Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 Svar til Svavars - í tilefni af „Minnisatriðum úr þjóðhagsskýrslu“ eftirÞórð Friðjónsson í grein Svavars Gestssonar al- þingismanns, „Minnisatriði úr þjóðhagsskýrslu", sem birtist í Morgunblaðinu 4. mars sl., eru ýmsar vangaveltur um góðærið og ástæður þess. Sérstök áhersla er lögð á að svara spumingunni: Af hverju stafar góðærið? Þetta gerir Svavar með því að reyna að af- sanna tilgátu, sem hann setur fram sjálfur, um að ríkisstjóminni sé að þakka góðærið. Til þess að rökstyðja mál sitt rekur Svavar ástæður góðærisins. Þær em fyrst og fremst: Góð afla- brögð, hátt verð á sjávarafurðum okkar erlendis, mikil lækkun á olíu- verði og lækkun vaxta erlendis. Um þetta em allir sammála eftir því sem ég best veit. Það hefur engum dott- ið í hug — að Svavari undanskildum — að þakka ríkisstjóminni þetta, e.t.v. þó að því frátöldu, að sumir telja breytta fískveiðistjóm hafa skilað einhveiju í aflaverðmæti. En látum það liggja milli hluta. Það er ekki aðalskýring í þessu sam- bandi. I ljósi þessa er það óskiljanlegt, hvemig Svavar kemst að þeirri nið- urstöðu, að það sé mat höfundar þessarar greinar að framangreind atriði séu „að þakka viturlegri efna- hagsstjóm núverandi ríkisstjómar". Enginn setur í rauninni samasem merki milli hagstæðra ytri skilyrða og ríkisstjómar. Þetta virðist vera einhvers konar þráhyggja sem ásækir Svavar þessa dagana. Góðæri og árangur í efnahagslífinu Hins vegar hef ég látið þá skoðun í ljós, að um margt hafí gengið vel að spila úr góðærinu, sérstaklega í samanburði við fyrri góðæri. I því skyni að rökstyðja þetta sjónarmið má bera saman þróun efnahagslífs- ins nú og á fyrri uppgangsárum, t.d. á árunum 1971—1973 og 1976—1978. Skilyrði efnahagslífs- ins voru reyndar hagstæð fleiri ár en þessi, sérstaklega var árið 1970 mjög gott ár og eins 1980. Hér er hins vegar látið nægja að bera sam- an þijú og þijú ár hveiju sinni þessa góðæriskafla. Þótt ekki sé unnt í stuttri grein að gera ítarlegan sam- anburð í þessu efni, má minna á nokkur atriði. Sem dæmi má skoða eftirtalin fimm atriði í máli og myndum fyrir tímabilin 1971— 1973, 1976-1978, 1985- 1987: 1. Framleiðsla og tekjur Á mynd 1, sem fylgir hér með, er þróun þjöðartekna sýnd fyrir þessi tímabil. Þar kemur fram að góðærið í byijun síðasta áratugar er sínu best. Aukning þjóðartekna er að meðaltali um 10% á ári. Aukn- ing þjóðartekna 1976—1978 er nokkru minni, 8,6% að meðaltali á ári. Síðustu þijú árin er töluvert minni uppgangur, eða 5,8% aukning þjóðartekna að meðaltali á ári. Þótt þannig sé nokkur munur á þessum góðærum er ekki álitamál, að öll þessi ár einkennast af miklum upp- gangi í efnahagslífínu. 2. Verðbólga Á mynd 2 kemur glöggt fram, að bæði fyrri góðærin fer verðbólga ört vaxandi. A fyrsta tímabilinu fer verðbólga úr 3,8% 1971 í 34,2% 1973. Og 1976 er verðbólgan 32,5% en fer í 39,2% 1978. Hið gagn- stæða gerist á síðustu þremur árum. Verðbólgan minnkar ört, úr 33,5% 1985 í 13% 1986 og stefnir í 10—12% á þessu ári (allar verð- bðlgutölur hér sýna verðbreytingu frá byijun til ioka árs). 3. Vextir og sparnaður Eins og mynd 3 sýnir, voru raun- vextir útlána afar neikvæðir bæði 1971-1973 og 1976-1978. Þessu fylgdi auðvitað mikil spenna á fjár- magnsmarkaðium og ört minnkandi spamaður, sérstaklega 1971— 1973. Þetta kemur glöggt fram í mynd 4. Á síðustu misserum hefur þessari þróun verið snúið við. Betra jafnvægi er á fjármagnsmarkaðn- um og spamaður fer nú aftur vaxandi. 4. Viðskiptajöfnuður Mynd 5 sýnir þróun viðskipta- jafnaðar í hlutfalli við landsfram- leiðslu. Þegar góðærið var mest, 1971—1973, var viðskiptahalli öll árin. Viðskiptin eru hins vegar nokkum veginn í jafnvægi síðast á tímabilinu. 1976-1978 og eins núna. 5. Erlendar skuldir í fyrsta skipti í a.m.k. fímmtán ár em nú líkur á að erlendar skuld- ir (löng erlend lán) minnki að raungildi á þessu ári. Áætlað er að skuldirnar minnki um u.þ.b. 3%. Hins vegar jukust skuldirnar að raungildi öll árin á fyrri uppgangs- tímum, að meðaltali um 15% á ári 1971-1973 og 9% 1976-1977. Á mynd 6 er sýnt hvernig erlendar skuldir hafa þróast í hlutfalli við landsframleiðslu á þessum tímabil- um. Skuldimar stóðu nokkurn veginn í stað á þennan mælikvarða 1976—1978, minnkuðu um þijú prósentustig 1971—1973, en nú stefnir í 11 prósentustiga minnkun á milli áranna 1985 og 1987. Margt fleira væri auðvitað hægt að nefna í sambandi við þénnan samanburð. Þetta er þó'látið nægja hér, en í lokin er rétt að víkja fáein- um orðum að þeim viðfangsefnum, sem beina þarf kröftum að á næst- unni. Þórður Friðjónsson Verðbólgan er enn tals- vert meiri hér á landi en í helstu viðskipta- iöndum okkar. Það mundi treysta efna- hagslífið verulega ef sami stöðugleiki næðist í verðlagsmálum hér og í nágrannalöndunum. Þetta eru eins og hver önnur verk, sem ganga þarf í, því fyrr, því betra. NEFND, sem utanríkisráðherra skipaði, til þess að gera athugun á fyrirkomulagi utanríkisþjón- ustu íslands í Asíu, hefur lokið störfum og komist að þeirri nið- urstöðu að ekki sé nægilega rík nauðsyn til þess að stofna sendi- ráð eða viðskiptafulltrúaskrif- stofu þar. Verkefni nefndarinnar var „að gera athugun á fyrirkomulagi ut- anríkísþjónustu Islands í Asíu og skila tillögum um eflingu hennar, öðru fremur í því skyni að greiða fyrir vaxandi viðskiptum". í niður- stöðunum segir að ekki sé nægilega Hvað má betur gera? Þótt líklega sé, þegar til alls er litið, betra heildaijafnvægi í efna- hagslífinu nú er verið hefur síðast- liðin 15 ár, eru auðvitað ýmis erfið verkefni sem þarf að sinna. Svavar tínir skilvíslega til þau hættumerki, sem bent er á í nýju „Ágripi úr þjóðarbúskapnum". Umræður um það eru að sjálfsögðu af hinu góða, enda vafalaust vel meintar hjá Svavari. Þess vegna verður ekki rætt um mat hans á þeim atriðum. Hins vegar eru tvö sérstaklega þýð- ingarmikil verkefni framundan, sem rétt er að minna á í þessu sam- hengi, þótt ekki vinnist tími til að fara ítarlega út í þá sálma. I fyrsta lagi þarf að auka sparnað í þjóð- félaginu, draga úr útgjöldum þjóðarbúsins. Neyslustigið í þjóðar- búinu er of hátt miðað við tekur þess. í góðæri eiga viðskipti við önnur lönd að jafnaði að vera með afgangi. Það er einfaldlega hyggi- leg bústjórn að leggja til hliðar þegar vel gengur og hafa eitthvað upp á að hlaupa, ef slær í bakseg- lið. í öðru lagi er afar brýnt að minnka verðbólgu enn frekar. Verð- bólgan er enn talsvert meiri hér á landi en í helstu viðskiptalöndum okkar. Það mundi treysta efna- hagslífið verulega, ef sami stöðug- leiki næðist í verðlagsmálum hér og í nágrannalöndunum. Þetta eru eins og hver önnur verk, sem ganga þarf í, því fyrr, því betra. Gagn- legra væri að heyra tillögur Svavars um hvernig hann telur að leysa eigi þessi verkefni af hendi en þanka hans um hveijum góðærið er að þakka. Höfundur er forstfóri Þjóðhags- stofnunar. rík ástæða til þessa nú, ef miðað er við viðskiptahagsmuni, en hins vegar sé ekki ólíklegt að aðstæður í þessu efni breytist síðar. 1 athugasemdum nefndarinnar er bent á að með hliðsjón af hinum mikilvæga markaði í Japan og hugsanlegum markaði í öðrum löndum A-Asíu, sé full ástæða til að athuga hvemig greiða megi fyr- ir viðskiptum með öðrum hætti, en með stofnun fastaskrifstofu. Bent er á söfnun upplýsinga, ferðir sendi- nefnda, styrki til náms í þessum fjarlægu löndum og að stuðlað sé að námsmannaskiptum. Sendiráð í Asíu ekki nauðsynlegt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.