Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 Kjúklingabaunir Kjúklingabaunir eru fræ einærs greinótts runna, sem þrífst vel á þurrum og hálfþurrum svæðum hitabeltislanda eða landa þar í grennd. Þessar baun- ireru mjög kolvetnaauðugar, ríkar af B-l-vítamíni (thiamin), járnauðugar og steinefnaríkar. aumrnar eru mikið ræktaðar í Mexíkó og Rómönsku Ameríku, en eru mjög mikið ræktaðar í Indlandi, einkum við Bengalflóa, þar sem þær eru mest ræktaði belgávöxturinn. Þær eru einnig ræktaðar og mikið notaðar í arabalöndunum. Þar eru baunirnar klofnar ' og hýðið fjarlægt, síðan eru þær stappaðar og notaðar í ýmsa rétti. Þekktastur mun vera rétturinn „Hummus“, sem er víða notaður með grænmeti og pítubrauði. Ymis nöfn eru notuð yfir þessar baunir eftir löndum, en þó mun arabíska orðið hummus vera þekktast, enda ber sá frægi fyrrnefndi rétt- ur það nafn óbreytt. A Indlandi eru baunirnar nefndar Chana dal, en hér á norðurslóðum kalla Danir þær Kikærter, Breta Chick- pea, íslendingar- kjúklinga- baunir, en sunnar, t.d. á Spáni, eru þær nefndar Gar- bonso og á Ítalíu Ceci og svona mætti lengi telja. Sums staðar eru þessar baunir borðaðar ferskar eða niðursoðnar, en við fáum þær þurrkaðar og yfirleitt af- hýddar, enda eru þær víðast notaðar þannig. Leggja þarf baunirnar í bleyti 12 tíma fyrir suðu, og drekka þær í sig mikið vatn og tútna út. Hæfilegt er að setja 2—3 hluta af vatni á móti 1 hluta af baunum. Hæfilegur suðu- tími er 1 'fa klst. en þæi' verða aldrei mjúkar, en bragðgóðar með eins konar hnetukeim. Varla er hægt að ofsjóða baunirnar, þær tapa seint lögun og bragði. Við ættum að gera meira af því að nota þessar baunir, t.d. saman við pottrétti, en þar eiga þær mjög vel við. Gaman er að strá soðnum kjúklingabaunum yfir slíka rétti í stað hneta, sem við notum oft til slíks. Baunirnar eru líkar hesli- hnetum að lögun, gulbrúnar en einnig er til brúnt af- brigði. Víða í Mið-Austurl- öndum eru baunirnar ristaðar, malaðar og notaðar saman við hveiti. Þar er líka búið til brauð úr möluðum kjúklingabaunum og steikt í feiti. Birtist uppskrift af því brauði hér í kaflanum, en það heitir „falafel". Kjúklingabaunakökur (falafel) 500 g kjúklingabaunir 2 stórir laukar 2 hvítlauksgeirar V2 tsk. korianderduft (fæst hjá NLFÍ) 2 tsk. kúmen V2 tsk. lyftiduft V2 tsk. salt cayennepipar milli fingurgó- manna 1 msk. söxuð fersk steinselja eða 2 V2 msk. þurrkuð V2— 1 lítri matarolía til að steikja úr 1. Leggið baunimar í bleyti í IV2 lítra vatns. Látið vera í vatninu í 24 klst. Hel- lið þá á sigti og látið renna vel af þeim. 2. Notið kvörn, ef þið eig- ið hana, annars er hægt að setja baunirnar í stykki eða plast og slá á þær með kjöt- hamri. Meijið baunirnar mjög fínt. 3. Rífið laukinn á rifjámi og meijið hvítlauksgeirana, setjið saman við baunastöpp- una ásamt lyftidufti, salti, korianderdufti og cayenne- pipar. Setjið síðan kúmen út í. Gott er að steyta kúmenið í morteli, en það er ekki nauðsynlegt. Setjið steinselju út í. 4. Hrærið þetta allt vel saman, látið standa í skálinni í V2 klst. 5. Mótið nú kúlur úr stöpp- unni með höndunum. Stærð þeirra á að vera á stærð við valhnetu. Þrýstið síðan ofan á kúlurnar þannig að þarna myndist flatar kökur um 5 sm í þvermál. Þetta verða um 50—60 kökur. Látið kök- urnar standa á borðinu í 40—50 mínútur. 6. Hitið matarolíu, steikið síðan 2—3 kökur í einu í feit- inni í 2—3 mínútur. Snúið við þegar fyrri hliðin er orðin steikt. 7. Hitið bakarofn, setjið kökurnar á eldfast fat í baka- rofninn meðan þið eru að steikja hinar kökurnar, svo þær haldist heitar. Berið fram með gúrku- og tómatsalati, gjarnan í sítrónu/olíusósu (ekki may- onaise). Einnig er gott að búa til sósu úr jógúrt, súr- • mjólk eða sýrðum ijóma og setja grænmeti út í. Hægt er að nota tiibúna ídýfu. Idýfa úr kjúklingabaunum og sesamsinjöri 250 g kjúklingabaunir 7 dl vatn V2 tsk. salt safí úr 2 stórum sítrónum 2—3 hvítlauksgeirar IV2 dl sesamsmjör (fæst í heilsufæðisbúðum) 1 msk. matarolía 1 tsk. paprikuduft smágrein fersk steinselja 1. Þvoið kjúklingabaun- irnar úr mörgum vötnum. 2. Sjóðið baunirnar í vatn- inu sem þær lágu í bleyti í, í IV2 klst. 4. Hellið vatninu af baun- unum, setjið þær í kvörn (mixara) eða metjið á annan hátt. 5. Afhýðið hvítlauksgeir- ana, meijið síðan og setjið út í baunamaukið. 6. Setjið sesamsmjörið og sítrónusafann út í bauna- maukið og hrærið vel saman. Setjið i skál. 7. Setjið paprikuduftið út í matarolíuna, hellið því síðan ofan á það sem er í skálinni. 8. Saxið steinseljuna og stráið yfir. Berið fram með hráu grænmeti, t.d. gulrótum, radísum, gúrkum, steinselju, papriku eða grófu brauði eða kexi. Pítubrauð er mjög gott með þessu. ídýfa úr kjúklinga- baunum (hummus) 250 g kjúklingabaunir 7 dl vatn til að leggja baun- irnar í bleyti í 1 hvítlauksgeiri 1 lítil dós júgúrt án bragð- efna safí úr V2 sítrónu 2/s tsk. salt V8 tsk. nýmalaður pipar V2 tsk. savory (krydd) V4 tsk. paprikuduft 1. Skolið baunirnar úr mörgum vötnum. Leggið þær síðan í bleyti í vatnið í 12 klst. 2. Setjið baunirnar ásamt vatninu í pott, skerið hvítlaukinn smátt eða meijið hann og setjið saman við. Sjóðið við hægan hita í IV2 klst. 3. Hellið vatninu af baun- unum, geymið 3 msk. af því. Stappið baunirnar síðan eða setjið í kvöm (mixara). Setjið 3 msk. af vatninu sam- an við. 4. Setjið jógúrt, sítrónus- afa, salt, pipar og savory út í baunamaukið og blandið vel saman. Setjið í skál, stráið paprikudufti yfir. Berið fram heitt eða kalt. Meðlæti: Hrátt niðurskor- ið grænmeti, t.d. gulrætur, sellerístönglar, radísur, gúrkur, einhverskonar snakk, gróft kex eða sem fylling í pítubrauðið. Pottréttur úr kjúklinga- baunum með lambakjöti Handa 5 250 g kjúklingabaunir 7 dl vatn 1 kg smátt skorið fítulítið súpukjöt (lamba) 6 dl vatn til að sjóða kjötið í 2 msk. sesamolía eða önnur matarolía 1 tsk. salt 1 meðalstór laukur safi úr V2 sítrónu 1 lárviðarlauf V2 tsk. turmerik (gult krydd, fæst víða, ódýrt) V2 tsk. paprikuduft V2 tsk. kanilduft 5 radísur (má sleppa) 1. Þvoið baunirnar úr mörgum vötnum. Leggið í bleyti í vatnið í 12 klst. 2. Setjið baunirnar ásamt vatninu í pott og sjóðið við hægan hita í IV2 klst. 3. Hitið 6 dl af vatni, setj- ið salt, niðurskorinn lauk, sítrónusafa, lárviðarlauf, turmerik, paprikuduft og kanilduft út í. 4. Hitið matarolíuna og brúnið kjötið á öllum hliðum. Setjið síðan út í vatnið með kryddinu og sjóðið í 60 mínútur. 5. Hellið vatninu af baun- unum út í súpupottinn, setjið baunirnar í kvörn (mixara) eða meijið á annan hátt. Setjið síðan út í kjötpottinn. Látið sjóða upp. 6. Hellið bauna/kjötréttin- um í skál, skerið radísurnar í þunnar sneiðar og setjið ofan á. Berið fram með smurðu mjúku franskbrauði. Grænmetispottréttur með kjúklingabaunum 250 g kjúklingabaunir vatn til að leggja baunirnar í bleyti í 3 msk sesamfræolía eða önn- ur matarolía 2 stórar gulrætur 1 stór kartafla 1 stór rauð paprika 1 tsk. soðkraftsduft eða súp- uteningur (grænmetisten- ingur) V2 dl vatn 200 g ferskir sveppir meðalstór grein fersk stein- selja 1. Leggið baunirnar í bleyti í vatnið í 12 klst. Hel- lið þá vatninu af þeim. Þær á ekki að sjóða. 2. Skafið gulræturnar og skerið í þunnar sneiðar, af- hýðið kartöflurnar og rífið gróft á riQárni, takið stein- ana úr paprikunni og skerið í mjóa strimla. 3. Hitið matarolíuna í potti og sjóðið allt grænmetið í henni í 10 mínútur. Gætið þess að það brúnist ekki. 4. Leysið soðkraftsduftið upp í sjóðandi vatninu og hellið út í. 5. Þerrið sveppina vel og skerið í sneiðar. Setjið síðan sveppi og baunir saman við það sem er í pottinum. Hitið að suðumarki, en sjóðið ekki. Hellið síðan strax í skál og berið fram með grófu brauði. LL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.