Morgunblaðið - 07.03.1987, Side 43

Morgunblaðið - 07.03.1987, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 43 Nýju kosningalögin hafa hér ver- ið reifuð eins og þau eru eftir þær breytingar sem gerðar hafa verið á þeim á yfirstandandi þingi. Þessar breytingar sníða af lögunum nokkra ágalla en breyta þeim efnislega lítið. Því eru enn á þeim margvís- legir annmarkar. Sumpart eru þeir óhjákvæmilegir vegna ósamrýman- legra markmiða, en sumpart eiga þeir rætur að rekja til þess kerfis sem lagt er til grundvallar, m.a. til reglu stærstu leifar. Ekki bætir úr skák að fjölgun framboða sem nú er í sjónmáli reynir mjög á þolrifin í lögunum. Kemur þá í auknum mæli ti! kasta þröskulda og endur- reikningsákvæðanna og samspil þessara atriða. Þetta ber að hafa í huga þegar lögin koma nú fyrst til framkvæmda í næstu kosningum. Meginmarkmiðin um minna mis- vægi atkvæða eftir búsetu kjósenda og aukinn jöfnuð milli flokka munu væntanlega nást. En hjá einstaka annarlegum úthlutunum verður ekki komist. Gagnrýni á nýju kosningalögin Nýju úthlutunarákvæðin hafa sætt allnokkurri gagnrýni. Hana má flokka í fernt: Í fyrsta lagi þykja ákvæðin of flókin. Hefur því jafnvel verið hald- ið fram að þau séu svo snúin að einungis reiknifræðingar búnir tolv- um ráði við að úthiuta eftir þeim. Hér eru ýkjur á ferðinni. Talna- glöggir menn með vasareikni sér við hönd úthluta öllum 63 sætunum á tæpri klukkustund og á styttri tíma, hafi þeir náð æfingu. Þá má líka spyija hvort lögin séu flókin miðað við ákvæðin frá 1959. Mat mitt er að þau séu allnokkru flókn- ari en þó ekki umtalsvert. A hinn bóginn eru þau flóknari en nauðsyn krefur. I öðru lagi telja margir lögin ósamstæð og órökrétt. Undir þetta sjónarmið verð ég einnig að taka en bendi enn á ný á að þetta er það verð sem goldið var fyrir þá réttarbót sem í lögunum felst. Stjórnmál eru nú einu sinni list hins mögulega. Vissulega verða mörg sérákvæði og stærðir í lögunum aðeins rökstudd á pólitískum for- sendum. Hvers vegna nema þrö- skuldar 2/a og V3 af kjördæmistölu en ekki einhveijum öðrum brotum? Hví eru áfangar fjórir? Eru skilin milli fyrsta og annars áfanga rétti- lega sett við Vs af kjördæmistölu? Hvers vegna er sérstakur og af- brigðilegur 7%-þröskuldur í öðrum áfanga? Auðvitað eru ekki til nein rökleg svör við þessum spurningum. Hé_r kom til pólitískt mat. I þriðja lagi sætir það gagnrýni að með úthlutunarákvæðunum sé ráðskast með úrslitin í kjördæmun- um. Atkvæði kjósenda fái ekki að ráða. Hér verður að hafa í huga það meginmarkmið nýju kosninga- laganna að ná jöfnuði milli flokka. Þannig verða úrslit í kjördæmunum að víkja, bijóti þau gegn þessu markmiði. Hluti þingmanna hvers kjördæmis er því kosinn landskjöri, beint eða óbeint. Þá verður ekki hjá því komist að einstaka úthlutan- ir séu á skjön við úrslit innan viðkomandi kjördæmis. Að sjálf- sögðu hefur þó ávallt verið að því stefnt að ákvæðin valdi sem minnstri röskun að þessu leyti. Nýju kosningalögin virða þetta sjónarmið allvel. Þó tel ég að unnt hefði verið að ná meiri árangri að þessu leyti með ýmsum af þeim öðrum tillögum sem fram komu. í þessu sambandi má þó gjarnan hafa í huga að það er ekki nýtt að jöfnunarákvæði riðli úrslitum innan kjördæmanna. Þannig hefur það einatt verið víðs fjarri að uppbótar- menn þeir sem valist hafa skv. kosningalögunum frá 1959 hafi átt eðlilegt kjörfylgi. Og í fjórða lagi hefur því verið andmælt að horfið er frá reglu d’Hondts sem grundvelli úthlutunar í kjördæmum. Eg fellst á þá skoðun að regla d’Hondts uppfylli ein þau réttlætissjónarmið sem virða ber við uppgjör einstakra kosninga eins og til sveitarstjóma eða við heildar- skiptingu þingsæta milli flokka. Enda stendur ekki til að gera breyt- ingu þar á. A hinn bóginn er ekki jafn einhlítt að reglan eigi við þeg- ar úthlutað er í einstökum kjördæm- um og jafnframt ætlast til þess að samanlagt sé úthlutunin eins og um landsúthlutun væri að ræða. Að öðm jöfnu er unnt að ná meira samræmi milli úthlutunar í kjör- dæmunum og landsúthlutunar, sé öðmm reglum beitt, og komast þannig af með einfaldari ákvæði um jöfnunarsæti. Á hinn bóginn tel ég að regla stærstu leifar, sem notuð er í lögunum, sé ekki vel til þessa fallin, þar sem hún hefur ýmsa tæknilega hnökra. Ég hef fremur mælt með oddatölureglunni, sem kennd er við Lagué, en þar er staða manna mæld með því að deila atkvæðum með oddatölunum 1, 3, 5 o.s.frv. Báðar þessar síðarnefndu reglur geta þó reynst óeðlilega vil- hallar smáframboðum og sérfram- boðum og kalla því á sérstakar hindranir. Ég hef þó bent á lagfær- ingu á reglu Lague að norrænni fyrirmynd sem þjónar sama tilgangi og hindranir en á eðlilegri máta. Ég hef verið talinn „aðalhöfund- ur“ hinna nýju laga bæði í blöðum, t.d. hér í Morgunblaðinu, svo og í þingræðum og þá um leið verið ásakaður um að hafa prangað inn á þingmenn grautarlegum og flókn- um kosningalögum. Ég vænti þess að nægilega sé komið fram að margir áttu hlut að máli. Ég skal þó ekki víkjast undan mínum hluta ábyrgðar á því að á lögunum voru nokkrir tæknilegir ágallar. Því mið- ur er það svo hér á landi, að margt er gert á síðustu stundu, og er Al- þingi engin undantekning frá þeirri reglu. Því gafst of lítill tími fyrir aðstoðarmenn, mig og fleiri, til að liggja yfir lokafrágangi lagadrag- anna vorið 1983 svo og við nýaf- staðnar lagfæringar. Aftur á móti get ég ekki unað því að vera talinn einhver talsmaður flókinna lausna. Þvert á móti hef ég lagt áherslu á að úthlutunar- ákvæðin væru sem einföldust, enda þótt það kynni að verða á kostnað þess að fyllsta sanngimi næðist. Reyndar er ég engan veginn sann- færður um að flóknar aðferðir leiði að jafnaði til betri lausna, hvorki í þessu máli né öðru. Á tölvuöld er það e.t.v. ekki brýnt að auðvelt sé að úthluta þingsætum „í höndunum" á kosningakvöldi. En á hinn bóginn tel ég það mikil- vægt lýðræðinu að allur almenning- ur geti skilið grundvöll reglnanna. í því skyni er brýnt að hugtök séu sem fæst og helst kunnugleg og að tilgangur hverrar reikniaðgerðar augljós. Þá ber og að sneiða hjá umdeilanlegum mörkum ogþröskuld- um eftir föngum. Ég hef lagt fram 'tvær tillögur um úthlutunarákvæði, sem mér þykja uppfylla þau skilyrði að vera í senn einfaldar, nota að mestu þekkt hugtök og vera heilsteyptar. Tillögur þessar geta hvoil sem er grundvallast á reglu d’Hondts eða oddatölureglunni. Geta má þess að lagatexti að þessum tillögum er helmingi styttri en samsvarandi ákvæði í nýju lögunum. Fyrri tillagan var á döfínni þegar í nóvember 1982. Hún er þó í meg- inatriðum byggð á hugmynd sem fram kom í grein eftir Pál V. Daní- elsson í Morgunblaðinu þegar þann 18. september það ár. Seinni tillög- una lagði ég fyrir kosningalaga- nefnd í ársbyijun 1986. Að sjálfsögðu hafa komið fram margar aðrar hugmyndir um út- hlutunarkerfi og erlendar fyrir- myndar að auki. Auk tillagna Halldórs I. Elíassonar ber þar fyrst að nefna heilsteypta tillögu frá Jóni Ragnari Stefánssyni dósent, sem hann lagði fyrst fram vorið 1984. Byggist tillaga Jóns á reglu d’Hondts. Jón hefur verið mjög gagnrýninn á nýju kosningalögin og sérstakiega þó á það að horfið skuli frá d’Hondts-reglu. Hefur hann í tvígang lagt fvrir þingmenn ítarlegar greinargerðir um athug- anir sínar og tillögur. Enda [)ótt ekki hafí verið farið að tillögum Jóns hafa ábendingar hans haft veruleg áhrif. Þá lögðum við Guð- mundur Guðmundsson tölfræðingur og Sigrún Helgadóttir reiknifræð- ingur fram einfalda tillögu vorið 1985 samhliða gi-einargerð um málið í heild. Var þar bent á aðrar leiðir en þær sem felast í lögunum. Því miður gat kosningalaganefnd ekki náð samstöðu um neina af þessum tillögum. Nefndin var í reynd bundin af því samkomulagi sem mótaðist í margra höndum í ársbyijun 1983. Ég tel hins vegar að endurskoðun kosningalaga sé ekki lokið. Þessar og aðrar hug- myndir koma því til athugunar síðar. Næstu skref og málsmeðferð Ég lít á nýju lögin sem áfanga. Langtímamarkmið kunna að vera þau að jafna kosningarétt enn frek- ar en gert er með nýju ákvæðunum. Þessu verður þó tæpast náð með óbreyttri kjördæmaskipan. Einfald- asta lausnin er að sjálfsögðu sú að afnema kjördæmin og kjósa alla þingmenn landskjöri. Uthlutunar- ákvæði kosningalaga kæmust þá fyrir í fimm línum! Málið er þó ekki svona einfalt. Stórauka yrði um leið möguleika kjósenda til að ráða vali einstakra manna. Sé ekki talið æskilegt að afnema kjördæmin þarf að jafna stærð þeirra. Varla er unnt að stækka Íandsbyggðarkjördæmin. Þau eru þegar svo víðfeðm að þingmenn eiga fullt í fangi með að rækja hefðbundin tengsl við kjósendur sína. Því er fýsilegri kostur að skipta upp stóru kjördæmunum tveimur, Reykjavík og Reykjanesi, í nokkur minni. Auk þessara langtímaáforma, sem kalla á stjórnarskrárbreytingu, tel ég brýnt að endurskoða hin nýju kosningalög tafarlaust að loknum næstu kosningum, enda verði þá staðið öðruvísi að verki en gert hefur verið hingað til. Ég tel ekki rétt að þingmenn starfi að tillögu- gerð um kosningalög. Þar með er ekki sagt að þeir eigi ekki að velja úr hugmyndum. Til þess eru þeir kosnir. En kosningalög verða að vera heilsteypt og einföld. Það verða þau aldrei ef þau eru mótuð í smáatriðum af fjölmennum hópi þingmanna sem þar að auki þurfa að gæta margvíslegra hagsmuna. Því er ekki að leyna að tillögur um úthlutunarákvæði hafa einkum verið metnar eftir því hvemig þing- sæti skipuðust í liðnum kosningum skv. þeim. Að sjálfsögðu eru það ótæk vinnubrögð, þó ekki væri nema vegna þess að þannig geta þingmenn orðið fyrir sárum von- brigðum. Móta má úthlutunarað- ferð þannig að með henni sé þingsætum úthlutað í liðnum kosn- ingum í samræmi við óskir manna. Það eitt að aðferðin virðist ná sett- um markmiðum í liðinni tíð er á hinn bóginn engin trygging fyrir því að með henni fáist sanngjöm úthlutun í ókomnuin kosningum. Tillögur um úthlutunarákvæði á einvörðungu að meta á innri eigin- leikum, á því hvaða grundvallar- sjónarmið eru að baki þeim og hvort þær séu skýrar og skilmerkilegar. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að prófa tillögur á talnadæmum, en það eiga að vera tilbúin dæmi og ber að forðast að nota raunveruleg kosningaúrslit. En hvernig á þá að standa að næstu endurskoðun kosningalaga? Þar hef ég tvær tillögur. Er önnur hefðbundin: Þing eða ráðherra skipi til verksins utanþingsnefnd. Þar eiga m.a. að vera sérfræðingar, stærðfræðingar og lögfræðingar, en t.d. líka reyndir stjórnmálamenn sem hættir eru störfum og mætti einn þeirra veita henni forystu. Hin hugmyndin er nokkru djarfari: Al- þingi efni til hugmyndasamkeppní um gerð nýrra úthlutunarákvæða innan marka sem það sjálft setur! Þannig fengjust væntanlega heil- steyptari hugmyndir en ella. Ekki kemur þingmönnum til hugar að fela nefnd, hvað þá þingmanna- nefnd, að hanna nýtt þinghús. Ur því yrði óskapnaður. Þeir efna til samkeppni í þessu skyni og fela dómnefnd að velja úr hugmyndun- um. Að vísu er hér ekki að öllu leyti líku saman að jafna: Kosningalög eru löggjafaratriði. Dómnefnd er þingið sjálft. Ég vil eindregið hvetja þingmenn til að flytja og samþykkja þegar á þessu þingi þingsályktun um tafar- lausa endurskoðun kosningalag- anna og málsmeðferð í því sambandi. Það er auðveldara fyrir þetta þing að undirbúa nú kosn- ingalög, sem fyrst yrði beitt að fjórum árum liðnum, heldur en fyr- ir næsta þing sem þá verður málið of skylt. Höfundur er prófessor í adgerða- greiningu við raunvísindadeild Háskóla Islands. Músíktilraunir ’87 EINS og fram hefur komið í fréttum verða Músíktilraunir '87 haldnar i Tónabæ í april næst- komandi. Fyrsta tilraunakvöldið verður 2. apríl, annað 9. apríl og það þriðja 23. apríl. Urslitakvöldið verður síðan 24. apríl. Þrjár bestu hljómsveitirnar fá í verðlaun 20 tíma í hljóðveri hver, en því til viðbótar verður gerður samningur við sigurhljómsveitina um að leika opinberlega á vegum borgarinnar við ýmis tækifæri í sex mánuði, auk framkomu í útvarpi og sjónvarpi. Hljóðverstímana gefa. Hljóðriti, Sýrland og Hljóðaklettur. Auk þessa gefa verslanirnar Steini, Poul Bernburg og Rín verðlaun. Skráning í keppnina hófst í Tónabæ mánudaginn 2. mars. Skráning hafin Verð MAZDA bíla hefur hlutfallslega aldrei veriö lægra en núna. MAZDA 323 LX 3 dyra Hatchback 1300 kost- nú aðeins 355 þúsund krónur. Þú gerir vart betri bílakaup! Nú gengur óðum á þær sendingar, sem við eigum væntanlegar fram á vorið. Tryggið ykkur því bíl strax! Opið laugardaga frá kl. 1 - 5. mazoa BÍLABORG HF SMIÐSHÖFÐA 23, SÍMI 6S12-99 gengisskr. 4.3.87

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.