Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 37
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 37 §Íli$r|puM&ífritDi Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í iausasölu 50 kr. eintakiö. Það er hæfft að missa af goðæri orsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í setningarræðu 27. landsfund- ar, að nú „þegar komið er að lokum kjörtímabilsins liggi fyrir sá árangur að verðbólgan er komin niður í um það bil 10 af hundraði. Með nokkrum sanni má segja“, sagði Þorsteinn, „að þessi árangur sé forsenda þess að þjóðin geti haldið áfram á framfarabraut. Það næst enginn árangur í almennri efnahags- stjórn, hvorki á sviði atvinnu- mála né heldur félags- og menningarmála, nema við get- um búið við stöðugt verðlag". Sá árangur, sem náðst hefur í hjöðnun verðbólgu og nýjum stöðugleika í efnahags- og at- vinnulífi, á fyrst og fremst rætur í þrennu: hagstæðum ytri skil- yrðum, farsælli stjómarstefnu, einkum i efnahagsmálum, og kjarasátt á almennum vinnu- markaði. Góðæri hefur fyrr gefizt þjóð- inni, til dæmis við upphaf líðandi áratugar. Því var þá glutrað niður, fyrst og fremst vegna innra ósættis og rangrar póli- tískrar stefnumörkunar. Þor- steinn Pálsson vék að þessu í landsfundarræðu sinni og sagði orðrétt: „í öðra lagi er rétt að hafa í huga, að upp úr góðæriskaflan- um í kringum 1980 spratt mesta óðaverðbólga sögunnar og mesti viðskiptahalli sem við höfum glímt við. Stjómarstefna þeirra ára var þannig, að þjóðin missti af góðærinu. Bæði Alþýðu- bandalag og Alþýðuflokkur komu þá við sögu. Einmitt þess- ar staðreyndir sýna, að það skiptir máli hvemig á er haldið, hvaða grandvallarstefnu er fylgt við stjóm efnahagsmála. Þetta sýnir okkur líka hversu mikil- vægt það er að glutra ekki niður góðærinu, eins og gert var á árunum í kringum 1980. Það hefur sýnt sig að það er hægur vandi. Verkefni okkar hlýtur að vera að varðveita árangurinn og treysta hann í sessi. Látum það ekki gerast aftur að góðærið glatist. — Við höfum á undan- förnum fjórum árum tekist á við hvoratveggja, kreppu og góð- æri. Við höfum sýnt fram á, að stefna okkar skilar árangri, hvort sem á móti blæs eða við höfum óskabyr." Enginn vafi er á því að sú þríhliða sátt á almennum vinnu- markaði, sem tókst á starfsferli núverandi ríkisstjómar, á veiga- mikinn þátt í þeim efnahags- bata, sem í hendi er. Forystumenn Iaunþega og at- vinnurekstrarins sýndu festu og ábyrgð, sem skilað hefur sér með margvíslegum hætti, m.a. traustara atvinnulífi, en Island er í hópi örfárra ríkja heims þar sem atvinnuieysi er nánast ekk- ert, og vaxandi kaupmáttur almennra tekna verið síðastliðin tvö ár. Þáttur ríkisins í þessari þjóðarsátt var fyrst og fremst sá að lækka skatta og tolla. Mestu máli skiptir að við er- um sem þjóð á réttri leið frá verðbólgu til stöðugleika, frá höftum til aukins frelsins, frá upplausn til ábyrgðar, eins og Þorsteinn Pálsson komst efnis- lega að orði í landsfundarræðu sinni. Eða með öðram orðum, að við beram gæfu til að varð- veita og ávaxta þann árangur, sem nú er í hendi, en glutram ekki niður góðærinu, eins og gert var um og upp úr 1980. Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalagið unnu stærstu kosn- ingasigra sögu sinnar 1978. Það var upphafíð að ósköpunum. Þessir flokkar rannu síðan sam- an í vinstri stjóm, .jafnaðar- stjórn“, sem sprakk með látum eftir rúmlega eins árs setu. í tíð og í kjölfar þessarar stjórnar kom mesta óðaverðbólga ís- landssögunnar, viðvarandi gengissig, hran íslenzks gjald- miðils [krónunnar] og innlends spamaðar, ógnvekjandi við- skiptahalli, ört vaxandi erlend skuldasöfnun, kaupmáttarlægð og efnahagsleg óáran. Það er sérstakt umhugsunar- efni fyrir okkur einmitt nú, að við höfum áður búið við góðæri, sem hefur ekki nýzt okkur sem skyldi vegna þess, að ríkisstjóm- ir sem við völd vora bára ekki gæfu til að halda rétt á málum. I umræðum um þróun efnahags- mála síðustu misseri hafa menn almennt verið sammála um, að góðærið sé veigamesta ástæðan fyrir því, hvað vel hefur tekizt til. En þá er gagnlegt að gleyma því ekki, að við höfum áður misst af góðærinu, eins og for- maður Sjálfstæðisflokksins hefur komizt að orði, vegna þess, að við kunnum ekki að halda á eigin málum. Þjóðin hefur nú einstakt tækifæri til þess að ná sér á strik. Það er ljóst, að úrslit alþingiskosninga og stjómarmyndun að kosning- um loknum munu ráða miklu um það, hvernig til tekst. Góð- ærið skilar nefnilega ekki raunveralegum arði í þjóðarbúið af sjálfu sér. ÉQmEÍMouQliD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 378. þáttur Boðháttur (imperativus) er einn af svokölluðum persónu- háttum sagna. Svo sem nafnið kann að benda til, lætur hann í Ijósi skipun eða tilmæli. Dæmi: Kom, farðu „gef oss í dag vort daglegt brauð“. Það er eðli máls- ins að boðháttur er hafður í 2. persónu og nútíð. Menn skipa öðrum fyrir og eðlilegast að skip- unin (eða tilmælin) miðist við líðandi stund. Þó er til boðháttur í liðinni tíð, formlega séð. Hafðu sæll gert, hafðu sæll sagt, hafðu sæll gefið. Þetta er til, eða a.m.k. var til, og þykir mér þetta heldur notalegt tal og viðfelldið, eitthvað hlýlegt og elskulega þakklátt í þessu. Boðháttur myndast af nafn- hætti nútíðar. Ending nafnhátt- arins er tekin af, og eftir stendur stofninn, sjá dæmin kom, far og gef, og haf í hafðu. Þar sem öðrum er boðið, þá er altítt að skeyta við boðháttinn fornafni 2. persónu, þú. Afbakast það þá tíðum í -du. Ef skipað er í fleir- tölu, kemur -ið (<it) aftan á stofninn: farið, komið. Síðan kemur persónufomafnið þið (<it): farið þið, komið þið, svo að þetta verður ansi tvítekningar- legt. í miðmynd: farist (þið) ekki úr hræðslu, komist (þið) á lappir! Vel á minnst, miðmynd. Kannski er það svolítill vandi, að mynda boðhátt eintölu í mið- mynd, því að stundum verður hann mjög skrýtinn. En formúlan er sú að taka nefndan orðstofn og bæta stu (miðmyndarending og hluti persónufomafns) við. Dæmi: Bú (stofn sagnarintiar að búa) + stu= bústu við því illa, hið góða skaðar ekki, segir mál- tækið. Eða: Snústu frá illu og ger gott, eins og segir í gömlu kristi- legu riti. Tökum eitthvað tamara: Níðstu ekki á lítilmagnanum, ryðstu ekki framhjá mér, biðstu afsökunar, troðstu (ekki Itrodd- ust) ekki ofan á mig. í nokkmm miðmyndarsögnum er nafnháttar- endingin höfð með í boðhættinum, svo sem: hunskastu út, skamm- astu þín, „varastu, þegar vits fær gætt, vonds til brúka hendur“. Ef títtnefndur stofn endar á t, svo sem í setja, er eins og það geti fipað fólk í myndun rétts boðháttar. En t-ið á bara að hverfa á undan miðmyndarend- ingunni, svo þetta ætti ekki að vera svo flókið: Sestu niður, alveg eins eðlilegt og kysstu mig eða brostu. Með sama lagi segjum við leggstu niður, og verður því vandskýrt hvemig til eru komnar hinar kyndugu boðháttarmyndir (í eintölu): leggðust, settust og rembdust! Getið þið frætt mig og aðra um þetta? Það væri vel þegið. Kannski er allt þetta boðháttar- tal mitt nú komið til af því, að ég heyrði á Rás 2 undarlega til orða tekið fyrir skemmstu. Það var eitthvað á þessa leið: Komdu og áttu [svo] með mér o.s.frv. Þarna hefði maðurinn átt að segja: komdu og eigðu með mér o.s.frv. Boðháttur á ekki að mynd- ast af þátíð. ★ Víkingur Guðmundsson á Ak- ureyri hafði líka heyrt eitt og annað skrýtið í útvarpi og sjón- varpi. Hann hefur tekið eftir óhæfri notkun sagnarinnar að gera, sbr. ensku do. Menn gera könnun í stað þess að kanna, gera talningu í stað þess að telja, gera mat í stað þess að meta (fremur en búa til mat!) og þann- ig linnulítið áfram. Víkingur hafði og heyrt: 1) Samningurinn byggir á ... Hér ætti auðvitað að segja: samn- ingurinn byggist á, sbr. marga undanfarna þætti. 2) Hluthöfum var lofaður hagn- aður. Hér en enn vitlaust farið með myndir sagna. Sagnir, sem stýra þágufalli, eru annars eðlis en þær sem stýra þolfalli, og verð- ur þolmynd ólík í samræmi við það. Þarna átti að segja: Hluthöf- um var lofað hagnaði. 3) Samningnum hafði verið fram- lengt. Hér kemur þveröfug vit- leysa við hina næstu á undan. Þetta á að vera: samningurinn hafði verið framlengdur, af því að sögnin að framlengja stýrir þolfalli. 4) Þeir eru búnir að stofnsetja á laggirnar hestasölu fyrir sunnan. Það er auðvitað stagl af verstu gráðu, að stofnsetja á laggimar. 5) Flotinn telur fimmhundruð skip. Þetta er ómerkileg danska. Flotinn „telur“ ekki neitt, hann kann ekki að telja, en í flotanum eru svo og svo mörg skip sem menn kunna að telja. ★ Víkingur lauk löngu bréfi á þessum orðum: „Það mætti halda lengi enn áfram, en mál er að linni. Leitt er þó til þess að hugsa að börnin manns muni tala annað móðurmál en við lærðum í æsku. Því miður óttast ég að svo verði, ef engar kröfur verða gerðar til fjölmiðla- fólks um notkun tungunnar og hætt verður að syngja á íslensku. Vertu svo margblessaður." ★ Hafi Víkingur Guðmundsson sæll skrifað. Ef nógu margir hans líkar væru uppi, reyndist ótti hans ástæðulaus. Reyndar er ég ekki eins svartsýnn og hann, og t.d. finnst mér meira af textum við sældalög nú sungið á íslensku en um hríð fyrir nokkrum árum. En hættan er mikil og vaxandi, ekki síst af erlendu myndbandaflóði. Og eitt getum við gert strax, og nú skora ég á sjónvarpið: það hefur sýnt mörg íslensk leikrit, gömul og ný, sum þeirra ágæt. Það hefur látið gera ýmsa góða þætti. Ég skora á sjónvarpið að gefa út á myndböndum úrval þess íslenska efnis sem það á í fórum sínum. Þessu efni þarf svo að dreifa á skaplegu verði, einkum í skólana. P.s. Sem umsjónarmaður er að skrifa þetta, berst honum skeyti frá Salómon sunnan: Gefðu Hlymreki handan nú frí, svo að hann megi rólega í- huga sitt leir- hnoð. Ekki meir af endemis ótæti því! Á æfingu hjá Sinfóníuhljómsveit æskunnar Sinfóníuhljómsveit æskunnar: Morgunbiaðið/Þorkcii Bergþóra, framkvæmdasljóri, ásamt hljóðfæraleikurunum Önnu Sigurbjörnsdótt- ur, Agnesi Smáradóttur, Þóri Jóhannssyni, Eyþóri Amaids og Margréti Hjaltested Arviss atbmður í ís- lensku tónlistarlífi Sinfóníuhljómsveit æskunnar heldur tónleika í Háskólabíói í dag. Hljómsveitin er skipuð 90 ungmennum, sem undanfarnar tvær vikur hafa æft saman undir stjórn bandaríska fiðluleikarans og hljómsveitarstjórans Paul Zukofsky. Hljóðfæraleikararnir eru flestir á aldrinum 14 til 25 ára og koma saman árlega til æfinga og tónleikahalds. Tón- leikar Sinfóníuhljómsveitar æskunnar hafa undanfarinn ára- tug verið árviss atburður í íslensku tónlistarlifi. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins litu inn á æfingu hjá Sinfóníuhljómsveit æskunnar nú í vikunni og náðu tali af nokkr- um hinna ungu tónlistarmanna, framkvæmdastjóra hljómsveitar- innar Bergþóru Jónsdóttur og stjórnandanum Paul Zukofsky. Þangað til fyrir sex árum síðan hélt Zukofsky hér námskeið sem við hann voru kennd, en síðan hef- ur hann verið stjórnandi Sinfóníu- hljómsveitar æskunnar. Hún sagði að færri kæmust að en vildu og frá ári til árs væri hljómsveitin að mestu skipuð sama fólkinu þó alltaf bættust nýir í hópinn og aðrir hættu. „Þetta er stórt tækifæri fyrir krakkana sem leggja mikið á sig til að geta tekið þátt í starfi hljóm- sveitarinnar. Flest eru héðan af höfuðborgarsvæðinu en 10 koma frá Akureyri. Þetta er þrotlaus vinna í tvær vikur áður en að af- rakstrinum kemur sem era tónleik- arnir í Háskólabíói." Hún sagði að oft þyrfti þó að fá erlenda hljóð- færaleikara til liðs við hljómsveit- ina. Að þessu sinni era það þijú ungmenni frá Bandaríkjunum, eitt á kontrabassa og tvö á slagverk. Bergþóra sagði einnig að auk Zu- kofskys hefðu fímm aðrir leiðbein- endur séð um þjálfun á einstök hljóðfæri, Sean Bradley, Elizabeth Dean, Pétur Þorvaldsson, Bem- harður Wilkinsson og Joseph Ognibene. Aðspurð um fjármögnun Sin- fóníuhljómsveitar æskunnar sagði Bergþóra að hún byggðist að þessu sinni alfarið á fijálsum framlögum og því væri alls óvíst um framtíð hljómsveitarinnar. Undanfarin ár hefði hún fengið styrki frá ríki og borg, en því hefði ekki verið að heilsa á þessu ári. Ómetanlegl tækifæri Þau Agnes Smáradóttir og Þórir Jóhannsson era í hópi þeirra hljóð- færaleikara sem koma frá Akureyri. Agnes leikur á lágfiðlu, en Þórir á bassa. Þau stunda bæði tvöfalt nám á Akureyri, við Menntaskólann og við Tónlistarskólann. Þau sögðu að það væri allt í lagi að missa af skólunum í tvær vikur, því það gætu þau unnið upp seinna. Það væri fyllilega þess virði því maður lærði svo mikið af að spila með svona stórri hljómsveit og það væri ómetanlegt tækifæri að fá að spila svona stór verk. Þau Anna Sigurbjömsdóttir, Garðabæ, Eyþór Arnalds og Mar- grét Hjaltested, sem bæði era frá Reykjavík, tóku í sama streng. „Þetta er bæði þroskandi og einnig er mjög gaman að fá tækifæri til að æfa með svona miklum fjölda, því í tónlistarskólunum era nemend- ur mjög einangraðir, leika mest einir undir leiðsögn kennara," sagði Eyþór Arnalds. Hann leikur á selló með Sinfóníuhljómsveit æskunnar og er nemandi við Tónlistarskólann í Reykjavík. Margrét spilar á lág- fiðlu og Anna á horn. Oll vora þau Hljómsveitarstjórinn Paul Zuk- ofsky sammála um að það væri sérstak- lega ómetanlegt að fá að æfa'undir stjórn Zukofskys, hann væri stór- kostlegur stjórnandi sem gerði miklar kröfur til hljóðfæraleikar- anna. Félagskapurinn væri líka skemmtilegur, sami kjaminn hittist á hveiju ári og flestir þekktust orð- ið vel. Geg-nir stóru hlutverki Paul Zukofsky var ómyrkur í máli vegna fjárhagsörðugleika hljómsveitarinnar. Hann sagði að hún væri löngu búin að sanna til- verarétt sinn, þótt starfstími hennar væri allt of stuttur. Sér þætti það ekki aðeins sorglegt, heldur einnig bera vott um fádæma skammsýni, Bergþóra Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljóm- sveitar æskunnar ef íslensk stjórnvöld létu það við- gangast að Sinfóníuhljómsveit æskunnar legðist af vegna fjár- skorts. Þetta væri eina tækifærið sem æskufólki gæfist til að leika stór verk og hafa bæri í huga að hljómsveitin væri stærri en Sin- fóníuhljómsveit íslands. Hljómsveit- in hefði ekki aðeins mikla þýðingu fyrir fyrir 90 unga og efnilega hljóð- færaleikara, heldur einnig fyrir allt tónlistarlíf í landinu. „Ef Islending- um er sama þótt kippt verði fótunum undan hljómsveitinni, þá mætti mér vera sama. En mér er ekki sama.“ Tónleikamir hefjast klukkan 14:30 í dag og á efnisskránni era verkin Tabuh-Tabuhan eftir Colin McPhee og Scheherazade eftir Rimsky-Korsakov. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir MAGGIE JONAS Bjartari horfur í Eþíópíu Fyrir tveimur árum var Tewabech slypp og snauð. Eiginmaður hennar og tvö fimm barna þeirra létust í þurrkunum miklu og hung- ursneyðinni í Eþíópíu á árunum 1984—85. Hún seldi skrautmuni sína. Hún tók niður og seldi hringlaga kofann sinn, tukul. Svo fóru bús- áhöldin í lokatilraun hennar til að aura saman fyrir mat. Ekkert var framundan nema dauðinn. Alls staðar var fólk að deyja. Við suðum laufið af tiján- um og rótuðum í moldinni eftir einhveiju matarkyns," segir Tewa- bech, sem áhyggjur og hungur hafa leikið illa. Hún er í hópi þeirra þúsunda sem árið 1984 flýðu heimili sín á þeim svæðum í Eþíópíu sem verst urðu úti, Wollo í suðri og Shawa í norðri, þegar ekki var lengur líft í þorpun- um sem forfeður þeirra höfðu búið í um aldaraðir. Flóttafólkið gekk margra kílómetra leið til næstu út- hlutunarstöðvar matvæla. Þegar ástandið var verst, í nóv- ember 1984, mátti sjá 25.000 manns í biðröðum eftir mat, 6.700 á sérstöku sjúkrafæði, og 15 létust daglega í matargjafastöðinni sem samtökin World Vision ráku í An- sokia. Þeir sem létust voru aðallega börn og dánarorsök var ekki aðal- lega næringarskortur, heldur sjúkdómar eins og kólera og tauga- veiki, sem stöfuðu af menguðu drykkjarvatni. Minningfin um þúsundir ör- snauðra manna, standandi þolin- móðar í biðröðum eftir mat, dag eftir dag, og sofandi í nepjunni úti undir bera lofti að næturlagi, líður ekki úr huga Als Johnson sem stjórnar aðgerðum hjá World Visi- on. í dag er myndin breytt. Öllum framkvæmdum hefur verið hætt og húsin þar sem dauði og sultur réðu ríkjum standa þögul og tóm. Starfs- Hópur hungraðra Eþíópumanna á þeim tíma, þegar neyðin var mest. Nú hefur heldur rofað til í landinu, eins og lýst er í meðfylgjandi grein. Á hinn bóginn er deilt um það, að hve miklu leyti hungurs- neyðin var af mannavöldum. Stjórn marxista i landinu hefur skipulagt búferlaflutninga og staðið gegn einkaframtaki í land- búnaði. menn World Vision, sem era svo til eingöngu Eþíópíubúar, einbeita sér nú að því að kenna þeim sem eftir lifðu nýjar aðferðir í land- búnaði. Sömu sögu er að segja frá öðram hjálparsamtökum. Brezku samtökin Oxfam og Save the Children hafa bæði dregið veralega úr hjálpar- starfinu. Alþjóða þróunaraðstoðin bandaríska og Afríkuhjálp Samein- uðu þjóðanna hættu starfseminni í Eþíópíu í desember og Alþjóða Rauði krossinn er smám saman að draga úr matargjöfum sínum. Margar fjölskyldnanna sem leit- uðu aðstoðar í Ansokia eiga ekkert erindi til fyrri átthaga sinna og hafa tekið sér búsetu í einhveiju þeirra umdeildu nýju þorpa sem eþíópsk yfirvöld hafa komið upp í nánd við matargjafastöðina. Á þess- um norðlægu íjallaslóðum hefur úrkomuskortur þriðja árið í röð aukið afkomuörðugleikana fyrir bændur, sem reyna að sjá sér far- borða með ræktun í fjallshlíðunum. Jarðvegurinn er ofnýttur og leitin að eldiviði hefur eytt öllum tijá- gróðri og valdið uppblæstri. Tilgangurinn með uppbyggingu nýju þorpanna, að sögn eþíópskra yfirvalda, er að veita áður dreifðum byggðarlögum hægari aðgang að öllum þægindum og að koma á sam- yrkju í búskapnum. Gagnrýnendur halda því hinsvegar fram að til- gangurinn sé pólitískur og þetta eigi að auðvelda yfirvöldum að hafa hemil á uppreisnargjörnum íbúun- um. Þarna búa aðallega fjölskyldur úr Oromos-þjóðflokknum, þótt þar sé töluð amharíska (tungumál þeirra sem fara með völd í landinu). Þegar ég heimsótti nýlega Etaya, hluta af Ansokia þar sem sagt er að flokksforastan hafi neytt suma íbúana til að flytja, sá ég þessa engin merki, en ferðin var undir ströngu eftirliti jrfirvalda. Bændumir höfðu í fyrra fengið ókeypis sáðkom, áburð og verkfæri og höfðu lokið við að hirða uppsker- una eftir rigningarnar sem lauk í september — beztu uppskera í ára- raðir. Tewabech hafði verið að stafla upp korninu sínu. „Þetta er betri uppskera en í fyrra," sagði hún. „Við þurfum í það minnsta ekki að líða matarskort, þótt lítið verði af- lögu til að kaupa fyrir föt og aðrar nauðsynjar. Það bezta er að hér höfum við nægt ferskt vatn. Áður þurftum við að ganga margra kíló- metra leið til að sækja okkur graggugt vatn. Ríkisstjómin hefur enn ekki stað- ið við fyrirheit sín um að koma upp skóla og heilsugæzlustöð í Ansokia og ekki veitt leyfi til að byggja þorpskirkju þar. Ekkjan Tewabach, sem misst hafði allt sitt, var talin meðal þeirra er mesta þörf höfðu fyrir aðstoð. Var þvi keyptur handa henni uxi fyrir fé úr hjálparsjóðum. Verður hún nú að finna sér annan uxaeig- anda til aðstoðar við plægingu, því venju samkvæmt er alltaf beitt tveimur uxum fyrir plóginn. A1 Johnson, sem sjálfur var áður bóndi, segir að reynt hafi verið að kenna fólkinu að nota plóg sem einn uxi getur dregið, en það hafi ekki borið árangur. Til að auka uppskerana í framtíð- inni era bændur hvattir til að sá í plógförin í stað þess að dreifa sáð- korninu. Einnig hafa bændumir verið hvattir til að rækta nýjar teg- undir, eins og tómata, kál, gulrætur og rófur til að auka fjölbreytni í mataræði, og svo era þessar teg- undir auðseldar. Einnig er rætt um úrbætur við geymslu afurðanna. Wolde Michael Kelecha rekur þama skógræktarstöð á vegum World Vision og þar geta íbúamir á svæðinu brátt fengið 1,5 milljónir græðlinga til að gróðursetja, en trén gefa þeim síðar ávexti og eldsneyti auk þess sem þau hamla frekari uppblæstri og valda því að jarðveg- urinn heldur betur raka. A1 Johnson segir að sumir yfir- manna hjá World Vision telji að samtökin eigi ekki að standa fyrir framkvæmdum sem eru fyrst og fremst til hagsbóta fyrir uppbygg- ingaráform marxistastjómvalda. En hann segir: „Við gátum hjálpað þessu fólki þegar það þurfti vera- lega á aðstoð okkar að halda. Við stefnum að þvi að hjálpa þeim allra fátækustu og þeir eru hér. Hvemig gætum við hlaupizt frá þeim vegna stjórnmálaskoðana?" Höfundur er blaðamaður hjá brezka blaðinu The Observer.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.