Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 Graham Newman, sem er 43 ára að aldri, gegnir starfi markaðsstjóra í Sydney-sokkaverkamiðjunum í Ástralíu. Verksmiðjurnar framleiða 30 milljónir para af kvensokkum og nærbuxum á ári. Hann segist hafa með höndum besta starfið í Ástralíu, sem sé að horfa á, tala um og finna upp á einhvetju nýju fyrir fætur kvenna. Á myndinni er hann að virða fyrir sér nýja gerð af mynstruðum nælonsokkum. Besta starfið í Ástralíu Svíþjóð: Holmer sakar eftir- menn sína um dug- ieysi og skriffinnsku Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, fréttaritara Morgunblaósins. SEINT á fimmtudagskvöld sagði Hans Holmer af sér embætti lög- reglustjóra i Stokkhólmi og kvað ástæðuna óánægju sína með framgang rannsóknarinnar í Palmemálinu. Holmer kom fram í sjónvarpinu þetta sama kvöld og sagðist ekki vilja koma nálægt rannsókninni lengur: „Leitinni að morðingjanum er haldið áfram, en ekkert í átt við það sem ég hefði viljað, og þess vegna ákvað ég að segja af mér,“ sagði Holmer. „Skriffinnskan hefur bdirið heilbrigða skynsemi ofurliði, og það eina, sem þessum mönnum hefur hugkvæmst, er að dáléiða ekkju Palme, Lisbet.“ I gær birtist svo grein cftir Holm- er í blaðinu Expressen, þar sem hann sakar éftirmenn sína, sem tóku við stjórn rannsóknarinnar, um að hafa stefnt málinu í óefni með lélegum búnaði, botnlausri skriffinnsku og skipulagsleysi. í greininni í Expressen segir Holmer, að rannsóknarmennirnir séu svo illa búnir, að það sé eins og þeir ætli sér „í fjallaklifur í Him- alaja með útbúnað til gönguferðar á Jotlandi“. Yfirmaður rannsóknarinnar, Hol- ger Romander, ríkislögreglustjóri, hefur mótmælt ásökunum Holmers. „Hann hefði fremur átt að einbeita kröftum sínum að stjórn rannsókn- arinnar en að leika leynilögreglu- mann,“ sagði Romander. Fjórar vikur eni síðan Holmer var látinn víkja sem æðsti stjórn- andi í Palme-málinu, og vinnur stjórnskipuð nefnd nú að því að kanna framkvæmd rannsóknarinn- ar frá upphafi. Afsögn Holmers leysir hann und- an því að veija gerðir sínai-, þegar skýrsla nefndarinnar kemur út í byijun næsta mánaðar. Frést hef- ur, að þar komi fram harkaleg gagnrýni á vinnubrögð hans. Demjanjuk í yfirheyrslu: Verðirnir í Treblinka hlýddu aðeins skipumim Ný gögn lögð fram í málinu Jerúsalem, AP, Reuter. ÍSRAELSKUR Iögregluforingi lagði í gær fyrir rétt í Jerúsalem nafnskírteini sem sagt er að hafi tilheyrt „Ivani grimma“, fanga- verðinum alræmda í Treblinka útrýmingarbúðunum í Póllandi. Segir lögregluforinginn að Jolin Demjanjuk, sem sagður er vera „Ivan grimmi", hafi verið afhent skírteinið er hann tók til starfa í Trawinki-fangabúðunum í Pól- landi. Demjanjuk sagði í yfir- heyrslu að verðirnir í Treblinka hefðu einungis farið að fyrir- mælum yfirboðara sinna. Lögregluforinginn, Alex Ish- Shalom, sagði fyrir rétti á fimmtu- dag að John Demjanjuk, sem kærður hefur verið fyrir stríðsglæpi, hefði sagt í yfirheyrslu að rangt hefði verið að stefna sér fyrir rétt, jafnvel þótt hann hefði verið vörður í útrýmingarbúðum nasista í Treblinka, því að þá hefði hann aðeins verið að hlýða skipun- um. Alex Ish-Shalom, sem stjórnaði rannsókninni á málinu, las úr skjali, sem skrifað var eftir að Demjanjuk var yfirheyrður á síðasta ári. Þar er haft eftir Demjanjuk að þeir, sem unnu í Treblinka, hafi engu ráðið um gjörðir sínar. Ish-Shalom sagði að Demjanjuk hefði hvað eftir annað sagt: „Við gátum ekki hegðað okkur öðru vísi en við gerðum, við vorum stríðsfangar.“ Því næst hefði hann bætt við: „Ég var ekki í Treblinka, ég var ekki í Treblinka. En þeir, sem voru þar, höfðu í raun ekki um annað að velja." Þessar yfir- heyrslur fóru fram 3. mars í fyrra, skömmu eftir að bandarísk yfirvöld framseldu Demjanjuk til ísraels. Demjanjuk er sakaður um að hafa verið vörður, sem gekk undii- nafninu ívan grimmi í Treblinka. Hann neitar þessum sakargiftum og segir að farið hafi verið manna- villt. Hann hafi verið tekinn til fanga þegar hann var rússneskur hermaður og settur í stríðsfanga- búðir skammt frá Treblinka. Ivan grimmi hafði orð á sér fyrir að vera haldinn kvalalosta og er sagt að hann hafi barið fanga með svipu og stungið þá hnífi áður en hann sendi þá í gasklefann. Réttarhöldin yfir Demjanjuk fara fram í kvikmyndahúsi í Jerúsalem og fylgjast um 500 manns með, þ.á m. heilir skólabekkir. Um 250 manns geta fylgst með á kvikmynd- atjaldi í næsta sal og mörg hundruð manns standa daglega fyrir utan kvikmyndahúsið og bíða þess að komast að. Verjandi Johns Demjanjuk sýnir honum nafnspjaldið, sem gefið var út á valdatíma nasista. Ákæruvaldið vonast til þess að nota megi nafnspjaldið, sem Sovétmenn létu í té, til þess að sanna að Demj- anjuk sé i raun „Ivan grimmi“. ísraelar tóku af skarið í vopnasölunni: Vopnaskip sent frá Haifa til Nicaragua ÍSRAELSMENN gegndu mikilvægu hlutverki i vopnasölumálinu frá byijun og þrýstu á Bandaríkjamenn þegar þeir hikuðu á mikilvægum tímamótum samkvæmt skýrslu Tower-nefndarinnar, sem vitnar í skjöl Hvíta hússins. Samkvæmt þeim sendu Israelar skip hlaðið hergögnum og skotfærum frá rikjum sovétblakkarinn- ar til Contra-skæruliða ; Nicaragua. Súkkulaðiterta sú, sem Robert McFarlane færði Irönum að gjöf þegar hann fór í ferð sína til Teheran, var keypt í bakaríi í Tel Aviv. Oliver North ofursti tók þátt í ráðabruggi með Yitzhak Rabin landvarnaráðherra um að senda Contra-skæruliðum hergögn og skotfæri í september í fyrra, þeg- ar bann bandaríska þingsins við hernaðaraðstoð við þá var enn í gildi. Samkvæmt skjölum Hvíta hússins buðu Israelar vopnin, en Rabin segir að North hafi átt hugmyndina. Skip var sent til Haifa, þar sem ísraelskir hermenn hlóðu það, og það sigldi til Mið-Ameríku. Rabin segir að það hafi verið kallað til baka þegar fréttin um hergagna- söluna til Irans var orðin kunn almenningi. Samkvæmt skýrslunni höfðu Israelar áhrif á Bandaríkjamenn á ýmsan hátt með kænskubrögð- um til þess að efla þjóðarhags- muni sína og alþjóðlegir vopnasalar höfðu einnig áhrif á þá með brögðum. En á það er lögð áherzla að þegar öllu sé á botninn hvolft beri Bandaríkin fulla ábyrgð á gerðum sínum. Tower-nefndin kveðst ekki geta skorið úr um hvort ákvörðun Bandaríkjamanna um vopnasöl- una hafi verið hugmynd Israels- manna og segir að stjórnin í Washington kunni að hafa beðið Israelar um aðstoð. Israelar segj- ast hafa tekið þátt í vopnasölunni að beiðni Bandaríkjamanna og viljað hjálpa velviljuðu banda- lagsríki, sem hafi verið í vanda statt vegna bandarískra gísla í Líbanon. Einn nefndarmanna, Brent Scowcroft, sagði blaðamönnum að vitneskjan um hlutverk ísraels- manna væri ófullnægjandi, þar sem enginn Israeli hefði fengizt til að svara spurningum. En hann kvað „ engan vafa leika á því að Israelar hefðu hvatt til þessarar stefnu og jafnvel átt frumkvæðið að henni og lagt sig alla fram um að hleypa nýju lífi í hana þegar hún virtist ætla að misheppnast.“ Hann bætti við: „Ég held að vand- inn sé sá að markmið okkar og ísraela voru ekki hin sömu og stönguðust raunar á að sumu leyti.“ Engjnn vafi leikur á því sam- kvæmt skýrslunni að Israelar hafi fengið Bandaríkjamenn til að samþykkja að íranski kaupsýslu- maðurinn Manucher Ghorbanifar tæki að sér hlutverk milligöngu- manns og fullvissað þá um að treysta mætti honum. CIA taldi hann óáreiðanlegan. North og ísraelskir embættis- menn höfðu með sér fullt samráð allt frá upphafi vopnasölumálsins { ársbyijun 1985 samkvæmt skýrslunni, sem nefnir m.a. Amir- am Nir, ráðunaut Peresar, þáv. forsætisráðherra, í hryðjuverka- málum, og David Kimche, ráðu- neytisstjóra utanríkisráðuneytis- ins. Ghorbanifar og ísraelsku vopnasalarnir Yaacov Nimrodi og Adolf Schwimmer, annar ráðu- nautur Peresar, ræddu þann möguleika í janúar 1985 að nota vopnasölu til að fá bandaríska gísla lausa og hefja pólitískar við- ræður við stjómina í Teheran. Saudi-arabíski kaupsýslumaður- inn Adnan Khashoggi, sem var handgenginn valdamiklum ísra- elskum embættismönnum, tók einnig þátt í þessum ráðagerðum samkvæmt skýrslunni. Þessir menn töldu að þótt Bandaríkin, ísrael og íran ættu ólíkra hagsmuna að gæta gætu þessi ríki séð sér hag í því að bæta sambúð sína með því að semja um hergögn, gísla og leiðir til að heíja viðræður um tengsl. Það sem leiddi til þessa sambands samkvæmt skýrslunni var tilboð frá ísraelsmönnum um leiðir til að koma á sambandi við írana. I einum kafla skýrslunnar segir að Israelar hafi lengi séð sér hag í því að auka samskipti sín við írana, sem eiga í stríði við erki- óvini þeirra, íraka. Auk þess hafi sum öfl í Israel vafalaust viljað draga Bandaríkjamenn inn í þessi samskipti til að stía þá og Araba í sundur og gera Israel loks að eina hernaðarsamheija þeirra í þessum heimshluta. Að dómi nefndarinnar var ekk- ert athugavert við það þótt ísrels- menn reyndu að efla hagsmuni sína með þessum hætti og hún leggur áherzlu á að þeir sem mörkuðu stefnuna í Washington hafi tekið sínar eigin ákvarðanir og hljóti að bera ábyrgð á afleið- ingunum. Sérfræðingar í Washington segja að vopnasölumálið hafi orð- ið Bandaríkjamönnum mikill álitshnekkir og rýrt tiltrú til þeirra í Arabalöndum, þar sem hófsamar ríkisstjórnir hlynntar Vesturlönd- um eru við völd og veikt stöðu þeirra í samkeppninni við Rússa í þessum heimshluta. Heimild: Reuter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.