Morgunblaðið - 07.03.1987, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 07.03.1987, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 57 Helga Gísla- dóttir - Minning Fædd 16. september 1919 Dáin 25. febrúar 1987 25. febrúar sl. virtist ætla að verða ósköp venjulegur dagur, en eins og aðrir dagar var hann óráð- inn að morgni og daga skyldi enginn lofa fyrr en að kvöldi. Um kl. 10 um morguninn hringdi Erlendur Siguijónsson vinur okkar og ná- granni til okkar til þess að láta okkur vita að Helga hefði verið flutt á sjúkrahús þá um morguninn. Helga lést svo þennan sama dag um kl. 4. Helga hafði ætlað sér að eyða þessum degi í annað. Frænka hennar og uppeldissystir Þuríður Helgadóttir var jörðuð þennan sama dag. Ætlunin hafði verið að kveðja hana hinstu kveðju. Það fór á ann- an veg. Þegar kallið kemur verður sérhver að hlýta því. Helga var fædd að Stóru-Reykjum í Hraun- gerðishreppi, Áraessýslu, 16. september 1919. Foreldrar hennar voru Gísli Jónsson, hreppstjóri, þekktur maður á sinni tíð vegna félagsmálastarfa í þágu bænda, og María Jónsdóttir kona hans. Helga var þriðja í 9 systkina hópi. Helga fór að vinna þegar hún hafði aldur til eins og gerist með börn í sveit. Um tvítugt réðst hún í vist til Eg- ils Thorarensen í Sigtúnum á Selfossi. Þá kynntist hún Erlendi Siguijónssyni frá Tindum í Svína- vatnshreppi. Þau giftu sig 16. júni 1940 og hófu búskap á Selfossi. Ári síðar fluttust þau að Hvolsvelli. Ætlunin var að setjast þar að til frambúðar, en bæði var það að Helga festi þar ekki yndi, en einnig að hálfu öðru ári síðar féll Siguijón Þorkelsson á Tindum, faðir Erlend- ar, frá. Það varð því úr að þau fluttust norður að Tindum. Ári síðar fluttust þau að Selfossi aftur og hafa verið þar síðan. 1948 hóf Hita- veita Selfoss starfsemi sína. Erlend- ur var ráðinn fyrsti fasti starfsmað- urinn að hitaveitunni. Það kom í hans hlut að sjá um viðhald og eftir- lit bæði nótt og dag með hitavei- tunni en einnig uppbyggingu. Stór hluti af kvabbi og símhringinum kom á fyrstu árunum inn á heimili þeirra hjóna, sem var miðstöð þess- arar starfsemi og það kom þá í hlut Helgu að taka við þessum skilaboð- um og koma þeim áfram. Einnig komu drengimir þeirra inn í þetta starf þegar þeir höfðu aldur til. Það má því með sanni segja að öll fjöl- skyldan hafl verið vakin og sofin yfir velferð hitaveitunnar. Fljótlega eftir að Erlendur tók við hitaveit- unni byggðu þau sér hús austur við dælustöð, sem þau kölluðu Tinda, og bjuggu þar til 1957 er þau flutt- ust í hús er þau byggðu sér við Víðivelli 2, þar sem þau hafa búið síðan. Enda þótt menn velji sér að einhveiju leyti vini og kunningja þá velja þeir sér ekki samtíðar- og samferðamenn. Það er því í ráun- inni undir heppni eða óheppni komið hvemig úr þessum mikilvæga þætti rætist. Þegar ég ásamt fjölskyldu minni settist að á Selfossi réð hend- ing því að við byggðum okkur hús andspænis þeirra. Fljótt tókst með þessum fjölskyldum góður kunn- ingsskapur sem varð að góðri vináttu. Börain okkar lögðu oft leið sína yfir til Helgu og Erlendar og þar var gott að koma. Bamaböm þeirra voru oft í heimsókn hjá ömmu og afa og dvöldu stundum lengi. Þau og börain okkar urðu góðir leikfélagar sem dró ekki úr ferða- tíðni yfir götuna. Fyrir þetta og margt margt fleira viljum við færa þakkir, enda þótt við vitum að allt fáum við aldrei fullþakkað. Helga og Erlendur eignuðust 3 syni: Gísla, rekstrartæknifræðing- ur, fæddur 1940. Gísli er kvæntur Jónu Hjartardóttur, þeirra böm eru Helga, Hjördís og Hulda. Helga á tvö böm. Jóhannes Sigurður, tré- smiður, fæddur 1946. Kvæntur Auðbjörgu Einarsdóttur. Börn þeirra eru: Linda, Röngvaldur og Eva. Rögnvaldur fæddur 17. ágúst 1952, þau misstu hann ungan, hann dó 16. ágúst 1957. Góð vinkona Helgu var Erla, dóttir Erlendar, sem hann eignaðist áður en hann kynntist Helgu. Erla er fædd 1934 og býr á Böðmóðs- stöðum í Laugardal, gift Áma Guðmundssyni og eiga þau þijú böm. Seinni árin átti Helga við van- heilsu að stríða, hún var oft illa fyrir kölluð, en þrátt fyrir það var hún oftast glöð. Skömmu fyrir jólin 1985 fór hún í hjartaaðgerð til London, en hún náði ekki fullum bata og var þreklítil. Þrátt fyrir heilsuleysi Helgu áttum við ekki von á þessu. Dauðinn gerði ekki boð á undan sér. Helga og Erlendur vom samrýnd og oftast saman, þess vegna verður minningin betri en líka söknuðurinn sárari. Við vottum Erlendi, sonum hans og þeirra nán- ustu, dýpstu samúð okkar og biðjum þeim guðs blessunar á þessari erf- iðu stundu. Jón Guðbrandsson „Blundaðu sætt nú, mín systir! þú svafst aldrei lengi, svefhinn þar Qekkstu þann fyrstan í fullkomnu næði.“ (Þórunn Bjamadóttir) Þannig vil ég kveðja kæra vin- konu mína Helgu Gísladóttur. Ég gleðst um leið og ég sakna. Gleðst að hún skyldi fá hvíld úr því að heilsan var farin. Hún veiktist að- faranótt 25. febrúar og andaðist síðdegis sama dag. Þann sama dag var verið að jarðsetja frænku henn- ar og fóstursystur, Þuríði Helga- dóttur. Helga Gísladóttir fæddist á Stóm-Reykjum í Hraungerðis- hreppi 16. september 1919. Dóttir hinna merku hjóna Gísla Jónssonar og Maríu Jónsdóttur. Hún var þriðja í röðinni af 9 systkinum, en tíunda bamið fæddist andvana (það var stúlka). Ég hef oft talað um góðu systur mínar á Stóm-Reykjum, því þannig hafa þær allar verið í huga mér, systumar sex. Þær hafa allar reynst mér sem kærar systur. Reyndar þau systkini öll verið mér sem önnur systkini. Við voram alin upp á sitt hvomm bænum. Við vomm sex systkinin á Litlu-Reykjum og gefur að skilja að oft var glatt á hjalla þegar unga fólkið hittist. Það var einstaklega góður vinskapur með foreldmm okkar og margar ferðir famar á milli bæja. Ég man enn fyrstu ferðina mína, sem ég fór einsömul að Stóm- Reykjum. Ég hef líklega verið 3ja ára gömul. Mamma sendi mig með steinolíu í flösku, sem var látin í sokk, og bar ég þetta á bakinu. Átti ég að koma þessu til skila. Það var mjög stutt á milli bæjanna, en mér fannst þetta mjög langt. Þegar ég var komin hálfa leið á milli bæjanna fór ég að*hugsa um það, að það ryki ekki upp úr strompinum og líklega væri enginn heima. Svo ég sneri við heim aftur. En mamma sendi mig til baka aftur og sagði að það væm ömgglega allir heima. Ég fer nú eins og leið liggur og kemst alla leið heim í traðir á Stóm-Reykjum. Þá sé ég stóran hóp af strákum standa á hlaðinu. Og sé ég að þeir horfa á mig. Þá guggn- aði ég alveg og fór að gráta og þorði ekki lengra. En þetta vom þá systumar á Stóm-Reykjum í gallabuxum og vom þær að skemmta sér yfir atferli mínu. Elsta systirin kom þá hlaupandi til mín og huggaði mig og fylgdi mér heim að bænum. Var mér þar tekið með kostum og kynjum. Síðar fylgdu stóm stelpumar, Helga og Stína, mér heim og skiptust á að bera mig á bakinu. Fannst mér eftir á að ég væri orðin miklu meiri mann- eskja eftir þetta mikla ferðalag. Síðan flölgaði sporam mínum á milli bæjanna eftir því sem árin liðu. Ávallt fannst mér þó Stóm-Reykir vera eins og mitt annað heimili. Helga giftist ung Erlendi Sigur- jónssyni frá Tindum í Húnavatns- sýslu. Næstum allan sinn búskap hafa þau búið á Selfossi. Þau eign- uðust þijá syni, Gísla, Sigurð Jóhannes og Rögnvald, sem andað- ist 5 ára gamall. Skiljanlega er það djúp sorg að missa lítinn dreng, þó hann væri aldrei heill heilsu sína stuttu ævi. Gísli er giftur Jónínu Hjartar- dóttur og eiga þau þijár dætur. Helga dóttir Gísla á tvo syni. Sig- urður Jóhannes er giftur Auðbjörgu Einarsdóttur og eiga þau þijú böm. Helga var sjálf mjög heilsuveil, en hún bar sínar þjáningar lítt á torg. Hún var jafnlynd, glettin og skemmtileg. Sannur vinur vina sinna. Sérlega hégómalaus og hafði skömm á slíku. Þó var hún mjög ákveðin í skoðunum og stóð fast á sínu ef því var að skipta. Hún var höfðingi heim að sækja og þau hjón bæði. Virðuleg í fasi gekk hún sinn lífs veg til enda. Sárt er fyrir aldrað- an eiginmann að sjá á eftir slíkri myndar- og ágætiskonu sem Helga var. En þá verða hinar góðu minn- ingar að ylja um hjartarætur um ókomin ár. Helga er sú fyrsta af Stóm- Reykjar-systkinunum, sem kveður þennan heim. Eftirlifandi systkini hennar em: Jón, Kristín, María, Jón Haukur, Siggi, Oddný, Sólveig (búsett í Ástr- alíu), Iðunn og Ingibjörg. Öll mesta mannkostafólk, eins og þau hafa kyn til. Sum ykkar segja: „í heimi hér er meira af gieði en sorg,“ og aðrir segja: „Nei, sorgimar eru fleiri." En ég segi þér, sorgin og gleðin ferðast saman að húsi þínu, og þegar ðnnur situr við borð þitt, sefur hin í rúmi þínu. Þú vegur satt milli gieði og sorgar. Jafnvægi nærð þú aðeins á þínum dauðu stundum. Þegar sál þin vegur gull sitt og silfur á mctaskálum, hlýtur gieðin og sorgin að koma og fara. (Spámaðurinn eftir Kahlil Gibran) Ég votta öllum sjrgjendum mína dýpstu samúð. Megi minningin um kærleiksfulla konu lifa um ókomin ár. Stefanía Ragnheiður Páls- dóttir frá Litlu-Reykjum. „Vinir berast burt á tímans straumi", kvað þjóðskáldið, og má skilja á ýmsan veg eins og margt sem vel er ort. Oft er það svo að við hrekjumst ásamt vinum okkar og vandamönnum um lífsins ólgu- sjó, þannig að stundum em bæjar- leiðimar stuttar en í annan tíma ber straumurinn mannfólkið langt hvert frá öðm. En ef kynnin hafa á annað borð verið góð vermir minn- ingin lengi, jafnvel heila mannsævi. Og þannig fer okkur einmitt þegar straumurinn ber foma vini endan- lega á braut: Minningamar leita á hugann og Iáta jafnvel sem allt hafi gerst í gær. Slíkt gerist ekki síður þótt í rauninni sé langt síðan, ef hugurinn var þá ungur. Helga móðursystir mín fæddist árið 1919 á Stóm-Reykjum í Hraungerðishreppi. Hún var dóttir Gísla Jónssonar hreppstjóra og Maríu Þ. Jónsdóttur konu hans. Þau hjón áttu níu böm og er fyrsta skarðið höggvið í þann hóp með fráfalli Helgu. Kynslóðimar sem ólust upp í sveitum þessa lands á fyrstu ára- tugum aldarinnar sættu að nokkm öðmm örlögum en aðrar. Systkina- hópar vom oft stórir en fátækt og vanheilsa gerðu minni usla en áður. Hins vegar gátu sveitimar engan veginn tekið við hinum stóm bama- hópum þegar þeir komust á fullorð- insár. Mörgum var því einboðið að flytjast á mölina sem kallað var. Helga frænka mín var ein af þeim. En hún fór ekki langt fiá átthögun- um þegar hún stofnaði bú með eftirlifandi eiginmanni sínum, Er- lendi Siguijónssyni frá Tindum í Húnavatnssýslu. Þau bjuggu fyrstu árin á ýmsum stöðum á Suðurlandi en síðan gerðist Erlendur forstöðu- maður nýstofnaðrar hitaveitu á Selfossi. Þar bjuggu þau hjón lengst af sínum búskap, fyrst í landi Laug- ardæla í húsi sem þau kölluðu Tinda, en síðan inni í kaupstaðnum. Þau eignuðust þijá syni, Gísla, f. 1940, Sigurð Jóhannes, f. 1946, og Rögnvald, f. 1952, en hann lést af meðfæddu meini á bamsaldri. Gísli er tæknifræðingur að mennt og einn af eigendum og forstöðumönn- um fyrirtækisins Rekstrartækni hér í borg. Kona hans er Jónína Hjartar- dóttir. Sigurður Jóhannes er trésmiður og búsettur á Selfossi. Kona hans er Auðbjörg Einars- dóttir. Bamabömin em sex að tölu og bamabamabömin þegar orðin tvö. Hafa bömin verið Erlendi og Helgu mikill gleðigjafí þegar árin færðust jrfír. Ég á margar góðar bemskuminn- ingar um samvemstundir með Helgu og Erlendi og sonum þeirra, bæði frá Laugardælum, Selfossi og héðan úr Reykjavík. í þá daga var fátítt að alþýðumenn ættu bíla. Fyrir böm úr bíllausri fjöiskyldu var því heldur en ekki hátíð að komast austur að Selfossi og njóta góðs af gestrisni og greiðvikni þeirra hjóna, sem vom ævinlega reiðubúin að aka , okkur borgarbúunum nánast hvert á land sem væri, þar á meðal í heimsóknir til annarra skyldmenna í sveitum Ámessýslu. Ég man enn hvemig ég hændist að þessum elskulegu hjónum sem bam og eft- ir á að hyggja sé ég að þau hljóta að hafa verið óvenjulega bamgóð: Það var einhvem veginn eins og við systkinin rynnum sjálfkrafa inn í þeirra eigin bamahóp þegar við komum til þeirra í heimsókn. Á fullorðinsámm verður manni ljóst að slíkt er fáum gefið. Helga var aðeins árinu jmgri en móðir mín. Má því nærri geta að kært var með þeim í æsku. Úr því ' dró ekki síðar, því að þær fylgdust að ýmsu lejdi að í gleði- og sorgar- efnum ævinnar fram eftir ámm. Þær giftust um svipað leyti og urðu ekki nema nokkrir mánuðir milli frumburðanna. Og þeim Helgu og Erlendi og foreldram mínum varð vel til vina. Þannig minnist ég þess að þau fóm stundum fjögur saman í löng ferðalög á sumrin, en slíkt var þá ekki eins algengt og nú er. Einnig man ég glöggt hvemig faðir minn og Erlendur gerðu óspart að - gamni sínu þegar þeir hittust, ekki síst ef einhvem nýlegan gleðskap og söng bar á góma. Þegar ég var kominn um tvítugt kom sér stundum illa að eiga ekki aðgang að bíl á heimilinu, til dæm- is vegna ferðalaga um landið með félögum sem annars vom við nám erlendis. Það segir sína sögu að mér varð þá fyrst fyrir að ieita til Helgu og Erlendar þótt um heiði væri að sækja. Og jafnvel svo stór og óvenjuleg bón var veitt eins og sjálfsagður hlutur, og fól þó í sér traust á óhörðnuðum ungum manni. Ekki var heldur verið að fjargviðr- ast að óþörfu þótt óhapp yrði. Það dýpkar sýn ungmennis á mannlífið *- að kynnast slíkum eiginleikum í fari manna. Um svipað leyti komu þau Helga og Erlendur nokkmm sinnum til Kaupmannahafnar þar sem ég var við nám. Fór ég þá í ferðalög með þeim um landið í kring og til Þýska- lands, og var það að sjálfsögðu kærkomin tilbreyting frá náminu. Svona gæti ég haldið áfram um hríð að rifja upp minningamar um kæra frænku sem er nú ekki lengur á meðal okkar eftir langvarandi vanheilsu á síðarí ámm. En sú upp- rifjun bíður betri tíma. Ég og fjölskylda mín sendum Erlendi, Gísla og Jóa, konum þeirra og afkomendum béstu samúðar- kveðjur. Megi minningin gefa þeim styrk til að mæta sorginni. Þorsteinn Vilhjálmsson Við flytjum í Síðumúla 8 Laugardaginn 7. mars nk. flytja verslunin Málarameistarinn og Heildverslun Þorsteins Gíslasonar, Nordsjö-umboðið á íslandi, sem verið hafa á Grensásvegi 50, í nýtt og betra húsnæði í Síðumúla 8, Reykjavík. Rlordsjö-málningin og -lökk eru sænskar gæðavörur. Tintorama-litakerfið býður upp á þúsundir lita jafnt úti sem inni. Verið velkomin á nýja staðinn og sannfærist um að góð þjónusta getur orðið enn betri. Verslunin Málarameistarinn, Heiidverslun Þorsteins Gíslasonar, Síðumúla 8; 108 Reykjavík. Símar 689045 og 84950. "t
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.