Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 19
x'om ^£TA»/r v aTTO/nciar>TTa t ttttta TawTrraow MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 «r 19 Fálkaorðan Mynt Ragnar Borg Hið fyrsta, sem blasir við manni á hinu fagra Myntsafni Þjóð- minjasafnsins og Seðlabankans við Einholt 4 er íslenska Fálkaorð- an í öllu sínu veldi. Er orðunni þar einkar smekklega komið fyrir, þannig að sýnd eru öll stig henn- ar. Ekki einungis Fálkaorðan eins og við þekkjum hana í dag, heldur einnig gamla Fálkaorðan frá tímum Kristjáns tíunda, konungs íslands, „Hin konunglega íslenska Fálkaorða“. Tjl þessarar orðu stofnaði Kristján 10. konungur vor er hann heimsótti Ísland 3. júlí 1921. Var konungur sjálfur stórmeistari orðunefndar, en hafði 5 menn aðra sér til fulltingis. Stig orðunnar eru þau hin sömu og nú eru, þ.e.: Riddari, Stórriddari, Stórkrossriddari og Stórriddari með stjörnu. A myntsafninu sjást einnig breytingar þær, sem gerðar voru á útliti Fálkaorðunnar, eftir að ísland varð lýðveldi 1944. Stjömur stórkrossins og stórridd- ara em þö óbreyttar. Einnig er að sjá stórkrossinn í báðum útgáf- um. Myntsafn Þjóðminjasafnsins og Seðlabankans á tvö eintök af keðjustórkrossinum í gömlu út- gáfunni, þ.e. með kórónu. Er annað eintakið komið frá A. Mic- helsen gullsmið í Kaupmanna- höfn, sem smíðaði Fálkaorðuna Riddarakross. fram til 1936. Hinn Stórkrossinn kom frá Kristjáni 10. sjálfum. Er Islendingar sögðu skilið við Dani 1944 var hann ekki lengur kon- ungur íslands og skilaði orðunni sinni. Má vel vera að hann hafi gert það í fússi og honum hafi fundist hann hafa ástæðu til þessa. Af stórkrosskeðjunni em til þrjú eintök, tvö hér og eitt á safn- inu í Osló. Vegna þes hve Danir hafa komið drengilega fram við okkur í sambandi við muni til Myntsafnsins (að ég nú ekki Stórmeistarakeðja Danakonungs. minnist á handritin), legg ég það til að ráðamenn safnsins gefi Dönum Stórkross Fálkaorðu Kristjáns tíunda með keðju og öllu sem orðu hans tilheyrði. Það ætti að finnast tækifæri til þessa á næstu árum, þegar einhver fer eða kemur í opinbera heimsókn. Yrði þetta áreiðanlega vel séð í Danmörku og af okkar hálfu að- eins smá þakklætisvottur fýrir það, sem fyrir okkur hefir verið gert. Sameinar þýskt hugvit og austurlenskt verð og fram- leiðslugetu. FERÐAUTVARPSTÆKI VASADISCO HLJOMTÆKJASETT Ný útgáfa Passíu- sálmanna o g safn kvæða um mæður SJÓNVARPSTÆKI ÚT ERU komnar hjá Hörpuút- gáfunni á Akranesi bækurnar Passíusálmar Hallgríms Péturs- sonar og Til móður minnar, en báðar þessar bækur voru áður út gefnar af bókaútgáfunni Stafafelli. Helgi Skúli Kjartansson hefur annast þessa útgáfu á Passíusálm- unum, sem er 71. prentun þeirra. Hann ritar inngangsorð um ævi Hallgríms og sálmaskáldskap hans. Hér er um að ræða endurskoðaða 70. prentun og er þessi útgáfa fáan- leg innbundin bæði í hvítu og svörtu bandi. Til móður minnar er safn kvæða, sem íslensk skáld hafa ort til mæðra sinna og um þær. Bók með þessu nafni kom fyrst út 1945 í umsjá Ragnars Jóhannessonar og Sigurð- ar Skúlasonar. Sú útgáfa, sem nú kemur fyrir sjónir lesenda, er 2. prentun í 3. útgáfu í umsjón Sigurð- ar Skúlasonar. Bókin er 231 bls. að stærð. Báðar bækurnar eru offsetprent- aðar og innbundnar í Prentverki Akraness hf. Bjarni Jónsson list- málari teiknaði kápur og titilblöð. MYNDBANDSTÆKI BILAUTVARPSTÆKI Sýnum ekta stafaparket í fjölda viöartegunda frá Ul Svíþjóð og H0RNING Danmörku laugardag kl. 10—16 og sunnudag frá kl. 14—18 á Suöurlandsbraut 20. PARKETgólfsf. Suðurlandsbraut 20, sími 31717. BILAHATALARAR ORBYLGJUOFNAR YMIS SMÆRRI HEIMILISTÆKI Umboösmenn á Islandi: TOLVUSPIL HF. siml: 687270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.