Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 23
í MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 23 Drög að kosningayfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins: Flokkur fijálsræð- is, framfara og nauðsynlegrar festu „KOSTIRNIR við komandi Al- þingiskosningar eru skýrir. Annars vegar er Sjálfstæðis- flokkurinn, sem berst fyrir auknu frjálsræði á grundvelli einstaklings- og atvinnufrelsis. Hins vegar ósamstætt safn vinstri flokka og flokksbrota, sem eiga það sameiginlegt að vilja safna meira valdi á hendur opinberra aðila á kostnað borg- aranna. Sjálfstæðisflokkurinn einn er flokkur fijálsræðis, framfara og þeirrar festu í landsstjóm sem nauðsynleg er í sérhveiju ríki.“ Á þessa leið seg- ir meðal annars í drögum að kosningayfirlýsingu Sjálfstæðis- flokksins, sem kynnt vom á landsfundi flokksins á föstudag. I þessum drögum, sem Geir H. Haarde kynnti, er fjallað um kostina við komandi Alþingiskosningar, gang mála á líðandi kjörtímabili og helztu áherzluatriði flokksins í kom- andi kosningabaráttu og á næsta þingi. Þar segir meðal annars að efnahagsbatinn verði treystur, unn- ið verði að frekari endurbótum í skattamálum, stuðlað verði að eðli- legri byggðaþróun, skýrari línur verði dregnar í verkaskiptingu opin- berra aðila, starfsemi lífeyrissjóða og almannatrygginga verði endur- skoðuð, húsnæðiskerfið verði treyst, réttindi heimavinnandi fólks verði aukin, uppbyggingu í heil- brigðismálum verði haldið áfram, skólastarf í landinu verði bætt, hlúð verði að menningarstarfsemi, stjórnkerfí landsins verði aðlagað að breyttum tímum, nýjum atvinnu- greinum verði sköpuð eðlileg vaxtarskilyði, frelsi í gjaldeyrismál- um aukið, útflutningsstafsemi efld, dregið verði úr opinberum afskipt- um af verðlagningu, viðskiptabönk- um í eigu ríkisins verði breytt í hlutafélög og þeir smám saman seldir, búháttabreytingum í land- búnaði verði flýtt, óhjákvæmilegt verði að hafa áfram vissa stjóm á fiskveiðum, samkeppnisstaða iðn- aðarins verði treyst. Stuðningi er lýst við alla raunhæfa viðleitni til að draga úr vígbúnaði í heiminu og hvatt verði til aukins alþjóðlegs samstarfs um að draga út hættu á slysum vegna hagnýtingar kjam- orku. Þá kynnti Vilhjálmur Egilsson drög að ályktun um byggðamál undir heitinu byggðastefna unga fólksins. „Markmið byggðastefnu unga fólksins er að ungt fólk eigi raunhæfan kost á því að setjast að á landsbyggðinni, koma sér þar upp heimili og fjölskyldu og öðlast trú á framtíðina. Byggðastefna unga fólksins felst í sameiginlegu átaki stjómvalda, forráðamanna byggð- anna og forystumanna í atvinnulífí og verkalýðshreyfíngu, sem beinist að því að skapa tækifæri fyrir ungt fólk á landsbyggðinni. Með byggða- stefnu unga fólksins skapast möguleikar til þess að treysta byggðina á landsbyggðinni jafnt í stætrri kaupstöðum, minni þorpum sem í sveitum," segir meðal annars í drögunum að ályktuninni. Friðrik Sophusson þakkaði Geir H. Haarde kynningu á kosninga- yfirlýsingunni. Hann sagði yfirlýs- inguna mjög mikilvæga vegna þess, að í henni þyrftu að koma fram megin atriðin í stefnumörkun flokksins. Nú væm skilyrði hag- stæðari Sjálfstæðisflokknum en oft áður. Hann gengi sameinaður og samstilltur til kosninga meðan sundmng ríkti meðal vinstri manna. Alþýðubandalagið hefði ekki fótað sig í andstöðunni og væri klofið og Alþýðuflokkurinn því orðinn stærst- ur í stjómarandstöðunni. Mikilvægt væri að ná til ungra og nýrra kjós- enda. Ungt fólk kynni að meta fijálsræði og aðhylltist því stefnu Sjálfstæðisflokksins. Kjósendur flokksins hefðu tiyggingu fyrir því að áfram yrði haldið á réttri braut. Engin trygging væri gegn því að vinstri stjóm yrði mynduð nema kosningasigur Sjálfstæðisflokksins. Málefnastaðan væri sterk, verð- bólga hefði náðst niður og lífskjörin batnað. Andstæðingar flokksins segðu þetta góðærinu að þakka, en svo væri ekki eingöngu. Stjóm flokksins á þessum málum skipti megin máli, enda væm skýr dæmi þess að vinstri flokkamir hefðu misnotað síðustu góðæri. Sigurður Magnússon ræddi um- hverfismál og mengunarvarnir. Hann sagði mjög nauðsynlegt að flokkurinn markaði heildarstefnu í þessum málum. Leggja yrði áherzlu á sérstöðu íslands í þessu samhengi og vamir gegn mengun sjávar, skynsamlega landnýtingu og aukna fræðslu um náttúm- og umhverfis- mál. Sigurbjöm Sveinsson lýsti áhyggjum sína af byggðaþróun í landinu og að sér fyndist umræðan um þessi mál dauf. Hann hefði gert sér vonir um að fundurinn tæka á þessu máli af festu, en lýsti von- brigðum, þar sem drög að ályktun flokksins næðu ekki nógu langt. Geir H. Haarde kynnir drögin að kosningastef nuskrá Sjálf- stæðisflokksins. Hann hefði vonazt eftir boðun nýrr- ar byggðastefnu enda væri Sjálf- stæðisflokkurinn eina stjómmála- aflið, sem hefði styrk til mótunnar slíkrar stefnu. Halldór Jónsson lýsti ánægju sinni með byggðastefnu unga fólks- ins, sérstaklega þann þátt, sem fyallaði um samgöngumál. Góðar samgöngur væm forsenda þess að uppbygging og þróun gæti átt sér stað á landsbyggðinni. Þá ræddi hann um staðsetningu varaflugvall- ar fyrir utanlandsflug og taldi hann bezt staðsettan á EgilsstöðU. Mikil- vægt væri að hraða byggingu hans og sjálfsagt væri að leita aðstoðar Atlantshafsbandalagsins vegna þess. Rúnar Guðbjartsson lagðist gegn byggðastefnu unga fólksins, sem hann taldi bera fullmikinn svip af byggðastefnu Framsóknarmanna. Hann ræddi einnig um lífeyrismál og nauðsyn á gerð varaflugvallar fyrir utanlandsflug. Hann sagði sama hvar hann yrði, bara að hann kæmi. Rannveig Tryggvadóttir ræddi framtíðarsýn íslendinga og hætt- una, sem okkur stafaði af Sovét- mönnum. Þeir væm að sálast úr löngun í landið okkar og við mætt- um ekki sofna á verðinum. Þá sagði hún að bamsfæðingum yrði að fjölga og að því mætti stuðla með því að gefa konum raunhæfan kost á því að dvelja heima með bömum sínum. Tómas Ingi Olrich ræddi um byggða- og menningarmál. Hann sagði að byggðastefna Framsókn- arflokksins hefði veikt helztu atvinnuvegi þjóðarinnar, steypt þeim í erlendar skuldir og aukið verðbólgu. Þessa stefnu yrði að stöðva. Hann sagði að stofnun Þjóð- arflokksins sýndi að fólk á lands- byggðinni væri uggandi um hag sinn, en hugmynd þjóðarflokksins um skiptingu landsins í fylki myndi sundra því. í byggðastefnu unga fólksins væri að finna ýmsa mikil- væga þætti í þágu landsbyggðar- fólks og hann væri henni fylgjandi. Guðmundur Hansson ræddi um kosningalögin, galla á jjeim og jöfn- un atkvæðisréttar. Þa deildi hann á þá málsmeðferð, sem tíðkaðist á landsfundum að vísa málum til mið- stjómar, sem hann kallaði svefn- staðinn í Valhöll. Hann taldi að um allar tillögur ætti að greiða atkvæði svo fundarmenn gætu tekið afstöðu til þeirra. Ragnar H. Magnússon sagði að það væri fagnaðarefni að flokkur- inn skyldi ætla að auka réttindi húsmæðra. Hins vegar hefði vel- megunin á landinu verið keypt of dýru verði með erlendri skuldasöfn- un og halla á fjárlögum. Þá yrði ríkissjóður að hætta yfirboðum á verðbréfamarkaðnum, sem hefði í för með sér hækkun vaxta. Þá vaxtahækkun réði iðnaðurinn ekki við og gæti ekki keppt við erlendan iðnað, hvorki heima fyrir né erlend- is. Hann sagðist þó ánægður með árangur Sjálfstæðisflokksins í ríkis- stjóminni, en teldi hlutina keyrða of hratt í gegn. Sterk staða Sjálf- stæðisflokksins væri að þakka sterkum formanni. Guttormur Einarsson sagði ýmsa þætti í stjómmálaályktun flokksins ekki ganga nægilega langt. Hann sagði að ryðja yrði braut hvers kon- ar nýsköpun í atvinnulífinu, sem gætti leitt til arðbærs útflutnings, svo sem vinnu hugvitsmanna. Nauðsynlegt væri að byggja tækni- garð, þar sem hugvitsmenn gætu haft aðstöðu til að vinna að frumsmíð uppfínninga sinna og stofna yrði öflugan áhættulánasjóð til styrktar nýsköpun þessari. L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.