Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 29 óne. Norðlendingnrinn var harla sterkur í honum, og eins og margir slíkir í Reykjavík nútímans, kunni hann illa við sig á Suðurlandi Róma- borgar. Sérstaklega hataðist Katúllus við frægan rómverskan skuldakóng, sem heillaði kvenfólkið upp úr skón- um og var loks bjargað úr þremur gjaldþrotamálum með því að gera manninn að landstjóra í Gallíu. Þessi maður hét Júlíus Sesar. Kat- úllus hafði fullkomna ástæðu til að hatast við þennan mann, sem var keppinautur hans og annarra að- komumanna um ástir rómverskra meyja. Katúllus níddi Sesar í kveð- skap og kunni aldrei að meta stríðsafrek keppinautar síns, hvorki á Frakklandi né á Bretlandseyjum. Seinasta ljóð hans er níðvísa um Sesar á Bretlandi. Meðal frægustu ljóða Katúllusar eru tvö brúðkaupskvæði, sem lýsa brúðargangi Rómvetja með þeim hætti, að þau ljóð hefðu eins vel getað lýst brúðkaupi Eggerts Ólafs- sonar. Önnur myndin er úr róm- verskri heiðni, hin úr íslenskri kristni, hátíðarhöldin eru hin sömu. Þetta minnir á það, að af Islending- um er enginn líkari Katúllusi í yrkisefnum en Eggert Ólafsson. Eggert yrkir klámvísur af lyst, því að hann taldi þær til alvarlegra bókmenntagreina. I formálanum að kvæðabók sinni rökstyður hann klámvísnagerð sína. Eitt einkenni sem þeir Katúllus og Eggert eiga sameiginlegt er tilvísun til máls- hátta. Öll ljóð Katúllusar virðast eiga að flytja einhvern siðferðis- boðskap. Dæmi um það er vísan sem hann bætir við ástarsöng Saffóar. Hún fjallar um letina sem hæfar. Talið er mjög eðlilegt að byija á þremur hekturum og gæti kosnaður verið á bilinu tíu til fimm- tán milljónir, samkvæmt lauslegu mati. Janfnframt yrði gefið út kynningarrit sem dreift yrði til inn- lendra fyrirtækja og sendifulltrúa erlendis sem sæju um frekari kynn- ingu“. Niðurstöður: kostir og g'allar Í niðurstöðum skýrslunnar segir efnislega: * Á þessu stigi máls skortir for- sendur til að gera nákvæma hagkvæmnisathugun á stofnun fríiðnaðarsvæðis. * Fyrirtæki, sem Ijárfesta í fríiðnaðarsvæðum eru einkum að físka eftir ódýru vinnuafli og skatt- fríðindum. * Samkeppnisaðstaða hérlendist virðist ekki sterk miðað við þann atvinnurekstur, sem einkum leitar á fríiðnaðarsvæði. * Þýðing þjónustu hefur hinsveg- ar farið vaxandi í útflutningi. Þjónusta við varnarliðið og ferða- menn er orðinn önnur mesta gjald- eyrisuppspretta þjóðarbúsins. Hugsanlegt er að nýta þessa þróun til að gera átak í atvinnulífi Suður- ensjamanna með „vísi að fríiðnaðar- svæði við Keflavíkurflugvöll í formi iðngarða með töllvörugeymslurétt- indum. Slík aðstaða gæti hentað bæði innlendum og erlendum fyrir- tækjum. Atvinnurekstur á svæðinu gæti nýtt sér nálægð Keflavíkur- flugvallar og lægri vinnulaun sérfræðinga til að framleiða vörur eða hugbúnað tengdan hátækniiðn- aði. Einnig má nota slíka aðstöðu til að umpakka og dreifa matvælum eða örðum vörum til sölu erlendis". Lokaorð skýrslunnar eru þessi: „Til að af þessu geti orðið þurfa stjórnvöld að leggja talsvert af mörkum í samstarfi við heimamenn. Fyrsta skrefið væri að stofna hluta- félag um rekstur iðngarða með töllvörugeymslurétti á sérstöku svæði við Keflavíkurflugvöll. Þetta félag byrjaði á því að undirbúa lóð- ir fyrir byggingar og kynna hugmyndina innanlands og utan. Félagið ætti einnig að safna nánari upplýsingum um starfsemi fríiðnað- arsvæða með því að hafa samband við til dæmis írska þróunarfélagið og ýmsar alþjóðastofnanir sem fjalla um málefni fríiðnaðarsvæða“. fellt hefur kónga og borgir. Þetta er heilsusamlegt umhugsunarefni fyrir alla þá sem stara dáleiddir á unnustu sína og gera ekki annað gagn á meðan. Væntanlega tekst einsöngvara og kór að koma þess- um boðskap skikkanlega á framfæri á tónleikunum. Hver var Lesbía? Hún þarf ekki að vera annað en uppdiktuð persóna eins og Hulda, kærastan hans Egg- erts Ólafssonar í Hulduljóðum Jónasar Hallgrímssonar. En fræði- menn hafa ekki látið sér þetta nægja. Þeir vilja endilega, að um sé að ræða sögulega persónu, og hana hafa þeir fundið í alræmdum kvenmanni af göfugustu ætt Róma- borgar, Claudíusar-ættinni. Hún var sjálfstæð byltingarkona gegn rómversku siðgæði, og breytti nafni sínu í Clodia. Síseró flutti mál gegn henni, og lýsti henni sem ægileg- ustu léttúðardrós. Fræðimenn halda að Katúllus hafi lent í klónum á þessari konu. íslendingum gafst fýrir nokkrum árum kostur á að sjá í sjónvarpi hvemig hinn síðgóði keisari Ágústus meðhöndlaði dóttur sína Júlíu fyrir samskonar háttalag við hirðina í Róm. Þar skilja hundr- að ár á milli. Vitanlega er þetta upplagt yrkis- efni fyrir óperutónskáld eins og Carl Orff. Norðlenskur sveitastrák- ur táldreginn af sunnlenskri aðals- meyju. Ástin og hatrið kvelja hann í sameiningu. Þau lifa saman í kossabáli. Svo fer strákur úr bæn- um, og kerlinginn finnur sér nýjan elskhuga. Strákur kemur aftur, og er auðvitað með hugann við aðrar stelpur. Áttar sig loksins á því, að gamla kærastan hefur svikið hann og hellir úr skálum reiði sinnar yfir hana, því hún hefur stolið hans besta vini. Þetta er í stuttu máli innihald óperu Orffs um Katúllus frá Veróna. Islenskar þýðingar á Ijóðum Katúllusar eru að því er ég best veit þessar: Kristján Ámason dósent: Hatur og ást: — Á hverfanda hveli — Gódmennskan gildir ekki. Helgi Hálfdanarson: Lesbia Bjami Thorarensen: Við Helga skulum búa. Tvær síðasttöldu þýðingamar eru þýðingar á sama ljóði: Kossavísu Katúllusar, sem er frægast allra Ijóða hans. Höfundur er félagi í söngsveitínni Fílharmoníu. Ef þú flýgur til Suður-Ameríku í viðskiptaerindum, er gott að vita að KLM flýgur til 17 borga í þeim heimshluta. Þar á meðal eru Rio de Janeiro, Buenos Aires, Santiago og Caracas. Allt í beinu flugi frá Schiphol flugvelli í Amsterdam. Schiphol er vinsælasti tengiflugvöllur í heimi, enda er þar allt undir einu þaki svo það er einstaklega fljótlegt og auðvelt að skipta um vél. Ef þú til dæmis ferð með Arnarflugi frá Keflavík á mánu- dagsmorgni ertu kominn á Schiphol á hádegi. Þá er nógur tími til að ná í breiðþotu KLM til Rio dejaneiro kl. 13.05. í bakaleiðinni ættir þú að gefa þér aðeins meiri tíma, svo þú getir skoðað eitthvað af þeim 50.000 vörutegundum sem fríhöfnin á Schiphol býður uppá. Hvert sem þú ert að fara, fljúgðu þá um Schiphol í Amsterdam, vinsælasta tengivöll í heimi, og taktu tengiflug KLM til einhverrar af þeim 127 borgum í 76 löndum, sem við fljúgum til. Nánari upplýsingar hjá Arnarflugi í síma 84477 og hjá ferðaskr ifstofu n u m. Áætlun ARNARFLUGS til Amsterdam Brottför I.ending Brottför Lending Kcilavík Amsterdani Anisterdani Kcflavík Máiiudaga 08:00 12:05 12:55 17:05 Þriðjudaga 08:00 12:05 18:00 20:15 Fiinnituda>>a 08:00 12:05 12:55 17:05 Föstudaga 08:00 12:05 18:00 20:15 1-iugardaga 08:00 12:05 18:00 20:15 Traust flugfélag KLM Royal Dutch Airlines
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.