Morgunblaðið - 07.03.1987, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 07.03.1987, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, IAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 17 Alvörulög um notkun bflbelta löngu tímabær eftir Óla Þ. Þórðarson Öllum getur skjátlast, m.a.s. fyrrverandi hæstaréttardómurum. Þetta voru fyrstu viðbrögð mín er ég las grein Sigurgeirs Jónassonar, lögfræðings, í Morgunblaðinu 3. mars sl. En þar sem mörg atriði í greininni orkuðu mjög tvímælis, að mínu mati, ákvað ég að svara þó ekki væri til annars en að létta á samvisku minni svo ég vitni orðrétt í grein lögfræðingsins. Athugasemd nr. 1. Bægslagangur stóra bróður: Engum sem situr í umferðarráði eða hjá því vinnur, dettur í hug að líta á sig sem einhvern stóra-bróð- ur, eða hluta af honum. Okkur er hins vegar ætlað, lögum sam- kvæmt, að fræða fólk um umferðar- mál, og vinna að bættum umferðarháttum í landinu. Það ger- um við á ýmsan hátt, m.a. með því að benda á umtalsverða kosti bílbelta, og að hvergi í heiminum hafi tekist að ná upp almennri notk- un þeirra nema með lagasetningu og sektarákvæðum sé út af brugð- ið. Við viljum að allir noti bílbelti, ekki sumir eins og lögfræðingurinn lætur feitletra í gi-ein sinni. Þegar ég segi allir á ég við börn og full- orðna, hvort sem setið er í fram- eða aftursæti, leigubílstjóra, vöru- flutningabílstjóra o.s.fiv. M.a.s. að fólk í áætlunarbifreiðum eigi þess kost að nota bílbelti vilji það auka öryggi sitt á langferðum. Önnur athugasemd: Hávaðasamir talsmenn Vel má vera að lögfræðingnum finnist heyrast hátt í þeim sem vilja með raunverulegum bílbeltalögum forða nokkrum tugum landsmanna frá dauða eða böli örkumla á ári hvetju. En þeir sem til þekkja, þ. á. m. starfsfólk sjúkrahúsa og endurhæfingarstofnana, vita að fórnarlömb alvarlegra umferðar- slysa hafa ekki hátt. Sumir hafa þagnað fyrir fullt og allt, en hinir sem eftir lifa hrópa ekki hátt. En vel má lögfræðingurinn vita að þetta fólk vill svo sannarlega láta í sér heyra. Það vill hafa hátt um aðstöðuleysi sitt. Það óskar eftir heimilislegri stofnun þar sem sam- an fer góð aðstaða og hlýlegt umhverfi. En lögfræðingur góður, þetta fólk getur ekki haft hátt. Það hafa einmitt orðið örlög þess að lifa í algjörri kyrrð. Þriðja athugasemd: Ahrif viðvörunarorða Eg óttast að neikvæð skrif nokk- urra manna að undanförnu hafi áhrif á afstöðu þingmanna. Og þeg- ar lögfræðingurinn telur sig létta á samvisku sinni með því að vara við alvöru lagasetningu um notkun bílbelta þá spyr ég: Er ekki með öllu samviskulaust, að nú loks þeg- ar hillir undir að lög um notkun bílbelta verði að veruleika, skuli menn ryðjast fram á ritvöllinn til þess að reyna að koma í veg fyrir það. Ætla má að við höfum misst um 30—40 mannslíf frá því að lög um notkun bílbelta öðluðust gildi árið 1981 af því að viðurlög vant- aði og fólk hunsaði þar af leiðandi lögin. Abyrgð þeirra sem vilja halda ríkjandi ástandi í þessum efnum er mikil, miklu meiri en lögfræðingur- inn virðist gera sér grein fyrir. Fjórða athugasemd: Viðhorf fólks til sektarákvæða Rétt er að aðeins hluti manna hefur notað beltin, jafnvel þótt lög hafi mælt svo fyrir um að þau skuli nota. Notkun hefur þó verið um 30 til 40% í þeim könnunum sem gerð- ar hafa verið á síðustu árum. Það finnst okkur alltof lítið, og sérstak- lega finnum við fyrir því þegar slys verða og beltin hanga ónotuð í bílunum. En umferðarráð hefur kannað vilja fólks til sektarákvæða, og fengið til þess viðurkenndan aðila á sviði viðhorfskannana, Hag- vang. Það kemur lögfræðingunum væntanlega á óvart að heyra að marktækur meirihluti fólks lýsti þeim vilja sínum sl. haust að sekta beri þá sem ekki nota bílbelti, eða 57,8% aðspurðra. Árið 1984 var sambærileg tala 46,5% og árið 1983 39,8%. Á þessu sést að viðhorfs- breyting hefur orðið hjá fólki og því er rangt að halda því fram að meirihluti fólks sé á móti sektum. Þvert á móti má ætla að sektar- ákvæði falli í góðan jarðveg og margir bíði beinlínis eftir þeim til þess að stíga skrefið til fulls og nota bílbelti alltaf. Óli Þ. Þórðarson „Nei, lög um að fólk skuli nota bílbelti eru ekki einu „forsjárlög- in“ sem hér gilda. En hvort þeim er fram- f ylgt eða ekki er hins vegar spurning um að forða hundruðum manna frá böli alvar- legra umferðarslysa á hverju einasta ári.“ Fimmta athugasemd: U mf erðarlöggæsla I mínum huga mun „allur þungi umferðarlöggæslunnar“ ekki bein- ast að þessari brotategund við gildistöku laganna eins og lögfræð- ingurinn óttast. Fyrst' og fremst geri ég ráð fyrir að löggæslan vinni að víðtæku leiðbeiningarstarfi varð- andi mörg nýmæli umferðarlaga sem þá öðlast gildi. En auðvitað mega brotlegir búast við sektum. Sérstaklega hafi þeir auk þess að spenna ekki beltin brotið gegn öðr- um ákvæðum umferðarlaga. Það skyldi því aldrei fara svo að viður- lög gegn þeim sem ekki nota bílbelti verði til þess að auka virðingu manna fyrir öðrum umferðarregl- um. Jú, áhrif laga geta verið margslungin, það vita lögmenn manna mest. Sjötta athugasemd: Enn um persónufrelsið Öll lög eru í eðli sínu meiri eða minni skerðing á svokölluðu per- sónufrelsi manna. Sumum fínnst stöðvunarskylda dæmi þar um, þ.e. að þeir þurfi að nema staðar án tillits til þess hvort nokkur annar er þar á ferð á sama tíma. Og hvers konar ofríki er það hjá stóra bróður að setja lög um það að í öllum skól- um landsins skuli íþróttir iðkaðar. Blessaðir nemendurnir eru sífellt að slasa sig í skólaíþróttunum, og íþróttaslys eru að verða einhver algengustu slys á íslandi í dag. Nei, lög um að fólk skuli nota bílbelti eru ekki einu „forsjárlögin“ sem hér gilda. En hvort þeim er framfylgt eða ekki er hins vegar spurning um að forða hundruðum manna frá böli alvarlegra umferðar- slysa á hveiju einasta ári. Lokaorð Hvarvetna sem lög um notkun bílbelta með viðeigandi sektar- ákvæðum hafa verið sett í heimin- um hafa efasemdarmenn á örskömmum tíma sannfærst um ágæti þeirra. Ég veit að svo mun einnig verða hér á landi. Því fyrr, því betra. Þá mun reyna á dóm- greind landsmanna, og um hana efast ég ekki. Einnig verður treyst á fulltingi góðra embættismanna við framkvæmd laganna, embættis- manna á borð við Sigurgeir Jónsson sem mátti ekki vamm sitt vita í embættisrekstri. Höfundur er framkvæmdastjóri umferðarráðs. VAR EINHVER AÐ TALA UM LÁG VERÐ TIL SÓLARLANDA í SUMAR? MEÐ ÞVÍ AÐ SKOÐA VERÐSKRÁNA OKKAR TIL COSTA DEL SOL SÉRÐ ÞÚ AÐ OKKAR AFSLÆTTIR LÆKKA ÞAU AUGLÝSTU VERÐ SEM ÞAR ERU - OG EKKI SPILLIR ÞAÐ FYRIR AÐ VIÐ FLJÚGUM DAGFLUG FRÁ 10. JÚNÍ. ÞISSSR AFSLÆTTiR EÍÖÁ ERIMDI TIL ALLRA: 1) SÖGUAFSLÁTTUR kr. 2.500,- fyrir fullorðinn kr. 1.250,- fyrir 12-15 ára kr. 1.000,- fyrir 2-11 ára Fyrir þá sem staðfesta pöntun sína fyrir 1. apríl. AUK ÞESS... 2) BARNAAFSLÁTTUR 2-11 ára kr. 12.000,- í allar brottfarir 12-15 ára kr. 9.000,- í allar brottfarir EÐA... 3) AFSLÁTTUR FYRIR SÖGUHNOKKA 2-11 ára fá 55% afslátt í ferðum 26. maí og 1. júlí. OG SÍÐAST EIM EKKI SÍST... 4) AFSLÁTTUR fyrir eldri borgara Auk Söguafsláttar okkar fram til 1. apríl fá allir 60 ára og eldri hvar sem er á landinu kr. 2.500,- í afslátt í brottfarir til Costa del Sol þann 27. apríl og 23. september NOKKUR DÆMI ÚR VERÐSKRÁ: 14/4 27/4 26/5 10/6 1/7 22/7,12/8,2/9 23/9 Vorferð Hnokka- Hnokka- Eldri Páskar eldri borgara ferð ferð borgarar GISTISTAÐIR 2 vikur 4 vikur 2 vikur 3 vikur 3 vikur 3 vikur 3 vikur PRINCIPITO SOL Ánfæðis/1 svefnherbergi 4 í íbúö 28.050 32.550 29.890 33.990 33.910 36.910 33.600 3 í íbúö 28.800 34.200 31 .Gou 35.845 36.370 39.370 35.350 2 í ibúð 30.325 37.600 33.390 39.340 41.380 44.270 38.840 ANDALUCIA Anfæðis/1 svefnherbergi 3 í ibúö 29.840 36.540 30.790 35.740 37.390 38.990 37.700 2 í íbúð 31.680 40.620 32.770 38.700 40.920 42.430 41.300 1 í fbúö 39.330 57.695 41.010 51.060 56.820 58.520 56.400 1 svefnherb. + barnaherb. 5 í íbúð 28.390 33.295 29.230 33.390 33.870 35.570 34.200 4 í íbúö 28.930 34.495 29.810 34.260 34840 36.450 35.200 3 i ibúö 30.572 38.170 31.580 36.920 37.970 39.670 38.100 PYR Án fæðis/stúdíóíbúð 3! stúdió 29.100 36.000 30.000 35.100 38.300 39.900 34.300 2 (stúdíói 32.100 42.000 33.300 39.500 45.400 46.900 39.100 1 í stúdíói 41.200 63.000 43.000 54.600 66.700 68.500 53.800 ELREMO Ánfæðis/1 svefnherbergi 2 í ibúð 34.820 47.630 36.140 42.700 50.800 52.500 41.900 OPIÐ í DAG LAUGARDAG FRÁ KL. 1000—1500 FERÐASKRIFSTOFAN sœp TJARNARGÖTU 10 J sími 28633
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.