Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.03.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 41 Húsnæði skoðað fyrir stj órnsýslumiðstöð Einnig mögulegar lóðir fyrir nýbyggingu FULLTRÚAR Byggðastofn- unar, Húsnæðisstofnunar og Skipulagi ríkisins komu til Akureyrar á fimmtudag þar sem þeir litu á húsnæði, sem í boði er vegna fyrirhugaðrar stjórnsýslumiðstöðvar, og ræddu við forráðamenn bæj- arins. Byggðastofnun hafði auglýst eftir húsnæði í bænum fyrir þessa starfsemi. Þau hús sem skoðuð voru á fimmtudaginn voru nýbygging Norðurverks hf. við Glerárgötu, sem á sínum tíma var boðið Akur- eyrarbæ til kaups. Einnig skoð- uðu fulltrúar þessara stofnana húsnæði efnaverksmiðjunnar Sjafnar við Hvannavelli og hluta Vöruhúss KEA í göngugötunni. Auk þess skoðuðu þeir lóðir í miðbænum og var fundað með skipulagsstjóra bæjarins í því sambandi. Stefnt er að því að umrædd stjórnsýslurniðstöð taki til starfa sem fyrst á Akureyri og er því ljóst að stjórnir umræddra stofn- ana, Byggðastofnunar og Húsnæðisstofnunar, ákveða fljót- lega hvort keypt verður tilbúið húsnæði undir starfsemina eða hvort byggt verður nýtt hús. Stefán Guðmundsson, stjórnar- formaður Byggðastofnunar, hefur lýst því yfir að hann hafi mestan áhuga á að byggja hús undir starfsemina í miðbænum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrimsson Birgir Styrmisson og Ólafur Stefánsson framkvæmdastjóri á skrif- stofu Almennra trygginga við Ráðhústorgið. Almennar tryggmgar í „nýrri“ skrifstofu UMBOÐ Almennra trygginga á Akureyri tók formlega til starfa í „nýrri“ skrifstofu á dögunum. Fyrirtækið er þó á sama stað við Ráðhústorgið — en breytingarn- ar eru slíkar á skrifstofu þess að tala má um „nýja“. „Við ruddum öllu hér út og byij- uðum upp á nýtt. Sátum á milli loftpressa og annarra skemmtilegra verkfæra meðan á breytingunum stóð og hér var opið allan tímann,“ sagði Ólafur Stefánsson fram- kvæmdastjóri útibúsins í samtali við Morgunblaðið. Nú eru liðin 43 ár síðan Kaup- félag Eyfirðinga tók að sér umboð fyrir Almennar tryggingar á Akur- eyri. Þegar Samvinnutryggingar voru svo stofnaðar 1946 stofnuðu Almennar sitt fyrsta útibú og var Stefán Árnason ráðinn fram- kvæmdastjóri. Hann starfaði við fyrirtækið í bænum allt þar til hann flutti til Reykjavíkur 1963. Þá tók Sjónvarp LAUGARDAGUR 6. mars 9.00 Lukkukrúttin. Teiknimynd. 9.26. Högni hrekkvisi og Snati snarráöi. Teiknimynd. 9.45. Penelópa puntudrós. Teiknimynd. 10.15. Herra T. Teiknimynd. 11.05. Stikilsberja-Finnur 12.00. Hlé. §18.00. Hitchcock. §18.50. Heimsmeistarinn að tafii. Annar þáttur af sex um einvígi Nigel Short og Garry Kasparov í London. 19.15. Viðkvæma vofan. Teiknimynd. 19.40. Undirheimar Miami. 20.30. „Calamity" Jane. „Cal- Þórður V. Sveinsson við, en hann hafði starfað við útibúið um árabil. Hann lést 1964 og síðan hefur Ólaf- ur Stefánsson stjórnað útibúinu. Fyrirtækið var lengi til húsa í Hafn- arstræti 100 en seldi hlut sinn í því húsi 1978 og var í tvö ár til húsa í Geislagötu 10 þar til árið 1980 er starfsemin var flutt á Ráðhús- torg 1 þar sem hún er nú. Hönnuður „nýju“ skrifstofunnar er Gunnar Magnússon. Tréverk og fleira annaðist Fjölnir hf. undir stjórn Magnúsar Guðjónssonar, raf- lögn gerði raftæknistofan RAFA-EL en rafvirki var Hákon Guðmundsson hjá Rafljósi hf. Pípu- lagnir og loftræstingu teiknaði Björn Jóhannsson og sá Júlíus Björnsson um pípulagnir-en Blikk- rás hf. um loftræstinguna. Málara- fyrirtækið Húsprýði sf. sá um alla málningu og um múrverk sá Guðni Jónsson múrarameistari. Öll hús- gögn eru frá Kristjáni Siggeirssyni. Akureyri amity" Jane var ein af hetjum villta vestursins. 22.05. Garðurinn hernuminn (This Park Is Mine). Bandarísk kvikmynd með Tommy Lee Jones í aðal- hlutverki. Fyrrverandi hermaður úr Vietnamstríð- inu tekur Central Park herskildi til þess að vekja athygli á málstað sinum. 23.45. Fóstbræðurnir (Brother- hood of Justice). Glæpa- menn ráða ríkjum i smábæ nokkrum þangað til nokkur ungmenni þola ekki við lengur og veita þeim viðn- ám. 1.25. Dagskrárlok. Kvennalið VMA, sigurvegari í bandíkeppninni. Rígsmótið í bandí: Verkmenntaskól- inn sigraði tvöfalt Sigurlið VMA í karlaflokki ásamt klappstýruflokknum sem hvatti þá dyggilega. RÍGSMÓTIÐ í bandí, óopinbert íslandsmót í iþróttinni, var haldið á Akureyri á öskudag- inn. Þar áttust við nokkrir af framhaldsskólum landsins — og sem fyrr var það Verkmennta- skólinn á Akurevri sem stóð uppi sem sigurvegari, bæði í karla- og kvennaflokki. Þetta er annað árið sein keppt er um bikarana Drumb og Drymbu og VMA hefur sigrað í karla- og kvennaflokki bæði árin. Fjórir skólar tóku þátt í keppni í karlaflokki, VMA, Menntaskól- inn á Akureyri, Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki og Fjölbrautaskól- inn í Garðabæ. í kvennaflokki voru þrír skólar með lið: Verk- menntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn á Akureyri og Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki. Það er Iþróttasamband mennta- og fjölbrautaskóla á ís- landi, ÍMFI, sem heldur mótið en VMA og MA sáu um framkvæmd- ina að þessu sinni. í bandí-liði eru 6 leikmenn, þar af einn í marki og er litlum knetti leikið með kylfum. Til er íþrótt sem heitir bandý, hún er leikin utan dyra og eru 11 menn í liði. Þegar nokkrir nemendur í Verk- menntaskólanum tóku sig til og fóru að æfa þessu íþrótt í fyrra „löguðu þeir hana að innanhúss- aðstæðum" eins og einn þeirra sagði og úr varð bandí með ein- Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Einn leikmanna VMA þrumar að marki í síðasta leik mótsins, gegn Sauðkrækingum. földu í. Síðan var bandífélagið Fiðurfeti stofnað og keppir það fyrir hönd skólans. Nemendur Verkmenntaskólans æfa þessa íþrótt nú minnst einu sinni í viku og eru í þessu af fullri alvöru, eins og einn leik- manna orðaði það í samtali við blaðamann. Búningar þeirra eru vandaðir, með hlífðarpúðum líkt og í íshokkí. Þá má ekki gleyma klappstýrunum sem voru á keppn- inni og hvöttu sína menn óspart. Þær vöktu umtalsverða athygli. Þess má til gamans geta að þegar Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra, heimsótti Verkmenntaskólann í fyrra var hann gerður að heiðursfélaga í Fiðurfeta — og er sá eini sem ber þann titil. íþróttakennaramir Árni Stefánsson og Hinrik Þórhallsson eru hins vegar verndarar íþróttar- innar í Verkmenntaskólanum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.