Morgunblaðið - 07.03.1987, Page 16

Morgunblaðið - 07.03.1987, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 Svar til Svavars - í tilefni af „Minnisatriðum úr þjóðhagsskýrslu“ eftirÞórð Friðjónsson í grein Svavars Gestssonar al- þingismanns, „Minnisatriði úr þjóðhagsskýrslu", sem birtist í Morgunblaðinu 4. mars sl., eru ýmsar vangaveltur um góðærið og ástæður þess. Sérstök áhersla er lögð á að svara spumingunni: Af hverju stafar góðærið? Þetta gerir Svavar með því að reyna að af- sanna tilgátu, sem hann setur fram sjálfur, um að ríkisstjóminni sé að þakka góðærið. Til þess að rökstyðja mál sitt rekur Svavar ástæður góðærisins. Þær em fyrst og fremst: Góð afla- brögð, hátt verð á sjávarafurðum okkar erlendis, mikil lækkun á olíu- verði og lækkun vaxta erlendis. Um þetta em allir sammála eftir því sem ég best veit. Það hefur engum dott- ið í hug — að Svavari undanskildum — að þakka ríkisstjóminni þetta, e.t.v. þó að því frátöldu, að sumir telja breytta fískveiðistjóm hafa skilað einhveiju í aflaverðmæti. En látum það liggja milli hluta. Það er ekki aðalskýring í þessu sam- bandi. I ljósi þessa er það óskiljanlegt, hvemig Svavar kemst að þeirri nið- urstöðu, að það sé mat höfundar þessarar greinar að framangreind atriði séu „að þakka viturlegri efna- hagsstjóm núverandi ríkisstjómar". Enginn setur í rauninni samasem merki milli hagstæðra ytri skilyrða og ríkisstjómar. Þetta virðist vera einhvers konar þráhyggja sem ásækir Svavar þessa dagana. Góðæri og árangur í efnahagslífinu Hins vegar hef ég látið þá skoðun í ljós, að um margt hafí gengið vel að spila úr góðærinu, sérstaklega í samanburði við fyrri góðæri. I því skyni að rökstyðja þetta sjónarmið má bera saman þróun efnahagslífs- ins nú og á fyrri uppgangsárum, t.d. á árunum 1971—1973 og 1976—1978. Skilyrði efnahagslífs- ins voru reyndar hagstæð fleiri ár en þessi, sérstaklega var árið 1970 mjög gott ár og eins 1980. Hér er hins vegar látið nægja að bera sam- an þijú og þijú ár hveiju sinni þessa góðæriskafla. Þótt ekki sé unnt í stuttri grein að gera ítarlegan sam- anburð í þessu efni, má minna á nokkur atriði. Sem dæmi má skoða eftirtalin fimm atriði í máli og myndum fyrir tímabilin 1971— 1973, 1976-1978, 1985- 1987: 1. Framleiðsla og tekjur Á mynd 1, sem fylgir hér með, er þróun þjöðartekna sýnd fyrir þessi tímabil. Þar kemur fram að góðærið í byijun síðasta áratugar er sínu best. Aukning þjóðartekna er að meðaltali um 10% á ári. Aukn- ing þjóðartekna 1976—1978 er nokkru minni, 8,6% að meðaltali á ári. Síðustu þijú árin er töluvert minni uppgangur, eða 5,8% aukning þjóðartekna að meðaltali á ári. Þótt þannig sé nokkur munur á þessum góðærum er ekki álitamál, að öll þessi ár einkennast af miklum upp- gangi í efnahagslífínu. 2. Verðbólga Á mynd 2 kemur glöggt fram, að bæði fyrri góðærin fer verðbólga ört vaxandi. A fyrsta tímabilinu fer verðbólga úr 3,8% 1971 í 34,2% 1973. Og 1976 er verðbólgan 32,5% en fer í 39,2% 1978. Hið gagn- stæða gerist á síðustu þremur árum. Verðbólgan minnkar ört, úr 33,5% 1985 í 13% 1986 og stefnir í 10—12% á þessu ári (allar verð- bðlgutölur hér sýna verðbreytingu frá byijun til ioka árs). 3. Vextir og sparnaður Eins og mynd 3 sýnir, voru raun- vextir útlána afar neikvæðir bæði 1971-1973 og 1976-1978. Þessu fylgdi auðvitað mikil spenna á fjár- magnsmarkaðium og ört minnkandi spamaður, sérstaklega 1971— 1973. Þetta kemur glöggt fram í mynd 4. Á síðustu misserum hefur þessari þróun verið snúið við. Betra jafnvægi er á fjármagnsmarkaðn- um og spamaður fer nú aftur vaxandi. 4. Viðskiptajöfnuður Mynd 5 sýnir þróun viðskipta- jafnaðar í hlutfalli við landsfram- leiðslu. Þegar góðærið var mest, 1971—1973, var viðskiptahalli öll árin. Viðskiptin eru hins vegar nokkum veginn í jafnvægi síðast á tímabilinu. 1976-1978 og eins núna. 5. Erlendar skuldir í fyrsta skipti í a.m.k. fímmtán ár em nú líkur á að erlendar skuld- ir (löng erlend lán) minnki að raungildi á þessu ári. Áætlað er að skuldirnar minnki um u.þ.b. 3%. Hins vegar jukust skuldirnar að raungildi öll árin á fyrri uppgangs- tímum, að meðaltali um 15% á ári 1971-1973 og 9% 1976-1977. Á mynd 6 er sýnt hvernig erlendar skuldir hafa þróast í hlutfalli við landsframleiðslu á þessum tímabil- um. Skuldimar stóðu nokkurn veginn í stað á þennan mælikvarða 1976—1978, minnkuðu um þijú prósentustig 1971—1973, en nú stefnir í 11 prósentustiga minnkun á milli áranna 1985 og 1987. Margt fleira væri auðvitað hægt að nefna í sambandi við þénnan samanburð. Þetta er þó'látið nægja hér, en í lokin er rétt að víkja fáein- um orðum að þeim viðfangsefnum, sem beina þarf kröftum að á næst- unni. Þórður Friðjónsson Verðbólgan er enn tals- vert meiri hér á landi en í helstu viðskipta- iöndum okkar. Það mundi treysta efna- hagslífið verulega ef sami stöðugleiki næðist í verðlagsmálum hér og í nágrannalöndunum. Þetta eru eins og hver önnur verk, sem ganga þarf í, því fyrr, því betra. NEFND, sem utanríkisráðherra skipaði, til þess að gera athugun á fyrirkomulagi utanríkisþjón- ustu íslands í Asíu, hefur lokið störfum og komist að þeirri nið- urstöðu að ekki sé nægilega rík nauðsyn til þess að stofna sendi- ráð eða viðskiptafulltrúaskrif- stofu þar. Verkefni nefndarinnar var „að gera athugun á fyrirkomulagi ut- anríkísþjónustu Islands í Asíu og skila tillögum um eflingu hennar, öðru fremur í því skyni að greiða fyrir vaxandi viðskiptum". í niður- stöðunum segir að ekki sé nægilega Hvað má betur gera? Þótt líklega sé, þegar til alls er litið, betra heildaijafnvægi í efna- hagslífinu nú er verið hefur síðast- liðin 15 ár, eru auðvitað ýmis erfið verkefni sem þarf að sinna. Svavar tínir skilvíslega til þau hættumerki, sem bent er á í nýju „Ágripi úr þjóðarbúskapnum". Umræður um það eru að sjálfsögðu af hinu góða, enda vafalaust vel meintar hjá Svavari. Þess vegna verður ekki rætt um mat hans á þeim atriðum. Hins vegar eru tvö sérstaklega þýð- ingarmikil verkefni framundan, sem rétt er að minna á í þessu sam- hengi, þótt ekki vinnist tími til að fara ítarlega út í þá sálma. I fyrsta lagi þarf að auka sparnað í þjóð- félaginu, draga úr útgjöldum þjóðarbúsins. Neyslustigið í þjóðar- búinu er of hátt miðað við tekur þess. í góðæri eiga viðskipti við önnur lönd að jafnaði að vera með afgangi. Það er einfaldlega hyggi- leg bústjórn að leggja til hliðar þegar vel gengur og hafa eitthvað upp á að hlaupa, ef slær í bakseg- lið. í öðru lagi er afar brýnt að minnka verðbólgu enn frekar. Verð- bólgan er enn talsvert meiri hér á landi en í helstu viðskiptalöndum okkar. Það mundi treysta efna- hagslífið verulega, ef sami stöðug- leiki næðist í verðlagsmálum hér og í nágrannalöndunum. Þetta eru eins og hver önnur verk, sem ganga þarf í, því fyrr, því betra. Gagn- legra væri að heyra tillögur Svavars um hvernig hann telur að leysa eigi þessi verkefni af hendi en þanka hans um hveijum góðærið er að þakka. Höfundur er forstfóri Þjóðhags- stofnunar. rík ástæða til þessa nú, ef miðað er við viðskiptahagsmuni, en hins vegar sé ekki ólíklegt að aðstæður í þessu efni breytist síðar. 1 athugasemdum nefndarinnar er bent á að með hliðsjón af hinum mikilvæga markaði í Japan og hugsanlegum markaði í öðrum löndum A-Asíu, sé full ástæða til að athuga hvemig greiða megi fyr- ir viðskiptum með öðrum hætti, en með stofnun fastaskrifstofu. Bent er á söfnun upplýsinga, ferðir sendi- nefnda, styrki til náms í þessum fjarlægu löndum og að stuðlað sé að námsmannaskiptum. Sendiráð í Asíu ekki nauðsynlegt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.