Morgunblaðið - 07.03.1987, Page 31

Morgunblaðið - 07.03.1987, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 31 Tvær vélar Flugleiða í skoðun Sigiirður Guðmundsson, listmál- ari, opnaði í gær, sýningu á grafíkmyndum, í Gallerí Svart á hvítu, við Óðinstorg. A sýning- unni eru um 30 verk, aðallega grafíkmyndir, auk nokkurra vatnslitamynda. Sigurður hefur verið búsettur í Hollandi frá því árið 1970 og hefur ekki haldið einkasýningu í Reykjavík siðan 1977, en i fyrra sýndi hann i Slúnkariki á Isafirði. Blaðamað- ur Morgunblaðsins átti spjall við Sigurð og spurði hver væri ástæðan fyrir því að hann kæmi heim með sýningu eftir svo lang-' an tíma. „Ástæðan fyrir því að ég kem heim núna, er að mér var boðið að vera með sýningu í Norræna hús- inu. Þar átti að setja upp þriggja manna sýningu, það er verk eftir mig, norska listamanninn Tufta og verk eftir Olaf Strömme. Eg tók auðvitað boðinu, því mig óraði ekki fyrir því að ég væri að eiga við „amatöra" sem hafa lítinn áhuga, eða enga virðingu fyrir myndlist. Þeir frestuðu sýningunni um viku, án þess að láta mig vita. Ég er mjög undrandi yfir öllun vinnubrögðum þar, því enginn veit neitt. Myndlistarmaður sem ætlar að sýna þar, fær enga aðstoð og fyrirgreiðslu. Myndlistarspekúlant- arnir í Norræna húsinu hlaupa upp til handa og fóta ef einhver gítar- spilari kemur frá Skandinavíu. Hann fær frítt hótel, greiddan ferðakostnað. En myndlistarmenn, ekkert. Þegar ég var beðinn um að koma, var ég mjög efins, því ég hafði svo mikið að gera. Síðan ákvað ég að stela mér viku til að koma og þeg- ar ég tek boði um að halda sýningu, tek ég því alvarlega, byrja á því að fá lánuð verk úr listasöfnum og í einkaeign héðan og þaðan. Síðan sem ég texta í sýningarskrá og byija að huga að verkum sem ég á og þarf að koma í gáma. Þeir í Svart á hvítu fréttu að ég væri á leiðinni heim með sýningu og buðu mér að sýna hjá sér á sama tíma og í Norræna húsinu. Síðan kom ég hingað heim, með mín verk, og get stoppað í viku. Þá fyrst er mér sagt að fresta eigi sýningunni í Norræna húsinu um þessa einu viku. Það hefði verið lágmarks- kurteisi að hringja í mig til Hollands og segja mér það. Ég lét senda myndir frá Noregi á sýninguna í Norræna húsinu. Þær eru í strandferð kringum landið núna, ásamt myndunum eftir Tufta. Hann fer í fýlu þegar hann kemur, því hann má ekki vera að því að stoppa nema rétt helgina. Hann verður því ekki heldur viðstaddur opnunina. Myndirnar eru í strand- ferð fyrir einhvern misskilning. Ég veit ekki hvort einhver gleymdi að leysa þær út hér. Það veit enginn neitt í Norræna húsinu og þar er enginn ábyrgur. Eg hef fengið þá í Svart á hvítu til að hengja upp myndirnar mínar í Norræna húsinu, þegar sú sýning verður, því þetta eru flókin verk og ég treysti fólkinu þar ekki til að setja þau upp, né taka þau nið- ur. Þau eru „amatörar." Annars er Island paradís amatö- ranna í myndlist. Ef ég væri amatör mundi ég flytja til Islands. En ef maður er hin tegundin af myndlist- armanni, og ég vil taka það fram að þeir búa margir hér við ill kjör, þá er ómögulegt að búa hér. Ég held að vandinn sé kannski að á íslandi eru þessar fáu menningar- stofnanir sem hér eru, peningalitlar og illa mannaðar og þá fólki, sem hefur lítið vit á list og þykir ekkert vænt um hana. Alþýðan ræður myndlistarsmekknum, en ekki menningarelíta sem gefur öllu tæki- færi. Það er mjög gaman að alþýðan á Islandi skuli hafa þörf fyrir ein- hveija tegund af list. En Island er ekkert spennandi fyrir „pró- gressíva" myndlistarmenn. Nú er unnið að mikilli viðgerð á tveimur vélum Flugleiða. Önnur þeirra, Boeing 727, er i venju- legri C-skoðun. Hin, sem er DC-8 vél, er einnig í slíkri skoðun, en að auki fer fram viðgerð á vængjum hennar. eggtennis er íþrótt sem nýtur mikilla vinsælda uni allan heim enda stór- góð, spennandi og skemmtileg líkamsrækt. ■ Erum að opna fullkomna aðstöðu - 5 veggtennissalir, leikfimisalur, gufu- höð, ljósaböð og veitingar. ■ Reyndir þjálfarar og starfsfólk. OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 8:00-23:00 VEGGSPORT • SIMI190 VEGGTENNIS- OG íÞRÖTTAMIDSTÖD \ SEUAVEGl 2 (HÉÐINSHÚSINU) Sigurður Guðmundsson við nokkur verka sinna Alþýðan ræð- ur myndlistar- smekknum hér segir Sigurður Guðmundsson, listmál- ari, sem nú sýnir i gallerí Svart á hvítu EIN af DC-8 flugvélum Flug- leiða hefur verið í C-skoðun frá 26. janúar. Um Ieið fer fram tímafrek og mikil viðgerð á vængjum vélarinnar. Þá hefur Boeing 727 vél félagsins einnig gengist undir samskonar skoð- un sem væntanlega mun ljúka 29. mars næstkomandi. Að sögn Ólafs Marteinssonar deildarstjóra ' skoðunardeildar Flugleiða eru vélar félagsins skoð- aðar reglulega eftir ákveðinn flugtíma. „Það sem er óvenjulegt við skoðun DC-8 vélarinnar að þessu sinni eru þessi stóra viðgerð á vængjunum," sagði Ólafur. „Þetta er tímafrek vinna, sviti og tár.“ Viðgerð vélarinnar á að vera lokið 11. mars.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.