Morgunblaðið - 07.03.1987, Page 4

Morgunblaðið - 07.03.1987, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1987 Á annað hundrað olíutankar þar sem mengnnarvömum er áfátt Olíufélög mikla fyrir sér kostnað vegna mengunarvarna, segir Magnús Jóhannesson siglingamálastj óri KÖNNUN Siglingamálastofnunar ríkisins á frágangi oliumannvirkja í höfnum landsins bendir til þess að þar sé víðast pottur brotinn. Stofnunin hefur gert áætlanir um framkvæmd mengunarvarna fyrir allar hafnir en aðeins þrír útgerð- arbæir utan Reykjavíkur hafa kosið að hrinda þeim í fram- kvæmd. Magnú Jóhannesson siglingamálastjóri telur að bæjar- félög láti gjarnan undir höfuð leggjast að gera kröfur til fyri- rækja um mengunarvarnir af ótta við að slíkur kostnaðarauki gæti orðið þeim þirnir í augum. „Vöxtur fiskeldis í sjó hlýtur að breyta öllu viðhorfí okkar til meng- unarvarna. Reynslan sýnir að uppbygging sjóeldis er víðast hvar nálægt byggðakjömum þar sem olía er geymd í miklu magni. Við höfum haldið því mjög stíft að hafnarstjórn- um að þær komi sér upp tækjum og mannafla til þess að geta brugðist skjótt við þegar óhöpp verða, en því miður hefur þessi viðleitni okkar hlo- tið lítin hljómgrunn," sagði Magnús. Hann taldi einnig að ekki væri nægj- anlegur vilji hjá stjómum olíufyrir- tækjanna að endurbæta eldri olíumannvirki svo þau standist nútíma kröfur. „Þeir olíutankar sem byggðir hafa verið eftir 1981 uppfylla aílir reglur um frágang olíumannvirkja, en lögin sem þá tóku gildi virka ekki aftur fyrir sig. Eftir því sem við komumst næst em á annað hundrað olíugeym- ar hringinn í kringum landið þar sem ekkert hefur verið gert til þess að fyrirbyggja að olía geti lekið í sjó- inn,“ sagði Gunnar Ágústsson sem sér um mengunarmál af hálfu stofn- unarinnar. „Við gerðum úttekt á þessum málum fyrir áratug og gerð- um athugasemdir við íjölmörg atriði sem var ábótavant. Þegar samskonar úttekt var gerð á Austurlandi og Vestfjörðum á síðasta ári kom í ljós að nær engin breyting hafði orðið á þessum tíu árum.“ Gunnar lýsti furðu sinni á því andvaraleysi sem menn sýndu í mengunarmálum. Hann nefndi sem dæmi að á Austíjörðum væru olíu- tankar t öllum bæjarfélögunum sem hætta stafaði af vegna mengunnar. Menn hefðu látið undir höfuð leggj- ast að gera safnþrær kringum geymana og biðu því þeirri hættu heim að olía læki í sjóinn. Hann benti á að nokkur stórir olíulekar hefðu orðið í fjórðungnum á undanförnum árum. Skemmst væri að minnast óhapps á Seyðisfirði í árslok 1985 þegar snjóflóð rauf leiðslu og 400.000 lítrar af svartolíu láku í sjó- inn. Gunnar sagði að Áustfírðingar ættu engan búnað til að hefta út- breiðslu olíufláka eða vinna olíum- VEDUR í DAG kl. 12.00: / nj / Heimild: Veðurstqfa Islands. t á veðtlrspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gœr: Á vestanverðu Grænlandshafi er kyrrstæð 975 millibara lægð sem grynnist, en um 1200 kílómetra suður af Vestmannaeyjum er vaxandi 992 millibara lægð á hreyfingu norður. SPÁ: í dag verður vaxandi austanátt á landinu með rigningu á suður- og austulandi, slyddu vestanlands, þegar líður á daginn en að mestu þurrt norðanlands. Hiti á bilinu 5 til 7 stig suðaustan- lands, en nokkru svalari á norðvestur- og vesturlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: SUNNUDAGUR OG MÁNUDAGUR: Fremur hæg norðaustan- og austanátt, dálítil él eða slydduél um austanvert landið og á annesj- um norðanlands, en að mestu úrkomulaust í öðrum landshlutum. Hiti á bilinu 0 til 2 stig. TÁKN: O ► Heiðskírt x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius \J Skúrir * V B — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súid OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti voöur Alcureyri 4 léttskýjað Reykjavík 1 snjóél Bergen -1 léttskýjað Helsinki -10 skýjað Jan Mayen 2 rigning Kaupmannah. -5 heiðskírt Narssarssuaq -11 skýjað Nuuk -12 skýjað Osló -6 heiðskírt Stokkhólmur -B léttskýjað Þórshöfn 7 rigning Algarve 20 skýjað Amsterdam 2 mistur Aþena 1 snjókoma Barcelona 10 þokumóða Berlín -4 léttskýjað Chicago -1 þokumóða Gfasgow 5 rigning Feneyjar 1 heiðskírt Frankfurt 2 heiðskírt Hamborg -2 léttskýjað Las Palmas 21 þokaígr. London 2 slydda Los Angeles 15 skúr Lúxemborg 0 léttskýjað Madríd 16 skýjað Malaga Mallorca 19 lóttskýjað vantar Miami 19 rigning Montreal -4 skýjað New York heiðskírt París 4 hálfskýjað Róm 6 heiðskírt V(n -5 skafrenn. Washington -1 heiðskfrt Winnipeg 1 alskýjað engun úr sjó. „Búnaður fyrir venjulega útgerðarhöfn kostar nú um 400.000 krónur og lögum samkvæmt borgar ríkið 75% kostnaðarins. Þar að auki gætu bæimir sameinast um kaup á tækjunum þannig að kostnað- ur hverrar hafnar yrði hverfandi," sagði Gunnar. „Menn hafa miklað þann kostnað fyrir sér sem felst í því að ganga sómasamlega frá olíutönkum," sagði Maguús. Hann sagði að næsta sumar væri ætlunin að ljúka heildarúttekt á olíumannvirkjum. Um eiginlegt átak væri ekki að ræða í þessum málum, en sér sýndist þó að menn væru óðum að ranka við sér vegna þeirrar hættu sem lífríkinu stafar af olíumengun og meðferð skaðlegra efna. Morgunblaðið/Þorkell Þorvaldur Ólafsson og Eyjólfur Magnússon, starfsmenn Siglinga- málastofnunar, kanna olíubrák á fjörum i Grundarfirði. Vogar: Lægsta tilboði 67,7% af áætlun Vogum. LÆGSTA tilboð í gangstéttar- framkvæmdir í Vogum reyndist vera 67,7% af kostnaðaráætlun. Tilboðið, sem er frá Fjarðar- smiðjunni, er kr. sjö milljónir sex hundruð og níu þúsund. Munur- inn á læg^sta tilboði og því hæsta var kr. fimm milljónir tvö hundr- uð og átta þúsund. Alls bárust 13 tilboð í vcrkið, sem er gangstéttir samtals um 6.000 fm, gangstéttarkantar og jarðvinna. I tilboðinu er einnig gröftur vegna jarðstrengja fyrir Hitaveitu Suður- nesja, brunnlok vegna hitaveitu og fleira. Hlutur Hitaveitu Suðumesja í útboðinu er um 10%. Tíu tilboðanna voru undir kostn- aðaráætlun en þtjú yfir kostnaðar- áætluninni. Lægsta tilboð 67,7% af áætlun, en það hæsta 116,8%. Gert er ráð fyrir að framkvæmd- ir hefjist í byrjun mars og að verklok verði í lok júlí. EG Bjamleifur Bjamleifsson ljósmyndari látinn BJARNLEIFUR Bjarnleifsson Ijósmyndari DV lést í gær, 72 ára að aldri. Hann fæddist 21. mars árið 1915. Bjarnleifur hóf feril sinn sem blaðaljósmyndari fyrir rúmum 30 árum, fyrst sem ljósmyndari Vísis til ársins 1975, er hann réðist að Dagblaðinu. Við sameiningu blað- ana árið 1981 varð hann ljósmynd- ari DV og gengdi því starfi til dauðadags. Eftirlifandi eiginkona Bjarnleifs er María Jóhannesdóttir og eiga þau fjögur uppkomin böm og stjúpdóttur. Bjarnleifur Bjarnleifsson blaða- Ijósmyndari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.