Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 72
Feróaslysa 'trygging TJöfóar til JL Xfólks í öllum starfsgreinum! LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. ■ímpTUT er fyrir að fyrsta send- ~~ "íngin af miðum í Happaþrennu Háskólahappdrættisins seljist upp um helgina og fær happ- drættið ekki fleiri miða fyrr en í næsta mánuði. Fyrsti 500.000 króna vinningurinn kom upp um kl. 15.00 í gær og var sá miði keyptur í versluninni Neskjöri á Seltjarnarnesi. Það var Ursula Pálsdóttir, 59 ára gömul húsmóð- ir við Sörlaskjól, sem hafði heppnina með sér i það skiptið. Hún sagði í samtali við Morgun- Morgunblaðið/Ámi Sæberg Úrsula Pálsdóttir, hæsti vinningshafi Happaþrennunnar í gær, með ávísun upp á hálfa milljón króna. Með á myndinni eru sonur henn- ar, Jón Páll Hartmóðsson, kona hans, Júlía Yngvadóttir, og tvíbura- dæturnar Eva og Sif. Hafnarfj örður: Lögreglan breytti bláum .ljósum aftur í rauð LÖGREGLAN í Hafnarfirði hef- ur ekið um með blá ljós á þökum bíla sinna síðan 1. desember í fyrra, en fyrir skömmu var aftur skipt yfir í rauðu ljósin. Ástæðan var sú að aldrei höfðu gengið í gildi reglur um notkun bláu ljós- anna, eins og lögreglumenn þar héldu þó. Ingólfur Ingólfsson, yfirlögreglu- þjónn í Hafnarfirði, sagði að allt síðasta sumar hafi verið talað um að bláu ljósin ættu að koma í stað þeirra rauðu sem nú tíðkast. Lög- reglumönnum í Hafnarfirði hafi skilist að breyting þessi ætti að eiga sér stað 1. desember. Þá hafi verið hafínn undirbúningur fyrir breyt- inguna og meðal annars keyptir ljósakúplar í bláum lit. í lok nóv- ember hafí síðan verið skipt um ljósin. Eftir áramót fóru lögreglu- menn í Hafnarfirði hins vegar að velta því fyrir sér hvers vegna bláu ljósin væru ekki orðin allsráðandi í nágrannabyggðarlögum, en þá hafi komið í ljós að reglugerðin hafði aldrei tekið gildi. Hjá dómsmálaráðuneytinu feng- ust þær upplýsingar að bláu ljósin væru það sem koma skyldi, ekki aðeins á lögreglubílum, heldur einn- ig á öðrum farartækjum sem nota nú rauð blikkljós. Þessi breyting krefðist hins vegar mikils undirbún- ings og tími hefði ekki reynst nægur til að afgreiða málið á síðasta ári. Reglugerð um ljósin væri þó vænt- anleg á næstunni. ~ Þess má geta að allir lögregluT , bílar sem afgreiddir voru á síðasta ári eru með bláum ljósum. blaðið að vinningurinn kæmi sér vel þar sem hann hjálpaði henni að bjóða systur sinni og mági í heimsókn til íslands i sumar, en þau búa í Austur-Þýskalandi. „Ég keypti fyrst einn miða, þeg- ar ég var að versla í matinn, og fékk á hann 50 króna vinning,“ sagði Úrsúla. „Þá ákvað ég að kaupa annan miða fyrir vinninginn og hljóp aftur út í búð. Ég strikaði af honpm þar til að sjá hvort ég hefði haft heppnina með mér, en ég var ekki með gleraugun með mér svo ég hélt að ég hefði séð ofsjónir í fyrstu. Ég fékk síðan búðarmanninn til að líta á miðann, en hann trúði varla sínum eigin augum svo hann kallaði á búð- ardömuna til að staðfesta þetta,“ sagði Úrsula. Úrsula sagðist vera tvíburaamma og ætlaði hún að nota hluta vinn- ingsins til að gleðja þær Evu og Sif, sem nú væru orðnar tveggja ára. Úrsula er sjálf frá Austur- Þýskalandi en fluttist til íslands árið 1949. Hún sagðist starfa við eitt og annað tilfallandi, en starfaði nú við skúringar í Dómus Medica. „Við áttum von á góðum við- tökum, en þó ekkert þessu líkt. Þetta er stórkostlegt. Við sitjum hér á eintómum pappírum og pen- ingum og erum að keppast við að afgreiða,“ sagði Jóhannes L.L. Helgason, forstjóri Happdrættis Háskóla íslands, í samtali við Morg- unblaðið í gær. Þá var búið að afgreiða um 600.000 miða, en það er meira en helmingur þeirra miða sem til eru á landinu þannig að ef fram heldur sem horfír, verða allir miðar skyndi- happdrættisins, ein milljón að tölu, upp umir áður en helgin er úti. Jóhannes sagði að búið væri að panta fleiri miða frá Englandi, þar sem þeir eru prentaðir, en einhver bið verður á að landsmenn geti freistað gæfunnar aftur í Happa- þrennunni þar sem miðamir fást ekki afgreiddir fyrr en í apríl. Morgunblaðið/RAX Unnið að yfirbyggingu skemmtigarðsins í Hveragerði Skemmtigarðurinn í Hveragerði yfirbyggður ÞESSA dagana er unnið að því að „byggja“ yfir skemmtigarðinn í Hveragerði og er ráðgert að opna garðinn um páska, þá innan- dyra og upphitaðan og um það bil helmingi stærri en hann hefur verið til þessa. Eigendur Skemmtigarðsins hf. hafa gert kaupleigu- samning við Hveragerðishrepp um það svæði er tengir skemmti- garðinn og þjóðveginn. Tíu manns, undir stjóm Gísla Guðmundssonar, byggingameist- ara, hófust handa í byijun vikunn- ar við að reisa sperrumar fyrir yfírbygginguna og á þær verður látin innfluttur plasthiminn, sem er um 7.000 fermetrar að stærð. Hann er glær í grunninn svo dags- birtan geti notið sín innandyra, en þó verður ákveðin litadýrð í himn- inum með ýmsu skrauti í, að sögn Gísla. Vífíll Magnússon arkitekt er hönnuður yfírbyggingarinnar og er með þessum breytingum verið að gera fólki kleift að skemmta sér í skemmtigarðinum í hvaða veðri sem er. Þegar staðurinn yrði opnaður, yrði hann opinn allan ársins hring þar sem rigning og snjókoma ætti ekki að koma í veg fyrir aðsókn nú. Lyfjafræðingar kanna málssókn á hendur landlækni: Deili á fyrirkomulagið og hverf ekki frá því * + • - segir Olafur Olafsson landlækmr „ÞEIR RÁÐA hvað þeir gera. Ég bíð þá bara eftir málssókn ef af verður og legg þeim ekki línurnar í einu né neinu,“ sagði Ólafur Ólafsson landlæknir en á fundi lyfjafræðinga sem haldinn var í gær, var ákveðið að kannaður yrði grundvöllur fyrir málssókn á hendur landlækni vegna atvinnurógs. „Ég hef deilt á fyrírkomulag þessara mála og hverf ekki frá því. Álagningareglurnar eru óheppileg- ar,“ sagði Olafur. „Eftir því sem lyfin eru dýrari er álagningi hærri. Onnur lönd eru löngu horfín frá þessari reglu. Eðlilegra væri að álagningin færi lækkandi því það er nú einu sinni svo að yfír 90% af lyfjum, sem afgreidd eru í apó- tekum koma í tilbúnum umbúðum Og er aldrei hreyft við þeim. Það má segja að áður hafí verið réttlæt- anlegt að flókin lyf sem tímafrekt er að útbúa, hefðu hærri álagningu. Ég hef lagt áherslu á að komið verði á jöfnunargjaldi á apótek, til að auðvelda rekstur apóteka í fá- menni. Þá tel ég óeðlilegt að yfír 95% af upplýsingum um lyf til lækna komi frá lyfjafyrirtækjunum, sem framleiða þau og selja en þar eiga heilbrigðisyfirvöld líka sök á máli að halda ekki uppi hlutlausum upplýsingum um lyf. Ég hef einnig bent á að það sé óeðlilegt að í lyfja- verðlagsnefnd séu lyfjafræðingar í meirihluta þó svo að ráðherra geti gripið inn í málin ef nefndin er ekki sammála." í frétt frá fundi lyfjafræðinga er harmað að Ólafur Ólafsson land- læknir skuli hafa látið sér sæma að taka undir aðdróttanir og dylgjur manna í garð íslenskra lyfjafræð- inga. Þá Iítur fundurinn svo á að landlæknir hafí sjálfur beinlínis reynt að ófrægja þessa stétt íslenskra heilbrigðisstarfsmanna og gera hana tortryggilega í augum almennings með yfirlýsingum sínum í fjölmiðlun. Undir fréttina skrifa Apótekara- félag íslands, Lyfjafræðingafélag íslands, Stéttarfélag íslenskra lyfja- fræðinga, Lyfjavöruhópur F.I.S. og Félag lyfjafræðinema við Háskóla íslands. Sjá frétt frá Lyfjafræðingafé- lagi íslands á bls. 40. Reykur úr gömlu húsi á ísafirði SLÖKKVILIÐ ísafjarðar var kallað út um kl. 21.20 í gær- kvöldi vegna reyks, sem lagði frá húsi númer 21 við Fjarðarstræti á ísafirði. Reykurinn kom úr gamalli olíumiðstöð, sem var í kjallara hússins, en húsið er hitað upp með olíu. Ibúar hússins biðu úti á meðan slökkviliðið var að hreinsa til, en ekki var vitað í gærkvöldi um upp- tök reyksins. Fæ systur mína í heim- sókn út á vinninginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.