn. Tómas var natinn búmaður og búnaðist vel fyrr og síðar. Aðstaðan til ábúðar á Reykhólum fyrirmunaði honum að „búa um sig“ eins og hann hefði helst kosið. Hvergi mátti byggja neitt varanlegt. Tilfínnan- legast var hlöðuleysið og mest til ama. Þessi aðstaða öll varð þess valdandi, að drjúgur hluti af erfiði um dagana varð við störf í almanna þessum tíma okkar og aldrei fann ég annað en mínar skoðanir væru til jafns við hans, það var mikil- vægt fyrir mig að finna það við upphaf fullorðinsára minna, á þessu tímabili kom hann mér í föðurstað. Guðmundur náði ekki að lifa fulla mannsævi og það er erfitt að sætta sig við að ætlunarverki hans hér á jörðu hafí verið lokið en lífíð er ekki sjálfgefið og við þurfum að vera þess viðbúin að dauðinn sæki okkur hvenær sem er. Gummi kem- ur ekki aftur en lát hans kennir mér að byrgja ekki ást mína til vina og vandamanna niðri þar til það er of seint. Ég elskaði Gumma bróð- ur en ég tjáði það honum það aldrei, ég vil ekki falla í þá gröf aftur. Að lokum vil ég senda öllum hlut- aðeigandi mínar innilegustu samúðarkveðjur. Gísli Guðmundsson þágu. Steinunn. var hans önnur hönd við búskapinn. Harðdugleg búhyggjukona, útsjónarsöm og framsýn. Þau voru greiðug og gestrisin og oft kom í þeirra hlut að halda uppi sóma staðarins, enda heimilið í þjóðbraut. Og sem meira var. Það var alla tíð heimiii barn- anna hvar sem bú þeirra stóð, barnabarnanna og barnabarna- barnanna og Tómas elskaður afi alls skarans. Og það segir sína sögu, að mörg barnabörnin að sunnan hafa sest að í nýbyggðinni á Reyk- hólum. Tómas var maður hinn gjörvuleg- asti. I hærra meðallagi, ætíð fremur grannholda, liðlega vaxinn og bar sig vel. Þó fremur hæglátur í hreyf- ingum og framkomu. Hárið skollit- að jarpt og hélt sér tiltakanlega vel. Hafði ætíð yfirskegg. Andlits- fríður og svipgóður, enda glaðvær geðspektarmaður. Ræðinn, söngv- inn, kvæðamaður góður og kunni fjölda af vísum og hafði á hrað- bergi við hverskonar tækifæri. Laginn í höndunum, vandvirkur, vel verki farinn og vannst vel. Börn Tómasar og Steinunnar eru: Kristín Ingibjörg yfirljósmóðir á Landspítalanum, nú gift Mána tónlistarmanni Siguijónssyni; Sig- urgeir bóndi á Mávavatni, kvæntist Dísu Ragnheiði Ijósmóður Magnús- dóttur frá Hólum í Reykhólasveit sem nú er látin. Barnabörn Tómas- ar eru fjórir synir þeirra: Tómas, Magnús, Valgeir og Egill. Stjúpbörn Tómasar eru: Lilja Þórarinsdóttir húsfreyja á Grund, gift Olafi bónda þar Sveinssyni, þau eiga tvo syni, Guðmund og Unn- stein Hjálmar; Þorsteinn járnsmiður Þórarinsson í Reykjavík, kvæntur Fædd 22. nóvembcr 1886 Dáin 10. febrúar 1987 Það er svo stutt síðan við tókum þátt í 100 ára afmælinu hennar ömmu. Nú er hún farin yfir móðuna miklu. Hún fæddist á Sléttaleiti í Suðursveit, dóttir hjónanna Ragn- hildar Þorsteinsdóttur og Þórðar Arasonar. Ellefu ára skilur hún við móður sína. Orð Matfhíasar Joc- humssonar geta orðið hennar eigin. Eg gekk svo erfiðan ævistíg |iví ellefuvetra kvaddi ég þig. Ég man þau ár, og ég man þau tár ég man þau brennandi hjartasár er kom ég og kvaddi þig aftur. Hún elskaði sveitina sína heitt og margar sögur sagði hún okkur þaðan, hún var alin upp í Skafta- felli í Öræfum. Ég fór þangað með henni, þá voru liðin 50 ár frá því hún fór þaðan. Það var skemtilegt þegar hún hitti Jón Stefánsson í Skaftafelli aftur og ég labbaði með þeim, hún þekkti hveija þúfu og þau riíjuðu upp liðna tíð. Það var sem hún hefði aldrei farið burt. En hún fór burt um tvítugsaldur til Eskifjarðar, þar sem hún hélt að væru betri kjör, hugur hennar stefndi hátt, því hún var vel greind kona, hógvær en framsýn. Þar hitt- ir hún Bjöm Árnason sem síðar varð afi minn. Þau lifðu ekki við mikinn auð, því þá var erfitt að lifa á Eskifirði, en alltaf var eitthvað eftir öðmm til handa. Án efa fáir, það er mín trú sér áttu göfugra hjarta en þú það vakti mér löngum lotning; í örbirgðamestu þú auðugust varst, og alskyns skapraun og þrautir barst, sem værir dýrasta drottning. Þau eignuðust þijú böm, hún og afi, þau tóku líka tvö önnur, mig og Hauk bróður, og ólu okkur upp því alltaf var eitthvað til að gefa. Böm mömmu urðu ellefu, og emm við öll sammála um hvað við áttum mikið þar sem amma og afi vom, því þar var alltaf griðastaður, í þeirra húsi, Brú Eskifirði, þar var okkur bent fram á leið, við hugguð og hughreyst. Já, margir áttu þar athvarf inni því þau gáfu mikið af auðlegð sinni, sem ávalt inni fyrir Hallfríði Guðmundsdóttur, þau eigá þijú böm, Þórarin, Steinunni og Sigvalda; Sigurlaug Hrefna Þórar- insdóttir húsfreyja í Kópavogi, gift Hendriki Rasmus tónlistarmanni, þau eiga þijú börn, Hugo, Stein- unni ogTómas; Anna Þórarinsdóttir húsfreyja og smiður í Kópavogi, gift Hauki smið Steingrímssyni, þau eiga fimm syni, Tómas, Steingrím, Hjört, Sverri og Einar; Hjörtur kennari og framkvæmdastjóri Þór- arinsson á Selfossi, kvæntur Ólöfu skólastjóra Sigurðardóttur, þau eiga kjördóttur, Sigi'únu. Bændurnir í Reykhóiasveit, eldri ogyngri samferðamenn, hafa áreið- .inlega ekki gert það endasleppt, heldur fylgt félaga sínum síðasta spölinn að gröfinni í kirkjugarðinum á Reykhólum, þar sem hann átti svo miirg handtiikin og sporin. Ég gat ekki fyllt flokkinn, en notaði jarðarfarardaginn 21. febrúai^* þorraþrælinn 1987, til að raða sam- an þessum kveðju- og minningar- orðum. Pað var vorið sem sjón Tómasar var döpmst, tæpu ári fyrir lækning- una, að ég talaði við hann í síma þegar ég kom heim frá Reykja- lundi. Þá sagðist hann hafa verið að horfa upp til fjallsins og séð að hlíðin var orðin græn. Ég varð hugsi og hljóður yfir þessari frétt, þessari náðargáfu blinda bóndans, að sjá sólina skína á grænar hlíðar. Því hugsa ég að nú þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur, hvorki af sjón hans né hinu, hvað hann hefir að horfa á. Þar hlýtur að vera orðið bjart yfir grænum hlíðum. Blessuð sé minning Tómasar á Reykhólum. Játvarður Jökull Júlíusson bjó. Allir sem kynntust þeim fóru ríkari frá þeim. Kynslóðabil þekkt- ist þar ekki. Mín börn voru þakklát fyrir að fá að kynnast þeim, sér- staklega ömmu sem dvaldi tvo vetur hjá okkur, hún ræddi við þau um alla heima og geima, og oft kom hún mér til að hugsa um, að lífið er ekki bara vinna og strit, því auðlegð getum við átt innra með okkur og sæl væri ég ef ég gæti látið það ljós loga til minna afkom- enda, sem hún tendraði með sínu lífi. Síðustu ár dvaldi amma í Sjúkra- húsi Neskaupstaðar, þar veit ég hún skildi eftir nokkra gullmola, öllum þótti vænt um hana og önnuðust hana vel, þökk sé þeim. Ég kveð þig móðir í Kristi trú, scm kvaddir forðum mig sjálfan þú i þessu þrautanna landi. Þú fagra Ijós, í Ijósinu býrð, nú gleðst um eilífð þinn andi. Ég hef hér notað erindi ór kvæð- inu Móðir mín eftir Matthías Joohumsson, kvæði sem hún sjálf unni svo heitt, svo Ijóðelsk sem hún var. Hvíli hún í friði og hafi þökk fyrir allt. Birna Zóphaníasdóttir A Guðmundur Guðmunds- son — Kveðjuorð Steinunn Þórðar- dóttir — Minning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.